Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
?
Hákon Franklín
Jóhannsson
stórkaupmaður
fæddist á Langár-
fossi í Álftanes-
hreppi á Mýrum, 23.
september 1915.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi hinn 12. júní
síðastliðinn. Hákon
var sonur hjónanna
Jóhanns Franklíns
Kristjánssonar
byggingarmeistara
og arkitekts frá
Litlu-Hámundarstöðum á Ár-
skógsströnd í Eyjafirði, f. 1885 og
Mathilde Victoria Kristjánsson frá
Osló í Noregi, f. Gröndahl 1892,
bæði látin. Systkini Hákonar eru,
1) Liv, f. 1912, látin, 2) Vilhjálmur,
f. 1913, 3) Kristján Tryggvi, f.
1917, lést í flugslysinu við Hestfjall
við Héðinsfjörð ásamt konu sinni
og tveim ungum sonum, 4) Svavar,
f. 1919, 5) Herdís María, f. 1925 og
6) Guðrún Margrét, f. 1930.
Hinn 21. maí 1938 kvæntist Há-
kon Svölu Eyjólfsdóttur hár-
greiðsludömu, f. 21. júní 1918, d. 2.
júní 2006, dóttir Eyjólfs Gíslasonar
frá Dalbæ í Árnessýslu og Guð-
ríðar Magnúsdóttur frá Horni í
Skorradal, bæði látin. Hákon og
Svala voru gift í 68 ár. Þau eign-
uðust 4 börn, þau eru: 1) Katrín, f.
4 janúar 1941, gift Arthur Donald
Echelberger. Þau eiga eina dóttur
og tvö barnabörn. 2) Jóhann, f. 26.
fisker Union 1977-1980, en í stjórn
þess frá 1966-1980.
Árið 1966 hóf Hákon baráttu
fyrir friðun á laxastofni á al-
þjóðahafsvæðum í N-Atlantshafi.
Það markaði tímamót þegar
ályktun hans um bann á laxveið-
um á þessu svæði var samþykkt á
aðalfundi Nordisk Sportfisker
Union, sem haldinn var í Reykja-
vík árið 1967 og var jafnframt
fyrsta ályktunin um friðun á laxa-
stofni á alþjóðahafsvæðum í N-
Atlantshafi. Hákon ritaði árið
1994 bók um störf og stefnu
stangaveiðifélaganna. Hákon var
einnig virkur í Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur og Sjóstanga-
veiðifélaginu. Hestamennskan átti
hug og hjarta Hákonar og hefur
hann verið ötull um velferð og
málefni viðvíkjandi hestum. Hann
hefur stuðlað að ýmsum fé-
lagsmálum og stofnaði t.d.
íþróttadeild hestmannafélagsins
Fáks árið 1976, sem hefur starfað
ötullega síðan, og var formaður
fræðslunefndar hestamanna-
félagsins Fáks. Hákon var félagi í
Kiwanisklúbbnum Heklu og bróð-
ir í Oddfellow-reglunni Hallveigu
til dauðadags. Hákon og Svala
áttu landeign á Kjalarnesinu þar
sem Hákon reisti húsið Blásteina
sem hann gerði upphafsteikn-
ingar að. Blásteinar urðu annað
heimili þeirra hjóna.
Útför Hákonar verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
júní 1948, kvæntur
Dagný Jóhanns-
dóttur. Jóhann á einn
son og þrjú uppeld-
isbörn. 3) Erna, f. 20
mars 1954, gift Ger-
not Siegfried Pom-
renke (fæddur
Hauck). Þau eiga
þrjú börn. 4)
Tryggvi, f. 13 júlí
1955.
Hákon ólst upp að
mestu á Fjólugötu 25,
sem faðir hans teikn-
aði og byggði. Hann
útskrifaðist úr Verzlunarskóla Ís-
lands árið 1934. Hákon var mjög
virkur í ýmsum félagsmálum og
sat víða í stjórn. Árið 1946 stofnaði
hann innflutnings/útflutnings-
verzlun og á sama tíma flutti hann
út mikið magn af ullarvörum og
lopapeysum til Danmerkur. Hákon
rak einnig fasteignasöluna Sala og
Samningar. Hákon var skrif-
stofustjóri Bílasmiðjunnar til
nokkurra ára. Hann stofnaði verzl-
unina Sport í mars árið 1958, sem
var lengst til staðsett við Lauga-
veg 13 í Reykjavík og var hann oft
kenndur við verzlunina Sport. Há-
kon var mikill athafnamaður og
áhuga- og tómstundamálin voru
mörg. Hann hafði mikinn áhuga á
stangaveiðimálum og var formað-
ur Landsambands Stangaveiði-
félaga árin 1973-1976 og sat í
stjórn þess frá 1958-1976. Þá var
hann formaður Nordisk Sport-
Ekki er nema ár síðan við kvödd-
um móður mína og stóðum yfir gröf-
inni með þér, elsku pabbi minn. Í dag
kveðjum við þig í hinsta sinn. 
Það er svo ótal margt sem mig
langar til að þakka þér fyrir og svo
margar dýrmætar og kærar minn-
ingar sem þú skilur eftir. Sem ung
telpa þurfti ég að hlaupa við fót til að
geta fylgt þér eftir þar sem þú
gekkst hratt eftir Bergstaðastrætinu
á leið niður í Sport. Þú sýndir mér
mikið traust og sendir mig kornunga
með dagssöluna í bankann og oft í
tollinn til að borga af vörum sem þú
varst að fá í verslunina. Þú studdir
við bakið á mér þegar á þurfti og
gafst alltaf góð ráð. 
Þú tókst á móti mér er ég fæddist
og ég tel að þú hafir bjargað lífi mínu
þegar ég datt niður í þrönga gjá á
Þingvöllum um 10 ára aldur. Ekki
mátti tæpara standa þegar þú komst
og dróst mig upp úr gjánni.
Þú varst hugmyndaríkur frá unga
aldri og hafðir gaman af að hanna
ýmsa hluti. Þú varst örvandi faðir og
vildir allt fyrir okkur gera. Þú hafðir
sérstakt lag á hestunum og óendan-
lega þolinmæði.
Það var aðdáunarvert að sjá þann
kærleik, hið sterka samband sem
myndaðist milli þín og hestanna
þinna. 
Ég hafði gaman af að fara með þér
á hestamannamót eða upp í hesthús,
þó ekki væri nema til að kemba hest-
unum. Þú varst svo fjölhæfur og í
gegnum barnsaugun virtist þú allt
geta.
Þú bjóst yfir mikilli orku og virkur
í allskyns félagsstarfsemi. Málefni
aldraðra voru þér ofarlega í huga og
hestarnir og friðun laxins voru þér
einnig hjartkær.
Áhugamál þín voru margbrotin og
alltaf var auðvelt að finna eitthvað til
að ræða um. Þú varst glettinn og það
var gaman að spauga við þig þegar
ég hringdi heim.
Það er svo margt sem við veitum
litla athygli í lífinu sem við megum
vera þakklát fyrir. Litlir hlutir sem
við tökum sem sjálfsagðan hlut. 
Það var alltaf gott að koma heim,
bæði á Fjólugötuna og upp á Blá-
steina, frístundaheimilið ykkar
mömmu. Þar er búið að vinna mikið
verk, rækta landið og planta mörg-
um trjám sem eiga eftir að prýða
landið og vegfarendur sem fara eftir
Vesturlandsveginum eiga eftir að
njóta. 
Heimsóknir ykkar mömmu til okk-
ar til Þýskalands og Bandaríkjanna
voru okkur dýrmætar og ánægjuleg-
ar. Gott samband myndaðist strax á
milli þín og Gernot, sem mér þótti
vænt um. 
Mig langar að þakka þér fyrir að
vera börnunum mínum góður afi,
fara með Stefán Hákon, Andreu og
Erik í veiðitúra, leyfa þeim að bregða
sér á hestbak og að vera þeim góð
fyrirmynd. Ófá skiptin baðstu And-
reu að spila á píanóið fyrir ykkur
mömmu og Stefán Hákon og Erik á
fiðlurnar. Í staðinn naut ég þess að
horfa á ykkur dást að barnabörnun-
um ykkar.
Ég veit það var mikið tilhlökkun-
arefni fyrir þig að fá að vera við-
staddur brúðkaup Stefán Hákons og
Lee Ann, sem heilsan leyfði því mið-
ur ekki. Þú varst með okkur í huga
og hjarta. 
Þú gerðir lítið úr veikindum þínum
og barst höfuðið ætíð hátt og með
reisn. Sl. ár var erfitt eftir fráfall
mömmu og hrakandi heilsu og ég ber
mikla virðingu fyrir hversu vel þú
meðhöndlaðir hlutina. Viljastyrkur
og seigla einkenndu þig. 
Mig langar sérstaklega til að
þakka Tryggva bróður mínum fyrir
að huga vel að þér og vera þér hjálp-
samur. 
Elsku pabbi, það er svo sárt að sjá
á eftir þér. Þú hefur haft svo mikil og
djúp áhrif á líf mitt og viðhorf. Nú
ertu kominn til mömmu og við biðj-
um góðan Guð að vaka yfir ykkur og
vernda. Drottinn varðveiti minningu
þína.
Þín elskandi dóttir, 
Erna.
Hákon Jóhannsson, mágur minn,
er látinn, eftir langt og farsælt líf.
Hann kvæntist Svölu Eyjólfsdóttur,
fóstursystur minni, vorið 1938, en
Svala lést fyrir réttu ári. Svala missti
móður sína ung og kom þá í fóstur til
foreldra minna. Reyndist hún mikill
happafengur fyrir fjölskyldu okkar.
Svala var greind og einstaklega ást-
rík kona og voru þau hjónin samrýnd
alla tíð.
Eftir að heilsa Svölu brást bjó hún
á Droplaugarstöðum þar sem hún
naut góðrar hjúkrunar. Hákon sat
hjá henni flesta daga. Það færðist
alltaf sælubros yfir varir hennar þeg-
ar hann kom og kyssti hana á kinn-
ina. Sjálfur bjó Hákon áfram á heim-
ili þeirra í Miðleitinu. Líkamlegri
heilsu hans hafði hrakað mjög síð-
ustu árin, en andlegri heilsu og
kjarki hélt hann til hins síðasta. Að
lokum var fátt eftir nema viljaþrekið.
Hann var góðum gáfum gæddur
og minnið var aldeilis ótrúlegt. Ein af
bernskuminningum hans var frá
Kötlugosinu 1918. Ég mun sakna
þess að geta ekki setið að spjalli við
hann og spurt hann spjörunum úr.
Einu sinni hafði svari hans skeikað
um eitthvert smáatriði. Hann
hringdi daginn eftir til að leiðrétta
frásögnina.
Hákon var léttur á sér á meðan
heilsan leyfði og ákaflega ósérhlífinn.
Hann var mikill útivistarmaður;
stundaði laxveiðar og útreiðar.
Þau eignuðust fjögur börn, sem öll
hafa reynst foreldrum sínum frábær-
lega vel í baráttunni við Elli kerlingu
og veikindi. Þekki ég ekki önnur
dæmi um meiri fórnfýsi og alúð
veitta foreldrum.
Fyrir tveimur eða þremur árum
brugðum við okkur eitt sinn í kaffi á
Hótel Borg. Þar höfðu þau kynnst á
dansleik. Hákon benti á ákveðinn
stað í salnum og sagði: ?þarna sastu?
og Svala ljómaði eins og ung stúlka.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
Hákoni einstaklega trygga og góða
samfylgd.
Hólmfríður R. Árnadóttir.
Mágur konu minnar Hákon Jó-
hannsson er látinn. Ég kynntist Há-
koni og konu hans Svölu heitinni fyr-
ir nærri fjórum áratugum. Þau voru
kynslóðin milli okkar og foreldra
okkar og virkuðu sem tengiliður við
áratugina fyrir miðbik síðustu aldar.
Hákon var léttur á sér og kvikur í
fasi. Var veiði- og hestamaður og
hafði um áratuga skeið verslað með
sportvörur. Ég man eftir að hafa
komið í verslunina Sport við Lauga-
veg 13 þar sem þau feðginin hann og
Katrín voru við afgreiðslu. Þar var
ævintýraljómi yfir öllu ? en ekki svo
létt að komast út án þess að versla.
Það var ánægjulegt að rabba við
Hákon um líðandi stund og þá ekki
síður um liðna daga. Minni hans var
ótrúlega gott og hann hafði lent í svo
mörgu og kynnst mönnum og mál-
efnum um allt land. Einkum var þó
fróðleikur hans um ?gömlu? Reykja-
vík einstakur. Hús fyrir hús og versl-
un fyrir verslun mundi hann eftir
skipan og atburðum allt frá unglings-
árunum á öðrum og þriðja áratug lið-
innar aldar.
Heilsan var naum síðustu áratug-
ina og í lokin hékk hún á þeim blá-
þræði sem læknavísindin spinna.
Með Hákoni týnist stykki úr púslu-
spili minninganna ?og aldrei það
kemur til baka.? Megi hann hvíla í
friði.
Oddur Benediktsson.
Nú þegar stangaveiðitímabilið er
rétt hafið kveður okkur góður félagi,
Hákon Jóhannsson. Hákoni kynntist
ég í gegnum Stangaveiðifélag
Reykjavíkur og á heimili föður míns,
Magnúsar Ólafssonar, læknis, fyrr-
um formanns SVFR og ritstjóra
Veiðimannsins. Þar voru oftast rædd
ræktunarmál, umhverfismál og
hönnun laxastiga. Hákon ritaði
margar greinar í Veiðimanninn og
Morgunblaðið, gaf einnig út mörg
hefti um veiðimál. Hann var einn af
stofnendum Landssambands stanga-
veiðifélaga og var lengi formaður
þess. Hann færði SVFR að gjöf á
annað hundrað bækur um stanga-
veiði á ensku og Norðurlandamálun-
um. Einnig gaf hann félaginu gamla
laxveiðistöng og eru bækurnar og
stöngin vel varðveitt í félagsheimili
SVFR. Stjórn félagsins hefur beðið
mig að koma á framfæri við fjöl-
skyldu Hákonar samúðarkveðjum og
innilegu þakklæti.
Síðast er ég átti tímamótaafmæli
færði Hákon mér áletrað flugubox
með uppáhaldsflugum sínum sem ég
geymi vandlega. Við hittumst alloft á
?opnu húsi? SVFR og ársþingum LS,
m.a. í Munaðarnesi. Eitt skipti á
kvöldvöku sambandsins hafði hann
beðið mig að vera veislustjóra. Þar
fór ég með ljóð, Veiðigyðjan í vöku og
draumi, sem birtist í gömlum Veiði-
manni og hann hafði miklar mætur á. 
Streymdi fljót úr fjallasölum,
fossar sungu gljúfrum í,
vakti líf í værum dölum,
vorið ? komið þar á ný.
Þarna lék sér lax í straumi,
léttar bárur stigu dans,
tíminn leið í ljúfum draumi,
ég lofaði verkin skaparans.
Hákon kom til mín á eftir, faðmaði
mig og sagði: ?Ég á eftir að sofa vel í
nótt og láta mig dreyma.? Ég votta
ættingjum Hákonar mína dýpstu
samúð. Megi ferð hans til austursins
eilífa þar sem ljósið skín og sannleik-
urinn birtist vekja hann til veiða á ný. 
Stefán Á. Magnússon.
Hákon Franklín Jóhannsson
? 
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, 
BJÖRGVIN BALDURSSON, 
Tjarnarlundi 14J, 
Akureyri, 
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 12. júní. 
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
22. júní kl. 13:30. 
Friðbjörg Sveinbjörnsdóttir, 
Árni Viðar Björgvinsson, 
Baldur Jóhann Björgvinsson. 
? 
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, 
AÐALSTEINN JÚLÍUSSON 
fyrrverandi vita- og hafnarmálastjóri, 
Einimel 5, 
andaðist á heimili sínu, þriðjudaginn 19. júní. 
Jarðarförin verður auglýst síðar. 
Júlíus Aðalsteinsson, Helga Hallgrímsdóttir, 
Björn G. Aðalsteinsson, Björk Hreinsdóttir 
       og barnabörn 
? 
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, 
STEFÁN GUÐMUNDSSON 
framkvæmdastjóri, 
Digranesvegi 76, 
Kópavogi, 
lést á Landspítalanum Hringbraut, laugardaginn 
16. júní. 
Útförin fer fram frá Digraneskirkju, miðvikudaginn
27. júní kl. 13:00. 
    Matthea Jónsdóttir, 
Matthildur Bára, Dagný, 
Þórlaug Braga, Guðmundur Unnþór, 
Hrafnhildur Brynja, Stefán, 
Arna Björk, Gunnar, 
Ása Björg, 
 tengdabörn, barnabörn 
 og barnabarnabörn. 
? 
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, 
langamma og langalangamma, 
INGUNN SIGRÍÐUR SIGFINNSDÓTTIR, 
Dvalarheimilinu Uppsölum, 
Fáskrúðsfirði, 
áður til heimils á Kirkjubóli, 
Stöðvarfirði, 
verður jarðsungin frá Stöðvarfjarðarkirkju 
laugardaginn 23. júní kl. 14.00. 
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Dvalarheimilið Uppsali
njóta þess. 
Fyrir hönd annarra vandamanna, 
    Sigurjóna Sigurjónsdóttir,                   
    Nína Jenný Kristjánsdóttir, 
    Björn Kristjánsson,               Þórey Sigfúsdóttir, 
    Guðný Elísabet Kristjánsdóttir,     Jóhann Jóhannsson, 
  barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52