Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku amma mín,
nú hefurðu kvatt
þennan heim. Mikið
óskaplega á ég eftir að
sakna þín mikið. Þú áttir við erfið
veikindi að stríða síðustu ævidaga
þína og reyndi ég að koma og vera
hjá þér eins oft og ég gat. Mikið
finnst nú mér gott að hafa verið hjá
þér þínar síðustu klukkustundir og
getað kvatt þig undir lokin.
Minningarnar eru margar og góð-
ar sem þú skilur eftir þig og munu
hlýja okkur um hjartarætur um
ókomin ár. Alltaf varstu tilbúin að
styðja og styrkja við bakið á þeim
sem minna máttu sín svo ég tali nú
ekki um dýrin stór og smá. Það
minnir mig á atburð sem átti sér
stað í Hlíðarhvamminum fyrir þó-
nokkrum árum. Þú vaknaðir einn
morguninn við hávaða inni í stofu.
Þegar þú komst fram hafði fugls-
grey villst inn um gluggann um nótt-
ina og ekki ratað út aftur. Áhyggjur
þínar voru að hann væri svo hrædd-
ur og þá sérstaklega að hann væri
algjörlega ósofinn eftir hrellingar
næturinnar.
Svo getur maður ekki annað en
rifjað upp pönnukökubakstur þinn
sem þú stundaðir allt fram á síðustu
mánuði og ekki má gleyma heita
súkkulaðinu þínu sem var það besta
sem ég hef nokkurn tíma smakkað.
Handavinna var mikið áhugamál
Ráðhildur Jónsdóttir 
?
Ráðhildur Jóns-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
18. október 1916.
Hún lést á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu í Reykjavík 16.
maí síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Fossvogs-
kirkju 24. maí.
hjá þér. Hvers konar
útsaumur og hannyrð-
ir og lagðir þú mikinn
metnað í það sem sést
vel á fallega hand-
bragðinu þínu. Þú
varst líka dugleg að
útdeila afrakstri vinnu
þinnar til ættingja og
vina sem við eigum til
minningar um þig.
Mikið var gaman að
heyra sögurnar þínar
um gamla daga og
minntist þú þeirra allt
til síðasta dags. Alltaf
var nú stutt í brosið þitt og góða
skapið og hafðir þú gaman af því að
segja frá og heyra af skemmtilegum
uppákomum.
Þú varst dugleg að sækja í fé-
lagsskap annarra og fá fréttir af
mönnum og dýrum og miðla þeim til
okkar hinna. Já dýrin gleymdust
aldrei hjá þér amma mín, þegar þú
hringdir þá var alltaf spurt um
heimilisfólkið og svo ?hvernig hefur
kisa það?? Ekki gleymdust dýrin
heldur um jólin, þau fengu alltaf sína
pakka eins og aðrir. Og öll jólakortin
sem þú lagðir svo mikla natni við,
hvert einasta pláss nýtt til að koma
fallegu skilaboðunum þínum til skila.
Ég skil nú ekki enn hvernig þú fórst
að því að handskrifa allan þennan
fjölda af kortum til níræðisaldurs.
Nú veit ég að þér líður betur og þú
ert komin til afa og Ellu ömmu og
það huggar mig í sorginni. Ég veit
að þú munt líta eftir litla englinum
mínum, Maroni Ágústi, og einnig
veit ég að þú munt fylgjast með okk-
ur öllum hinum.
Elsku amma mín, þín verður sárt
saknað.
Minning þín er ljós í lífi okkar
allra.
Elenóra Áslaug Kristinsdóttir.
Haraldur Einarsson
móðurbróðir minn
hefði orðið áttræður
eftir tæpa tvo mánuði.
Frá því ég man eftir
mér hefur hann verið
órjúfanlegur hluti af stórfjölskyld-
unni. Það er skrýtin tilfinning þegar
fastir punktar í tilverunni eru
skyndilega horfnir. Halli var ein-
hleypur og bjó hjá afa og ömmu á
Vesturvallagötu 7 allt þar til þau
féllu frá. Stóran hluta starfsævi sinn-
ar var hann kaupmaður og rak mat-
vöruverslunina Matval í Kópavogi
ásamt Sigurði Guðmundssyni sem
lést fyrr á þessu ári.
Halli var tíður gestur á heimili
okkar í Kópavoginum, kannski er
gestur ekki rétta orðið, svo nátengd-
ur var hann okkur. Á hverjum
sunnudagsmorgni í fjöldamörg ár
komu þeir Halli og afi í kaffi eftir að
hafa komið við í Matvali þar sem
Halli undirbjó komandi vinnuviku í
búðinni á meðan afi laumaði gotteríi í
poka handa okkur systkinunum. Ég
man eftir ferðum til frændfólksins
austur á Eyrarbakka þar sem voru
settar niður kartöflur á hverju vori
og ótal sunnudagsbíltúrum. Halli
ferðaðist mikið á þessum árum og
fór nánast árlega til sólarlanda eða
til Englands að horfa á fótboltaleiki.
Í hvert sinn sem Halli kom erlendis
frá færði hann mér þjóðbúninga-
dúkku og þær voru orðnar ansi
margar þegar ég var komin á ung-
lingsár. Fyrir litla stelpu var mikils-
vert að eiga þennan góða frænda
sem alltaf mundi eftir henni. Ég
vann í Matvali á sumrin sem ungling-
ur. Þar sá ég þjónustulipran og glað-
væran kaupmann sem alltaf var
Haraldur Einarsson 
?
Haraldur Ein-
arsson fæddist á
Vesturvallagötu 7 í
Reykjavík 8. ágúst
1927. Hann lést 13.
júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Fella- og Hóla-
kirkju 20. júní.
mættur eldsnemma á
morgnana og átti gott
samneyti við sam-
ferðafólk sitt. Það
sama má segja um lip-
urð við fjölskylduna.
Hann sinnti afa og
ömmu af einstakri
natni og ófá skiptin
sótti hann okkur syst-
ur og fjölskyldur okk-
ar á flugvöllinn þegar
við bjuggum vestur á
Ísafirði. Hann var allt-
af boðinn og búinn að
aðstoða.
Halli eignaðist tvær dætur, þær
Þóru og Guðrúnu. Guðrún er búsett í
Noregi en hjá Þóru og Óskari manni
hennar bjó Halli síðustu 15 árin.
Börn Þóru kynntust því afa sínum
vel og bundust honum sterkum
böndum. Halli fór líka reglulega til
Noregs, síðast nú um páskana. Frá
því ég flutti á Selfoss hafa þau systk-
inin mamma og Halli oft komið hing-
að austur til okkar. Í bíltúrum um
Selfoss rifjaði hann oft upp gamla
daga frá því hann var í sveit á sumrin
í Flóanum og hvernig umhorfs var
hér þá. Í spjalli okkar bar dætur
hans oft á góma. Hann var afar stolt-
ur af þeim og var eins mjög tíðrætt
um barnabörnin sín. Ég var svo lán-
söm að eiga góðar stundir með Halla
í lok maí í tveimur stórafmælum í
fjölskyldunni. Við spjölluðum um
hvort og hvernig ætti að halda upp á
afmælið þegar hann yrði áttræður. Í
dag kveðjum við hann og þurfum víst
ekki að ræða frekar um þau veislu-
höld.
Gleðin og sorgin eru systur. Það
er gott að eiga góðar minningar. Að
fá að kveðja þetta jarðlíf kvalalaust
og hljótt er án efa það sem við flest
óskum okkur. Söknuður dætra hans
og fjölskyldna þeirra er mikill og víst
er að það verður tómlegt fyrst um
sinn í Vesturberginu. Ég minnist
Halla með virðingu og þökk og votta
dætrum hans, fjölskyldum þeirra og
systkinum hans samúð mína.
Guðbjörg Sigrún.
Allt frá því ég man
fór ég á Eskifjörð á
sumrin til afa og ömmu
og alltaf var tekið vel á
móti mér. Þau biðu í Bleiksárhlíð með
tertur, brosandi og spenntari en ég að
fá mig í heimsókn. Oft fór ég og heim-
sótti afa í frystihúsið. Þar var hann
vel liðinn og var ég montinn af hon-
um. Maður fékk mola, var spurður
hvort maður ætlaði að vera eins og
hann, gengnir hringir innan um
glamrandi kælipressur og skoðaðir
mælar sem ég kunni ekki deili á.
Suma daga var fylgst með þegar hann
spilaði spil þar sem alltaf var tekið vel
á móti honum.
Hann var rólyndismaður og man
ég ekki eftir að hann hafi orðið reiður
eða skipt skapi. Við matarborðið sat
hann við endann af vana til að geta
fylgst vel með. Hann var alltaf með á
hreinu hvað hver var að bardúsa.
Hann bjó yfir ró sem fáir geta til-
einkað og var alltaf stutt í brosið.
Aldrei var eins og maður truflaði
heldur sýndi hann áhuga ef leitað var
til hans. Það var hægt að sitja hjá
honum stundunum saman án þess að
segja nokkuð. Þá sat hann með úfið
hárið og kíkti í bók meðan ég lék. Við
skildum hvor annan án þess að þurfa
segja nokkuð, vorum bara þarna sæl-
ir með þögnina.
Seinna bjó ég hjá afa og ömmu
meðan ég vann sem nemi í vélvirkjun.
Þegar komið var heim var afi alltaf
áhugasamur um hvað hafði verið gert
og hvað væri framundan. Þetta hafði
jú verið hans starfsvettvangur.
Þennan tíma kynntist ég afa betur,
við ræddum daginn og veginn eða sát-
um þöglir, hann kíkti í bók meðan ég
lá yfir bílaauglýsingum og spurði
hann ráða.
Fjórum dögum áður en hann
kvaddi, kom ég með 2 ára dóttur mína
Elis Stefán Andrésson 
?
Elis Stefán
Andrésson
fæddist á Eskifirði
11. september árið
1932. Hann lést á
heimili sínu á Eski-
firði 1. júní síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Eski-
fjarðarkirkju 9.
júní.
í afmæli hjá ömmu. Á
meðan allir spjölluðu
sat afi í hægindastól og
fylgist með þegar dótt-
ir mín kemur til hans,
togar í puttann á hon-
um og segir ?komdu?.
Auðvitað stóð afi upp
þrátt fyrir veikindi og
lét hana leiða sig inn í
eldhús þar sem átti að
finna ?ís? því alltaf vildi
hann sýna þeim sem
minnstir voru mestan
áhuga og gaf af sér
þennan þokka sem lað-
aði að sér smáfólk.
Hann og amma voru ástfangin frá
því þau kynntust hinn 2. janúar. Vin-
konur hennar sögðu henni að fara
fram og sjá manninn ?hann situr við
borð og borðar tertu út á hafragraut,
hef aldrei séð annað eins? sögðu þær
sem þótti undarlegt og þykir enn.
Hann elskaði ömmu öll þessi ár og
voru þau eins og ástfangnir ungling-
ar, kysstust skælbrosandi og hlæj-
andi.
þau voru andstæður, hann yfirveg-
aður en amma stelandi senunni. Þess
vegna hafa þau passað svona vel sam-
an.
Elsku amma, ég samhryggist þér
innilega því ég veit hvað þú hefur
misst. Gömul myndaalbúm sýna
glæsihjón sem hvergi finnast þó víða
sé leitað, ástfangin upp fyrir haus.
Þrátt fyrir löng veikindi kveinkaði
hann sér ekki, kvartaði ekki yfir hlut-
skipti sínu né bað um vorkunn. Hann
var samkvæmur sjálfum sér, sýndi
aldrei neikvæðni, veitti athygli og allt-
af var stutt í fallega brosið. Elsku afi,
nú hefur þú kvatt okkur. Síðast þegar
ég kvaddi, kyssti ég þig á kinnina og
sagði ?við sjáumst svo í sumar?. Ég sé
eftir að hafa ekki sagt hvað mér þótti
vænt um þig. Núna situr þú með úfið
hárið, brosir og fylgist með okkur.
Sindri Mar Jónsson.
Með þessum orðum langar mig að
minnast afa Ella. Þegar amma
hringdi í mig og sagði mér að afi væri
dáinn fór hugurinn ósjálfrátt af stað
og allar góðu minningar komu upp á
yfirborðið. Hugurinn reikar aftur um
nokkur ár til þess tíma þegar ég kom
austur til ykkar á sumrin, já það var
margt sem var brallað í Bleiksárhlíð-
inni og það var alltaf jafn auðvelt að fá
afa á sitt band ef það var eitthvað sem
mann vantaði, hvort heldur sem það
voru sjoppuferðir, hreindýraskoðun
og ég tala nú ekki um ferðirnar á
hraðbátnum, spil eða spjall. Þetta var
góður tími sem ég mun varðveita í
hjarta mér.
Við barnabörnin vorum öll mjög
hænd að þér, enda ekki annað hægt,
þar sem þú ert svo einstakur og góður
afi, alltaf jafn rólegur og stutt í fallega
brosið þitt en jafnframt einnig stutt í
púkasvipinn, sérstaklega þegar
amma var eitthvað að stjórnast, þá
fóru á milli okkar augntáknmál sem
bara við skildum.
Afi stóð sig ótrúlega vel í veikind-
um sínum og amma eins og klettur við
hlið hans, þó svo að afi stressaði hana
ansi oft með því hvað hann var róleg-
ur með lyfin: Elli ertu ekki örugglega
búinn að taka lyfin? Ha, ju, ju, var
nokkuð sem maður heyrði ansi oft og
þótti alltaf jafn spaugilegt, því maður
vissi að hann var bara aðeins að stríða
ömmu með þessu, sem tók á það ráð
að setja lyfin bara ofan í diskinn hjá
afa svo að hann gleymdi þeim ekki.
Þegar afi gat ekki unnið lengur tók
hann því ótrúlega vel og var duglegur
að dunda sér við að smíða hluti sem
hann gaf svo innan fjölskyldunnar og
þetta eru hlutir sem mér þykir vænt
um að eiga eftir þig og munu gagnast
vel og verða geymdir vel.
Á seinni árum hittumst við ekki
eins oft, þá var síminn notaður en ég
er mjög þakklát fyrir heimsóknina
þegar þið komuð suður og kíktuð til
okkar en þá var langafastelpan ykkar
Kristín Björg nýfædd. En ég er viss
um að afi fylgist með áfram og ég
mun vera dugleg að segja henni frá
langafa sínum í myndum og máli.
Elsku afi, takk fyrir allt það sem þú
gafst mér og eflaust munum við sjást
síðar, hver veit, en þangað til mun ég
hugsa til þín og varðveita í hjarta mér
þann tíma sem við fengum saman og
segja langafastelpunni þinni frá þér.
Ég efast ekki um það að þú fylgist
með okkur.
Elsku amma og aðrir ættingjar og
vinir, ég og Kristín Björg sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur og
guð gefi ykkur styrk og veri með ykk-
ur, við getum látið góðar minningar
um afa styrkja okkur.
Sigurlaug Dóra 
Ingimundardóttir (Lulla).
Kynni okkar Stein-
gríms hófust fyrir
rúmlega hálfri öld.
Fyrst vorum við sam-
starfsmenn við bæjarfógeta- og
sýslumannsembættið hér í Hafnar-
firði í hálfan annan áratug en eftir að
ég hvarf til annarra starfa var sam-
Steingrímur Helgi
Atlason 
?
Steingrímur
Helgi Atlason
fæddist á Jófríðar-
stöðum í Hafnar-
firði 1. maí 1919.
Hann lést á heimili
sínu miðvikudaginn
6. júní síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Víðistaða-
kirkju 20. júní.
band okkar einkum í
gegnum störf fyrir
Stangaveiðifélag
Hafnarfjarðar á árum
áður og veiðimennsku
og nokkur síðustu ár
höfum við fylgst að í
sund á morgnana í
Suðurbæjarlaug þar
sem við höfum iðkað
sund, heita potta og
gufuböð ásamt hópi
sundvina.
Steingrímur var
traustur maður og ein-
staklega vel látinn og
vandasamt starf sem lögreglumaður
leysti hann af hendi með mikilli
prýði. Hann var athugull og stál-
minnugur og gerþekkti bæinn sinn
og mér er nær að halda að hann hafi
vitað deili á velflestum ?göflurum?.
Segja má að hann hafi verið eins
konar alfræðiorðabók að því er varð-
aði menn og málefni í Hafnarfirði.
Steingrímur var mjög félagslyndur,
jákvæður og úrræðagóður og lagði
ekki árar í bát þótt á móti blési. 
Þegar hann varð að hætta akstri
vegna sjónskerðingar tók hann fram
reiðhjólið og fór lengi vel allra sinna
ferða um bæinn á hjóli. Þótti sumum
nóg um þessa dirfsku. Þegar kom að
því að hann fann að þetta var ekki al-
veg nógu öruggt lagði hann hjólinu
og fór allra sinna ferða fótgangandi
og með strætisvögnum eins og alsjá-
andi væri.
Steingrímur tók virkan þátt í
starfsemi Blindrafélagsins og sótti
fundi þess í Reykjavík á hverjum
þriðjudegi og hann var virkur þátt-
takandi í félagsstarfi og samkomum
eldri borgara í Hafnarfirði. Í pílu-
kastkeppni stóð hann oftar en ekki
uppi sem sigurvegari.
Steingrímur og hans ágæta kona,
Guðbjörg, sem látin er fyrir allmörg-
um árum, höfðu um árabil sótt dans-
kennslu og náð mjög góðum árangri í
danslistinni. Steingrímur var því eft-
irsóttur af heldri konum sem dans-
félagi á samkomum eldri borgara í
Hafnarfirði og mér er sagt að oft hafi
verið spurt, þegar mætt var í dans-
inn. Er Steingrímur kominn?
Þegar Steingrímur greindist með
kransæðastíflu á sl. ári var honum
ráðlagt af lækni að hægja eitthvað á
ferðinni. Eftir það sagði hann mér að
hann hefði einskorðað sig við hæga
dansa. Að öðru leyti hélt hann sínu
striki. Hann lifði lífinu lifandi.
Við Kristbjörg og sundvinir Stein-
gríms þökkum góð kynni og sendum
fjölskyldu hans samúðarkveðjur.
Jón Finnsson.
? 
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma, 
GERÐUR AÐALBJÖRNSDÓTTIR 
frá Hólabæ, 
verður jarðsungin frá Blönduóskirkju föstudaginn
22. júní kl. 14:00. 
Jarðsett verður í Holtastaðakirkjugarði. 
Björg Pétursdóttir, 
Hafsteinn Pétursson,   Sigríður Bjarkadóttir, 
Pétur Pétursson,      Þorbjörg Bjarnadóttir, 
Dagný Pétursdóttir,    Þórir K. Agnarsson, 
     ömmubörn og langömmubörn. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52