Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 35
?
Ragna Magnús-
dóttir fæddist í
Reykjavík 15. júní
1915. Hún andaðist
á Landspítalanum 7.
júní sl.
Foreldrar hennar
voru Magnús Sig-
urðsson, banka-
stjóri, f. í Reykjavík
6.5. 1850, d. 27.10.
1947, og Ástríður
Stephensen Magn-
úsdóttir, f. 15.1.
1884, d. 25.4. 1933.
Systkini Rögnu
eru Elín, f. 2.7. 1909, d. 8.9. 1991,
Magnús Vignir, f. 10.10. 1910, d.
4.4. 1971, Bergljót, f. 6.2. 1912, d.
25.7. 2004, María f. 12.10. 1913, d.
19.10 1994, Svava, f. 14.8. 1916, d.
11.7. 1986, Sigurð-
ur, f. 27.3. 1918, d.
27.2. 1953, Ásta
Sylvía, f. 10.5. 1920,
d. 28.8. 1941, Jón, f.
18.6. 1922. 
Ragna ólst upp í
Reykjavík. Að lok-
inni skólagöngu
vann hún um tíma
við konfektgerð í
Kaupmannahöfn, en
flutti síðan til
Reykjavíkur og
starfaði þá fyrst í
Skóverzlun Lárusar
Lúðvíkssonar, en síðan við síma-
vörslu í Landsbanka Íslands.
Ragna verður jarðsungin í dag
frá Dómkirkjunni í Reykjavík og
hefst athöfnin kl. 15.
Fátt er hollara litlum dreng en að
eiga móðursystur að, ég átti fjórar
og nú er sú síðasta dáin rétt fyrir 92.
afmælisdag sinn. Einn úr hópi níu
systkina er enn á lífi, Jón Magnús-
son, Jonni.
Við Ragna Magnúsdóttir, Agga
eins og hún var alltaf kölluð, hitt-
umst fyrst þegar hún var 26 ára en
ég nokkurra sekúndna og vorum vin-
ir ætíð síðan, í tæp 66 ár. Alla mína
æsku var Agga tíður gestur á heimili
foreldra minna. Þetta var áður en
reykingar urðu hættulegar og Agga
drakk kaffi og reykti Camel. Og svo
spáði hún í bolla, fyrir ferðalögum og
fyrir góðum árangri í fyrirætlunum
þess sem hún var að spá fyrir, með
góðum árangri.
Það glaðnaði yfir allri fjölskyld-
unni þegar Agga birtist í dyrunum,
uppfull af sögum af skrítnu fólki og
kostulegum uppákomun úr bæjarlíf-
inu. Hún var á símanum í Lands-
bankanum í Austurstræti og var
snillingur í að herma eftir banka-
stjórum og viðskiptavinum, án þess
að sjálfsögðu að ljóstra neinu upp um
hvað fór á milli manna. Sérlega vel
náði hún, hjá hverjum og einum við-
skiptavini, öllum mögulegum æsing-
arstigum spurningarinnar: ?Hvað er
þetta, er maðurinn aldrei við?? 
Þegar ég hóf að sækja skóla í mið-
bænum heimsótti ég Öggu reglulega
í símaherbergi Landsbankans í
löngufrímínútunum og við fengum
okkur kaffi og Camel og spjölluðum
saman. Vinir mínir þekktu sumir
Öggu af orðspori og öfunduðu mig
svolítið, held ég, að eiga slíka móð-
ursystur að.
Agga bjó árum saman hjá systur
sinni og mági, sæmdarhjónunum El-
ínu og Guðmundi Ólafs, í stóru húsi
við Tjarnargötuna sem foreldrar
þeirra systra, Ástríður Stephensen
og Magnús Sigurðsson bankastjóri,
höfðu átt. Þar hafði hún litla íbúð
með útsýni yfir Tjörnina og úr
gluggunum var hægt að fylgjast með
skautafólkinu á vetrum, þangað til
maður varð einn af því fólki sjálfur.
Þegar Agga eignaðist sína fyrstu
íbúð, skömmu fyrir 1960, málaði ég
hana, örlítill þakklætisvottur fyrir
allt sem Agga hafði gert fyrir mig.
Agga var orðin stirð til gangs síð-
ustu árin en andlegum styrk hélt hún
fram í andlátið. Hún fylgdist til
dæmis alltaf með umræðum á Al-
þingi í sjónvarpinu og hafði mjög
ákveðnar skoðanir á framgöngu ein-
stakra þingmanna. Eftir þingkosn-
ingar nú í vor upplýsti hún mig sím-
leiðis um gang stjórnarmyndunar
þar sem ég er staddur í útlöndum.
Agga átti stóran hóp góðra vin-
kvenna, og þegar ég var strákur fékk
ég stundum að fljóta með þegar hún
heimsótti vinkonurnar. Þær eru
flestar farnar yfir móðuna miklu og
undir lokin held ég að Öggu hafi ver-
ið farið að langa að fylgja þeim eftir.
Agga passaði mig oft þegar ég var
krakki og sagði mér seinna sögur af
ferðum okkar. Einu sinni fórum við á
Hressó, og það lá svo vel á mér að ég
fór að syngja hástöfum, Heims um
ból. Sem var út af fyrir sig allt í lagi,
ef þetta hefði ekki átt sér stað í
miðjum júlí. Agga reyndi að sussa á
mig en aðrir gestir báðu hana endi-
lega að leyfa barninu að syngja
áfram. Nú þegar Agga er dáin finnst
mér eins og hluti bernsku minnar
hafi horfið með henni. Ég mun ætíð
minnast hennar með ástúð og þakk-
læti.
Eggert Briem.
Kveiktu á kertinu 
til að það logi hjá mér 
svo að allir hafi ljós 
sem eru hræddir við myrkrið 
(R.M.)
Þessar línur eru teknar úr ljóði
eftir Rögnu Magnúsdóttur og komu
mér í hug er ég frétti lát hennar, en
hún lést á Landspítala hinn 7. júní
sl., nokkrum dögum fyrir 92. afmæl-
isdaginn.
Ragna var Reykjavíkurbarn, sem
ólst upp umhverfis Tjörnina, fyrst í
Þingholtunum og síðar við Tjarnar-
götuna. Hún gekk á kvennaskóla í
Danmörku eftir skólann hér heima,
en eftir heimkomuna hóf hún störf
við Landsbanka Íslands og vann þar
allan sinn starfsaldur.
Árið 1960 fluttum við móðir mín,
Bergþóra Einarsdóttir, af Nesinu á
KR-svæðið í vesturbæ Reykjavíkur
að Hagamel, og í það sama hús flutt-
ist Ragna Magnúsdóttir fimm árum
síðar ásamt föðursystur sinni, Ingi-
björgu Sigurðardóttur, kunnum og
vinsælum barnakennara við Miðbæj-
arskólann í Reykjavík. Nokkrum ár-
um seinna, eftir að Ingibjörg lést,
fluttist til Rögnu María Briem, syst-
ir hennar, og bjuggu þær saman upp
frá því, uns María lést fyrir allmörg-
um árum.
Allar voru þær, systurnar Ragna
og María og Ingibjörg, föðursystir
þeirra, hinir skemmtilegustu ná-
grannar, og myndaðist snemma vin-
átta móður minnar og þeirra allra.
Það var gaman að takast á við Ingi-
björgu í heimspekilegum umræðum
yfir morgunkaffinu og rökræður
drógust oft á langinn, svo að und-
irritaður gleymdi hvað tímanum leið
og kom of seint í tíma í skólanum.
Árið 1996, þegar Ragna hafði einn
um áttrætt, kom yfir hana andi
skáldsins og hún tókst á við ljóð-
listina með einstökum árangri. Hún
las fram ljóð við hin ýmsu tækifæri
og ég fékk það hlutverk að vera sér-
legur ritari hennar og mátti stund-
um hafa mig allan við til að fylgja
skáldinu eftir, sem las ljóðin fram
svo hratt sem væri jökulsá að ryðja
sig.
Þegar ljóðabók Rögnu, Kaup-
mannahöfn, kom út á forlagi EGÞ 15.
júní 2003, á 88. afmælisdegi hennar,
var bókinni fylgt úr hlaði með eft-
irfarandi orðum: ?Í bókinni Kaup-
mannahöfn birtist í fyrsta sinn á
prenti safn ljóða eftir Rögnu Magn-
úsdóttur, sem eru samin af margvís-
legu tilefni við vængjaðan innblástur
á baki reiðskjótans Pegasusar um
ljóðlöndin miklu í fylgd Bakkynj-
anna og fylgiliðs þeirra í hinum guð-
dómlega gleðileik. Umfjöllunarefni
litbrigði mannlífsins með ívafi af
pólitík Íslandsmannsins í samskipt-
um sínum við land og náttúru og
meðferð hans á þeim sameiginlega
arfi okkar allra.? Síðustu æviárin bjó
Ragna ein með fuglunum sínum og
hlýddi með þeim á valin verk tónbók-
menntanna, einkum píanóverk eftir
Chopin, sem frú Ástríður, móðir
Rögnu, lék svo fallega fyrir börnin
sín á bernskuheimilinu forðum.
Sólin skín og við heyrum
fuglana syngja
fuglana, og það er sumar
þeir syngja, og blómin
í öllum sínum litum syngja
þar er gleðin
og söngurinn, tónlistin
og tónarnir syngja
alls staðar er gleðin
Ef við hefðum ekki sönginn fuglanna
væri tónlistin ekki til
(Það er sumar ? R.M.)
Blessuð sé minning Rögnu Magn-
úsdóttur.
Einar G.
Ragna Magnúsdóttir
Aldrei þessu vant
var ég í útlöndum þeg-
ar góðvinur mætur og
knár félagi var kvadd-
ur. Þessum aldna ágætismanni hefði
ég svo sannarlega viljað fylgja síð-
asta spölinn, slík var fylgd hans við
sameiginlegar hugsjónir og vinfengi
hans veitult.
Ingólfur í Krossgerði var heill í
lund og hollráður félagi, hann gagn-
rýndi ótæpilega það sem honum þótti
miður fara hjá sínum mönnum, en af
góðri réttsýni, þrátt fyrir að ekki
væri verið að skafa utan af hlutunum,
en hann kunni líka vel að meta það
sem betur hafði gengið. Ég kynntist
Ingólfi árla á minni stjórnmálagöngu
og mat því meir farsæla fylgd hans
og málafylgju eftir því sem kynnin
urðu meiri. Lífsstarf hans var búskap
helgað þar sem ærin önn sat í fyr-
irrúmi alla tíð og varðandi það. Hann
var bráðgreindur og glöggskyggn,
vel lesinn og fróður, málhagur og
hafði yndi af ljóðum, sjálfur setti
hann saman snjallar stökur og bráð-
góða bragi, sem hann eitt sinn sýndi
mér nokkuð af heima hjá þeim
Hrefnu í góðu tómi. Hann gat greini-
lega verið hvort tveggja, hittinn og
hnyttinn og ég hafði verulega gaman
af að hlusta á hann flytja þetta, eins
og hálffeiminn og hló gjarnan við.
Margt var þarna ljómandi skemmti-
lega ort og málfarið tært og ómeng-
Ingólfur Árnason 
?
Ingólfur Árna-
son fæddist í
Krossgerði á Beru-
fjarðarströnd 19.
júní 1916. Hann lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 24. maí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Heydalakirkju 2.
júní.
að, stundum kveðið
fast að orði, lund hans
enda heit og ekki farið
í felur með skoðanir á
mönnum og málefnum.
En glettnin ávallt
skammt undan svo
sem öll önnur orðræða
hans. Ingólfur var einn
þeirra er báru lífssýn
hins sanna sósíalisma
innra með sér, sam-
hjálp réttlætis og jafn-
aðar átti þar öruggan
talsmann. Trúr fylgdi
hann sannfæringu
sinni og lagði þar lið sem hann megn-
aði. Ógleymanleg verður mér ferð
okkar um sveitina hans á kosninga-
vori, í fylgd hans var gott að vera,
víða farið og vel tekið, margt skrafað
og skeggrætt við fólkið á bæjunum,
jafnt í eldhúsi sem stofu. Um fylgi
ekki spurt né eftir leitað, en innsýn
góða fékk ég í líf og áhugamál fólks-
ins og ýmsar ágætar ábendingar um
leið. Ingólfur skaut ýmsu skemmti-
legu og áhugaverðu inn í umræðuna
og spurði fylgdarmann sinn óspart út
úr um ýmislegt sem gott var að mega
ræða og fá hlýtt á viðbrögð fólks.
Hún Hrefna beið okkar svo með dýr-
indiskvöldverð að loknum heimsókn-
um, hana var alltaf jafngott að finna
og fá tækifæri til þess að spjalla við
þessa greindarkonu sem spurði okk-
ur allspozk um árangur en Ingólfur
bar sig mjög vel og kímdi þó.
Og nú eru þau hjón bæði horfin af
vettvangi lífsins og kynnin góð þökk-
uð við leiðarlok. Þar fór gott fólk og
farsælt, gjöfult samferðafólki sínu,
trútt sínu lífshlutverki. Við andlát
góðvinar svífa margar kærar minn-
ingamyndir fyrir hugarsjónum og
verma munans inni í einlægri þökk.
Blessuð sé björt minning. 
Helgi Seljan.
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Sendum
myndalista
? 
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, 
GUÐRÚNAR ÞRÚÐAR VAGNSDÓTTUR, 
Skagfirðingabraut 49, 
Sauðárkróki. 
Þorvaldur L. Hreinsson, Lisbeth Hreinsson, 
Birgir Örn Hreinsson, Valbjörg Pálmarsdóttir, 
Auður Sigríður Hreinsdóttir, Bjarni Már Bjarnason, 
Halldís Hulda Hreinsdóttir,  
Friðrik Hreinn Hreinsson, Ástrós Guðmundsdóttir, 
        ömmubörn og langömmubörn. 
? 
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa 
og langafa, 
GUNNARS SIGURBJARNAR KARLSSONAR, 
Bræðratungu 34, 
Kópavogi. 
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Land-
spítalans, Landakoti, fyrir einstaka alúð og hlýju. 
Karl Emil Gunnarsson,  Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, 
Helga Gunnarsdóttir,  Jón Hermannsson, 
Kristjana Dögg Gunnarsdóttir,  Haraldur Haraldsson, 
barnabörn og barnabarnabarn. 
? 
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa, 
JÓHANNS S. ÓLAFSSONAR 
fyrrv. framkvæmdastjóri, 
Sléttuvegi 17, 
Reykjavík. 
Björn Jóhannsson, Inga Ívarsdóttir, 
Lovísa Helga Jóhannsdóttir, Þórarinn Ragnarsson, 
Halldór Jóhannsson, Nína Björg Ragnarsdóttir, 
Ólafur Jóhannsson, Álfheiður Ólafsdóttir, 
          barnabörn og barnabarnabörn.
Lífshlaupi þessa
atorkumanns verða
ekki gerð skil í þessari stuttu kveðju.
En svo sannarlega lyfti hann grettis-
taki við rafvæðingu Vestmannaeyja
á sínum tíma.
Þá ber að þakka framlag hans og
samstarf á sviði raforkumála og í
samtökum rafveitna. Þar var starf
Garðars ómetanlegt. Auk þess að
vera rafveitustjóri í Vestmannaeyj-
um um 40 ára skeið sat hann í stjórn
samtaka raforkufyrirtækja, Sam-
bands íslenskra rafveitna, SÍR, eins
og þau hétu þá. 
Garðar var greindur maður, víð-
Garðar Sigurjónsson 
?
Garðar Sig-
urjónsson fædd-
ist á Borg í Vest-
mannaeyjum 22.
október 1918. Hann
andaðist á Heil-
brigðisstofnuninni í
Vestmannaeyjum 3.
júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum 9.
júní.
lesinn og vel að sér um
menn og málefni,
hvort heldur var á inn-
lendum eða erlendum
vettvangi. Auk þess
var hann minnugur
svo að af bar.
Ég þakka ómetan-
legar samverustundir
okkar þar sem verk-
efni af ýmsum toga
voru brotin til mergj-
ar. Því að hann kunni
líka þá dýru list að
skilja kjarnann frá
hisminu.
Garðar var maður óvenjuskýr í
hugsun. Frásögn hans og framsetn-
ing var beinskeytt og tæpitungulaus.
Langar ræður og orðaflaumur var
honum hins vegar ekki að skapi.
En þótt hann væri afburðatækni-
maður unni hann listum ekki síður.
Þar sýndi hann sínar bestu hliðar,
tryggð og einlægni, traust og vin-
áttu.
Við Ragna kveðjum góðan vin og
færum Kristínu, Þóri og fjölskyldu
hlýjar kveðjur.
Aðalsteinn Guðjohnsen.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52