Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Í því samhengi má
einnig mæla með
því að bjór sé ekki tekinn
með á áfangastað ? 43 
»
reykjavík
reykjavík
ICELANDAIR Group hefur staðið
fyrir hinum ýmsu uppákomum það
sem af er ári í tilefni af 70 ára afmæli
félagsins. Þannig voru til að mynda
200 manns boðnir til veislu á skrif-
stofu Icelandair á Strikinu í Kaup-
mannahöfn þann 7. júní síðastliðinn.
Á boðstólnum var bæði íslenskur
matur og drykkur og Guitar Islancio
lék fyrir veislugesti. Fyrir réttri
viku, fimmtudaginn 14. júní voru 150
manns svo boðnir til útiveislu í
sendiherrabústaðnum í Osló.
Veislan var haldin í samvinnu við
íslenska sendiherrann og þangað
mætti fólk úr ferðageiranum í Nor-
egi sem starfar við að selja ferðir til
Íslands, starfsfólk Icelandair, blaða-
menn, starfsmenn utanríkisráðu-
neytisins í Noregi og fleiri. 
Guitar Islandico ásamt Halldóri
Bragasyni spiluðu af fingrum fram
meðan íslenskir kokkar elduðu ís-
lenskan mat fyrir gestina. 
?Það var svona blús-stemning í
Osló sem var einstaklega vel heppn-
að,? segir Björn Thoroddsen, for-
sprakki Guitar Islandico um uppá-
komuna.
Poppið ekki langt undan
Icelandair tekur einnig þátt í
menningarhátíðinni Halló Reykjavík
í Frankfurt í Þýskalandi. Þar er fé-
lagið meðal annars í samstarfi við
Friðrik Þór Friðriksson um sýningu
á verkum hans, auk þess sem Stuð-
menn munu spila á hátíðinni á laug-
ardaginn kemur. Loks má geta þess
að Icelandair studdi sérstakt Ice-
land-Airwaves kvöld sem haldið var
á Great Escape hátíðinni í Brighton í
maí, en þar komu fram Amiina, Jak-
obínarína, Lay Low, Hafdís Huld,
Benni Hemm Hemm, Seabear og
Stórsveit Nix Nolte.
Fleira er svo á döfinni í haust,
bæði afmælisvika í Glasgow og að
sjálfsögðu Iceland-Airwaves hátíðin
sjálf í október þar sem tugir hljóm-
sveita koma við sögu.
Listinni hampað á 70 ára afmæli
Morgunblaðið/Ásdís
Guitar Islancio Sveitin kom bæði fram í boði í Osló og Kaupmannahöfn.
L52159 Margt
verður um að
vera á Gauki
á Stöng
næstu daga
og staðurinn
virðist til alls
líklegur í
sumar. Í
kvöld eru það
Sprengju-
höllin, Toggi
og Tilburi
sem troða upp og búast má við
trylltu treflakvöldi í þessu síðasta
vígi sveitaballamenningarinnar.
Miðaverð er 1.000 krónur. 
Annað kvöld verður svo sann-
kallað Rangæingakvöld en þar ætl-
ar bóndasonurinn eldhressi, Hreim-
ur, ásamt hljómsveitinni Eins og
hinir að vera með alvöru sveitaball
á mölinni. Allir sem mæta í lopa-
peysu fá helmings afslátt á miða-
verði sem er 1.000 krónur eftir mið-
nætti. 
Laugardagskvöldið 23. júní
verða svo hinir árlegu Jónsmessu-
tónleikar stórhljómsveitarinnar Ný
Danskrar. Nokkuð er síðan sveitin
steig síðast á svið á Gauki á Stöng
og því rík ástæða fyrir alla aðdá-
endur sveitarinnar að fjölmenna.
Frítt er inn til miðnættis en síðan
1.500 krónur. 
Stíf tónleikadagskrá
framundan á Gauknum
L52159 Breskir umboðsmenn mega nú
heldur betur fara að vara sig því nú
hefur Einar Bárðarson, ókrýndur
umboðsmaður Íslands, sett á lagg-
irnar umboðsskrifstofuna Mother
Management í London. Sjálfur á
Einar Bárðar og fjölskylda um 45%
í skrifstofunni en aðrir hluthafar
eru Tónvís, fjárfestingarsjóður FL
Group með 50% og lögfræðiskrif-
stofan New Media Law sem á 5% í
umræddri umboðsskrifstofu. 
Mamma Einars Bárðar
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
TRÉ ÚR afgangsspýtum, innrautt ljós og tvær
gamlar myndir á veggjum er það sem blasir við
þegar litið er inn í D-sal Listasafns Reykjavíkur
í Hafnarhúsi. En það er ekki allt sem sýnist.
Daníel Karl Björnsson heitir myndlistarmað-
urinn sem á innsetninguna, sem ber titilinn Reit-
ur. Verkið var ekki fullklárað þegar blaðamann
bar að garði í gær, en lítið sem átti eftir að gera
að sögn Daníels, bæta við nokkrum stensla-
myndum. Þeir sem sýna í D-sal þurfa að glíma
við tvær þykkar og miklar súlur sem þar standa
en Daníel tekst að draga athyglina frá þeim með
trénu, sem er ekki ósvipað súlunum í laginu. 
Flugvél nasista yfir Reykjavík
Daníel byrjar á því að ræða um ljósmyndirnar
á veggjunum. Á annarri myndinni er undarleg
flugvél á sveimi yfir Hljómskálagarðinum, líkust
leikfangaflugvél. Daníel segir myndina póstkort
sem gefið var út 1940, eftir að sést hafði til
þýskrar njósnaflugvélar á sveimi yfir Reykjavík.
Flugvélin var teiknuð eftir lýsingum sjónarvotta
inn á myndina. Á póstkortinu stóð ?Dularfulla
flugvélin samkvæmt lýsingum sjónarvotta?, en
Daníel fjarlægði textann. Hin ljósmyndin er
ekki síður furðuleg, tekin á Eyrarbakka sama
ár. Þar sjást karl og kona dytta að skrúðgarði í
frönskum stíl, í örlitlum reit við hlið kart-
öflugarðs hjá pakkhúsinu. 
?Grunnkjarni landslagsarkitektúrs liggur
annaðhvort í franska eða breska garðinum.
Franski garðurinn er geómetrískur. Þessar
myndir tala saman, miðevrópski garðarkitekt-
úrinn verður jafnfáránlegur og þýska nasista-
flugvélin,? segir Daníel. ?Þetta er einhvers kon-
ar garður, einhvers konar uppbygging. Tréð er
smíðað úr fundnu efni, úr Húsasmiðjunni og víð-
ar að, sem mér finnst spila við þennan íslenska
raunveruleika,? segir Daníel um innsetninguna.
Það sem tengir allt saman er ákveðin innrás
hins framandi í hversdagslegt rými.
Daníel segir tréð í raun alltaf vísa í viskutréð
og uppsprettu lífsins, það sé alltaf sama tákn-
myndin. Það sé hornsteinn garðsins, eða Reits-
ins, breiði úr sér og endurspegli súlur salarins. 
Á trénu eru stenslamyndir af hérum sem
hlaupa í hringi, hver með eitt eyra en þegar
þeir koma saman eru þeir vera með tvö. Þetta
tákn segir Daníel að finna í kristnum kirkjum
um allan heim, hafi verið tekið upp á miðöldum
af kirkjunni sem tákn Maríu meyjar. Menn hafi
trúað því á miðöldum að hérinn, líkt og helsing-
inn, væri einkynja og fjölgaði sér því sjálfur.
Hérinn hafi þannig orðið tákn fyrir meyfæð-
inguna sem megi m.a. finna í íslenskum
kirkjum. 
Dauður héri
Daníel bætir því við að hérinn sé einnig vísun
í gjörning þýska myndlistarmannsins Josephs
Beuys, þegar hann reyndi að útskýra myndlist-
arverk fyrir dauðum héra. ?Sá gjörningur hefur
algjörlega að gera með sköpunarþrána,? út-
skýrir Daníel. Hérinn, tákn sköpunarinnar og
meyfæðingarinnar, sé steindauður en skap-
arinn, myndlistarmaðurinn, reyni þó að útskýra
listina fyrir honum en tali fyrir daufum eyrum. 
Sýningaropnun er kl. 17 á morgun og sýning-
unni lýkur 12. ágúst. 
Táknmyndir sköpunar
Daníel Björnsson ríður næstur á vaðið í D-sal Listasafns Reykjavíkur
Morgunblaðið/Kristinn
Reitur Daníel Björnsson í D-sal Hafnarhússins, í innsetningu sinni miðri, með afgangatréð góða í bakrgunni. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52