Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 42
Í því samhengi má einnig mæla með því að bjór sé ekki tekinn með á áfangastað … 43 » reykjavíkreykjavík ICELANDAIR Group hefur staðið fyrir hinum ýmsu uppákomum það sem af er ári í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Þannig voru til að mynda 200 manns boðnir til veislu á skrif- stofu Icelandair á Strikinu í Kaup- mannahöfn þann 7. júní síðastliðinn. Á boðstólnum var bæði íslenskur matur og drykkur og Guitar Islancio lék fyrir veislugesti. Fyrir réttri viku, fimmtudaginn 14. júní voru 150 manns svo boðnir til útiveislu í sendiherrabústaðnum í Osló. Veislan var haldin í samvinnu við íslenska sendiherrann og þangað mætti fólk úr ferðageiranum í Nor- egi sem starfar við að selja ferðir til Íslands, starfsfólk Icelandair, blaða- menn, starfsmenn utanríkisráðu- neytisins í Noregi og fleiri. Guitar Islandico ásamt Halldóri Bragasyni spiluðu af fingrum fram meðan íslenskir kokkar elduðu ís- lenskan mat fyrir gestina. „Það var svona blús-stemning í Osló sem var einstaklega vel heppn- að,“ segir Björn Thoroddsen, for- sprakki Guitar Islandico um uppá- komuna. Poppið ekki langt undan Icelandair tekur einnig þátt í menningarhátíðinni Halló Reykjavík í Frankfurt í Þýskalandi. Þar er fé- lagið meðal annars í samstarfi við Friðrik Þór Friðriksson um sýningu á verkum hans, auk þess sem Stuð- menn munu spila á hátíðinni á laug- ardaginn kemur. Loks má geta þess að Icelandair studdi sérstakt Ice- land-Airwaves kvöld sem haldið var á Great Escape hátíðinni í Brighton í maí, en þar komu fram Amiina, Jak- obínarína, Lay Low, Hafdís Huld, Benni Hemm Hemm, Seabear og Stórsveit Nix Nolte. Fleira er svo á döfinni í haust, bæði afmælisvika í Glasgow og að sjálfsögðu Iceland-Airwaves hátíðin sjálf í október þar sem tugir hljóm- sveita koma við sögu. Listinni hampað á 70 ára afmæli Morgunblaðið/Ásdís Guitar Islancio Sveitin kom bæði fram í boði í Osló og Kaupmannahöfn.  Margt verður um að vera á Gauki á Stöng næstu daga og staðurinn virðist til alls líklegur í sumar. Í kvöld eru það Sprengju- höllin, Toggi og Tilburi sem troða upp og búast má við trylltu treflakvöldi í þessu síðasta vígi sveitaballamenningarinnar. Miðaverð er 1.000 krónur. Annað kvöld verður svo sann- kallað Rangæingakvöld en þar ætl- ar bóndasonurinn eldhressi, Hreim- ur, ásamt hljómsveitinni Eins og hinir að vera með alvöru sveitaball á mölinni. Allir sem mæta í lopa- peysu fá helmings afslátt á miða- verði sem er 1.000 krónur eftir mið- nætti. Laugardagskvöldið 23. júní verða svo hinir árlegu Jónsmessu- tónleikar stórhljómsveitarinnar Ný Danskrar. Nokkuð er síðan sveitin steig síðast á svið á Gauki á Stöng og því rík ástæða fyrir alla aðdá- endur sveitarinnar að fjölmenna. Frítt er inn til miðnættis en síðan 1.500 krónur. Stíf tónleikadagskrá framundan á Gauknum  Breskir umboðsmenn mega nú heldur betur fara að vara sig því nú hefur Einar Bárðarson, ókrýndur umboðsmaður Íslands, sett á lagg- irnar umboðsskrifstofuna Mother Management í London. Sjálfur á Einar Bárðar og fjölskylda um 45% í skrifstofunni en aðrir hluthafar eru Tónvís, fjárfestingarsjóður FL Group með 50% og lögfræðiskrif- stofan New Media Law sem á 5% í umræddri umboðsskrifstofu. Mamma Einars Bárðar Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is TRÉ ÚR afgangsspýtum, innrautt ljós og tvær gamlar myndir á veggjum er það sem blasir við þegar litið er inn í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. En það er ekki allt sem sýnist. Daníel Karl Björnsson heitir myndlistarmað- urinn sem á innsetninguna, sem ber titilinn Reit- ur. Verkið var ekki fullklárað þegar blaðamann bar að garði í gær, en lítið sem átti eftir að gera að sögn Daníels, bæta við nokkrum stensla- myndum. Þeir sem sýna í D-sal þurfa að glíma við tvær þykkar og miklar súlur sem þar standa en Daníel tekst að draga athyglina frá þeim með trénu, sem er ekki ósvipað súlunum í laginu. Flugvél nasista yfir Reykjavík Daníel byrjar á því að ræða um ljósmyndirnar á veggjunum. Á annarri myndinni er undarleg flugvél á sveimi yfir Hljómskálagarðinum, líkust leikfangaflugvél. Daníel segir myndina póstkort sem gefið var út 1940, eftir að sést hafði til þýskrar njósnaflugvélar á sveimi yfir Reykjavík. Flugvélin var teiknuð eftir lýsingum sjónarvotta inn á myndina. Á póstkortinu stóð „Dularfulla flugvélin samkvæmt lýsingum sjónarvotta“, en Daníel fjarlægði textann. Hin ljósmyndin er ekki síður furðuleg, tekin á Eyrarbakka sama ár. Þar sjást karl og kona dytta að skrúðgarði í frönskum stíl, í örlitlum reit við hlið kart- öflugarðs hjá pakkhúsinu. „Grunnkjarni landslagsarkitektúrs liggur annaðhvort í franska eða breska garðinum. Franski garðurinn er geómetrískur. Þessar myndir tala saman, miðevrópski garðarkitekt- úrinn verður jafnfáránlegur og þýska nasista- flugvélin,“ segir Daníel. „Þetta er einhvers kon- ar garður, einhvers konar uppbygging. Tréð er smíðað úr fundnu efni, úr Húsasmiðjunni og víð- ar að, sem mér finnst spila við þennan íslenska raunveruleika,“ segir Daníel um innsetninguna. Það sem tengir allt saman er ákveðin innrás hins framandi í hversdagslegt rými. Daníel segir tréð í raun alltaf vísa í viskutréð og uppsprettu lífsins, það sé alltaf sama tákn- myndin. Það sé hornsteinn garðsins, eða Reits- ins, breiði úr sér og endurspegli súlur salarins. Á trénu eru stenslamyndir af hérum sem hlaupa í hringi, hver með eitt eyra en þegar þeir koma saman eru þeir vera með tvö. Þetta tákn segir Daníel að finna í kristnum kirkjum um allan heim, hafi verið tekið upp á miðöldum af kirkjunni sem tákn Maríu meyjar. Menn hafi trúað því á miðöldum að hérinn, líkt og helsing- inn, væri einkynja og fjölgaði sér því sjálfur. Hérinn hafi þannig orðið tákn fyrir meyfæð- inguna sem megi m.a. finna í íslenskum kirkjum. Dauður héri Daníel bætir því við að hérinn sé einnig vísun í gjörning þýska myndlistarmannsins Josephs Beuys, þegar hann reyndi að útskýra myndlist- arverk fyrir dauðum héra. „Sá gjörningur hefur algjörlega að gera með sköpunarþrána,“ út- skýrir Daníel. Hérinn, tákn sköpunarinnar og meyfæðingarinnar, sé steindauður en skap- arinn, myndlistarmaðurinn, reyni þó að útskýra listina fyrir honum en tali fyrir daufum eyrum. Sýningaropnun er kl. 17 á morgun og sýning- unni lýkur 12. ágúst. Táknmyndir sköpunar Daníel Björnsson ríður næstur á vaðið í D-sal Listasafns Reykjavíkur Morgunblaðið/Kristinn Reitur Daníel Björnsson í D-sal Hafnarhússins, í innsetningu sinni miðri, með afgangatréð góða í bakrgunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.