Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 47
Eftir Jón Ármann Steinsson
jon@steinsson.com
ERLA Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Thor-
steinsson, sem reka arkitektastofuna Minarc í
Los Angeles, unnu aðalverðlaun alþjóða-
samtaka innanhúshönnuða, IIDA, fyrir ein-
býlishús sitt í Los Angeles. Verðlaunin voru
afhent við hátíðlega athöfn á Westin hótelinu í
miðborg Chicago nýlega að viðstöddum 650
manns. 
Verðlaunahúsið, heimili Erlu og Tryggva,
stendur á hæð með útsýni yfir Santa Monica.
Húsið hefur vakið athygli fyrir vistvæna hönn-
un og myndir af því hafa birst á forsíðum tíma-
rita í Bandaríkjunum og víðar. 
International Interior Design Association,
IIDA, eru ein stærstu samtök sinnar tegundar
í heiminum. IIDA veitir árlega hönn-
unarverðlaun í samvinnu við mánaðarritið Int-
erior Design sem er eitt virtasta fagtímarit
sinnar tegundar í Bandaríkjunum.
Í maíblaði Interior Design er fjallað um hús
Erlu og Tryggva og þar segir: ?Húsið er ekki
einungis vel hannað augnayndi. Vistvæn sjón-
armið ráða ferðinni við efnisval; málning, teppi
og flísar eru ekki notaðar heldur eru sjálf
byggingarefnin sýnileg í sinni eiginlegu
mynd.? 
?Markmið okkar var að gera áreynslulausa
hönnun að veruleika,? segir Erla Dögg. ?Við
nutum þess að vera að hanna eigið heimili og
að þurfa ekki að útskýra fyrir viðskiptavini af
hverju við vildum nota endurunnin dekk á
skápahurðirnar í eldhúsinu. Allsstaðar þar
sem því verður við komið notum við endur-
unnið efni og ég las einhversstaðar að líftími
gúmmís væri tvö þúsund ár. Hvílík sóun að það
er einungis notað í örfá ár sem bíldekk, þegar
við getum fundið aðra notkunarmöguleika.? 
Í fyrsta sinn sem einbýlishús
hlýtur verðlaunin
IIDA veitir árlega fimm viðurkenningar fyr-
ir framúrskarandi hönnun og eitt af þeim
verkum hlýtur aðalverðlaun samtakanna.
Þátttakan í ár var mun meiri en undanfarin ár
og hönnuðir frá Japan, Tokyo og Bandaríkj-
unum fengu viðurkenningu. Þetta er í fyrsta
skipti sem einbýlishús vinnur aðalverðlaun
IIDA fyrir innanhúshönnun. 
Tryggvi segir að vistvæn gildi og hagkvæm
orkunýting sé sífellt mikilvægari þáttur í
hönnun húsa. ?Hér í Los Angeles þarf bæði að
hita og kæla hús og því er grundvallaratriði að
nýta náttúrulega orku þegar það er á annað
borð mögulegt. Hönnunin ákvarðar rekstr-
arkostnað hússins á líftíma þess. Það er að
sama skapi mikilvægt að hafa umhverfissjón-
armið í huga við val á byggingarefni og frá-
gangi á slitflötum eins og gólfi, veggjum og
innréttingum.? 
Minarc hefur skapað sér orðspor fyrir nú-
tímalega húsagerðarlist og þau hjónin eru með
verkefni í Evrópu, Asíu, Afríku og Bandaríkj-
unum. ?Tilnefningin kom okkur á óvart,? segir
Tryggvi, ?og við bjuggumst alls ekki við að
hljóta verðlaunin. Ég varð eiginlega orðlaus
þegar ég heyrði nöfnin okkar yfir hátal-
arakerfið. Þessi viðurkenning hvetur mann til
að halda áfram á sömu braut. Við hjónin erum
þegar byrjuð að hanna næsta draumahús og
það byggjum við á Íslandi.? 
Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Thorsteinsson fengu arkitektaverðlaun í Chicago
Heimilið Húsið stendur á hæð með útsýni yfir Santa Monica. Það hefur vakið athygli fyrir vist-
væna hönnun og myndir af því hafa birst á forsíðum tímarita í Bandaríkjunum og víðar.
?Vel hannað augnayndi?
Morgunblaðið/Golli
Farsæl Hjónin og arkitektarnir Erla Dögg
Ingjaldsdóttir og Tryggvi Thorsteinsson.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52