Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 23
Þegar ég settist
niður við tölvuna til að
minnast vinar míns og
starfsfélaga, Kristins
Hallssonar, sóttu þrá-
látlega á mig þekktar
ljóðlínur: Sú rödd var
svo fögur. Það ætti þó
ekki fyrir mér að
liggja að fara að líkja
honum Kristni við sól-
skríkju, þessum ljóð-
ræna basso profundo!
En hvernig sem ég
fór að, sótti þetta að
mér: Sú rödd var svo
fögur, svo hugljúf og hrein? 
Jú, víst var það svo, að almættið
hafði útbúið Kristin með einhverja
fegurstu rödd sem hugsast getur.
Ég hef heyrt frægustu bassasöngv-
ara í fjórum heimsálfum og leyfi
mér að fullyrða, að enginn þeirra
tók Kristni fram. Hvorki um
raddblæ né tónnæmi. Nú er það á
marga vitorði, að erfitt er að lýsa
töfrum raddar, mér er ekki kunnugt
um að nokkrum hafi tekist það til
neinnar hlítar. Ég segi þá sem svo:
hlustið á lögin sem þeir flytja sam-
an, hann og Árni Kristjánsson, og
þá segi ég eins og Emmy Ameling
sagði í meistarasöngtíma sem hún
Kristinn Hallsson 
hafði hér og þegar
loks kom ungur
söngvari sem gerði
það að verkum að hún
gaf út yfirlýsingu: Já,
það var þetta sem ég
átti við. Svona á að
syngja.
Söngferil Kristins
sem var glæstur og
hann hefði auðvitað
átt að verða heims-
söngvari, hafði til
þess alla burði. En þó
vildu forlögin haga
því svo, að hann söng
fyrst og fremst fyrir þjóð sína.
Hann varð semsé einn af stólpunum
í sönglífi okkar Íslendinga, for-
söngvari Fóstbræðra, eftirsóttur
einsöngvari og fjölhæfur óperu-
söngvari. Hann tók líka þátt í ýms-
um leiksýningum, þar sem góður
söngur skipti máli, því að leikari var
hann ágætur, spaugsamur og
sprækur.
Ferill hans sem óperusöngvara
er fyrst og fremst tengdur Þjóðleik-
húsinu. Hann var Sparafucile þegar
í fyrstu sýningunni, Rígólettó, árið
1951. Síðan fór hann utan til fram-
haldsnáms í besta skóla Breta og
lauk þar auðvitað prófi með glæsi-
brag, en reglur um atvinnuleyfi
komu í veg fyrir að hann gæti þegið
lokkandi tilboð í því landi. Heim-
kominn tók hann þátt í flestum óp-
erusýningunum næstu áratugina.
Mig langar að minnast hér aðeins á
tvö hlutverk Kristins. Hið fyrra var
Papageno í Töfraflautunni, sem
hann lék og söng af fágaðri mús-
íkkúnst og gerði ekki Papagenó að
þeim fávita sem sumir álpast til,
hann leyfði nefnilega barninu að lifa
í persónulýsingunni í allri sinni ein-
lægni. Hitt hlutverkið var Don Pas-
quale. Þar dönsuðu þeir Guðmund-
ur Jónsson dásamlegan tvídans og
sungu fullum hálsi um leið; þó að
Kristinn væri kannski ekki sérlega
hár í lofti voru þeir þó fremur um-
fangsmiklir svo að ekki veitti af öllu
sviðinu. En dansinn stigu þeir af
stakri lipurð sakir síns góða tón-
næmis. Svo er mér sagt hann hafi
verið afbragðs Bartolo í Rakaran-
um, sem margir telja eina af bestu
sýningunum í Þjóðleikhúsinu í
fyrstu lotu óperuflutnings þar.
Þessi tvö síðasttöldu hlutverkin
heyra undir fag sem kallað er buffo;
þeir sem því valda hafa hæfileika til
að gera tilveruna ofurlítið skemmti-
legri en hún áður var. Mörg önnur
hlutverk mætti auðvitað nefna, til
dæmis tók hann þátt í sýningu á La
Bohème sem sú kynslóð sem kom
frá námi upp úr opnun Þjóðleik-
hússins stóð fyrir þar; þarna voru
Guðrún Á. og Þuríður, Magnús
Jónsson, Guðmundur og Jón Sigur-
björnsson, auk Kristins. Árið 1980
voru þeir svo hylltir í Þjóðleikhús-
inu, Kristinn og Guðmundur, í sömu
óperu og þess minnst að þá höfðu
þeir verið í fararbroddi í óperuflutn-
ingi Íslendinga um þrjátíu ára
skeið.
Það var margt sem gerði Kristin
svona ástsælan með þjóðinni enda
kom hann víða við með sínum ljúfa
söng, smitandi kímnigáfu, elsku-
semi og hlýrri nærveru. Hann var
sérstæður persónuleiki og auðvitað
öngum líkur ? þegar hann kom í hús
í menntamálaráðuneytinu og djúp
röddin hljómaði um allt húsið af
stigaganginum, þá lifnaði yfir öllu í
ráðuneytinu. Og var þó ágætlega
lifandi fyrir. Góðum vinnufélaga og
virtum samherja í listinni ber að
fylgja með ljúfu þakklæti hinsta
spölinn. Og við hjónin sendum fjöl-
skyldunni okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Kristins
Hallssonar.
Sveinn Einarsson.
sland og
63, þar af
hæfileika
st á hæla
askur frá
Oed með aðaleinkunn upp á 8,57.
Naskur er sýndur fyrir Þýskaland
af Þórði Þorgeirssyni.
Hæst dæmda hryssa dagsins
var Urður frá Gunnarsholti með
einkunnina 8,54. Urður er sýnd af
Þórði Þorgeirssyni fyrir Ísland í
flokki hryssna 7 vetra og eldri.
Urður hækkaði sig fyrir hæfileika
úr 8,42 í 8,54 en að sama skapi
lækkaði byggingardómur hennar
úr 8,57 í 8,53.
Eini flokkurinn þar sem Ísland
leiðir ekki er í flokki 6 vetra
hryssna. Broka frá Wiesenhof
leiðir þar með einkunnina 8,27 og
hefur því hækkað nokkuð, eða úr
8,19. Hækkar hún fyrir hæfileika
úr 8,24 í 8,42 en lækkar örlítið í
byggingu úr 8,13 í 8,05. Broka er
sýnd af Jolly Schrenk fyrir Þýska-
land.
5 vetra hryssurnar
jafnar en lágar
Mjótt er á mununum hjá þrem
efstu hryssunum í flokki 5 vetra
hryssna og hafa þær allar lækkað
frá forskoðun. Efst er Finna frá
Feti með einkunnina 8,17 en hún
lækkaði mjög mikið, eða úr 8,52.
Finna er sýnd af Ævari Erni Guð-
jónssyni fyrir Ísland. Hrísla frá
Skáneylandi er með næsthæstu
einkunnina, eða 8,15. Hrísla 
lækkaði úr 8,42 en hún er sýnd af
Johan Häggberg fyrir Svíþjóð.
Þar á eftir kemur svo Kvika frá
Forstwald með einkunnina 8,10.
Kvika er sýnd af Rúnu Einars-
dóttur Zingsheim fyrir Þýskaland.
Kvika lækkaði ekki jafn mikið og
hinar en í forskoðun fékk hún
8,14.
Í gær fjölgaði mótsgestum mjög
mikið. Það vakti athygli hvað
ótrúlega margir fylgdust með
kynbótasýningunum miðað við
hvernig það hefur verið á öðrum
heimsmeistaramótum hingað til.
Veðrið hefur verið með ágætum,
léttskýjað og um 20 gráða hiti.
Mótshaldarar reikna með mikilli
sprengingu á fjölda mótsgesta í
dag. Keppnin hefst í tölti þar sem
Jóhann R. Skúlason á titil að
verja. Það er mjög spennandi að
sjá í hvernig formi hesturinn hans
Hvinur verður í og hvort Jóhanni
takist að næla sér í þriðja töltbik-
arinn í röð og þann fjórða í allt.
Einnig verður keppt í slaktauma-
tölti en þar er Jolly Schrenk á
Laxness frá Störtal talin mjög
sigurstrangleg.
ðið/Eyþór
n tóku vel
hesta.
bóta-
llandi
Morgunblaðið/Eyþór
ðabliks, sem er stutt frá Eindhoven í Hollandi.
ðið/Eyþór
mt ekki
lands.
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
Þ
egar ég vaknaði í morgun
og leit út um gluggann sá
ég heilt fjall fyrir utan.
Það var alveg frábært,?
segir Sir Robert Wales, borgarstjóri
Newham í London, sem er afar
lukkulegur með heimsókn sína til
Reykjavíkur þessa dagana. Hann er
hér í boði Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar borgarstjóra í þeim tilgangi að
kynna sér staðahætti í Reykjavík og
koma á frekari tengslum milli borg-
anna tveggja.
Newham er heimaborg enska úr-
valsdeildarliðsins West Ham, sem er
í eigu íslenskra fjárfesta með Egg-
ert Magnússon í broddi fylkingar.
Wales er sjálfur harður stuðnings-
maður liðsins og segir hann síðasta
leiktímabil hafa verið sérstaklega
spennandi. Hann segir gott að eiga
samvinnu við Íslendingana og ber
þeim vel söguna. ?Samskipti okkar
við West Ham hafa alltaf verið mjög
góð og hafa batnað ef eitthvað er síð-
an Íslendingar tóku yfir klúbbinn.
Svo við ákváðum að koma hingað til
að funda með fleiri Íslendingum og
sjá hvort ekki mætti auka sam-
skiptin enn frekar.?
Samgangur á milli aukinn
Wales ólst sjálfur upp í Skotlandi og
segist því finna fyrir norðurevr-
ópskri samkennd við Íslendinga.
Borgin Newham, þar sem hann hef-
ur verið borgarstjóri í 5 ár, er hins-
vegar mjög frábrugðin Reykjavík að
mörgu leyti. Íbúafjöldi Newham er
um 254.000 en þar er mannlífsflóran
afar fjölbreytt því hlutfall íbúa af er-
lendum uppruna er með því hæsta í
Bretlandi og telst mönnum til að yfir
100 tungumál séu töluð á heimilum
borgarbúa. Auk þess er meðalaldur
íbúanna einn sá lægsti í Bretlandi,
því rúmlega 40% þeirra eru undir 25
ára aldri. Menningarlíf Newham er
enda afar litríkt og andrúmsloftið lif-
andi.
Wales segir að það sem Newham
skorti einna helst sé aukið framboð
af ódýrum íbúðum fyrir ungt fólk.
Slíkt væri nauðsynlegt að hans mati
til að auðvelda samgang milli íbúa
Reykjavíkur og Newham, svo sem
ungs fólks í stúdenta -og vinnuskipt-
um. ?Ég held að það væri frábær
reynsla fyrir ungt fólk í Newham að
koma til Reykjavíkur og öfugt. Það
er margt ólíkt með þessum borgum
og þá sérstaklega landslagið og þétt-
leiki byggðarinnar.? Að sögn Wales
stefnir allt í að borgarbúum fjölgi og
þeir verði allt að 350-400 þúsund
talsins innan næstu 10 ára. Þessari
endurnýjun fylgi möguleiki á gera
miklar breytingar og að því sé
stefnt.
Ólympíuleikarnir 2012
Mikil uppbygging á sér stað í New-
ham þessi misserin því þar munu 
Ólympíuleikarnir fara fram að miklu
leyti árið 2012. Þar eru í byggingu
sundhöll og stærðarinnar Ólympíu-
leikvangur auk þess sem reist verð-
ur aðstaða fyrir hand- og körfubolta
og skylmingar. Við hlið Ólympíu-
leikvangsins er einnig stefnt að því
að reisa nýtt, blandað hverfi sem
kallast Stratford City, þar sem verð-
ur að finna verslunar -og þjónustu-
miðstöðvar, íbúðir, skrifstofur og
útivistarsvæði í bland. ?Ólympíu-
leikarnir eru mikil og jákvæð hvatn-
ing fyrir ungt fólk,? segir Wales.
?Þess vegna fögnum við því að fá að
halda þá í Newham og ætlum að full-
nýta öll tækifærin sem fylgja und-
irbúningi leikanna.?
Reykjavík um margt einstök
Framkvæmdagleðin fylgir þó ekki
einungis Ólympíuleikunum að sögn
Wales, því einnig er unnið að upp-
byggingu í kringum hafnarsvæðið
The Royal Docks og segist Wales
áhugasamur um að skoða bryggju-
hverfin á höfuðborgarsvæðinu í
samanburði. ?Ég er mjög hrifinn af
þeirri uppbyggingu sem ég sé við
hafnirnar hérna og finnst ekki vit-
laust að nýta þá reynslu og verkvit
sem þar hefur þegar myndast.?
Svipaða sögu má segja um fyrirhug-
aða byggingu tónleika- og ráð-
stefnuhallar við Austurhöfn í
Reykjavík sem Wales segir spenn-
andi framkvæmd.
Meðal þess sem Wales kynnir sér
í Reykjavíkurheimsókninni er starf
Orkuveitunnar og heimsótti hann
m.a. Nesjavelli og Hellisheiðar-
virkjun í gær. Hann fékk þó að byrja
daginn með veiði í Elliðaám sem
hann segir einstaka perlu fyrir
Reykvíkinga. ?Ég þarf að tala við
mitt fólk um að útvega Newham
svona laxveiðiá. Það eina sem við
þurfum er smá eldvirkni í tíu þúsund
ár og þá hlýtur þetta að koma.?
Boltinn bara byrjunin
Morgunblaðið/Frikki
Borgarstjórinn Sir Robin Wales var hrifinn af þeim fjölmörgu grænu
svæðum sem er að finna í Reykjavík.
Morgunblaðið/Frikki
Maríulaxinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sýndi Wales réttu handtökin við laxveiðina í gærmorgun. Sá síðar-
nefndi var byrjandi en landaði þó sínum fyrsta laxi í Hundasteinum í Elliðaám og vó hann 7 pund.
Sir Robert Wales er
borgarstjóri í Newham
í London, borgarhlut-
ans þar sem Íslend-
ingafélagið West Ham
spilar. Hann sækir nú
Reykjavík heim til að
styrkja tengsl borg-
anna tveggja.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44