Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 1
fimmtudagur 27. 9. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Þjóðverjar unnu Norðmenn og eru komnir í úrslit á HM í Kína >> 4 FENGU DANIR GEFINS GULL? FRAMKVÆMDASTJÓRI IHF SEGIR AÐ SVINDLAÐ HAFI VERIÐ Á KVENNALIÐI SUÐUR-KÓREU Á ÓL Í AÞENU >> 2 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Þetta lið sigraði í ULEB-Evrópu- keppninni árið 2005 og lék til úrslita gegn Real Madrid frá Spáni í þessari keppni sl. vor. Við hér á Íslandi ger- um okkur kannski ekki nógu vel grein fyrir því hve stór íþrótt körfu- bolti er í Litháen. Þeir sem þekkja vel til þar segja að körfuboltinn sé íþrótt nr. 1-7 og ég held að það sé al- veg rétt. Litháen er í fremstu röð í heiminum í körfubolta og gríðarlega margir góðir leikmenn hafa komið frá þessu „litla“ landi. Þeir eru að ég held með mjög líkan hugsunarhátt og við Íslendingar. Þeir leggja sig fram og berjast.“ Benedikt segir að grunnhugmynd- in gangi út á það að KR geti fengið leikmenn að láni frá Rytas og einnig að þjálfarar félagsins geti sótt félagið heim og náð sér í dýrmæta reynslu og þekkingu. „Í raun er þetta allt Ágústi Björgvinssyni að þakka. Hann var hjá þessu félagi í eitt ár og hefur heimsótt það reglulega síðan. Ágúst hefur ýtt þessu úr vör en við þurfum að bíða aðeins þar til þetta verður komið í höfn.“ Rytas er í eigu aðila sem stýra einnig útgáfu á einu af stærstu dag- blöðum landsins og segir Benedikt að eigandi liðsins hafi mikinn áhuga á Íslandi. „Við getum sagt að Jón Bald- vin Hannibalsson, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, og Ágúst eigi jafnmik- ið í þessu samstarfi. Eigandi liðsins er enn hæstánægður með að Ísland var fyrsta ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens. Þeir vilja því allt fyrir okkur gera. Ef allt gengur upp mun liðið koma næsta haust og leika æfingaleiki hér á landi.“ Í gær kom til KR tvítugur bak- vörður frá Rytas en hann mun æfa með KR næstu dagana. „Hann heitir Ernestas Ezerskis og hann tók létta æfingu með okkur í gær. Eins og staðan er hjá okkur núna eru ekki miklar líkur á því að hann verði með KR í vetur. Við erum með fullmannað lið en það er aldrei að vita hvað ger- ist. Það er mikil samkeppni um stöð- ur og menn verða að vera á tánum í þessum bransa,“ sagði Benedikt. Þrír erlendir leikmenn eru í herbúð- um KR nú þegar, Joshua Helm frá Bandaríkjunum, Jovan Zdravevski frá Makedóníu, en hann hefur leikið með Skallagrími undanfarin ár, og Samir Shaptahovic frá fyrrverandi Júgóslavíu. KR í samstarf við Rytas? ÍSLANDSMEISTARALIÐ KR í körfuknattleik karla er með það í deiglunni að gera venslasamning við eitt sterkasta körfuknattleikslið Evrópu, Lietuvos Rytas, frá Lithá- en en framkvæmdastjóri félagsins kom til landsins í gærkvöldi og mun hann funda með forsvarsmönnum KR í dag. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sagði í gær að ekki væri búið að ganga frá einu né neinu en vissulega væri þetta mjög spennandi dæmi. Íslandsmeistaralið KR vill koma á samstarfi við eitt sterkasta lið Evrópu Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is DANSKA handknattleiksliðið GOG, sem landsliðsmennirnir Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson leika með, náði frábærum úrslitum í fyrsta leik sínum í riðla- keppni Meistaradeildarinnar í gær. GOG sótti hið geysisterka lið Portland San Antonio heim til Spánar og skildu liðin jöfn, 28:28. Lasse Svan Hansen tryggði GOG jafntefli með marki úr vítakasti á lokasekúndum leiks- ins en danska liðið sýndi mikla baráttu og tókst að jafna metin með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Ásgeir Örn skoraði 5 af mörkum GOG og Snorri Steinn 1 en Snorri á erfitt með að skjóta á markið vegna meiðsla í öxl. Hin tvö liðin í riðlinum eru Tatran Presov frá Slóvakíu og austurríska liðið Bre- genz, fyrrum lærisveinar Dags Sigurðssonar. Sigfús Sigurðsson var ekki á markalistanum hjá Ademar sem sigraði og króatíska liðið Croatia Zagreb, 29:25. Ásgeir með fimm fyrir GOG gegn Portland Ásgeir Örn Hallgrímsson VEIGAR Páll Gunnarsson og félagar hans í norska knatt- spyrnuliðinu Stabæk fá ekki tækifæri til þess að leika til úrslita í bikarkeppninni. Sta- bæk tapaði í gær, 2:0, á úti- velli gegn Lilleström. Viktor Bjarki Arnarsson var í leik- mannahópi Lilleström en hann kom ekki við sögu í leiknum. Terje Hauge, dóm- ari leiksins, er ekki efstur á jólakortalista stuðnings- manna Stabæk eftir leikinn í gær. Leikmenn og þjálfari Stabæk héldu því fram að Arild Sundgot hefði lagt bolt- ann fyrir sig með hendinni áð- ur en hann skoraði annað mark Lilleström á 40. mínútu. Og höfðu þeir nokkuð til síns máls. Lilleström mætir fyrstu- deildarliðinu Haugesund í úr- slitaleiknum á Ullevål í Osló. Veigar fékk gult spjald um miðjan síðari hálfleik og hefði hann þar með misst af úrslita- leiknum vegna leikbanns. Hann fékk fínt færi á 35. mín- útu en skot hans fór beint á markvörð Lilleström. Það er ólíklegt að Viktor Bjarki fái tækifæri í bikarúr- slitaleiknum gegn Hauge- sund. Tom Nordlie, þjálfari liðsins, hefur ekki gefið Vikt- ori tækifæri í einum leik það sem af er keppnistímabilinu. Viktor lék með Víkingum í fyrra og var valinn leikmaður ársins í Landsbankadeildinni. Bikardraumi Veigars Páls lauk í Lilleström Reuters Í baráttinni Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson sækir að Raffaele Palladino í leik Juventus og Reggina á Delle Alpi-leikvanginum í Torínó í gær þar sem heimamenn í Juventus fögnuðu sigri. » 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.