Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jenný Ingi-mundardóttir fæddist á Stokks- eyri 4. janúar 1925. Hún lést á Land- spítala, Landakoti 15. október síðast- liðinn. Foreldrar Jennýjar voru Ingi- mundur Jónsson, f. í Klauf í Land- eyjum 20. maí 1886, d. 4. desember 1963, og kona hans Ingibjörg Þor- steinsdóttir, f. á Ragnheiðarstöðum í Gaulverja- bæjarhreppi 13. janúar 1888, d. 5. janúar 1974. Þau bjuggu fyrst á Strönd á Stokkseyri en fluttu til Reykjavíkur um 1947. Jenný átti fimm systkini: 1) Jóhanna Stein- unn, f. 28. ágúst 1911, d. 22. 4. mars 2002. Börn þeirra eru: 1) Birna, f. 2. mars 1945, gift Rolf Larsen, f. 3. júlí 1943. 2) Jens Pétur, f. 19. júlí 1949. 3) Þórir Ingi, f. 18. ágúst 1953, d. 6. jan- úar 1969. 4) Stefán Geir, f. 30. september 1962, kvæntur Snæ- dísi Önnu Hafsteinsdóttur, f. 21. ágúst 1969. 5) Haraldur, f. 7. jan- úar 1965, var í sambúð með Elín- borgu Stefánsdóttur, f. 3. mars 1964. Jenný og Þórir eiga átta barnabörn. Þar af eru tvö látin. Þau eiga þrjú barnabarnabörn. Jenný ólst upp á Stokkseyri, en fluttist á unglingsaldri til Reykja- víkur, þar sem hún var fyrst í vist hjá Konráði bróður sínum. Hún vann síðan ýmis störf áður en hún gekk í hjónaband með Þóri, en sinnti húsmóðurstörfum upp frá því. Þau bjuggu fyrst í húsi tengdaforeldra Jennýjar, á Eiðs- stöðum við Bræðraborgarstíg, en fluttu í Heiðargerði 54, eftir að þau reistu þar hús, um 1954. Útför Jennýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. nóvember 1986, gift Matthíasi Guð- mundssyni, f. 15. ágúst 1899, d. 27. apríl 1977. 2) Kon- ráð, f. 3. júlí 1913, d. 26. maí 1994, kvænt- ur Þuríði Snorra- dóttur, f. 3. maí 1913, d. 20. septem- ber 2003. 3) Guð- björg, f. 7. júní 1917, d. 9. apríl 1985, gift Haraldi Leonhar- dssyni, f. 11. nóvem- ber 1914, d. 13. maí 1966. 4) Sigurður, f. 4. september 1918, d. 4. janúar 2004, kvæntur Svövu Sigurðardóttur, f. 18. október 1927. 5) Sigurbjörg, f. 19. mars 1927, d. 20. júlí 1996. Eiginmaður Jennýjar var Þórir Jón Jensson, f. 29. mars 1920, d. Okkur systurnar langar til að minnast Jennýar mágkonu okkar með nokkrum orðum. Jenný giftist Þóri elsta bróður okkar fyrir 63 ár- um, en Þórir lést fyrir fimm árum. Þau byrjuðu sinn búskap í lítilli íbúð i kjallara í húsi foreldra okkar á Bræðraborgarstíg. Það var aðdáun- arvert hvað hún gat gert þessa litlu íbúð fallega með sinni einstöku smekkvísi en þarna bjuggu þau í átta eða níu ár meðan Þórir var að byggja fallega húsið þeirra í Heið- argerði. Þar fékk Jenný að njóta sín við að fegra heimili þeirra sem var einstaklega hlýlegt og fallegt svo öll- um leið vel sem þangað komu. Mað- ur heyrði Jenný aldrei kvarta þótt hún hafi þurft að stríða við sykursýki yfir 40 ár. Svo urðu þau Þórir og Jenný fyrir þeirri miklu sorg að missa mjög efni- legan 15 ára son sinn Þórir Inga úr hvítblæði. Það var mjög erfiður tími að komast yfir þá miklu sorg. Við minnumst þess þegar við systkinin og fjölskyldur okkar hittumst með börnin í sunnudagskaffi hjá foreldr- um okkar á Bræðró, þá var mamma okkar búin að baka stóran bunka af pönnukökum sem börnin kunnu vel að meta, þetta var nú í gamla daga. Svo má líka þakka allar skemmtilegu samverustundirnar sem fjölskyldan hefur átt saman í gegnum árin með boðum hjá hvert öðru. Það hrannast upp svo mikið af ljúfum minningum að það mætti endalaust telja. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu hennar og biðj- um Guð að blessa minningu Jennýar. Erna (Edda) og Ásta. Það var á árunum, þegar heims- myndin var skýr. Áhyggjulaust líf og mótunarskeið á uppbyggingarárun- um eftir stríð, þar sem veröldin af- markaðist af tvennu; æskuheimilinu í Laugarnesinu og reisulegu fjöl- skyldusetrinu í Heiðargerði, sem Jenný og Þórir reistu sér og fjöl- skyldu sinni fyrir tæpum sex áratug- um síðan. Þá var frændsemin grund- völlur tilveru og samskipta og stóru stundirnar voru reglubundnar sam- verustundir stórfjölskyldunnar. Minningarnar spanna því langan tíma. Jenný móðursystir mín var næst- yngst sex barna hjónanna Ingibjarg- ar Þorsteinsdóttur og Ingimundar Jónssonar frá Strönd á Stokkseyri, og er hún síðust í þeirra hópi, sem við kveðjum nú í dag. Faðir hennar var fengsæll formaður, sem sótti sjó- inn af dugnaði og elju. Það hefur án efa oft verið erfitt fyrir móður sex barna að horfa út á brimgarðinn við innsiglinguna í Stokkseyrarhöfn og bíða eftir því, að allir bátar skiluðu sér að landi. Á þeim tíma hlýtur það að hafa kennt fólki að taka því sem að höndum bar með stillingu og æðruleysi. Brimið á Stokkseyri hef- ur eflt margan manninn og einhvern veginn finnst mér, að sú mynd, sem sjá má fyrir sér af lífsbaráttu upp- vaxtaráranna á Stokkseyri, hafi ein- kennt systkinahópinn á Strönd alla tíð: traust skapgerð, yfirvegun og einstakur dugnaður. Víst er, að Jenný frænku minni var búið gott veganesti úr foreldra- húsum. Það hefur líf hennar sýnt og sannað. Slík mannkostakona vex að- eins af traustum og sterkum stofni, sem mótast hefur af glaðbeittri lífs- baráttu, notið hefur birtu sólar og tekist hefur af æðruleysi á við storm- ana. Það er sannarlega gæfa að verða aðnjótandi slíkra eðliskosta og bera þeim vitni ævilangt. Betri eft- irmæli verða vart flutt foreldrum sínum. Heimsóknir í Heiðargerðið höfðu yfir sér hátíðarbrag. Reglusemin, snyrtimennskan og rósemin svifu yf- ir vötnum og ávallt var tekið vel á móti gestum. Á heimavelli fannst mér Jenný frænka drottning í sínu ríki og í minningunni er ógleyman- legt, hve samhent hún og Þórir voru í heimilishaldinu, þótt verkaskipt- ingin væri skýr. Þau voru óvenju- samstillt og var í senn lærdómsríkt og ógleymanlegt að sjá, hvílíka um- hyggju þau sýndu hvort öðru alla tíð. Jenný og Þórir voru fyrirmyndar- hjón og félagar og það fór ekki á milli mála, að frænka mín missti mikið, þegar Þórir féll frá fyrir fimm árum síðan. Í fjölskylduboðum í Heiðargerð- inu voru jafnan mikil ærsl og at- gangur, þegar fjölmennur frænd- garðurinn var upp á sitt besta. Aldrei minnist ég þess, að frænka mín hafi brugðið skapi, jafnvel þótt sitthvað veraldarglingur hafi látið á sjá og dýrindis stofudjásn fallið í frumeindir sínar. Hún var einstak- lega skapstillt, hún var félagslynd í besta lagi, persónulegur hlýleiki í viðmóti var áberandi og umhyggju fyrir ættingjum og vinum var við brugðið. Jenný var mikil manneskja. Hún var kona þeirrar gerðar, sem aldrei hlífði sjálfri sér. Hún var sú kona, sem aðrir treystu á og leituðu til, þegar á þurfti að halda, því þar var að finna skilning, uppörvun og vel- vild. Hún var konan, sem alltaf gerði strangari kröfur til sjálfrar sín en annarra. Hún var trygg í lund, hjálp- söm með afbrigðum og jafnlynd og yfirveguð á hverju sem gekk. Á skilnaðarstund kveð ég Jenný frænku mína með þakklæti fyrir samfylgdina. Við ferðalok þakka ég vináttu hennar og tryggð við mig og mína og sendi ástvinum hennar hug- heilar samúðarkveðjur. Minning hennar lifir í þakklátum huga okkar allra, sem hana þekktum. Ingimundur Sigurpálsson. Jenný Ingimundardóttir ✝ Ingunn HelgaSturlaugsdóttir (Inga) fæddist á Akranesi hinn 17. október 1941. Hún lést á heimili sínu í Wellesley í Mass- achusetts í Banda- ríkjunum hinn 15. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Svana Guðrún Jó- hannsdóttir og Sturlaugur H. Böðv- arsson. Þau skildu. Móðir Ingu giftist Roger B. Hodgson 1945 og fluttust þær mæðgur með honum til Bandaríkj- anna og áttu þau heimili fyrst í Corning í New York-ríki og síðan á Kingsbury Street í Wellesley í Massachusetts. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi, en systkini hennar fæddust á árunum 1944 til 1952. Fimm systkini hennar sam- mæðra eru John Ives, Margaret Svana (Peggy), Robert Eric, Thomas Olafur og Laura Agusta sem er fæddur í Nairobi í Kenýa. Inga fluttist aftur til Íslands árið 1963, hóf nám í læknisfræði og lauk kandidatsprófi vorið 1971. Hún starfaði sem heimilislæknir á Íslandi árin 1971 til 1974. Hún var læknir í Vestmannaeyjum þegar gosið hófst árið 1973 og var starf- andi læknir Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu eftir gosið. Árið 1974 flutti hún ásamt eigin- manni sínum og tveimur ungum börnum, barnshafandi að þriðja barninu, til Kenýa í Austur- Afríku. Í Bungoma í Kenýa setti hún á fót læknisstofu og rak hana til ársins 1977. Árin 1977 til 1989 starfaði hún sem sjúkrahús- og heimilislæknir í Reykjavík. Árið 1989 fluttist öll fjölskyldan til Wel- lesley en þá hafði fjórða barnið bæst í hópinn. Inga lagði stund á sérnám í geðlækningum og öðlað- ist réttindi sem slík árið 1993. Eft- ir það starfaði hún sem geðlæknir á Boston-svæðinu, en lengst af, eða frá 1996 til dauðadags, á Bridgewater State Mental Hospit- al, sem er sjúkrahús fyrir afbrota- menn með geðræn vandamál. Minningarathöfn um Ingu var haldin í Wellesley Hills Congrega- tional Church laugardaginn 20. október. Útför Ingu fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. (Lilly). Þau eru öll búsett í Bandaríkj- unum. Sex systkini henn- ar samfeðra, öll bú- sett á Íslandi, eru fædd á árunum 1947 til 1963, en þau eru Matthea Kristín, Haraldur, Sveinn, Rannveig, Sturlaug- ur og Helga Ingunn. Inga giftist hinn 5. febrúar 1966 Hauki Þorgilssyni, við- skiptafræðingi frá Vestmannaeyjum, f. 23. maí 1938. Þeim varð fjögurra barna auðið, en þau eru: 1) Svana Lára, tækni- fræðingur hjá lyfjaþróunarfyrir- tæki í Boston, Genzyme, f. 16. apr- íl 1968, gift Matthew Wagstaff, slökkviliðsmanni. 2) Katrín, nemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, f. 16. maí 1973. 3) Haukur Jóhann, flugstjóri í Bandaríkjun- um, f. 17. ágúst 1974. 4) Helga Margrét, enskukennari í Boston, f. 29. október 1979. Þau eru öll fædd í Reykjavík, nema Haukur Jóhann, Þegar ég kveð systur mína hrann- ast upp minningar liðinna daga. Ég sé fyrir mér mynd í stofunni hjá ömmu Ingunni af fallegri stúlku, sé fyrir mér ömmu strjúka varlega yfir myndina, stoltið leynir sér ekki í röddinni þegar hún segir; „Hún er falleg, hún systir ykkar í Ameríku, hún Ingunn Helga“. – Hún var fyrsta barnabarn afa og ömmu og skírð í höfuðið á föðurömmu og lang- ömmu sinni á Akranesi. Tilveran lof- aði góðu og barnið umvafið kærleika og ást. Örlögin höguðu því þannig að Inga systir fluttist til Boston með móður sinni og amerískum stjúpföður sín- um innan við tveggja ára gömul, en þá voru faðir okkar og Svana móðir hennar ný-fráskilin. – Tíðarandinn í henni Ameríku leyfði ekki að segja börnum sannleikann og hún var því orðin 12 ára þegar hún uppgötvaði hver hennar raunverulegi faðir var. Hún rakst á skjöl sem leiddu hana í allan sannleikann um uppruna sinn. Þessa vendipunkts minntist hún ávallt, enda breytti þetta allri henn- ar tilveru. – Föðurfjölskyldan mátti ekkert samband hafa við hana í ára- raðir en okkur áskotnuðust myndir að vestan og einnig fréttist af yfir- burðum hennar í skóla. Ég lærði, löngu áður en ég sá hana, að bera virðingu fyrir henni, og ég lærði líka að sakna hennar, því amma og afi héldu öllum slíkum tilfinningum til haga. Sem glæsileg 16 ára stúlka var hún allt í einu komin til Íslands og talaði þá einungis amerísku og var okkur svolítið framandi, en samt sem áður hef ég frá því ég man hana fyrst fundið fyrir afar sterkum böndum. Kannski er það hin ættlægi þegj- andaleiki sem einkenndi hana, sem ég þekki svo vel, sem batt okkur. Okkur þótti báðum gott að þurfa ekki að tala nema það nauðsynleg- asta. Hún nennti ekki að þvarga um það sem enginn fær breytt og hún fyrirgaf skilyrðislaust. Umburðar- lyndi og visst fordómaleysi var henn- ar aðalsmerki og skilningur á mann- legum breyskleika og húmor var aldrei langt undan. Hún var sterk, ekki upptekin af almenningsáliti og lét sér fátt finnast um allt prjál og pjatt. Hún var með vel tamda skaps- muni og vissi alltaf hvað hún vildi. Þegar amma sendi hana í hús- mæðraskóla til að læra kvenleg fræði og það átti að bæta íslensku- kunnáttuna, sagði hún hingað og ekki lengra. „Ég er að fara í lækn- isfræði,“ sagði hún. Því námi lauk hún með glæsibrag frá Háskóla Ís- lands og vann sem læknir í Kenýa og á Íslandi. Fyrir tæpum tuttugu árum fór hún til Boston með sína stóru fjölskyldu til að læra geðlæknisfræði fyrir ósakhæfa afbrotamenn og vann í Bandaríkjunum við það erfiða starf meðan kraftar entust. Undanfarna mánuði hafði hún barist við ólæknandi sjúkdóm. Hún hélt alltaf ró sinni og reisn, tók örlög- um sínum með bros á vör. Haukur og börnin þeirra hafa sýnt mikinn styrk, vakað yfir henni og veitt henni hjálp til að vera heima til síðasta dags. Hún var jafn óhrædd og tilbúin að fara í þessa hinstu ferð og allar hinar sem á undan eru farnar. Ég veit að ég tala fyrir hönd henn- ar mörgu systkina þegar ég segi, við vorum öll stolt af stóru systur og biðjum henni og fjölskyldu hennar allrar blessunar. Haraldur Sturlaugsson. Meira: mbl.is/minningar Ingunn Helga Sturlaugsdóttir bar með sér glæsileika og góðar gáfur. Hún fór eigin leiðir, var sjálfstæð í hugsun og óhrædd að takast á við vandasöm verkefni. Hún stóð traust- um fótum í ólíkum heimum, átti ræt- ur á Íslandi en ólst upp í Bandaríkj- unum og þar átti hún heimili síðustu tvo áratugina. Inga Helga var dóttir hjónanna Sturlaugs H. Böðvarssonar og Svönu Guðrúnar Jóhannsdóttur, móðursystur minnar. Þau bjuggu á Akranesi en slitu samvistir þegar Inga var á barnsaldri. Móðir hennar giftist síðar Roger B. Hodgson, bandarískum verkfræðingi sem hér var í setuliði Bandaríkjamanna á stríðsárunum. Með þeim fluttist hún til Bandaríkjanna og stóð heimili þeirra í Wellesley í Massachusetts. Inga átti ellefu hálfsystkini, fimm vestanhafs og sex á Akranesi. Öll syrgja þau elstu systur sína. Ég kynntist Ingu þegar hún kom til Íslands til að læra læknisfræði við Háskóla Íslands. Hún bjó um skeið í skjóli móður minnar á æskuheimili mínu á Kvisthaga 4. Okkur bræðrum þótti mikið til Ingu koma. Hún var glaðvær og skemmtileg og bar með sér heillandi andblæ úr Vesturheimi. Við gerðum okkar besta til að hjálpa henni með íslenskuna þótt viður- kenna verði að stundum var kennsl- an ekki að öllu leyti á ábyrgum nót- um. Oft var hlegið dátt þegar Inga var nálæg. Glæsilegur námsárangur í lækn- isfræðinni sýndi hvað í henni bjó. Í Háskólanum kynntist hún manni sínum Hauki Þorgilssyni viðskipta- fræðingi og hreifst af glaðlyndi hans og atorku. Börn þeirra fjögur, Svana Lára, Katrín, Haukur Jóhann og Helga Margrét, sýnast hafa erft bestu eðliskosti foreldra sinna. Inga frænka var óvenjulega áræð- in og hugrökk. Hún var stórfalleg eins og móðir hennar og Magnea amma okkar. Hún hafði aðlaðandi framkomu, blíðlegt bros og hlýlegt augnaráð. Fyrir hönd móður minnar og bræðra flyt ég Hauki og börnunum, systkinum hennar og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Ólafur Ísleifsson. Elsku Inga. Þegar ég hugsa um þig koma margar skemmtilegar myndir upp í hugann. Afríka og slides-myndasýn- ing á Vesturgötunni. Blokk í Foss- voginum, grænn ormur á hjólum sem við krakkarnir lékum okkur á, svertingjakona, höll í Garðabænum og svo margt skemmtilegt og soldið skrýtið eða amk. öðruvísi. Þú varst alltaf skrýtna og skemmtilega frænkan mín. Ég man það vel þegar ég fékk stundum að koma í heimsókn til ykkar þegar ég var strákur. Ég man hvað mér þótti það alltaf gaman og spennandi, en ég man líka að ég hafði ekki alltaf úthald í langan að- skilnað frá Akranesinu. Það var gaman að heimsækja ykk- ur í Ameríkuna fyrir nokkrum árum og ég hefði viljað eiga meiri tíma með þér þar en skyldan kallaði eins og svo oft. Það var líka frábært þeg- ar þú og Kata sátuð með okkur Stellu á hrauninu yfir glasi af víni síðast þegar þú komst til landsins. Það var gaman að sitja og spjalla við ykkur um heima og geima, gömul mál og nýrri. Það var verðmætt kvöld og ég vildi óska þess að þau hefðu verið fleiri, ég hefði viljað ræða við þig um eitt og annað en það verður að bíða betri tíma. Ég á mjög auðvelt með að kalla fram röddina þína í huganum, þenn- an skemmtilega syngjandi hreim sem hefur alltaf einkennt þig og þú losnaðir aldrei við... sem betur fer. Ég fæ tár í augun þegar ég skrifa þessar línur vegna þess að á eftir að sakna þín, þú varst dýrmæt frænka ! Takk og bless – Ólafur Páll. Ingunn Helga Sturlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.