Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						neytendur
26 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Bónus
Gildir 1. nóv. ? 4. nóv. verð nú verð áður mælie. verð
Ali ferskar svínalundir ........................... 999 1.499 999 kr. kg
Holta ferskar kjúklingabringur ................ 1.445 1.926 1.445 kr. kg
Holta fersk kjúklingalæri ....................... 363 484 363 kr. kg
Holta ferskir kjúklingaleggir ................... 363 484 363 kr. kg
KB íslenskt 100% nautahakk................ 799 1.176 799 kr. kg
KS fersk lambalæri .............................. 844 1.168 844 kr. kg
KS ferskur lambahryggur ...................... 1.049 1.259 1.049 kr. kg
KF folaldakjöt saltað ............................ 383 573 383 kr. kg
Íl. ferskt kryddað úrb. lambalæri ............ 1.499 2.248 1.499 kr. kg
Íl. ferskur kryddaður úrb. lambabóg ....... 1.049 1.618 1.049 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 1. okt. ? 3. nóv. verð nú verð áður mælie. verð
Folaldabuff barið, kjötborð.................... 1.198 1.478 1.198 kr. kg
Folaldagúllas, kjötborð......................... 1.098 1.378 1.098 kr. kg
Fjallalambs súpukjöt, frosið .................. 473 591 473 kr. kg
FK hamborgarhryggur ........................... 998 1.398 998 kr. kg
FK bayonneskinka................................ 998 1.428 998 kr. kg
Nauta rib-eye, kjötborð......................... 2.298 2.998 2.298 kr. kg
Matfugl grillaður kjúklingur.................... 598 798 598 kr. kg
Chicago Town pitsa, 475 g.................... 389 689 389 kr. stk.
Byllis pan pitsa, 170 g ......................... 169 198 169 kr. stk.
2x115 g hamborgarar m/brauð ............ 298 350 298 kr. pk.
Krónan
Gildir 1. nóv. ? 4. nóv. verð nú verð áður mælie. verð
Kea lambahryggur, léttreyktur ............... 1.248 1.795 1.248 kr. kg
Lambagrillleggir................................... 689 989 689 kr. kg
Goða medisterpylsa............................. 529 778 529 kr. kg
Gríms gratin. ýsa mexíkó/brokk., 400 g . 298 372 745 kr. kg
Goða hamborgarar 80 g, 10 stk. ........... 648 937 65 kr. stk.
Freschetta Napoli 3 teg., 300 g............. 249 328 249 kr. stk.
Mr. Bagels 3 teg., 595 g....................... 199 239 334 kr. kg
Gulrætur, Fljótshólar, 620 g .................. 99 149 160 kr. kg
Líf smjörlíki, 2 fyrir 1, 500 g.................. 179 179 90 kr. stk.
Super þvottaefni, 3 kg.......................... 399 499 133 kr. kg
Nóatún
Gildir 1. nóv. ? 4. nóv. verð nú verð áður mælie. verð
Folaldafille .......................................... 1.798 2.798 1.798 kr. kg
Folaldagúllas....................................... 998 1.498 998 kr. kg
Folaldahakk ........................................ 198 379 198 kr. kg
Folalda piparsteik................................ 1.798 2.898 1.798 kr. kg
Folalda innralæri ................................. 1.298 2.498 1.298 kr. kg
Folaldasnitsel...................................... 1.298 1.698 1.298 kr. kg
Ýsa m/hvítlauks & rjómaosti................. 998 1.269 998 kr. kg
Myllu Brallarabrauð, 770 g ................... 149 229 193 kr. kg
Ömmubakstur pönnukökur, 480 g......... 398 479 829 kr. kg
Góu Flórídabitar, 230 g ........................ 189 240 821 kr. kg
Samkaup/Úrval
Gildir 1. nóv. ? 4. nóv. verð nú verð áður mælie. verð
KEA hangiframpartur, sagaður............... 719 898 719 kr. kg
Goði gourmet ofnsteik, villikrydduð........ 1.299 1.862 1.299 kr. kg
Borgarnes pylsur, pólskar ..................... 569 876 569 kr. kg
Matfugl kjúklingabringur, magnkaup...... 1.878 2.515 1.878 kr. kg
Borgarnes víkinga lambalæri m/kókos... 1.498 1.998 1.498 kr. kg
Egils pepsi max, 2 ltr............................ 99 172 45 kr. ltr
Toppur sítónu, 1,5 ltr............................ 99 150 66 kr. ltr
Hatting ostabrauð, 2 stk. í pakka........... 199 278 199 kr. pk.
Blómkál erlent..................................... 239 449 239 kr. kg
Appelsínur .......................................... 99 148 99 kr. kg
Þín Verslun
Gildir 1. nóv. ? 4. nóv. verð nú verð áður mælie. verð
Emmess Lúxus skafís, 1 ltr, 3 teg........... 399 569 399 kr. ltr
Eðal hangikjötssalat, 200 g .................. 238 297 1.190 kr. kg
Borgarnes Grísk lambalærissteik ........... 2.031 2.539 2.031 kr. kg
Maryland kex, 150 g, 4 teg. .................. 69 85 460 kr. kg
Ömmu pönnukökur, 480 g.................... 479 589 998 kr. kg
Rice Krispies, 450 g............................. 309 359 687 kr. kg
Pepsi, 2 ltr .......................................... 109 167 55 kr. ltr
Ávaxtatoppur, 0,5 ltr, 3 teg. .................. 79 112 158 kr. ltr
Freyju Rískubbar, 340 g ....................... 369 469 1.086 kr. kg
Dalfour sulta 284 g jarðarb/4 fruits....... 229 342 806 kr. kg
helgartilboðin
Folaldakjöt og kjúklingur í hversdagsmatinn
V
eita þarf neytendum
sams konar vernd í
viðskiptum, hvort sem
þeir eru að versla í
verslunum, í gegnum
síma eða á netinu, jafnt innan-
lands sem utan. Opnir markaðir
án landamæra kalla á aukna sam-
vinnu neytendayfirvalda í mismun-
andi löndum í ljósi þess að neyt-
endamál eru sífellt að verða
alþjóðlegri. Mikilvægt er að veita
neytendum aðgang að þessum
nýju mörkuðum, ekki síst á fjár-
málasviðinu,? segir sænski lög-
fræðingurinn Liselotte Widing,
sem hefur búið og starfað á Ís-
landi undanfarin tíu ár.
?Ég bara kolféll fyrir Íslandi.
Málið er ekkert flóknara en það.
Ég kom fyrst til Íslands sumarið
1993 til að afla gagna fyrir nor-
rænt verkefni um neytendatrygg-
ingar. Ég notaði tækifærið til að
skoða mig um í nokkra daga og
þar sem ég sat eitt sinn uppi á
einhverju íslensku fjalli í þessari
ferð minni sannfærðist ég um að
ég hefði hreinlega fæðst í vitlausu
landi. Tengingin við landið var svo
sterk þarna strax,? segir Lise-
lotte, sem svo afréð á haustmán-
uðum 1997 að pakka niður vinnu-
tölvunni sinni, fötunum og
búslóðinni og flytja til Íslands eft-
ir að hafa sótt landið heim nokkr-
um sinnum í millitíðinni enda seg-
ist hún frá fyrstu kynnum við
landið hafa verið haldin stöðugri
heimþrá til Íslands. 
?Mér bauðst svo árið 1995 að
taka við starfi á vegum Norrænu
ráðherranefndarinnar við að sjá
um samstarf Norðurlandaþjóða á
neytendasviði og þá sá ég tæki-
færi í því að geta allt eins búið á
Íslandi og hvar annars staðar á
Norðurlöndunum. Ég fluttist því
hingað hinn 5. október 1997 og
átti nýlega tíu ára búsetuafmæli á
Íslandi,? segir hinn sænskættaði
lögfræðingur, sem nú talar orðið
góða íslensku, sem hún lærði m.a.
í Háskóla Íslands. ?Ég ákvað það
strax þegar ég flutti til Íslands að
ég skyldi bara tala íslensku en
ekki ensku. Þetta hefur gengið
ágætlega þó að íslenska málfræðin
sé svo sem ekkert lamb að leika
sér við.?
Kynntist ástinni veðurteppt
Liselotte á sér nú orðið íslensk-
an sambýlismann, Stein Frið-
geirsson, sem hún hitti á Kaffi
Reykjavík fyrir sjö og hálfu ári
eftir að hafa leitað þar skjóls í
brjáluðu veðri sem gerði í borg-
inni eitt laugardagskvöld í febr-
úarmánuði. ?Þetta var mjög
óvenjulegt ástand, en það gerði
hreint út sagt svo gjörsamlega
arfavitlaust veður að það þurfti að
kalla út björgunarsveitir til að
koma fólki úr miðborginni. Ég
hafði verið að vinna á skrifstof-
unni minni við Lækjargötu og var
á leið heim á Öldugötu fótgang-
andi þegar ég gafst upp og leitaði
skjóls á barnum á Kaffi Reykjavík
og pantaði mér kakóbolla til að
ylja mér. Stuttu síðar kom maður
inn um dyrnar og ég man að ég
hugsaði með mér að þessi maður
hlyti að vera góður maður. Nokkr-
um andartökum síðar var hnippt í
mig og maðurinn spurði hvort
hann mætti setjast hjá mér. Síðan
höfum við verið saman,? segir
Liselotte og brosir breitt yfir end-
urminningunum. ?Við byrjuðum að
búa á Öldugötu, fluttum okkur svo
upp á Vatnsenda til að komast í
sveitaumhverfi, en svo var byrjað
að byggja allt í kringum okkur
þar svo við fluttum upp á
Skeggjastaði í Mosfellsdal með
hestana, sem segja má að séu okk-
ar gæludýr. Ég hef alltaf haft
áhuga á hestamennsku, en eign-
aðist ekki mína eigin hesta fyrr en
á Íslandi. Og það eru mikil for-
réttindi að fá að búa í stórbrotinni
og ósnortinni náttúru, geta riðið
út og gengið á fjöll eftir vinnu, en
vera ekki nema 20 mínútur í vinn-
una og borgarmenninguna. Þetta
er algjör gullmoli,? segir Lise-
lotte, sem starfaði í ellefu ár eða
til síðustu áramóta fyrir Norrænu
ráðherranefndina, en hún vinnur
nú sem verkefnisstjóri við innleið-
ingu svokallaðs Leiðarkerfis neyt-
enda á vegum talsmanns neyt-
enda. Gert er ráð fyrir að þetta
kerfi komist í gagnið um næstu
áramót.
Gagnvirk þjónustuvefgátt
?Kerfinu er ætlað að vera upp-
lýsingavefgátt þar sem neytendur
munu geta leitað réttar síns og
væntanlega leyst úr málum í sem
flestum tilvikum án þess að þurfa
að snúa sér annað. Neytendum
verður gert kleift á einu og sömu
vefgáttinni að kanna rétt sinn, fá
ráðgjöf, aðstoð við að skrifa kvört-
unarbréf og aðstoð við að skjóta
máli til úrlausnar hjá réttum að-
ilum. Leiðir neytendakerfisins
voru til að byrja með kortlagðar
og eru svo að þróast í þjónustu-
gátt, sem byggist á stöðluðum raf-
rænum eyðublöðum, skönnuðum
viðhengjum og rafrænni greiðslu
málskotsgjalds auk þess sem því
er ætlað að veita úrlausn frá fyr-
irliggjandi stofnunum og úrlausn-
araðilum,? segir Liselotte.
?Það þykir ófínt að kvarta á Íslandi?
Morgunblaðið/Eggert
Neytendaréttarfræðingurinn. Fólk leitar þangað sem það fær góða þjónustu, segir Liselotte Widing.
Hestakonan ?Það eru forréttindi að geta riðið út og gengið á fjöll eftir vinnu, en vera ekki nema tuttugu mínútur í
borgarmenninguna,? segir Liselotte, sem hér nýtur kyrrðar með Bakkakotsblésa, en á auk þess Geisla gamla og Þyt.
Sænski lögfræðing-
urinn og neytendarétt-
arsérfræðingurinn
Liselotte Widing kolféll
fyrir Íslandi við fyrstu
sýn. Hún er handviss
um að hún hafi fæðst í
?vitlausu? landi enda er
hún löngu flutt til Ís-
lands og nýtur nú
sveitaloftsins uppi í
Mosfellsdal. Hún sagði
Jóhönnu Ingvarsdótt-
ur að neytendavitund
Íslendinga mætti hins-
vegar batna til muna.
?Væluskjóður? eiga oft
ekki upp á pallborðið í
verslunum og því hefur
lenskan verið sú að
menn bara bíta á jaxlinn
og borga, henda
?ónýta? draslinu, sem
ekki virkar, og kaupa
nýtt. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48