Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 31
MINNINGAR
?
Sören Einarsson
fæddist í Hall-
anda á Húsavík 8.
september 1914.
Hann andaðist á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 22.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Einar
Sörensson sjómað-
ur, f. 3.1. 1882, d.
6.4. 1971 og Guðný
Árnadóttir, f. 17.10.
1889, d. 8.3. 1985.
Systir Sörens var
Árnína Björg, f. 29.6. 1918, d.
4.10. 1959, maki Njáll B. Bjarna-
son, f. 9.11. 1913, d. 2.2. 2003.
Börn þeirra Oddný, f. 28.5. 1943,
Einar Guðni, f. 15.8. 1944 og
Bjarney Stefanía, f. 7.9. 1947. 
Hinn 15. maí 1937 kvæntist Sör-
en Kristjönu Benediksdóttur frá
Grafarbakka á Húsavík, f. 30.7.
1915, d. 11.12. 2003. Foreldrar
hennar voru Benedikt Jóhanns-
son, f. 11.3. 1877, d. 28.7. 1949 og
Hólmfríður Jónsdóttir, f. 8.11.
1884, d. 21.4. 1961. Sören og
Kristjana voru barnlaus en Dag-
mar Sörensdóttir, frænka Sörens,
var í fóstri hjá þeim
í nokkur ár. Einnig
tóku þau hjónin ást-
fóstri við börn
Árnínu Bjargar,
systur Sörens.
Sören lauk hefð-
bundinni skóla-
göngu. Hann lærði
síðan vélstjórn og
aflaði sér formanns-
réttinda. Hann hóf
sjómennsku upp úr
fermingu, fyrst með
föður sínum en síð-
ar sem formaður. Á
yngri árum var Sören nokkur
sumur á síldveiðum. Meðfram
sjónum stundaði hann ýmsa land-
vinnu sem til féll. Lengst af réri
hann einn á litlum vélbáti sem
faðir hans hafði látið smíða og
fékk nafnið Dagfari. Sören hætti
sjómennsku árið 1991. Sören og
Kristjana bjuggu alla tíð á Húsa-
vík, lengst af í Dvergasteini, síðar
Höfðavegi 7b. Síðustu árin bjuggu
þau að Litla-Hvammi 6 og á Dval-
arheimilinu Hvammi á Húsavík.
Sören verður jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Söri frændi hefur alla tíð verið
hluti af lífi okkar. Hann var móður-
bróðir okkar og við kölluðum hann
Söra frænda eða bara frænda. Æsku-
heimilið var kærleiksríkt og systkin-
in mjög samrýmd. Sören lauk hefð-
bundinni skólagöngu, lærði síðar
vélstjórn og aflaði sér formannsrétt-
inda. Vinnusemi og heiðarleiki voru
honum brýnd í föðurgarði og veiði-
mannseðlið í blóð borið. Sören var
ákafamaður til vinnu, fengsæll og far-
sæll.
Sören og eiginkona hans Kristjana
Benediktsdóttir stofnuðu heimili í
Dvergasteini á Húsavík. Söri og
Stjana voru svo samrýnd og samhent
að annað var nánast aldrei nefnt án
hins. Heimili þeirra stóð okkur alltaf
opið. Stjana og Söri voru ómetanleg í
hjálpsemi við okkur, ekki síst í veik-
indum móður okkar og eftir lát henn-
ar. Andlát systurinnar í blóma lífsins
var mikið áfall fyrir frænda. Hann
var ekki maður sem bar tilfinningar
sínar á torg en það kom alltaf einhver
gljái í augun á honum þegar nafn
hennar var nefnt. ?Ég sá aldrei neitt
nema sjóinn og sjómennsku,? sagði
hann gjarnan. Hann fór ungur til sjós
með föður sínum á vélbátnum Otri.
Einar faðir hans stundaði flutninga á
Otri jafnframt fiskveiðum og selveið-
um og var Sören með í þeim ferðum.
Seinna varð Sören formaður á Otri.
Þeir feðgar unnu alla tíð mikið saman
og var samband þeirra einstaklega
gott. Sören eignaðist selabát föður
síns Dagfara árið 1957. Þá var komin
vél í bátinn og reri Sören á Dagfara
allt þar til hann hætti sjómennsku ár-
ið 1991.
Fyrr á árum stundaði hann einnig
selveiðar og rjúpnaveiðar eins og fað-
ir hans. Á heimili Sörens var veiði-
byssan sjálfsagt amboð til öflunar
lífsviðurværis, sem bar að umgang-
ast af natni og virðingu, enda fékk
Sören haglabyssu nr. 12 í ferming-
argjöf frá föður sínum. Meðfram sjó-
mennskunni stundaði Sören ýmsa
landvinnu sem til féll. Hann starfaði
mörg haust í Sláturhúsi Kaupfélags
Þingeyinga.
Söri og Stjana stunduðu búskap
með kindur í tvo áratugi. Þau höfðu
tún á Húsavíkurhöfða. Við systkinin
minnumst góðra stunda í heyskap
með þeim úti á Höfða. Sú hátíð reis
hæst þegar Söri, sposkur á svip, fisk-
aði appelsín, maltöl og kremkex upp
úr hvítum léreftspoka.
Söri var einn af stofnendum
Íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík
og spilaði í knattspyrnuliði félagsins
sem vann Valsskjöldinn 1934. Í tilefni
af 80 ára afmæli Völsungs var Sören
sæmdur gullmerki KSÍ. Söngfélagi í
Karlakórnum Þrym var hann í ára-
tugi. Söri var laxveiðimaður af
ástríðu. Hann hafði ekki mikið álit á
flugunni, maðkurinn var hans beita
þótt hann léti sig stundum hafa það
að fleygja spæni. Hann var félagi í
Stangveiðfélaginu Flúðum. Drauma-
laxinn veiddi hann 84 ára gamall.
Laxinn tók maðkinn djúpt, fram og
niður af hríslunni í Hrúthólma. Urðu
báðir nokkuð móðir áður en rimm-
unni lauk. Laxinn vó 26 pund ? fal-
legur hængur sem uppstoppaður
prýðir vegg í Safnahúsinu á Húsavík.
Frændi var náttúrubarn, heima-
kær en gladdist í góðra vina hópi. Tók
aldrei bílpróf og fór aðeins einu sinni
um ævina í flugvél en hann þekkti
miðin í Flóanum og landið umhverfis
Húsavík. Hann þekkti rjúpnabrekk-
urnar, berjalautirnar og móana þar
sem krían verpti. Hann hafði sína að-
ferð við að finna eggin þegar hreiðrin
voru dreifð í varpinu. Svo kunni hann
að koma eggjunum fyrir í derhúfunni
og bera þau á höfðinu heim. Hann
leiddi okkur um þessi ævintýralönd,
stundum á bátnum, stundum gang-
andi, stundum bara í huganum og
ævintýrin urðu sem veruleiki. Söri
frændi mun alltaf verða hluti af lífi
okkar. Guð blessi minningu hans. 
Oddný Njálsdóttir, 
Einar Njálsson, 
Bjarney Njálsdóttir.
Sören Einarsson
Þar sem ég komst
ekki í útför Þórunnar
langar mig að minnast
hennar með nokkrum
orðum.
Þórunn var snemma
rösk til verka og var vel liðtæk við
búskap foreldra sinna. Hvort sem
var að sækja kýr eða kindur, þó
óþægar væru, gafst hún ekki upp
fyrr en allt var komið til síns heima.
Ég fylgdist með þessu þar sem ég
átti heima aðeins ofar og átti daglega
leið framhjá Efstakoti þar sem for-
eldrar hennar bjuggu. Það var ynd-
islegt útsýnið hjá okkur þar sem sá
út á sjóinn á sumrin er bátarnir komu
inn drekkhlaðnir af síld. Og í hina átt-
ina fram Svarfaðardalinn um hina
blómlegu sveit. Einnig blasti Hrísey
við okkur og fallegt var að sjá ljósin
þar þegar skyggja fór á kvöldin. Við
Þórunn Ingunn 
Þorsteinsdóttir 
?
Þórunn Ingunn
Þorsteinsdóttir
fæddist á Dalvík 18.
júlí 1926. Hún lést á
Landspítalanum 22.
mars síðastliðinn og
var jarðsungin frá
Fossvogskirkju 2.
apríl.
þetta útsýni ólumst við
Þórunn upp. Ekki var
hávaði eða mengun frá
vélum. Fáir voru bíl-
arnir til í þá daga.
Ekkert sjónvarp en
mikið hlustað á útvarp.
Einn vetur fór Þór-
unn í Húsmæðraskól-
ann að Laugalandi í
Eyjafirði, til að læra að
matbúa áður en lengra
var haldið. Eftir þetta
fór hún á nokkrar ver-
tíðir, matráðskona
suður með sjó. Þar
kynntist hún mannsefni sínu, hinum
ágætasta manni, Þorsteini Guð-
mundssyni frá Flatey á Skjálfanda.
Þau hófu búskap í Tómasarhaga, svo
komu börnin eitt af öðru, seinna
fluttu þau í Búðagerði. Þá leit ég oft
inn til þeirra. Þó að Þórunn ætti fjög-
ur börn þá gat hún alltaf tekið börn í
pössun og þar áttum við sameiginlegt
áhugamál. Alveg var það sama hvort
Þórunn passaði annarra börn eða sín
eigin, alltaf var sama hjartahlýjan og
nærgætnin. Og ekki setti Þorsteinn
sig á móti því. Ég var svo heppin að
Þórunn gat passað fyrir mig, fyrir
það er ég ævinlega þakklát. Þor-
steinn reyndist Þórunni afar góður
eiginmaður, ekki síst er líða tók á æv-
ina og sjúkdómar fóru að gera vart
við sig. Þá var oft kallað í Þorstein
eða Steina eins og hann var kallaður í
daglegu tali. Alltaf var hann tilbúinn
að aðstoða hana og taldi það ekki eft-
ir sér. Dóttursonur Þórunnar og Þor-
steins hefur alist upp hjá ömmu og
afa. Er það afar dýrmætt fyrir ung-
linginn að fá góð ráð og leiðbeiningar
á leið út í lífið.
Dóttir Þórunnar og Þorsteins ann-
ast nú matseld fyrir föður sinn og
son. Er því gott til þess að vita að
Þorsteinn er ekki einn. Þótt nú hafi
fallið skuggi yfir heimili Þorsteins
getur hann glaðst yfir ljúfum end-
urminningum um eiginkonu sína.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut, 
en aftanskinið hverfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Öllum ástvinum Þórunnar sendi ég
innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu góðrar konu.
Elín S. Kristinsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er
um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast
er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Minningargreinar
? 
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og 
langafi, 
GUÐMUNDUR KRISTINN ERLENDSSON, 
Neðstaleiti 2, 
Reykjavík, 
lést miðvikudaginn 24. október á Landspítalanum við Hringbraut. 
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 
2. nóvember kl. 13.00. 
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. 
Sigursteina M. Jónsdóttir, 
Sigursteinn Guðmundsson, Therese Thøgersen, 
Kári Guðmundsson, Jytte Guðmundsson, 
Elín S. Guðmundsdóttir, Hjörtur Árnason, 
Guðmundur Kr. Guðmundsson, Unnur Ólafsdóttir, 
Þröstur Guðmundsson, Helle Rosenlyst Guðmundsson, 
Jórunn Guðmundsdóttir, Magnús Þór Sveinsson, 
Bjarki Guðmundsson, Dagmar G. Þorleifsdóttir, 
Jón E. Guðmundsson, Hanna Björnsdóttir, 
Þórarinn F. Guðmundsson, Rannveig Björnsdóttir 
Gunnar S. Guðmundsson, Jóna Kristín Halldórsdóttir, 
barnabörn og barnabarnabörn. 
? 
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi, 
 ÁSTRÁÐUR HELGFELL MAGNÚSSON, 
Hörgsási 4, 
Egilsstöðum, 
lést mánudaginn 29. október. 
Jarðarförin verður auglýst síðar. 
   Rósa Björnsdóttir, 
Elvar Ástráðsson,    Guðrún Bóasdóttir, 
Sigríður Júnía Ástráðsdóttir,  Björn Björnsson, 
Magnús Ási Ástráðsson,   Hulda Rós Sigurðardóttir. 
Jóhanna Birna Ástráðsdóttir, Ævar Bjarnason 
   og barnabörn. 
? 
Ástkær móðir okkar, dóttir mín og systir, 
JÓRUNN IBSEN, 
lést 23. október sl. 
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu. 
Kristófer Eðvarðsson, 
Nína M. Þórisdóttir, 
Eygló Ibsen, 
Eygló H. Ibsen, 
Halldór Ibsen. 
? 
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, 
PETREA GUÐNÝ KONRÁÐSDÓTTIR 
ljósmóðir, 
Hjallalundi 13b, 
Akureyri, 
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 29.
október. 
Jarðarför fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
9. nóvember kl. 13.30. 
Helgi Tryggvason, Janice Tryggvason, 
Guðlaug Inga Tryggvadóttir, Valur Fannar Valsson, 
Svandís Tryggvadóttir, Sigurjón Már Manfreðsson, 
Tryggvi Pétur Tryggvason, 
Ingveldur Tryggvadóttir, Sigmundur Björnsson 
og barnabörn. 
? 
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, bróðir og
frændi, 
ÞORLEIFUR HELGI GRÍMSSON, 
Fannarfelli 12, 
Reykjavík, 
var jarðsunginn miðvikudaginn 31. október. 
Fyrir hönd vandamanna, 
Helga Þorleifsdóttir, Hjalti Guðmundsson, 
Sigríður Þorkelsdóttir,
Grímur Haraldsson, Svava Axelsdóttir. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48