Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 27 aðeins að missa móður sína heldur líka besta vininn. Hún skilur eftir sig stórt tómarúm í lífi okkar allra. Það er stundum sagt að þegar sorgin sé stærst sé hjálpin næst. Sú mikla og kærleiksríka umönnun sem mamma naut frá eiginmanni sínum, börnum og öðrum ættingjum hefur gert þessa liðsheild enn sterkari og samstilltari en nokkru sinni fyrr, var þó samstaðan góð fyrir. Mamma, þú vildir ekkert hól, þú vildir láta verkin tala. Þú hefur séð börnin þín verða fullorðið fólk, börn þeirra og barnabörn öll heilbrigð og falleg, þú varðaðir veginn, þetta er allt gjöf þín til lífsins. Ættartréð þitt mun blómgast á hverju ári, alltaf munu koma fleiri og fleiri sprotar, lífið hér er hluti af stærri tilveru, sem við öll erum þátttakendur í. Elsku mamma, nú getum við ekki lengur haldið í höndina á þér, kveðjustundin var löng og sár en sá sem öllu ræður er tíminn, hann var kominn. Við þökkum þér langa kær- leiksríka samleið, þar sem heiðar- leiki og góðvild vörðuðu veginn. Mamma, þú átt ávallt vísan stað í hugum okkar allra. Guð blessi þig. Brynja og Hildur. Elsku amma mín. Ég vil senda þér bænina sem þú gafst mér í fallegum ramma sem er hjá rúminu mínu. Vertu yfir allt um kring með eilífri blessun þinni sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Takk fyrir öll góðu árin, amma mín. Ég vona að þér líði vel núna. Ég sakna þín. Alda Marín Kristjánsdóttir. Elsku amma Sirrý. Okkur langar til að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér og afa. Það var alltaf svo gott að koma til þín og sitja að spjalli við eld- húsborðið, þú varst alltaf svo glöð og góð við okkur. Á meðan við borð- uðum kræsingarnar sagðir þú okkur fréttir af stórfjölskyldunni og minn- ingar okkar um þig eru allar góðar og þótt þú hafir átt erfiða daga kvartaðir þú aldrei. Þær voru ófáar flíkurnar sem þú bjóst til á barna- börnin og á fyrstu árunum okkar klæddumst við oft fötum eftir þig, hvort sem þau voru saumuð eða prjónuð. Það var sárt að sjá hversu veik þú varðst á svo stuttum tíma og hversu hratt líf ykkar afa breyttist en elsku amma Sirrý, við elskum þig og við skulum passa afa fyrir þig. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Höf.: Ólöf Sigurðardóttir.) Róbert Ómar og Telma Kolbrún. Elsku amma, Takk fyrir að vera þú og að vera besta amma sem hugsast getur. Þín er sárt saknað og við elskum þig mest. Þessi orð eru fátækleg í saman- burði við lífstíð af kærleik og ynd- islegum minningum, en við erum þakklát fyrir að hafa haft þig hjá okkur eins lengi og við gerðum. Þú varst svo sterk og jákvæð og hefur gefið okkur mikilvægt vega- nesti út í lífið sem, eins og þú, mun fylgja okkur ávallt. Nú tekur nýtt ævintýri við hjá þér en við sjáumst aftur seinna. Við elskum þig og erum stolt að hafa átt þig sem ömmu. Sigríður Jónsdóttir og Jón Gauti Jónsson. Elsku amma okkar. Við viljum þakka þér fyrir öll skemmtilegu árin sem við áttum með þér – þegar við vorum litlir var ekkert skemmti- legra en að fara í Sævó á sunnudög- um og fá vöfflur og kleinur. Þú og afi tókuð alltaf svo vel á móti okkur. Við eigum einstakar minningar um þig, amma mín. Hvíl í friði. Einar Orri Kristjánsson. Viktor Ingi Kristjánsson. Elsku amma langa. Við vorum mjög sorgmædd þegar mamma sagði okkur að þú værir farin til Guðs. En nú líður þér örugglega mikið betur. Amma, þú varst falleg og góð kona. Þú varst mjög hlý og góð amma. Þú varst með svo ofsa- lega falleg, brosandi augu. Þú áttir alltaf sleikjó í skúffunni og dót í leynikörfunni þinni í svefnherberg- inu. Það var gott að koma í heimsókn til þín og afa í Sævó. Hafðu það gott með englunum hjá Guði. Þín Elma Rún og Aron Gauti. Með þessum fáu línum langar mig að minnast vinkonu minnar Sigríðar Kristinsdóttur, Sirrýjar eins og hún var ætíð kölluð. Þegar einhver fellur frá, sem hefur verið hluti af tilveru manns lengi, myndast tómarúm sem aldrei verður fyllt. Söknuðurinn fyll- ir hugann og kallar fram svipmyndir frá liðnum dögum. Kynni okkar Sir- rýjar hófust er hún giftist góðum vini okkar hjóna Kristjáni Jóhanns- syni, til heimilis í næsta húsi við okk- ur. Við urðum strax góðar vinkonur og óx vináttan með árunum. Fjölskyldan skipti Sirrý mestu máli og hún var mjög stolt af upp- runa sínum á Suðurnesjum og allri fjölskyldunni. Hún studdi börnin sín þéttingsfast í hverju því sem þau tóku sér fyrir hendur, var tengda- börnunum afskaplega góð og elskaði barnabörnin sín. Hún var glæsileg kona, hlýleg og alltaf glöð. Einnig var hún bráð- myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Sjálf fékk hún því miður alltof oft á lífsleiðinni að reyna að lífið er ekki alltaf auðvelt. En með elskulegum eiginmanni Kristjáni Jóhannssyni átti hún bjart- ar stundir. Þau ferðuðust mikið, inn- anlands sem utan. Við eigum mörg eftir að sakna þessarar vinkonu okkar sáran og skarð er fyrir skildi. En sárastur er söknuðurinn hjá nánustu ástvinum hennar. Hjá þeim er hugur minn og ég bið Guð að gefa að fjársjóður minninganna sem Sirrý lætur eftir verði þeim huggun og styrkur í sorg- inni. Guð blessi minningu Sigríðar Kristinsdóttur Sigrún Þórarinsdóttir. Í svo mörgum myndbrotum birtist elskuleg frænka mín hún Dilla, er ég hugsa til baka. Hennar lífsganga var löng, oftast létt, en oft ströng. Aldurinn hár og mörg eru að baki ár. Sam- ferðamenn og vinir flestir farnir, fjölskyldan stór og kynslóðir nokkrar. Dilla hafði einstaka lund, var ekki allra, en dygg þeim sem hún unni. Hún gat verið ákveðin og föst fyrir, eins og einkennir Magnúsar- ættina. Að sama skapi var hún hvetjandi og meiningargóð. Skörp og fljót til svars. Frásagnargáfa og stíll hennar voru með eindæmum. Mannlýsingar og atburðir urðu ljóslifandi. Þar opnuðust aðrir heimar, nýjar víddir. Og oft var ég búinn að gleyma mér í spjalli okkar. Við sátum í dagsbirtunni í notalegri stofunni hennar í Eskihlíð og spjöll- uðum. En það rökkvaði og inn um gluggann skein birta frá gömlum ljósastaur. Eina tíran í húsinu. Edda tengdadóttir Dillu bankaði upp á og vildi vita hvort ekki væri allt í lagi, „Jú, jú, við Kalli frændi minn sitjum hér í myrkrinu að spjalla,“ sagði hún glaðlega þar sem hún sat í ruggustólnum sínum. Hlíf Petra Magnúsdóttir ✝ Hlíf PetraMagnúsdóttir fæddist á Skrið- ustekk í Breiðdal 26. september 1908. Hún lést 22. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Eydala- kirkju í Breiðdal 3. nóvember. Staður og stund gleymdist í notalegri nærvera Dillu. Alltaf var stutt í glettni og hláturinn. Það skipti engu þótt kynslóðabil- ið væri langt á milli okkar, við náðum saman sem mestu mátar. Dilla var listhneigð mjög. Natin við það sem hún tók sér fyrir hendur. Til margra ára var hún orgelleik- ari við Heydalakirkju í Breiðdal, hélt fallegt heimili af mikilli gestrisni og heklaði af list. Hún var stóra systir Stefáns föð- urafa míns sem er látinn. Þeirra vinátta bar vott af kærleika og trausti. Í minningu daga minna sé ég Dillu frænku og afa minn Stefán fyrir mér, þar sem Dilla situr við orgelið og spilar af hjartans ham- ingju og afi stendur reistur hjá og syngur klingjandi bassann. Þau eru glöð. Ljúfar minningar eru til að orna sér við og þakka ber fyrir góð- ar stundir. Börnum Dillu og ástvinum þeirra sendi ég samúðarkveðju. Það blása blíðir vindar golan strýkst við kinn, kerti þitt er slökknað þig kveð í hinsta sinn, hljóma strengir þýðir, skyggja fer í sveit, því sest er sól í sæinn við þinn fagra reit. (kep) Hvíl í friði, elsku frænka, Karl Emil Pálmason. Elsku mamma mín. Nú hefur þú fengið hvíldina góðu hjá guði, ég efa ekki að þér líður miklu betur núna hjá Honum. Þú átt- ir því miður ekki þá gæfu að vera heilsuhraust meginhluta þinnar ævi. En þú barst þig alltaf vel þrátt fyrir það og kvartaðir ekki, allavega ekki við mig. Ég minnist þess fyrir vestan, í mínum fæðingarbæ, Bolungarvík, þar sem þú og pabbi bjuggu og óluð okkur upp, hversu dugleg þú varst að hugsa um okkur þó þú hefðir ekki mikla peninga til að spila úr. En ég minnist ekki þess að hafa skort neitt en pabbi hafði ekki svo mikil laun. Uppeldið á okkur systkinunum lenti á þér vegna þess að pabbi vann mikið og var lítið heimavið eins og tíðkaðist á þessum tíma. En það var ekki síst nýtni og dugnaði þínum að þakka að ekkert skorti á heimilið. Þar sem að nú er frekar stutt til jóla minnist ég þess að í þá tíð var nú ekki hlaupið út í búðir til að kaupa föt á okkur systk- inin. Nei, ekki aldeilis. Í október og nóvember lást þú meira og minna á fjórum fótum og varst að sníða jóla- fötin á okkur öll. Og allar smákök- urnar sem þú bakaðir, þær voru svo góðar að þú þurftir oft að minna okk- ur á að þetta væru nú kökur sem við ættum að njóta um jólin, ekki fyrr! En það var oft erfitt að standast freistinguna. Árin okkar í Bolungar- víkinni eru mér ofarlega í huga en það kom þó að því að við þurftum að flytja suður til Reykjavíkur vegna þess að þú þurftir oft á læknisaðstoð að halda. Ég man hvað þú lagðir áherslu á það við pabba að þetta væri eina leiðin fyrir þig vegna þess að það þýddi ekki að standa í sífelldum ferðalögum á milli Bolungarvíkur og Reykjavíkur. Þú varst ákveðin og vissir að þetta var það sem þurfti að gera þó að pabbi hafi ekki verið tilbú- inn að fara. En pabbi sá þó að þér var alvara og vissi að þú þurftir að fara og setti því húsið á sölu, hann varð þó eftir fyrir vestan um tíma. Þú fórst á undan okkur suður til þess að kaupa íbúð handa okkur og festir kaup á íbúð á Krosseyrarveginum. Á meðan var ég að hlaða dótinu okkar í gám til að koma honum í skip. Síðan kom ég með krakkana með flugi og þú tókst á móti okkur en þau yngstu voru mjög spennt að fara í flugvélina og að flytja á nýja staðinn. Eftir að við fluttumst til Hafnar- fjarðar hefði lífið átt að verða aðeins auðveldara fyrir þig en sá skæði fjandi alkóhólismi herjaði á okkar fjölskyldu eins og svo margar aðrar fjölskyldur. Því miður þurftir þú að horfa uppá þína elstu syni, Bæring og Jónas, falla fyrir þeim skæða sjúk- dómi. Það tók mjög á þig að horfa á eftir þeim í gröfina langt fyrir aldur fram. Og veit ég að þú hefur þurft að búa við miklar áhyggjur vegna þess. En nú ertu komin á betri stað, mamma mín, þar sem engar þrautir og áhyggjur herja á þig. Oft voru samskipti okkar ekki eins og við hefðum viljað hafa þau en þrátt fyrir allt varstu frábær móðir og þótti mér afar vænt um þig. Þó að þetta hafi þróast svona varst þú ávallt í huga mínum þó ég hafi ekki endilega sýnt það og harma ég það mjög. Það er sárt að kveðja þig en góðu minningarnar okkar mun ég geyma í hjarta mér. Ég kveð með ljóði Jónasar bróður, Hugarró, úr ljóðabókinni Vængbrot- in orð. Hafgrænum augum horfi ég upp til himingáttar. Umvafinn friði og áhyggjuleysi andans þáttar. Óttalaus er ég í öruggum höndum æðri máttar. (Jónas Friðgeir Elíasson) Megi góður Guð geyma minningu þína. Hvíl í friði, mamma mín. Þinn sonur, Hilmar Elíasson. Þegar ég hugsa aftur um kynni okkar, þá man ég að það tók mig svo- lítið langan tíma að kynnast þér. En þegar þú sást að ég var komin til að vera, þá varstu mér virkilega góð. Þegar sá tími í lífi okkar kom að við þurftum virkilega á hjálp þinni að halda, þá hleyptir þú okkur inn á þitt yndislega heimilli og þó að þú vissir það ekki þá, þá lærði ég margt af þér þann vetur, bæði með eldamennsku og heimilishald. Þú varst mjög heimakær og best þótti þér að fólkið þitt kæmi í heim- sókn til þín en að þú færir á flakk um bæinn. Það var líka gott að koma í heimsókn til þín á sunnudegi og fá gott kaffi og nýbakaðar vöfflur. Þú hafðir mikil áhrif inn á heimilið okkar Halldórs, þú varst góð móðir, tengdamóðir og amma. Það er komið stórt skarð í fjölskylduna að missa þig. Það var alltaf gaman að heyra þína skoðun á þjóðarsálinni og málefnum dagsins. Þú varst búin að upplifa margt á lífsleiðinni og hafðir þess vegna sterka skoðun á lífinu. Ég á eftir að minnast þín oft Svan- hildur mín og þú verður alls ekki gleymd í huga mínum og hjarta. Mér er kært að hafa verið hjá þér síðustu daga þína hér á jörð. Hvíl þú í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín tengdadóttir Sesselja Guðbjörg Ragnarsdóttir. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Elskulegur faðir okkar, bróðir og afi, HÖRÐUR HUGI JÓNSSON, sem lést fimmtudaginn 1. nóvember, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 8. nóvember kl. 13.00. Jón Þór Harðarson, Ólafur Jóhann Harðarson, Anna Sigurbjörg Harðardóttir, Hugrún Harðardóttir, Elísabet Jónsdóttir, Birgir Jónsson, Lilja Jónsdóttir, Tómas Jónsson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BÆRING VALGEIR JÓHANNSSON, Geitlandi 8, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 31. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Björgvin Ó. Bæringsson, Guðrún H. Guðmundsdóttir, Stella G. Bæringsdóttir, Jón Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.