Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Björns-dóttir fæddist á Vakursstöðum í Vopnafirði 14. jan- úar 1907, en fluttist 3 ára að aldri að Refstað í sömu sveit. Hún andaðist 2. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Rann- veig Nikulásdóttir, f. í Reykjavík 27.11. 1875 og Björn Páls- son gullsmiður, f. á Eyjólfsstöðum á Völlum 31.12. 1854. Systkini hennar voru Lára Guðrún, Dór- hildur, Gunnar og Karl og fóst- ursystir Guðrún Sigurjónsdóttir, öll látin. Margrét giftist 30. ágúst 1930 Kára Tryggvasyni kennara og rit- höfundi frá Víðikeri í Bárðardal, f. 23. júlí 1905, d. 1999. Foreldrar Sigurði Karlssyni. Börn þeirra eru Jökull og Lára. Börn Sigurðar eru Jóhann og Lilja Guðrún. 2) Sigrún, f. 1936, gift Finni Sveins- syni, f. 1937, d. 2004. Dætur þeirra eru: a) Annetta, f. 1959. Dóttir hennar er Sólbjörk Áslaug. b) Maríanna, f. 1961, gift Mikael Krarup. Sonur þeirra er Ívan Mikael. Dóttir Mariönnu er Marie Pauline Pedersen. 3) Rannveig, f. 1938, giftist Elíasi Þ. Magnússyni (skildu). Sonur þeirra er Kári, f. 1961, sambýliskona Hulda B. Þrastardóttir. Dóttir þeirra er Íris Lorange. Börn Kára eru Sigurjón Ernir, Soffia Tinna og Davíð Kári. 4) Áslaug, f. 1941, d. 1998, var gift Erlendi Lárussyni, d. 2005. Dóttir Áslaugar og Dags Þorleifssonar er Úlfhildur, f. 1968. Margrét og Kári bjuggu í Víði- keri til ársins 1954 er þau fluttu í Hveragerði. Árið 1970 færðu þau sig til Reykjavíkur og síðan í þjón- ustuíbúð í Kópavogi. Margrét verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. hans voru Sigrún Ágústa Þorvalds- dóttir og Tryggvi Guðnason. Margrét og Kári eignuðust fjórar dæt- ur. Þær eru: 1) Hild- ur, f. 1933, gift Gísla Eyjólfssyni, f. 1929. Börn þeirra eru: a) Eyjólfur, f. 1956, sambýliskona Kristín Guðmundsdóttir. Börn Eyjólfs eru Kol- brún og Gísli. Börn Kristínar eru Helga, Andri og Smári. b) Margrét, f. 1958, gift Karli Ómari Jónssyni. Börn þeirra eru Gísli, sambýlis- kona Hulda Ósk Traustadóttir, Hildur Anna, sambýlismaður Óm- ar Á. Óskarsson, synir þeirra Ósk- ar Karl og Hjalti. Sonur Karls Ómars er Óttar. c) Kári, f. 1960, d. 1963. d) Gunnhildur, f. 1967, gift Langri vegferð er lokið. Margrét tengdamóðir mín hefur fengið hvíldina sem hún hafði þráð síð- ustu árin. Það er orðin rúmlega hálf öld síðan ég kom fyrst inn á heimili Margrétar og Kára með Hildi, elstu dóttur þeirra. Mér var strax tekið af þeirri alúð og gestrisni, sem var þeim eiginleg og þeirra aðall. Þau hjón höfðu þá flutt í Hveragerði rúmu ári áður norðan úr Bárðardal, þar sem þau höfðu búið 24 ár í Víðikeri. Þar bjuggu þá þrjár fjölskyldur í sama húsinu, svo þröngt var setinn bekkurinn í sátt og samlyndi. Auk búskapar var Kári kennari í Bárðardal, en ekkert skólahús var í dalnum held- ur var þar farskóli. Skipst var á að halda skólann á bæjum, austan og vestan Skjálfandafljóts. Það hefur ekki reynt lítið á húsmæður bæj- anna þar sem skólinn var haldinn hverju sinni. Það gefur augaleið að það hefur verið í mörg horn að líta hjá Margréti tengdamömmu er skólabörnin bættust við í þrengslin sem fyrir voru í Víðikeri, en þar hefur gilt hið fornkveðna, „þar er rúm, sem hjartarúm er fyrir“. Eftir 16 ára veru í Hveragerði, þar sem Kári var kennari og þau húsverðir og bjuggu í skólanum, fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu á Eikjuvogi. Þaðan fluttu þau í þjónustuíbúðir í Sunnuhlíð í Kópavogi, þegar það var nýbyggt. Margrét var bæði fróð og minn- ug og það var gaman að heyra hana minnast gamalla daga. Hún var fædd á Vakurstöðum í Vopna- firði en fluttist með foreldrum sín- um að Refstað, þriggja ára gömul, og það var hennar staður. Það þurfti ekki að hlusta lengi á frá- sagnir hennar úr æsku til að skynja ást hennar og dálæti á hest- um. Refstaðarheimilið var fjöl- mennt og gestagangur mikill því margir þurftu að hitta gullsmiðinn, föður hennar. Þar var vinnufólk og oft lærlingar hjá Birni og Benja- mín bróðir Björns átti þar síðustu árin. Þar var einnig til æviloka Guðlaug Eiríksdóttir, „Gulla gamla“ próventukona, sem Mar- gréti var mjög kær og hún talaði oft um. Einhvern tíma spurði ég tengdaforeldra mína hvað þeim fyndist mesta breytingin frá því að þau voru ung, og svarið var, „það voru stígvélin“. Mér kom svarið á óvart, en áttaði mig fljótlega á því hver munur það hefur verið fyrir fólk, sem ekki átti annað en skinnskó og gat iðulega ekki farið út fyrir húsdyr án þess að blotna í fæturna og standa í því allan dag- inn við vinnu sína. Margrét prjónaði mikið, því allir urðu að fá vettlinga og sokka, barnabörnin, barnabarnabörnin og aðrir ættingjar og vinir. Prjónarnir voru aldrei langt undan, fram á síðasta ár. Alla afmælisdaga mundi hún vel og allir þurftu að fá afmæl- isgjafir og jólagjöfum var heldur ekki gleymt. Hennar líf og hugsun var fyrst og síðast umönnum og velferð annarra, hún sjálf mætti af- gangi. Tvö til þrjú síðustu árin fór minni hennar og heilsu að hraka, eftir slæma flensu, en hún klædd- ist fram á síðasta dag og hafði oft orð á hve starfsfólk Sunnuhlíðar væri sér gott. Rúmlega 100 ára langri vegferð er lokið. Ég kveð og þakka tengda- móður minni samfylgdina og elsku- semina í gegnum árin og veit að hún á góða heimkomu, þar sem bíða vinir í varpa. Gísli Eyjólfsson. Mig dreymdi að ég væri í heim- sókn hjá þér, sagði amma einn daginn þegar ég kom til hennar. Mér tókst að potast niður tröpp- urnar og var komin inn í stofuna og sest þegar ég vaknaði. Þannig var lífið með ömmu, fullt af sögum af draumum og dularfull- um atburðum. Heimili þeirra á Eikjuvoginum var krökkt af álfum sem reglulega fengu að láni gull- skæri, fingurbjargir og silkislæður. Fylgjur væntanlegra gesta bönk- uðu stöðugt upp á til að minna á gestakomur og þá smalaði amma saman spilunum á eldhúsborðinu og hitaði kaffi og dró fram kleinur. Eldhúsið var hennar drottningar- dæmi, þar hafði hún frið fyrir stöð- ugum óm útvarpsins úr stofunni; afi kveikti á því á morgnana og slökkti á kvöldin, burtséð frá því hvort nokkur hlustaði eða ekki. Inni í eldhúsi lagði hún kapal á eldhúsborðinu, eða spilaði við þá sem það vildu, prjónaði og bakaði, og drakk linnulaust kaffi. Þaðan fór hún í innkaupaferðir til kaup- mannanna á næstu hornum, uppá- búin með slæðu um hárið. Ég mætti ömmu þinni með pönkaras- læðu sagði vinur minn einu sinni, og vísaði þá til fagurlega fjólu- blárrar hálfgegnsærrar slæðu sem var í miklu uppáhaldi hjá gömlu konunni, enda fór hún vel við hrím- hvítt hárið og dökk augun. Undir það síðasta var gamla konan orðin ósköp lúin. Henni fannst hundrað ára afmælið vera eins og hver annar brandari og tal- aði mikið um hvort sankti Pétur færi nú ekki að hleypa henni inn fyrir hliðið. Og svo hló hún við. Úlfhildur Dagsdóttir. Það er með blendnum huga sem við frændsystkinin setjumst niður til þess að skrifa nokkur minning- arorð um Margréti ömmu okkar. Þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta hennar svona lengi en sorg yfir því að nú sé þessum kafla í lífi okkar lokið. Upp í hugann koma ótal myndir af ömmu; hvíta fallega hárið henn- ar, glettinn svipurinn og smágerð- ar hendurnar. Eldhúskrókarnir hennar ömmu, hvort sem var í Hveragerði, á Eikjuvoginum eða í Sunnuhlíð voru sérlega notalegir. Amma vildi alltaf gefa okkur eitthvað að borða og töfraði fram kökur og annað bakk- elsi á milli þess sem hún spurði frétta. Að maður vildi ekki neitt var ekki hlustað á – bara eitthvað annað dregið fram og fleira boðið. Sjálf settist amma rétt sem snöggvast en var fljót á fætur aft- ur til að rétta eitthvað, ná í kaffi eða gera annað sem gæti verið gott fyrir okkur. Á heimili ömmu og afa var alla tíð mikill gestagangur og þar hitti maður gjarnan aðra ættingja og vini. Hjá ömmu og afa var alltaf pláss fyrir alla þótt ekki væri hús- næðið stórt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Amma hefði sjálfsagt ekki viljað að við skrifuðum langa lofræðu um sig því það var ekki hennar stíll að láta mikið á sér bera eða hafa sig mikið í frammi. Umhyggjusemi hennar var einstök, hún var alltaf að hugsa um aðra. Amma las mjög mikið alla tíð og fylgdist vel með öllum fréttum. Mundi nánast fram á síðasta dag alla afmælisdaga barnabarna og barnabarnabarna. Vildi að allir fengju eitthvað. Amma prjónaði á okkur og börnin okkar ótal sokka og vettlinga sem ekki bara hlýjuðu okkur öllum heldur voru líka ein- staklega fallegt handverk. Heyrnin dapraðist mikið með ár- unum og sjónin síðustu árin líka. Það kom samt ekki í veg fyrir þakklæti hennar fyrir það sem hún hafði. Ömmu leið mjög vel í Sunnu- hlíð og viljum við þakka starfsfólk- inu þar fyrir frábæra umönnun. Um leið og við kveðjum ynd- islega ömmu langar okkur að enda á ljóði eftir afa, Kára Tryggvason: Sofðu litla, ljúfa stúlkan mín, ljóssins engill vakir dimma nótt. Ef þú byrgir bláu augun þín, brosir hann svo angurvært og rótt. Og hann leiðir þig við hægri hönd heim í svefnsins björtu draumalönd. Húmsins slæða hnígur þétt að jörð, haustsins hvítu perluböndum skreytt. Leitar hæða hugans bænargjörð, hlýir straumar ylja brjóstin þreytt. Fyrir handan húmsins myrku svið hjartað þráir ljóssins milda frið. Eyjólfur, Margrét, Gunn- hildur og Kári. Látin er í hárri elli sómakonan Margrét Björnsdóttir. Margrét eða, Magga, eins og hún var nefnd í minni fjölskyldu, var mágkona ömmu minnar og mikil vinkona hennar. Ég var ekki gömul þegar ég heyrði fyrst sögur af Möggu og um þær ríkti viss ljómi og gleði. Magga var einstaklega greind og fróð, sagði sögur og ræddi málin af þekkingu og skynsemi. Hún sá spaugilegar hliðar á málum og hló svo fallega. Ekki var síðra að hún var einstaklega góð og yndisleg manneskja og lét sér annt um fjöl- skyldu sína og fólk langt út fyrir hana. Heimsóknir til Möggu og Kára, eiginmanns Möggu sem látinn er fyrir nokkrum árum, voru hátíð- arstundir og flestir fóru ríkari af þeirra fundi. Þau tóku á móti okk- ur eins og höfðingjum; rætt var um bókmenntir, sögur sagðar og veislukaffi reitt fram. Mér er ekki síður minnistætt hversu mikið amma mín lagði upp úr því að vera í félagsskap þeirra. Áramót gat hún ekki hugsað sér án þeirra. Eitt skipti sem oftar ók ég henni til þeirra. Úti var nánast stórhríð og að verða ófært, amma bundin göngugrind og hjólastól og við á litlum fólksbíl. Mér leist ekki sér- staklega vel á þetta ferðalag, en amma lét engan bilbug á sér finna, enda komumst við á leiðarenda og var innilega fagnað. Viðburðaríku og fallegu lífs- hlaupi er lokið. Við minnumst Möggu með virðingu og þakklæti. Fjölskylda mín sendir ástvinum samúðarkveðjur. Helga Jónsdóttir. Margrét Björnsdóttir Elsku Linda. Nú er komið að kveðju- stundinni. Þetta eru þung spor sem við þurfum að stíga. Að þú skulir hafa orðið bráðkvödd er alveg óútskýr- anlegt. Kona í blóma lífsins, aðeins 48 ára. Þú áttir svo margt eftir að gera og svo marga að gleðja. Alltaf varst þú svo glöð og góð, alltaf að hugsa um aðra, alltaf að grínast. Við eigum öll eftir að sakna Linda Alfreðsdóttir ✝ Þuríður LindaAlfreðsdóttir fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1959. Hún lést á heimili sínu 7. október síð- astliðinn og var jarðsungin frá Foss- vogskirkju 18. októ- ber. þín svo mikið. Það er sárt að hugsa til þess að við hittumst aldrei aftur. Þegar ég hugsa til þín þá á ég bara góð- ar minningar og alltaf brosir maður yfir því sem þú sagðir eða gerðir. Það hlýjar manni um hjartarætur að hugsa til þín og að hafa fengið að kynn- ast þér. En rosalega mikið eigum við öll eftir að sakna þín, þú sem varst alltaf að koma suður í heimsókn, sama hvað var að gerast innan fjölskyldunnar, alltaf komst þú og bara nærvera þín var nóg fyrir alla. Það er stórt tómarúm í hjarta okkar allra, við munum ætíð sakna þín. Megir þú vaka yfir þinni fjöl- skyldu og passa hana um ókomna tíð, bæbæ, elsku Linda. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund, fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt Jesús er mér í minni. Mig á hans vald ég gef, hvort ég er úti eða inni, eins þá ég vaki og sef. Hann er mín hjálp og hreysti. Hann er mitt rétta líf. Honum af hjarta ég treysti. Hann mýkir dauðans kíf. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Raggi, Alfreð, Kristinn, Stella, Elmar og Rakel. Ykkar missir er mestur og sárastur. Megi Guð halda verndarhendi yfir ykkur og leiða ykkur í gegnum sorgina. Ella, Hlynur og dætur. Elskulega, yndis- lega amma mín hefur kvatt í bili. Á þessum mánuði sem ég vissi fyrir víst að komið væri að kveðjustund hafa fallegu minning- arnar sem ég á um þig hellst yfir mig. Að mínu viti er ekki hægt að kjósa sér betri ömmu og forréttindi að fá að kynnast þér. Eftir að ég kom í heiminn og fór af spítalanum kom ég beint heim til þín, ég var skírð eftir þér og hef ég alltaf verið stolt af því. Það eru for- Sigrún Ingólfsdóttir ✝ Sigrún Ingólfs-dóttir fæddist á Tjörn í Aðaldal í Suður-Þingeyj- arsýslu 2. mars 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík aðfaranótt 24. sept- ember síðastliðinn og var úrför hennar gerð frá Keflavík- urkirkju 2. október. réttindi fyrir litla hnátu að búa nálægt ömmu og afa og geta hvenær sem er nælt sér í knús og hlýju. Það var svolítið erfitt að flytja í burtu og það alla leið inn í Reykjavík en mamma og pabbi pössuðu upp á að ég kæmi í heim- sókn eins oft og ég vildi. Ég var ekki há í loftinu þegar ég kom með rútunni til að verja með þér helgi eða viku að sumri. Þú komst alltaf að sækja mig í rútuna þó ég þyrfti bara að hlaupa yfir rólóvöllinn. Það var alltaf svo notalegt að koma inn á Ásabrautina. Þú byrjaðir alltaf á því að blása og nudda hlýju í litlar hend- ur og fætur og gafst mér eitthvað í svanginn. Þær voru ófáar fjölskyldustund- irnar á Ásabrautinni. Þú varst aðal- manneskjan í öllu, hvort sem það var berjatínsla og sultugerð, slát- urgerð eða jólabakstur. Svo eyddi stórfjölskyldan öllum stórhátíðum hjá ykkur afa. Það var mér svolítið erfitt þegar afi dó og þú fluttir á Kirkjuveginn. Ég átti erfitt með að sætta mig við breytingarnar en hlýjan og notaleg- heitin sem þú skapaðir á nýja staðn- um gerðu það auðveldara. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér, með opinn arminn og koss á kinn. Og alltaf var nóg til í svanginn. „Má ekki bjóða þér eitthvað? – brauð, ávexti, ís, gos, viltu ekki eitthvað?“ Ég var löngu búin að rífa upp ísskápinn áður en þú kláraðir setninguna. Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og gert fyrir mig og börn- in mín. Ég mun geyma allar góðu minningarnar sem ég á um þig og deila þeim með börnum mínum. Ég mun sjá til þess að þau þekki þessa góðu og hlýju konu sem ég fékk að kynnast og átti svo stóran þátt í lífi mínu. Vertu bless í bili, amma mín og megi góður Guð varðveita þig og afa. Þín Sigrún Ágústa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.