Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.2007, Blaðsíða 26
Hann Mummi frændi minn erlátinn eftir langt og við-burðaríkt líf. Guðmundurfæddist í Skuggahverfinu. Hann var elstur barna þeirra hjóna Jóns Þorvarðarsonar, kaupmanns í Verðandi, og konu hans, Halldóru Guðmunds- dóttur. Valli (Þorvarður), sem fórst 26 ára gamall af slysförum, var árinu yngri og þriðja barnið, móðir mín Steinunn, þremur árum yngri. Þau Jón og Hall- dóra hófu búskap í litlum timburbæ við Lindargötu (Stóragerði), hjá Ragnheiði langömmu, en byggðu sér fljótlega fal- legt hús við Öldugötu. Þar bættust í systkinahópinn Nonni (Jón Halldór), Ragga (Ragnheiður) og Gussi (Gunnar). Systkinahópurinn á Öldugötunni óx og dafnaði við góðar aðstæður eftir því sem þá gerðist. Nóg var að bíta og brenna og börnin alin á kjarngóðu fæði, lýsi, göml- um gildum og húmor. Það var sjaldan rif- ist, oft hlegið og mikið sungið. Börnin lærðu að njóta góðra gjafa lífsins, treysta á sjálf sig og bera ekki tilfinningar á torg. Guðmundur var snemma fyrirliði systkinahópsins og fyrirmynd. Frá blautu barnsbeini naut hann ástar og aðdáunar fjölskyldunnar. Hann varð ósjálfrátt foringi hvar sem hann fór. Sög- ur móður minnar af uppátækjum þeirra systkina og annarra krakka í Vest- urbænum eru hluti af mínum minn- ingasjóði. Mér finnst sem ég hafi sjálf tekið þátt í leikjunum og hátíðarstundum á Öldugötunni, þegar Mummi söng og spilaði á píanóið í stofunni hennar ömmu Dóru, og afi Jón söng milliröddina – tveir mjúkir bassar með fullkomna tónheyrn. Börnin á Öldugötunni bjuggu við aga en líka frelsi til að sinna því sem hugur þeirra stóð til. Mummi gekk í skátaflokk- inn Væringja 1934 og tveimur árum síðar var hann orðinn foringi hóps síns. Skáta- starfið átti vel við hann og opnaði honum nýja heima. Hann sótti skátamót hér og erlendis. Meðal annars fór hann á Jamboree til Hollands árið 1937 þar sem hann hitti sjálfan Baden-Powell. Að því loknu fór hann með félögum á heimssýn- inguna í París. Hann eignaðist góða vini meðal skátanna og ferðaðist með þeim um Ísland. Eitt sinn gekk hann með nokkrum félögum norður yfir Sprengi- sand. Þeir hjóluðu svo aftur suður um misjafna vegi, löngu fyrir daga gíra og fjallahjóla. Afi Jón hafði þráð að læra en missti föður sinn og eldri bróður í sjóinn 18 ára gamall og varð því fyrirvinna Ragnheið- ar móður sinnar og yngri systkina. Hann hét börnum sínum því að þau mættu læra hvaðeina sem hugur þeirra stæði til, en bætti við að síðan yrðu þau að standa á eigin fótum. Að loknu skyldu- námi fór Guðmundur í Verslunarskóla Íslands og síðar til Englands í hálfs árs verslunarnám. Líklega hefur afi Jón von- ast til að Guðmundur fetaði í fótspor hans og tæki við Verðanda. Guðmundi sóttist námið vel en félagslífið í Versló átti hug hans. Líklega vissi hann þá þeg- ar að hann var ekki kaupmannsefni. Hann gerðist formaður málfundafélags- ins, stóð fyrir skemmtunum, gekk í skólakórinn en var strax rekinn þaðan þar eð hann spillti kórsöngnum vegna raddstyrks. Að námi loknu vann Guðmundur hjá föður sínum um skeið, þá á skrifstofu og loks eitt sumar hjá Hitaveitunni. En þá höfðu örlögin gripið rækilega í taumana. Guðmundur lenti í söngnámi hjá Pétri Jónssyni nánast fyrir tilviljun. Hann fylgdi félaga sínum, sem hann taldi efni í góðan söngmann, til Péturs. Sá hætti en eftir sat Guðmundur. Í febrúar 1943 fékk hann hlutverk í Árstíðunum eftir Haydn og sama ár hlutverk í Jóhannesarpassí- unni. Hann þótti efnilegur. Því var ekki um annað að ræða en semja við afa Jón, sem var heldur tregur í taumi en gat ekki gengið á bak orða sinna, og Guðmundur hélt utan til söngnáms. Evrópa var lokuð vegna styrjaldarinnar og því lá leiðin til Bandaríkjanna. Hann nam söng við einkaskóla í Los Angeles í tvö ár, hjá Samoiloff nokkrum, rússneskum gyð- ingi, manni sem hann lýsti sjálfur sem „hálfgölnum karli en skrambi góðum kennara“. Foreldrar Guðmundar styrktu hann til námsins eins og þau gátu. Eftir árs söngnám kom Guðmundur bær listamaður lund, en hann v fullkominn frek Tilfinningar ha honum var ekki Dadda sá lengs stúss. Hún rak og útsjónarsem mat þegar hann eða sýningum l vinnudaga. Hún fyrir löng og er in. Henni tókst á Silkitrommun nýjum kjól. Eitt það síða banabeði var að heim til að vinna, enda engin námslán á þeim tímum. Þá hitti hann yndislega stúlku á KR-balli og fylgdi henni heim, lengri leiðina umhverfis Tjörnina og vestur á Hringbraut. Þar með voru örlög hans ráðin. Þessi kona var Þóra Haralds- dóttir, lífsförunautur Guðmundar, en hún lést árið 1982. Þóra eða Dadda, eins og við kölluðum hana, var ljóshærð og björt, með dillandi hlátur, góð mann- eskja, viljasterk og verkhög. Ég þori að fullyrða að ást hennar til manns síns og það að hún var honum klettur skipti sköpum fyrir feril Guðmundar sem manns og listamanns. Þau giftust árið 1945 og héldu saman til Bandaríkjanna þar sem Guðmundur nam annað ár og nutu nú líka stuðnings tengdaforeldr- anna. Frumburður þeirra, Ástríður Guð- mundsdóttir, fæddist á Íslandi 1947. Það ár setti Guðmundur líklega met í tón- leikahaldi en hann þurfti að endurtaka sama einsöngsprógrammið í Gamla bíói, við undirleik Fritz Weisshappel píanó- leikara, þrettán sinnum. Hann hlaut frá- bæra dóma og síðla árs 1947 fluttist litla fjölskyldan til Svíþjóðar, því Guðmundur hafði fengið sænskan styrk til tveggja ára framhaldsnáms við óperudeild Kon- unglega tónlistarskólans í Stokkhólmi. Á þriðja tug umsækjenda sótti um en tveir komust að sem styrkþegar, Guðmundur og Elísabet Söderström sópransöng- kona. Allt frá því að Guðmundur hóf fyrst upp raust sína í söng átti hann glæstan feril. Hann var einn af burðarásum ís- lenskrar óperu- og kórtónlistar langt fram eftir 20. öld, söng í sumum merk- ustu óperum og kórverkum tónbók- menntanna og kenndi söng fram á síð- ustu ár. Ég læt aðra um að fjalla um þann feril. Barítónrödd Guðmundar er ógleym- anleg, djúp og hlý en líka björt og há. Líklega fæddist hann með fullkomna öndun heimssöngvara. Röddin entist nánast til æviloka. Söngur hans hljómaði oft á öldum ljósvakans. Mér er í barns- minni að þá lagði amma alltaf frá sér verk, settist og fékk alla nærstadda til að hlusta. Guðmundi og Döddu bættust tvö mannvænleg börn auk Ástríðar, Valli 1953 (Þorvarður Jón) og Halldóra 1958. Árið 1959 tóku þau hjón sig upp með börn sín og dvöldu í Vínarborg um eins árs skeið svo Guðmundur mætti enn bæta við menntun sína. Þar buðust hon- um ýmis tækifæri en hugurinn leitaði heim. Við Ástríður erum nánast jafnaldrar, frænkur og góðar vinkonur. Ég naut þess að fá að fara með henni að hlusta á Mumma syngja, ýmist á tónleikum, hér- aðsmótum, óperum, óperettum eða í revíum, og oftast fengum við að fara bak- sviðs og sjá furðulega málaða og skrýdda listamenn í návígi. En ég sat ein á tröppu á efri svölum í Þjóðleikhúsinu 1960 og hlýddi á Rigoletto, þá var Ástríður í Vín. Ég var líka tekin með 17. júní en þá söng Mummi fyrir mannhafið af Arnarhóli. Við stelpurnar loguðum af stolti. Ein- hverju sinni gengum við frænkurnar með Mumma frænda niður Laugaveg- inn, dauðleiðar. Gangan tók óratíma, enda þurfti hann að kyssa nánast hverja einustu konu sem á vegi okkar varð og bjóða körlunum í nefið! Einhverjar bestu minningar mínar af frænda mínum eru frá sunnudags- heimsóknum til afa og ömmu á Öldugöt- unni. Amma bar jafnan fram kaffi og ein- ar 12 sortir og límonaði handa okkur, sístækkandi hópi barnabarna. Að lokinni kaffidrykkju fóru amma og systkinin stundum í kapp. Leikurinn snerist um að halda tóninum án þess að þurfa að draga andann. Fullorðna fólkið söng Aaaaaaaa, þar til hver á fætur öðrum sprakk, Guð- mundur oftast næstsíðastur. En hann hafði ekki roð við ömmu. Hún söng ein og að því er virtist áreynslulaust sitt Aaaa langa stund. Þessi stillta kona varð skelmsk til augnanna. Fleiri gætu nú haldið tóninum í Hraustum mönnum en hann Mummi. Eftir að amma Dóra lést árið 1964 tók Dadda við því hlutverki hennar að halda okkur saman. Þau tóku um tíma við Ingu, systur minni, í veikindum föður okkar og þegar hann lést reyndust þau okkur vel. Guðmundur var fyrst og fremst frá- Guðmundur J Listahátíð Guð Útvarpsstjóri 26 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ KYNLÍF TIL AÐ KOMAST AF Hlutskipti þorra þeirra Íraka,sem hafa flosnað upp vegnainnrásarinnar í Írak, er öm- urlegt. Talið er að 4,2 milljónir Íraka hafi flúið land frá því að Bandaríkja- menn réðust inn í Írak í mars árið 2003. Í gær kom fram Erika Feller, einn af yfirmönnum Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, og sagði að stærsta flóttamannavanda- málið nú væri vegna Íraka, sem hefðu hrakist á braut vegna innrásarinnar og hernáms Íraks. Flestir eru flótta- mennirnir í Sýrlandi, en einnig hafa margir flúið til Líbanons, Egypta- lands og Írans. Feller talaði sérstak- lega um örlög íraskra kvenna, sem neyddust til að selja líkama sinn sér til lífsviðurværis. Hún nefndi vand- ann „kynlíf til að komast af“. Feller sagði að iðulega væri um svokölluð „helgarhjónabönd“ að ræða. Það færi þannig fram að fjölskyldur létu dæt- ur sínar af hendi í hjónaband um helgar til manna, sem tilbúnir væru til að borga. Á sunnudegi færi síðan fram skilnaður. Þá væru einstæðar mæður iðulega í þeirri stöðu að þær ættu engan annan kost en vændi til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. Vandi flóttamannanna er ekki að- eins fólginn í því að þá vanti mat og húsaskjól. Margir búa einnig við of- sóknir og þrælkun. Útilokað er fyrir flesta flóttamennina að snúa heim aftur, en við mörgum þeirra blasir að vegabréfsáritanir þeirra renni út án þess að þeir eigi kost á endurnýjun. Stríðið í Írak hefur kostað gríðar- legt fé. Samkvæmt skýrslu, sem demókratar í Bandaríkjunum hafa tekið saman, má ætla að þegar komi að lokum næsta árs muni stríðið í Írak hafa kostað 1.300 milljarða doll- ara. Repúblikanar myndu sjálfsagt segja að þessi upphæð sé mun lægri. Eitt er þó víst að Bandaríkjamenn hafa ekki lagt nema brotabrot af því fé, sem þeir hafa lagt í Íraksstríðið, í að hjálpa því fólki, sem hefur flosnað upp af þeirra völdum. Flóttamannavandinn er ekki að- eins alvarlegur fyrir þau lönd, sem hafa tekið á móti landflótta Írökum. Hann er einnig grafalvarlegur fyrir íraskt þjóðfélag. Stór skörð hafa ver- ið höggvin í hina menntuðu millistétt í landinu. Með flóttamönnunum hefur gríðarlega mikil þekking horfið í burtu og það mun torvelda alla upp- byggingu. Skömm Bandaríkjamanna og allra þeirra þjóða, sem studdu inn- rásina í Írak, þar á meðal Íslendinga, er hins vegar sú að leggja ekki áherslu á að hjálpa flóttamönnunum. Sýrlendingar hafa reynt að hjálpa eftir mætti, en þeir njóta ekki vel- þóknunar Bandaríkjamanna, sem eru ekki með sendiráð í Damaskus. Önn- ur ríki eru hins vegar orðin tregari til að taka við fleiri landflótta Írökum. Ein ástæða fyrir því er hversu lítinn stuðning Bandaríkjamenn veita til þess að hjálpa þeim. Sameinuðu þjóðirnar skora á al- þjóðasamfélagið að veita meiri að- stoð. Þeir, sem sköpuðu glundroðann, bera líka ábyrgðina. AUKIN ÁFENGISNEYZLA Í fréttum mbl.is, netútgáfu Morg-unblaðsins, í gær kom fram, að áfengisneyzla á Íslandi hefur aukizt um 65% á aldarfjórðungi. Áfengis- neyzla Íslendinga nam 7,1 alkóhól- lítra á íbúa 15 ára og eldri árið 2005. Þessar tölur eru úr nýrri skýrslu OECD yfir þróun áfengisneyzlu á tímabilinu 1980-2005. Hér gætir vafalaust áhrifa hins áfenga bjórs. Aukin áfengisneyzla er ekki já- kvæð þróun heldur neikvæð. Áfengi er löglegt vímuefni en í sumum til- vikum eru afleiðingar af áfengis- drykkju sízt betri en af neyzlu sumra ólöglegra vímuefna að því er fram kom hjá tveimur dönskum sérfræð- ingum í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. Ofneyzla áfengis hefur lagt þungar byrðar á fjölmargar fjölskyldur á Ís- landi og á því hefur engin breyting orðið. Á vegum SÁÁ hefur verið unnið stórmerkilegt starf við að hjálpa þeim, sem hafa orðið ofneyzlu áfengis að bráð og ekki síður á vegum AA- samtakanna, sem vinna hljóðlátt starf við að halda þeim á réttri braut, sem hafa brotizt í gegnum þá fjötra, sem ofneyzla áfengis leggur á fólk. Hin mikla aukning á áfengisneyzlu, sem hér hefur orðið á einum aldar- fjórðungi, kallar á viðbrögð. Það er nauðsynlegt að stórauka fræðslu um skaðsemi áfengis og vinna skipulegt forvarnarstarf í skól- um landsins og annars staðar, þar sem hægt er að ná til ungs fólks ekki sízt. Nútíminn hefur gjarnan dæmt bindindishreyfinguna úr leik og talið að þar væru á ferðinni úrelt félaga- samtök. Það er mikill misskilningur. Bindindishreyfingin vann stórmerki- legt starf fyrir rúmri öld, þegar áfengisneyzla gekk úr hófi. Það er full ástæða til að kalla bindindis- hreyfinguna til starfa að þátttöku í forvarnarstarfi vegna áfengisneyzlu. Hún byggir á gömlum grunni og býr yfir mikilli reynzlu og þekkingu. Tölurnar um stóraukna áfengis- neyzlu á síðasta aldarfjórðungi eru tölur um annað og meira en neyzlu áfengis. Þær eru tölur um óhamingju fjölskyldna. Þær eru tölur um óham- ingju ungs fólks, sem er að alast upp á heimilum, þar sem ofneyzla áfengis setur mark á allt heimilislíf. Þær eru tölur um maka, eiginkonur eða eigin- menn, sem lifa í örvæntingu dag hvern vegna áfengisneyzlu á heim- ilinu. Þær eru tölur um fjölda ís- lenzkra heimila, sem hafa verið lögð í rúst vegna ofneyzlu áfengis. Þetta eru tölur um alvarlegt þjóð- félagslegt vandamál, sem tímabært er að taka föstum tökum. Þetta eru tölur, sem Alþingi Íslendinga á að taka til umræðu og leggja línur um aukin fjárframlög til forvarna gegn neyzlu þessa vímuefnis, sem skilur fólk eftir í sárum. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.