Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING „BÓKIN er ekki andsvar við Tíu litlum negrastrákum. Frekar mætti kalla þetta jákvætt innlegg í um- ræðuna, við erum ekki að lýsa yfir neinum skoð- unum á hinni bókinni,“ segir Sigrún Eldjárn um barnaljóð- abókina Tíu litlir kenjakrakkar sem var að koma út. Sigrún teikn- aði myndirnar í bókinni og bróðir hennar Þórarinn samdi vísurnar. Í bókinni segir frá tíu krökkum sem vegna kenja og hrekkja fækkar smám saman í einn. En á síðustu stundu tekst þeim að snúa við blaðinu og sameinast að nýju. „Bók- in er byggð upp eins og negrastráka- bókin og hægt að syngja vísurnar við sama lag og vísurnar í þeirri bók. Þessar eru reyndar, að mínu mati, mun betur ortar. Þetta er bók sem allir ættu að hafa gaman af og enginn ætti að þurfa að æsa sig yfir, bara gleðjast. Krakkarnir eru pínulítið óþekk og koma sér í vandræði en svo lagast þetta allt saman í lokin og enginn deyr. Þetta er bók sem allir mega lesa.“ Aðeins eru tæplega þrjár vikur síðan Sigrún og Þórarinn fengu hug- myndina að þessum niðurtalningar- vísum. „Þegar allt var logandi í um- ræðunni um negrastrákana datt mér í hug að gera jákvæða bók sem krakkar mættu örugglega fá í hend- urnar. Þórarinn ruddi út úr sér vís- unum, ég hamaðist við myndirnar og hún fór á hraðferð í gegnum prent- smiðjuna. Þetta er hægt!“ segir Sig- rún en allt bendir til þess að hér hafi verið slegið hraðamet í bókaútgáfu sem erfitt verður að bæta. Jákvætt innlegg Tíu litlir kenja- krakkar komin út RITHÖFUNDURINN Ira Levin er látinn. Hann var þekktastur fyr- ir að skrifa Rosemary’s Baby, The Boys From Bra- zil og The Step- ford Wives. Hann lést á heimili sínu í Manhattan á mánudaginn af völdum hjarta- áfalls, 78 ára gamall. Kvikmynd var gerð eftir bókinni Rosemary’s Baby árið 1968 í leik- stjórn Romans Polanski með Miu Farrow í aðalhlutverki. Fleiri bækur Levin voru færðar á hvíta tjaldið, t.d. The Boys From Brazil, sem Laurence Olivier lék í, og The Stepford Wives með Nicole Kidman. Einnig var gerð mynd eft- ir leikriti hans, Deathtrap, með Michael Caine og Christopher Reeve. Levin fæddist í Bronx-hverfinu og vissi frá upphafi að hann vildi verða rithöfundur. Hann byrjaði að skrifa fyrir sjónvarp, en fyrsta skáldsaga hans, A Kiss Before Dy- ing, sló strax í gegn og færði hon- um Edgar Allan Poe-verðlaunin ár- ið 1953. Sú saga hefur tvisvar verið færð í kvikmyndaform, árin 1956 og 1991. Levin lætur eftir sig þrjá syni og þrjá sonarsyni. Ira Levin látinn Ira Levin Í KVÖLD kl. 20–22 verður sagnakvöld í boði Grindavík- urbæjar, Saltfisksetursins og Björgunarsveitarinnar Þor- björns. Sagt verður frá sjóslysum og björgunum við Grindavík; sögur af verslunum, en saga þeirra er samofin sögu fiskveiða, og upp- hafi þéttbýlismyndunar í Grinda- vík. Að lokum mun Sigrún Jóns- dóttur Franklín fjalla um menningararf út frá bókinn, Ævidagar Tómasar Þorvaldssonar útgerðarmanns. Milli atriða verður ljóðaflutningur, einnig verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bókmenntir Sagnaslóðir á Reykjanesi Frá björgunar- aðgerð. DIDDA Hjartardóttir opnar sýningu á ljósmyndum í Hoff- mannsgalleríi í dag kl.17. Á sýningunni kortleggur Didda hluta götunnar Green Lanes í London og heimfærir þær á ganga Reykjavík- urakademíunnar og heldur þannig áfram að vinna útfrá götukortabók af London, London A-Z. Hoffmannsgallerí er staðsett í Reykjavíkurakademíunni á fjórðu hæð JL- húsisins við Hringbraut 121 í Reykjavík. Sýningin stendur fram yfir áramót og er hún opin alla virka daga frá kl. 9 til 17. Myndlist Hversdagurinn við Green Lanes London í Reykjavík. Kammertónleikaröð Sinfón- íuhljómsveitar Íslands verða haldnir í kristalssal Þjóðmenn- ingarhússins kl.17. Þar gefst færi á að heyra eitt af meist- araverkum strengjatónbók- menntanna, Strengjaoktett Mendelssohns. Þessi frábæra tónsmíð verður enn magnaðri ef haft er í huga að tónskáldið var einungis 16 ára gamalt þegar það samdi verkið. Hljóðfæra- leikarar eru Guðný Guðmundsdóttir, Sif Tulinius, fiðla, Andrzej Kleina, Greta Guðnadóttir, Helga Þórarinsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurgeir Agnarsson. Tónlist Meistaraverk undrabarns Þjóðmenning- arhúsið. HREINN Friðfinnsson myndlist- armaður hlaut heiðursverðlaun Myndstefs í gær, en Edda Jóns- dóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Hreins sem staddur er erlend- is. Viðurkenninguna hlýtur Hreinn fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar, en hluta þess framlags má nú sjá á yfirlitssýningu í Lista- safni Reykjavíkur, sem upphaflega var sett upp í Serpentine Gallery í Lundúnum í sumar. Heiðurs- verðlaunin nema einni milljón króna. Þetta er í þriðja sinn sem heið- ursverðlaunum Myndstefs er út- hlutað. Dómnefnd skipuðu Áslaug Thorlacius myndlistarmaður, Björg- ólfur Guðmundsson, stjórn- arformaður Landsbanka Íslands, og Margrét Harðardóttir arkitekt. Dómnefnd segir verk Hreins „hríf- andi og einföld, full af ljóðrænum vísunum og heimspekilegum vanga- veltum. Ásýnd hlutanna skiptir ekki höfuðmáli heldur andinn og hin tæra hugsun enda snúast verkin gjarnan um eitthvað loftkennt og ósnert- anlegt einsog ljósið, vindinn eða það sem ekki er. Þrátt fyrir – og kannski einmitt fyrir þessa ákveðnu naum- hyggju – búa þau yfir einstökum þokka og fegurð.“ Hreinn fær heiðursverðlaun Morgunblaðið/Brynjar Gauti Forsetinn og Edda Edda Jónsdóttir tók við verðlaunum Hreins sem var ytra, einni milljón króna sem Myndstef og Landsbankinn láta í té. ♦♦♦ FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Snæ Sigurðsson og Höskuld Ólafsson EITT af frumskilyrðum þess að ís- lensk tunga deyji ekki út er að ný orð bætist í hóp þeirra sem fyrir eru. Orð sem annað hvort ná utan um nýja „íslenska“ hugsun eða orð sem þýða má úr erlendu tungu- máli. Ný orð verða hins vegar ekki til af sjálfu sér og þó einhverjum snjöllum orðasmiði detti sniðug þýðing í hug er ekki þar með sagt að hún öðlist strax gildi. Málrækt- arsvið Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum hefur m.a. það hlutverk að styðja við íð- orðasöfnun í landinu og einnig að halda utan um nýyrðasköpun. Ágústa Þorbergsdóttir, starfs- maður stofnunarinnar, segir íð- orðanefndir oft vera grasrót- arsamtök og ekki alltaf settar á laggirnar með formlegum hætti. Íðorðanefndirnar tengjast mjög oft fagfélögum og eru skipaðar að þeirra eigin frumkvæði. Algengt er að þeir sem sitja í íðorðanefnd- unum séu háskólakennarar í við- komandi fagi. Málræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum tilnefnir ekki í slíkar nefndir en hefur mikinn áhuga á starfi þeirra. Hins vegar er flugorðanefnd dæmi um stjórn- skipaða nefnd og heyrir hún undir samgönguráðuneytið. Nefndirnar geta lagt orð í orðabanka, sem enn er kenndur við Íslenska málstöð á netinu, en þar eru 40 orðasöfn. Tískuviti skráður Hvað nýyrði í almennu máli varðar, orð sem ekki falla í neinn sérstakan flokk í íðorðasafni, þá segir Ágústa að ef stofnunin frétti eða sé látin vita af nýyrði eða tökuorði þá sé það skráð. Dæmi um slíkt er enska orðið „trendset- ter“, sem auglýst var eftir þýðingu á í fyrra í nýyrðasamkeppni og þá kom fram orðið tískuviti. „En það getur auðvitað einhver búið til orð eins og tískuviti og aldrei látið okkur vita af því,“ bætir Ágústa við. Auðveldara sé að halda utan um þau orð sem orðanefndir komi með, þar sem þær haldi utan um sín orðasöfn og vinni í þeim. Ekki sé auðvelt að finna ný orð í al- mennu máli vegna gríðarlegs textamagns sem þyrfti að fara yfir. Þar gætu þó aðferðir tungu- tækninnar auðveldað verkið í framtíðinni. Vald fjölmiðla Ágústa segir að fólk hafi mikinn áhuga á nýyrðum sem tengjast tækni. Þar megi nefna orðið „tón- hlaða“, sem eigi að ná yfir staf- ræna spilara á borð við iPod. Babb geti komið í bátinn þegar tækið breytist, í þessu tilfelli úr því að vera aðeins hljóðspilari í það að geta sýnt hreyfimyndir, ljósmyndir og sjónvarpsefni. Þá er merking orðsins orðin of þröng. Þegar farsíminn leit dagsins ljós veltu menn ýmsum orðum á milli sín, t.d. „heimssíma“. Að lokum stóð val milli farsíma og gemsa, en orðin virðast álíka mikið notuð. „Það er enginn einn sem ákveður slíkt. Þetta ákveða fjölmiðlarnir mjög mikið, þið hafið ekki minna vald en við. Með því að nota þessi orð í fréttum heyrir fólk þau,“ seg- ir Ágústa. Tímafrek vinna Jóhannes B. Sigtryggsson, starfsmaður málræktarsviðs, segir að langflest þeirra orða sem finna má í nýyrðadagbókinni hafi verið skráð í tengslum við málfars- ráðgjöf hjá Íslenskri málstöð. Hún sé því ekki afrakstur skipulegrar orðtöku úr nútímamáli. „Við höfum ekki mikinn tíma til að sinna þessu sérstaklega en ef við rekumst á nýyrði skrifum við þau hjá okkur.“ Jóhannes segir málnefndir í öðrum löndum, t.d. Svíþjóð, safna skipu- lega nýyrðum; úr dagblöðum, nýj- um bókum og öðrum miðlum og þar séu gefnar út orðabækur yfir nýyrði. Málræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stefnir hugsanlega að frekari ný- yrðasöfnun. „Það er í rauninni ekki hægt að fá skýrt yfirlit yfir nýyrði nema með skipulegri söfn- un, t.d. leit í gagnasafni Morg- unblaðsins að orðum, athuga aldur þeirra og uppruna. Við höfum auð- vitað áhuga á að safna sem flestum nýyrðum en höfum ekki komist í að safna þeim skipulega. Þetta er mjög tímafrekt og nú horfum við frekar til þess hvort hægt verður í náinni framtíð að nota nútímalegri aðferðir, það er að láta tölvur vinna verkið að mestu leyti.“ Engin skipuleg söfnun nýyrða Vonast er til að í framtíðinni geti tölvur hjálpað til við leit á nýjum orðum Reuters Nefnd af Jónasi Skjaldbaka var eitt af mörgum nýyrðum Jónasar Hall- grímssonar. Þessi skjaldbaka lifði í meira en hundrað ár en óvíst er að hún hafi verið nógu gömul til að hafa verið samtíða Jónasi. jobba, -aði S starfa. Hvar jobbar þú? Á hverjum tíma eru mörg erlend orð í umferð sem gott væri að fá þýðingu á. Hér eru nokkur dæmi og tillögur góðra orðasmiða : Þórarinn Eldjárn lagði eftirfar- andi til um enska orðið „shortcut“: skáskot (samanber „að skáskjóta sér“) og um enska orðið „take- away“ leggur hann til nafnorðið meðtak (húmoristar gætu einnig talað um brottnámsrétti). Pétur Þorsteinsson kom með þessar hugmyndir að enska orðinu „brunch“: dragbítur (árbítur sem dregst) og að blogga: Að daga. Bloggfærsla: Dögun. Á meðal annarra orða sem ekki hafa verið íslenskuð eru eftirfar- andi: Að gúggla, iPod, að deita, wannabe, grandparents, outlet og gigg. Hafi lesendur góðar hug- myndir að þýðingum á þessum orð- um mega þeir gjarnan senda línu á menning@mbl.is. Nýyrðafjöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.