Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.11.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður PéturBjörnsson fæddist í Ási við Kópasker í N- Þingeyjarsýslu 1. nóvember 1917. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 13. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Björn Jós- efsson, læknir á Húsavík, f. á Hól- um í Hjaltadal 2.2. 1885, d. 25.6. 1963, og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofs- stöðum í Viðvíkursveit í Skaga- firði 14.10. 1883, d. 19.10. 1971. Systkini Silla eru: Björg Hólm- fríður húsmóðir, f. í Ási 5.8. 1915, d. 4.12. 2006; Hólmfríður Björg húsmæðrakennari, f. í Ási 12.9. 1916, d. 16.3. 1992; Jósef Jón, f. á Húsavík 2.12. 1918, d. 10.4. 1935; Sigríður Birna, f. 23.2. 1920, d. 15.12. 1922; María Eydís, f. 20.6. 1921, d. 3.6. 1930; Arnviður Ævarr pípulagn- ingameistari, f. 27.8. 1922; Einar Örn dýralæknir, f. 8.7. 1925; Birna Sigríður bankafulltrúi, f. 8.9. 1927, d. 14.3. 2005; og hálf- systir, samfeðra, Hulda Björns- dóttir skrifstofumaður, f. 22.5. 1945. Silli lauk prófi frá Versl- unarskóla Íslands 1940, var í klúbbsins. Formaður Íþrótta- félagsins Völsungs var hann í átta ár og safnaðarfulltrúi í þrjá áratugi. Silli tók upp á því árið 1967 að lesa upp fyrir sjúklinga spítalans, síðar einnig fyrir vist- menn elliheimilisins á fimmtu- dögum. Hann valdi fimmtudags- kvöldin vegna þess að þá var ekki sjónvarp. Silli hætti lestr- inum þegar hann fékk hjarta- áfall haustið 2000 og var í Reykjavík vegna þess í nokkrar vikur. Þegar hann var að komast á eftirlaun 1987 byrjaði hann að huga að skráningu á kirkjugarðinum á Húsavík, og hefur síðan unnið að því að skrá alla kirkjugarða og heima- grafreiti í Þingeyjarsýslum auk þess kirkjugarðana á Hofs- stöðum í Viðvíkursveit, Reyni- stað í Staðarhreppi og á Hólum í Hjaltadal. Og eftir að hann fór á eft- irlaun setti hann upp minning- argreinar úr Morgunblaðinu og sendi fólki og oftar en ekki vandalausum sem honum fannst eiga um sárt að binda, eru þetta yfir fimm hunduð upp- setningar í brotinu A5 og í gegnum árin stundaði hann út- saum sem hann lærði þegar hann lá í gifsi. Silli átti Ford Zodiac árg. 1955 sem hann gaf Þjóðminjasafni Ís- lands og á níræðisafmæli sínu gaf hann Safnahúsinu á Húsavík Læknishúsið gamla, Garð- arsbraut 17, ásamt innbúi, bóka- og filmusafni. Útför Silla verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. framhaldsnámi í London 1948. Hann var starfsmaður Landssíma Íslands á Húsavík og sýslu- skrifari áður en hann gerðist starfs- maður Sparisjóðs Húsavíkur frá 1.11. 1941, sparisjóðs- stjóri frá 1.11. 1943 til ársloka 1962 er hann varð útibús- stjóri Landsbankans á Húsavík, sem hann gegndi til 1987. Spítalaráðsmaður var Silli 1.2. 1943 til ársloka 1958 og trún- aðarmaður verðlagsstjóra. Fréttaritari Morgunblaðsins frá 1937 til æviloka, umboðsmaður Morgunblaðsins á Húsavík í fjölda ára. Hann tók urmul af myndun allt frá 1930, meðal ann- ars myndir af því þegar strand- ferðaskipið Súðin kom til Húsa- víkur eftir árás Þjóðverja. Hann var og umboðsmaður fyrir Flug- félag Íslands um tíma. Einnig má nefna að hann dreif í að komið var upp útvarpsendurvarpa á Húsavík. Silli var félagi í Rótarýklúbbi Húsavíkur frá 7.3. 1944 til ævi- loka og með bestu mætingu í klúbbnum til fjölda ára (ef ekki á heimsvísu). Hefur í fjölda ára unnið annál upp úr„vikulum“ sem fluttir eru á fundum rótarý- Þegar pabbi dó bað hann Silla bróður fyrir mig. Síðan eru liðin mörg ár og margt hefur drifið á daga okkar Silla. Hann var mér alltaf góður og hjálpaði mér þegar ég bað hann. Hann var ekki mikið fyrir að sýna mig í margmenni en þegar við vorum tvö ein var hann afskaplega ljúfur. Hon- um fannst lífið ekki hafa verið mér nógu gott og kenndi þá gjarnan karl- kyninu um. Þegar ég kom að heim- sækja hann í læknishúsið fyrir um það bil 9 árum leiddi hann mig um all- an helgidóminn og sýndi mér hvar hann hafði sofið og sagði mér sögu sína og húsgagnanna sem voru í íbúð- inni. Í gegnum söguna fann ég þó of- urlítinn beiskleika. Það var mér mik- ils virði að fá að ganga frjáls um læknisbústaðinn og anda að mér um- hverfi því sem pabbi hafði lifað og hrærst í. Ég fann sambland af vindla- og læknislykt, lyktinni sem hafði ver- ið af pabba og mér þótti svo góð. Mér fannst eins og ég tilheyrði aðeins þessari fjölskyldu sem ég þekkti þó svo lítið. Silli gaf mér líka greinar sem höfðu verið skrifaðar um afa okkar og geymi ég þær eins og gimsteina. Einnig gaf hann mér fallega litla hluti sem hann hafði saumað út til þess að hengja á jólatré. Þessir yndislegu hlutir fá að hanga á jólatrénu hjá mér í framtíðinni og þá minnist ég Silla bróður með kærleika og gleði. Þegar Björg systir var jörðuð og ég gekk að borðinu þar sem Silli bróðir sat, og fékk að setjast við hlið hans, og allir sáu að við vorum að tala saman eins og ekkert væri eðlilegra, fannst mér eins og nú færi hann brátt að kveðja. Ég hugsaði þá með mér: „Hvernig fer ég að því að koma til að vera við jarð- arförina ef ég verð komin til Kína þegar hann deyr?“ Það var heitasta ósk mín að ég fengi að fylgja honum síðustu skrefin á þessari jörð og mér varð að ósk minni. Nú koma ekki oft- ar skemmtilegu fréttirnar frá honum Silla bróður fyrir jólin. Það var alltaf jafn gaman að fá að fylgjast með hvernig lífið gekk fyrir sig á Húsavík, séð með hans augum. Jólagjafirnar hans fleyttu litlu fjölskyldunni minni oft í gegnum jólin sem höfðu, áður en gjöfin hans kom, litið út fyrir að verða fátækleg. Ég er óendanlega þakklát elsku bróður mínum fyrir hvað hann var mér góður og hvað hann tók orð pabba alvarlega um að sjá um þessa ungu stúlku sem varð svo fullorðin en samt hélt Silli áfram að fylgjast með henni og tók upp hanskann fyrir hana þó hún hafi ekki staðist væntingar hans í öllu. Guð veri með Silla bróður mínum á þeirri vegferð sem hann nú er lagður í. Hulda Björnsdóttir. Þá hefur Silli frændi kvatt þennan heim. Hann taldi sig vera síðasta liðs- mann Íhaldsflokks Jóns Þorláksson- ar, forvera Sjálfstæðisflokksins. Ég var svo gæfusamur að alast upp við þær hugsjónir sem hann stóð fyrir. Þau gildi móta sjálfsmyndina, það sem mestu máli skiptir í lífinu. Læri- sveinar hans eru margir. Gjafir hans til samtímans eru allar ómetanlegar þó þær stærstu felist í því að hafa ver- ið fyrirmynd í lífsstefnu sinni. Silli tók ekki sumarfrí í gegnum sín níutíu ár, hann sagðist hafa tekið það út fyr- irfram. Auðmýkt og nægjusemi voru hans förunautar. Iðni hans var ótrú- leg. Honum féll aldrei verk úr hendi og tilgangur var með öllum hans verkum. Næmi hans fyrir undrum náttúrunnar eða mannlífsins voru honum uppspretta til margra verka. Ljósmyndir hans eru m.a. vitnisburð- ur þess. Ég man þegar Silli hljóðritaði viðtal við ömmu Lovísu sumarið áður en hún dó. Hann var einstaklega næmur á samtímann og sinnti svo mörgum mikilvægum þáttum á með- an aðrir voru uppteknir við eitthvað mjög áríðandi, en hann sinnti því einnig. Skipulag var á öllum hans verkum. Það var lærdómsríkt kærleikssam- félag að búa við, þessi tvö sumur sem ég dvaldi á Húsavík sem barn. Amma Lovísa, Díva, Silli, Þuríður og Arn- viður á loftinu á Garðarsbraut 17. Það var allt svo auðvelt. Kátína og léttleiki einkenndi daglegt líf þessa fólks. En manni var haldið við efnið. Ég minnist lítillar kompu í bankanum sem Silli lét mig mála, með að mér fannst allt of litlum pensli. Ég hefði ekkert við rúllu að gera. Þó árin hafi liðið slitnaði aldr- ei þessi æskuþráður sem bundinn var. Silli átti marga vini og ekki færri vin- konur. Það voru allir tilbúnir að lið- sinna honum. Silli átti stærri inneign í framtíðarbankanum en allir aðrir. Ef hann bað einhvern um greiða, tók hann gjarnan þannig til orða; „ég launa þér það seinna“, þó innleggið hafið verið löngu komið. Höfðingi, var fylginn sér, mannþekkjari, greiðvik- inn. Silli háði margar orrustur á lífs- ins leið. Ég þekki engan sem hafði sigur í jafn mörgum. Eldmóður, reglu- og nægjusemi hans mættu vera komandi kynslóðum leiðarljós til framtíðar. Ég kveð elskulegan frænda með orðum föður míns. „Af lítilmagna bar hann blak og batt orð við handartak.“ Guð geymi þig. Bjarki Harðarson. Ég hitti Sigurð Pétur fyrst þegar ég kom til Húsavíkur vorið 1946 og var þar í framboði til Alþingis. Sig- urður Pétur var þá orðinn sparisjóðs- stjóri þótt ungur væri að árum og far- inn að láta að sér kveða. Hann var auðvitað ekki í hópi stuðningsmanna minna, en við áttum eigi að síður góð- ar samræður. Svo atvikaðist að ég gerði mig heimakomnari á Húsavík en stjórnmálin gáfu tilefni til því þar hitti ég tilvonandi eiginkonu mína, Guðrúnu Þorgeirsdóttur, einmitt í þessu ferðalagi. Og kynni við Húsavík voru kynni við Sigurð Pétur. Löngu síðar tók ég við störfum í Landsbankanum um líkt leyti og Sig- urður Pétur hafði leitt sparisjóðinn inn í Landsbankann og orðið útibús- stjóri bankans. Á þeim tíma skiptust bankastjórar Landsbankans á að fylgjast með einstökum útibúum, og stóð hugur minn fljótt til þess að fá Húsavík í minn hlut. Það varð úr sum- arið 1973 og eftir það tókst mér að halda þeim tengslum lengst af þau fimmtán ár sem ég enn starfaði í bankanum. Á þeim árum varð vinátta okkar Sigurðar Péturs náin. Bæði ég og fjölskylda mín áttum margar góð- ar stundir í félagsskap hans. Hann fór með mig um allt héraðið og upplýsti mig um fortíð jafnt sem nútíð, tók mig í heimsóknir til viðskiptavina bankans og kynnti mig fyrir mönnum. Þá var einkar skemmtilegt að fara með er- lenda gesti bankans í heimsókn til Sigurðar Péturs. Þær heimsóknir höfðu gestirnir lengi í minnum. Sem útibússtjóri var Sigurður Pét- ur einstakur í sinni röð. Hann hafði ungur farið til Englands til starfs- náms og dvalar hjá Barclay’s Bank, og hafði þá einmitt kynnt sér störf í litlum útibúum úti á landi þar sem starfsmennirnir áttu að geta ávarpað alla viðskiptavini sem í bankann komu með nafni. Þessa tíma minntist hann iðulega og víst var um það að hann þekkti alla viðskiptavini og þeirra hagi og bar velferð þeirra fyrir brjósti ekki síður en velferð útibúsins sem hann veitti forstöðu. Hann réð mönn- um alltaf heilt þótt ekki væru ráðin alltaf vel þegin né eftir þeim farið. Við Sigurður Pétur lukum báðir dagsverki okkar í bankanum á svip- uðum tíma. Eftir það hittumst við sjaldan en ræddum oft saman í síma, bæði um landsins gagn og nauðsynjar og um mannlíf á Húsavík. Þeirra sam- tala minnist ég nú með söknuði um leið og ég sendi fjölskyldu Sigurðar Péturs samúðarkveðjur mínar. Jónas H. Haralz. Kveðja frá Safnahúsinu á Húsavík Sumt fólk setur mark á umhverfi sitt öðrum fremur um sína daga. Slík- ur maður var Sigurður Pétur Björns- son eða Silli eins og hann var almennt kallaður. Stafaði þetta af þátttöku hans og áhuga á ýmsum málefnum sem og í margskonar félagsskap. Einnig því hlutverki að miðla úr Þing- eyjarsýslum til alþjóðar á síðum Morgunblaðsins í tæplega sjö áratugi ýmsu því sem honum þótti vert að geta. Það hlutverk var afar mikilvægt meðan samskiptamáti var ekki á net- væddum leifturnótum. Silli miðlaði al- mennum fréttum sem og af því sem hann mat jákvætt og til menningar- auka fyrir Þingeyinga – neikvæðu hliðar mannlífsins fengu ekki mikið rými. Átti hann þó til meinlegar at- hugasemdir í pistlum sínum og apr- ílgabb Morgunblaðsins 1960 þótti hafa heppnast vel en Silli sauð þá saman ósanna mynd og frétt um veiði á þeim stærsta laxi er veiðst hefði í sjó við Ísland. Þær stofnanir og félög, sem hann fékk áhuga á, fengu góðan stuðnings- mann. Húsavíkurkirkja, Sjúkrahúsið á Húsavík, Íþróttafélagið Völsungur, Rotary o.fl. Safnahúsið á Húsavík – Menning- armiðstöð Þingeyinga á honum afar margt að þakka. Um flest átti ekki og mátti ekki tala er gert var. Silli varð snemma áhugamaður um myndlist og hóf söfnun verka snemma á lífsleið- inni. Löngu síðar varð hann hvata- maður að stofnun myndlistarsafns Safnahússins. Er styttist í opnun Safnahússins tók hann sig til, vorið 1978, og ritaði ýmsum aðilum bréf þar sem hann fór fram á stuðning við upp- byggingu á slíku safni listaverka „svo veggir stæðu ekki tómir í sýningarsal þegar ekki væru sérstakar einka- eða samsýningar“ – heldur mætti þá sýna verk úr eigu Safnahússins. Þetta varð til þess að listamenn af þingeyskum meiði gáfu verk og aðrir gáfu fé til listaverkakaupa. Myndlistarsafn Safnahússins, sem í dag er tæplega 400 númer, geymir mörg verk sem Silli hefur gefið. Silli kom manni á óvart fram undir það síðasta – aldrei mátti segja frá ákvörðun hans um að gefa innbú sitt. En er hann varð níræður 1. nóvember sl. brá hann skyndilega út af venj- unni. Hann gaf ekki einvörðungu verðmætt og sérstætt innbúið heldur húsið á Garðarsbraut 17 sem heim- anmund meðan ekki fengist rými fyr- ir sýningu úr innbúinu í Safnahúsinu. Er slíkt rými verður fyrir hendi kem- ur það í hlut stjórnar að ákveða hvað gert verður við húsið, hvort nýtt verði til útleigu og menningarstarfs eða selt. Landsbanki Íslands hefur þá for- kaupsrétt að eigninni. Fyrir menningarsögu Þingeyinga er þó líklega hið mikla filmusafn, frá síðustu tæpum 70 árum, það verð- mætasta sem hann lætur eftir sig. Peningalegu mati verður heldur ekki slegið á þetta safn, sem hann eftirlæt- ur Þingeyingum. Einnig bætist nokk- uð við af skjalagögnum til viðbótar áð- ur komnu í Héraðsskjalasafni Þingeyinga. Frá Safnahúsinu er Silla send þakklætiskveðja að leiðarlokum fyrir áhugann og viðskipti öll. Aðstandendum eru sendar samúð- arkveðjur. Guðni Halldórsson. Kveðja frá Þingeyjarprófastsdæmi Hinn aldni höfðingi, Sigurður Pét- ur Björnsson, Silli á Húsavík, er fall- inn frá. Silli var að flestu leyti ein- stakur maður. Hann var einstaklega frjór og hugmyndaríkur, oftast hress og glaður, sístarfandi að ýmsum hugðarefnum sínum og lét ekki lík- amlega fötlun hindra sig í neinu. Það var því mikil blessun að hann skyldi leggja kirkjustarfinu á Húsavík lið, og raunar Þingeyjarprófastsdæmi öllu. Eftir að eiginlegum starfsdegi hans sem útibússtjóra Landsbankans á Húsavík lauk, hófst hann handa við að teikna upp alla kirkjugarða, þar með talda heimagrafreiti, í Þingeyjarpró- fastsdæmi og vinna legstaðaskrár þeirra. Þar var um mikið starf að ræða, sem teljast verður ómetanlegt, ekki síst þegar fram líða stundir. Þar sparaði hann hvorki krafta né tíma til þess að upplýsingar mættu verða sem réttastar. Rétt fyrir síðustu mánaða- mót fékk ég senda frá honum leg- staðaskrá gamla Presthólakirkju- garðsins, sem hann hafði þá nýgengið frá. Hann Silli nýtti svo sannarlega krafta sína meðan hann mátti. Þá var hann gjaldkeri héraðssjóðs áratugum saman og sinnti því starfi, eins og vænta mátti, af mikilli natni og trú- mennsku. Hann var fremur fastheld- inn á fjármunina, og lítið gefinn fyrir óþarfa bruðl. Hann vildi þó ætíð kappkosta að styrkja barna- og æsku- lýðsstarf með myndarlegum hætti og ekki hvað síst lagði hann lið uppbygg- ingu Kirkjumiðstöðvar á Vestmanns- vatni alla tíð. Munaði mjög um liðsinni hans og velvild sem framkvæmda- stjóra Sparisjóðsins á Húsavík á sín- um tíma, þegar verið var að hefja reksturinn þar. Hann fylgdist vel með starfi okkar prestanna, jafnan óspar á hvatningu og uppörvun, og raunar líka umvönd- un, ef honum þótti á því nauðsyn. Minnti hann okkur oft á að láta ekki undir höfuð leggjast, að vitja hinna öldruðu og sjúku. Sjálfur varði hann tíma sínum oftar en ekki til þess að heimsækja gamalt fólk og lasburða, veita því nærveru og stuðning. Ég vil fyrir hönd kirkjufólks í Þing- eyjarsýslum þakka af alhug allt það góða starf sem Silli hefur unnið kirkj- unni til heilla og blessunar og votta ástvinum hans samúð. Hann trúði á Guð sem gefur lífið, veitir styrk og blessun, og yfirgefur okkur ekki í dauða. Hann skal hér kvaddur með bæn Sigurðar Jónssonar frá Prest- hólum: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Jón Ármann Gíslason. Enn er höggvið skarð í nemenda- hóp okkar, sem útskrifuðumst úr Verzlunarskóla Íslands vorið 1940, í þetta skipti okkar kæri vinur Sigurð- ur P. Björnsson, eða Silli á Húsavík eins og við kölluðum hann jafnan. Okkur tókst að senda honum skömmu fyrir níræðisafmæli hans þann 1. nóv- ember innilegt árnaðarkort í tilefni þessa merka afmælis, undirritað af mörgum skólasystkinum hans, sem saman voru komin í kaffi á hóteli hér í borginni. Þar þökkuðum við honum hjartanlega fyrir allar samverustund- irnar, ekki aðeins á skólaárum okkar heldur allar götur síðan. Silli var á flestum sviðum fremstur meðal jafningja og ávallt talsmaður hópsins þá er hann kom saman á merkum tímamótum. Á skólaárum okkar var hann tvímælalaust samein- ingartákn okkar, á málfundum okkar helsti og fremsti ræðumaður og mik- ils virtur af kennurum skólans og öll- um nemendum skólans, er til Silla þekktu. Hans er að vonum sárlega saknað en eigi þýðir að kvarta því að á braut okkar um lífsins þjóðvegi er þetta síðasta ferðalag okkar allra. Við eigum flest okkar í fórum okkar mynd, sem við höldum mikið upp á. Hún er tekin á peysufatadegi skólans vorið 1940 af Silla með pípuhatt á höfði og okkar indæla skriftarkenn- ara, frk. Sigríði Árnadóttur. Eins og Silli man vafalaust var stundum er- ilsamt í tímum hjá frk. Sigríði en hún lét það ekki á sig fá, alltaf jafn prúð, róleg, æðrulaus og virðuleg. Hennar markmið var ekki að sussa á okkur eða segja að nú væri nóg komið af ólátum, heldur að kenna okkur að skrifa; það held ég að henni hafi tekist með mikilli prýði og er rithönd Silla ekki síst fyrsta flokks dæmi um það. Hægt væri að rifja upp margar fleiri endurminningar frá skólaárun- um og samverustundum okkar með Silla en um leið og ég við leiðarlok læt hér staðar numið, þökkum við öll Silla dásamlega og alveg ógleymanlega viðkynningu og samveru um sex ára- Sigurður Pétur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.