Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 116. þáttur Það sem helst nú varast vann ... ÍPassíusálmum HallgrímsPéturssonar stendur:*þetta sem helst nú varastvann / varð þó að koma yfir hann. Í 112. pistli fjallaði ég um orðatiltækið e-ð er e-m albatrosi um háls. Ég taldi ekki ástæðu til að ‘innleiða þann asna í herbúð- irnar’ en játaði að ég vissi ekki hvað lægi að baki, giskaði á það það væri einhvers konar bast- arður myndaður af enskri sam- svörun biblíuorðatiltækisins e-ð er eins og myllusteinn um háls e-s. Nú hefur komið í ljós að ágiskun mín var alröng og ég ‘skildi ekki tilvísun í eitt helsta ljóð enskrar bókmenntasögu’ eins og ónafngreindur maður komst að orði. Mér hafa borist fjölmörg tölvuskeyti og í mig hefur verið hringt og í öllum tilvikum hefur mér verið bent á að orðatiltækið eigi rætur sínar í kvæðabálkinum The Rime of the Ancient Mariner eftir Samuel Taylor Coleridge (1772-1834). Ég er sjálfum mér gramur fyrir að hafa ekki kannað málið betur áður en ég skrifaði pistilinn því að upplýsingar um orðatiltækið eru auðfundnar á netinu. Mér til af- sökunar bendi ég á að ég er mál- fræðingur en ekki bókmennta- fræðingur og er sannast sagna ekki vel að mér í enskum bók- menntum. Ég hef oft fundið til þess hve vandasamt það er að skrifa pistla um íslenskt mál því að lesendur eru sem betur fer af- ar kröfuharðir. Mér þykir illt að hafa varpað fram rangri tilgátu en jafnframt gleðst ég af því hve við- brögðin voru skjót og mikil. Yfirhalning Bergsteinn Sigurðsson skrifar (1.10.07) og furðar sig á því að í orðabókum skuli aðeins merk- ingin ‘lúskrun, refsing; ádrepa, skammir’ tilgreind undir upp- flettiorðinu yfirhalning, kvk. Hann telur sig einnig þekkja merkinguna ‘klössun, lagfæring’ og tilgreinir dæmi: Range Rover fær létta yfirhalningu (27.7.07); Egill upplýsir að grunnurinn verði yfirhalning eða ‘make-over’ (8.3.06); Skemmtistaðurinn 22 fær langþráða yfirhalningu (17.6.06) og hressa upp á eldhúsið með alls- herjar yfirhalningu (31.8.07). Um- sjónarmaður þakkar Bergsteini kærlega fyrir ábendinguna og tel- ur einsýnt að hann hafi rétt fyrir sér. Orðið yfir eldra en frá síðari hluta síðustu aldar. Danska sögn- in overhale merkir ‘fara fram úr’ og hliðstæður er að finna í ýmsum Evrópumálum, t.d. þýsku. Í danskri orðsifjabók las umsjón- armaður að overhale ætti rætur sínar í hollensku, máli sjómanna. Grunnmerking sagnarinnar overhalen er þar ‘fara fram úr skipi (með framhlið þess) til að geta kannað það og lagfært’ og þá er yfirfærð merking ‘lagfæra e-ð’ auðskilin. – Það er rétt hjá Berg- steini að óbeinu merkinguna ‘lag- færa; lagfæring’ vantar í íslensk- ar orðabækur, því þyrfti að kippa í liðinn. Endalaus peningur Nafnorðið peningur er nokkuð margbrotið að merkingu. Það merkir einkum þrennt: (1) ‘kvikfé’ (búpeningur). (2) ‘ein- stakt myntstykki, mynt’ (einnar krónu pen- ingur). (3) ‘fjár- munir’ (raka saman pen- ingum; greiða e-ð í peningum; mannlífið tollir saman á pen- ingum (Halldór Laxness)). – Í nútímamáli (talmáli) er eintalan peningur einnig notuð í merking- unni ‘fé, peningar’, t.d. áttu pen- ing; fá e-ð fyrir lítinn pening og koma e-u í pening. Umsjónarmaður hefur efa- semdir um eftirfarandi dæmi: Það er ekki hægt að láta enda- lausan pening flæða út [úr ríkis- kassanum í Grímseyjarferjuna] (23.8.07). Skárra væri að nota hér atviksorðið endalaust. Úr handraðanum Orðasambandið carpe diem á rætur sínar í kveðskap Hórasar (65-8 f.Kr.) og vísar það til þess að menn eigi að njóta líðandi stundar. Í Oxford Dictionary of Quotation eru orð skáldsins carpe diem, quam minimum credula postero þýdd þannig: ‘pick todays fruits, not relying on the future in the slightest’. Svipaðan boðskap er reyndar að finna í fjölmörgum myndum, t.d. í klisjunum Lifðu lífinu lifandi og Lifðu í dag því að á morgun kann það að vera of seint. Símafyrirtæki hér í borg hefur nú komið sér upp slagorði sem umsjónarmanni virðist svolítið gróf eða ónákvæm þýðing á latneska orðskviðnum: Gríptu augnablikið og lifðu núna. Öllu eðlilegra væri að skrifa Njóttu augnabliksins. Mér til afsökunar bendi ég á að ég er mál- fræðingur en ekki bók- mennta- fræðingur... jonf@rhi.hi.is Í VIÐTALSÞÆTTINUM Mannamáli á Stöð 2 sl. sunnudags- kvöld, ræddi Sigmundur Ernir Rún- arsson við Sverri Hermannsson, fv. bankastjóra Landsbanka Íslands. Viðtalið fjallaði um sukk og spillingu og var framhald sams konar viðtals viku fyrr við Finn Ingólfsson, fv. við- skiptaráðherra, sem þar fór ófögrum orðum um bankastjórann Sverri og störf hans í Landsbankanum. Um veiðileyfakaup í Hrútafjarðará Ein spurning Sigmundar til Sverris var um kaup Landsbanka á laxveiðileyfum Í Hrútafjarðará á þeim tíma þegar Sverrir og fleiri meðlimir fjölskyldunnar voru leigu- takar árinnar og Sverrir var í bank- anum. Í svari hans við spurningu Sigmundar um hvort eðlilegt hafi verið að láta bankann og mörg dótt- urfélög hans kaupa veiðileyfi í ánni, dró hann mitt nafn inn í umræðuna og nefndi að ég hefði veitt í ánni með mínum félögum. Þar sem banka- stjórinn nefndi nafnið mitt í smjörk- lípuskyni skal upplýst, að ég óskaði aldrei eftir að veiða í ánni, eins og hann segir. Úr því sem komið er og hann kaus að blanda mér í deilu sína við Finn Ingólfsson vin sinn vil ég fara nokkrum orðum um tvö atvik sem bankastjórinn bar fyrir sig eins og hvern annan skjöld í viðtalinu af alkunnri stórmennsku sinni. Fram undir þetta hef ég ekki haft mörg orð um Landsbankamálin hin síðari í fjölmiðlum, hvorki til að skýra málið og forsögu þess né til að svara ásökunum og skítkasti sem ég fékk á mig í kjölfar þess, hvað þá að leiðrétta rangfærslur sem banka- stjórinn Sverrir hefur viðhaft í tím- anna rás um eitt og annað sem við- kemur málinu. Alla þá sögu á eftir að segja. Í viðtalsþættinum Mannamáli héldu rangfærslurnar áfram og ekki sagt frá hlutunum eins og eðlilegt hefði verið. Réttnefni á Sverris þætti Mannamáls hefði eins vel geta verið Lygimál svo illa fóru þeir saman sagnameistarinn og sannleikurinn. Veiði í Hrútafjarðará fyrir Sverri Í þættinum sagði Sverrir að ég hefði veitt í Hrútafjarðará með fé- lögum mínum! Þetta er rétt en hvernig skyldi það hafa kom það til? Ég hóf störf í bank- anum í ársbyrjun 1991. Þegar leið á veturinn gerðist það einn morg- un að Sverrir kom inn á skrifstofu mína og var nokkuð niðri fyrir enda snerist málið um veiði í Hrútafjarðará. Mál sitt hóf hann þannig: „Ég er vanur að bjóða forsætisráð- herra að veiða með mér í Hrútafjarðará.“ Hann sagðist verða svo upptekinn þetta sumar að hann gæti bara ekki farið með honum og þar sem hann vissi að við værum góðir vinir, þá spurði hann mig að því hvort ég gæti ekki veitt með honum. For- sætisráðherrann sem Sverrir átti við var Steingrímur Hermannsson. Ég vissi að Sverrir var leigutaki árinnar og hafði verið það lengi og gerði ráð fyrir að hann væri sem slíkur per- sónulega að bjóða Steingrími. Við veiddum síðan saman um haustið, nær lokun árinnar. Næsta vetur, lík- lega skömmu eftir áramót, kom Sverrir aftur inn á skrifstofu mína í sömu erindagjörðum og bað mig um að veiða með Steingrími í ánni á komandi sumri. Féllst ég á það með sama skilningi og veiddum við aftur saman þegar komið var undir lokun árinnar í september. Sverrir varaður við 1993 Í upphafi árs 1993 bað ég, af ýms- um ástæðum, innri endurskoðanda bankans að færa fyrir mig bókhald sem innihéldi rekstrarkostnað bank- ans vegna bankastjórnar og banka- ráðs. Með þessum hætti fylgdist ég síðan með kostnaði þessara aðila öll mín ár í bankanum. Snemma árs 1993 sá ég háa kostnaðarfærslu vegna kaupa á veiði- leyfum sem greidd voru í janúar. Ég kallaði endurskoðandann til mín og bað um að fá að sjá þennan reikning. Reyndist þar um að ræða kaup á veiðileyf- um í Hrútafjarðará og var reikningurinn sam- þykktur af kollega okk- ar Sverris, Björgvini Vilmundarsyni. Mér brá við því fram að þessu hafði ég ekki hugmynd um að bank- inn keypti veiðileyfi í þessari á. Næstu daga á eftir íhugaði ég hvernig ég ætti að taka á málinu. Mér var ljóst að svona gæti þetta ekki gengið og eftir nokkurn tíma ákvað ég að ræða mál- ið við Björgvin. Hvað okkur fór á milli skal ósagt látið en fram kom, að Björgvin var mótfallinn þessum kaupum og varð niðurstaðan sú, að hann bað mig að ræða málið við Sverri sem ég svo gerði nokkrum dögum síðar. Þar benti ég honum á að svona viðskipti gengju ekki – að hann seldi bankanum veiðileyfi í á sem hann væri sjálfur með á leigu. Siðferðilega væri þetta ótækt – hann gæti keypt veiðileyfi í öllum öðrum ám landsins en ekki þessari! Þetta samtal mitt við bankastjór- ann er mér ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum fyrir það eitt, að allan tímann sat hann þegjandi við skrif- Lygimál í Mannamáli Halldór Guðbjarnason skrifar um laxveiði á vegum Seðlabanka » Það er oftskammt á milli mannamáls og lygimála. Halldór Guðbjarnason Í KJÖLFARIÐ á 30% niðurskurði á þorskkvóta hafa umræður um stjórn fiskveiða á ný orðið fyrirferð- armiklar í þjóðmálaumræðunni. Reyndar hefur umræða um gengi fjármálageirans á seinustu misserum orðið til þess að slá því ryki í augu fjölmargra að sjávarútvegur hafi orðið lítið vægi í hagkerfi Íslendinga. Staðreyndin er engu að síður sú að sjávarútvegur er ein helsta stoð ís- lensks hagkerfis. Álögur á sjávarútveginn eru álögur á landsbyggðina Rétt eins og með aðra anga ís- lensks hagkerfis er hagkerfi sjáv- arútvegsins frekar staðbundið. Veið- ar og vinnsla eru fyrst og fremst stunduð ut- an höfuðborgarsvæð- isins og með rökum má halda því fram að álögur á sjávarútveg- inn séu álögur á lands- byggðina, rétt eins og álögur á vinnslu jarð- varma væru álögur á byggðarlög á suðvest- urhorninu og álögur á fjármálamarkaðinn væru öðru fremur álögur á fyrirtæki í Reykjavík. Þannig er það margítrek- uð afstaða bæjarstjórnar Vest- mannaeyja að hið svokallaða veiði- leyfagjald mismuni byggðum landsins. Sá landshluti sem fer hvað mest halloka í ofursköttun sjáv- arútvegsins er Suður- kjördæmi og þá ekki síst Vestmannaeyjabær, sem er stærsta verstöð á landsbyggðinni og bygg- ir afkomu sína alfarið á sjávarútvegi. Suðurkjördæmi er sterkt útgerðarsvæði Skyldi einhver efast um að veiðileyfagjaldið sé sértækur skattur á landsbyggðina er fróð- legt að bera saman þorskígildi í Suðurkjördæmi og á höfuðborgarsvæðinu. Rauntölur fyr- ir árið 2006 sýna að hlutdeild höf- uðborgarsvæðisins er í dag rétt rúm 15% meðan Suðurkjördæmi er með rúmlega 30% hlutdeild. Seinustu ár hefur þessi munur verið að aukast. Tölur þessar verða enn meira sláandi þegar til þess er litið að á kjörskrá í Suðurkjördæmi voru við síðustu al- þingiskosningar 30,6 þúsund en á höfuðborgarsvæðinu að Akranesi frátöldu 141,5 þúsund. Það verður því vart í efa dregið að álögur á sjáv- arútveginn bitna sértækt á lands- mönnum. Mikilvægt að sjávarútvegur sé einnig ræddur út frá praktískum sjónarmiðum Helstu rökin fyrir veiðileyfagjald- inu hafa í gegnum tíðina verið þau að hér sé um hugmyndafræðilegan gjörning að ræða þar sem gjald er innheimt af þeim sem nýta sameign þjóðarinnar. Í sannleika sagt er lítið innihald í slíkri málfærslu og það af- ar mikilvægt að sjávarútvegur sé ræddur út frá praktískum sjón- armiðum en ekki eingöngu hug- myndafræðilegum. Staðreyndin er sú að auðlindagjald er verulega íþyngjandi fyrir sjávarbyggðirnar. Til að setja málið í samhengi má til dæmis benda á að hefði auðlinda- skattur verið lagður á á árabilinu 1991 til 2007 má ætla að hann hefði numið allt að 7 milljörðum (sjö þús- und milljónum) bara fyrir Suður- kjördæmi sem greiðir hæsta hlutfall allra kjördæma af veiðigjaldinu eða um og yfir 30%. 35% íbúa landsins greiða 85% skattsins Stærsta verstöð á landsbyggðinni er Vestmannaeyjar. Ýmislegt hefur orðið til þess að sjávarútvegur þar hefur styrkst og ræður þar að sjálf- sögðu mestu nálægð við gjöful fiski- mið, öflug útflutningshöfn og farsæl- ir sjómenn og útgerðarmenn. Engu að síður hafa Vestmannaeyjar átt undir högg að sækja þótt nú hilli undir bjartari tíð með bættum sam- göngum. Það kemur því vart nokkr- um á óvart að Eyjamenn eins og aðr- ir íbúar í sjávarbyggðum finna fyrir þeim þyrni í síðu, sem felst í því að árlega má áætla Eyjamenn greiði um 100 milljónir á ári í sértækan skatt fyrir það eitt að stunda sjávarútveg en ekki til dæmis álbræðslu, verð- bréfamiðlun eða landbúnað. Veru- leikinn er sá að 35% íbúa landsins (landsbyggðin) greiðir 85% skatts- ins. Vandi er að sjá hvernig þing- menn, og þá ekki síst þingmenn Suð- urlands, geta sætt sig við slíkar sértækar álögur á kjósendur sína. Orkuveita Reykjavíkur myndi greiða 810 milljónir Athyglivert er að velta sértækum skatti fyrir sér í öðru samhengi því fáir efast um að orka landsins sé þjóðareign. Ef gluggað er í ársreikn- inga Orkuveitu Reykjavíkur fyrir ár- ið 2006 kemur í ljós að framlegð þess fyrirtækis er rúmir 8,5 milljarðar. 9,5% auðlindagjald á þessa sameign þjóðarinnar væri því rúmar 810 millj- ónir fyrir það árið. Fullyrða má að hljóð heyrðist úr suðvesturhorni ef slíkum sértækum skatti yrði komið á. Farsælast er að aflétta þessum sértæka skatti Þessa dagana eru útvegsmenn um allt land að leita leiða til þess að mæta niðurskurði á aflamarki í þorski. Þessar leiðir koma niður á starfsemi fyrirtækjanna og þeim sem hafa viðurværi sitt af því að þjónusta þá sem starfa í sjávarútvegi, fyr- irtæki, sveitarfélög og einstaklinga. Auðlindagjald er landsbyggða- skattur sem leggst þyngst á þau svæði landsins sem fyrir voru efna- hagslega köldust. Þessi sömu byggð- arlög tóku á sig herkostnað af hag- ræðingu og þurfa nú að taka á sig mestu skerðingu sem um getur í sögu sjávarútvegs. Það er ein- kennileg hagfræði að ríkið telji sig best til þess fallið á slíkum tímum að innheimta sértækan skatt á fyrirtæki á landsbyggðinni og skila svo litlum hluta af því til baka undir merkimiða mótvægisaðgerða, byggðarstyrks eða annarra umdeildra aðgerða. Far- sælast er að aflétta þessum sértæka skatti. Sértækar álögur á sjávar- útveginn skaða landsbyggðina Elliði Vignisson vill að veiðileyfagjald verði aflagt » Þannig er það margí-trekuð afstaða bæj- arstjórnar Vestmanna- eyja að hið svokallaða veiðileyfagjald mismuni byggðum landsins. Elliði Vignisson Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.