Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 19 SNERPA á Ísafirði og Míla ehf. hafa skrifað undir samstarfssamn- ing þess efnis að Snerpa taki að sér að þjónusta fjarskiptakerfi Mílu á norðanverðum Vestfjörðum. Samn- ingurinn við Mílu leiðir af sér að þrír starfsmenn Mílu flytjast yfir til Snerpu frá og með áramótum. Starfsmenn Snerpu eru átta en verða ellefu við þessa breytingu. Með því að taka að sér starfsemi Mílu á Vestfjörðum fær Snerpa tækifæri til að vaxa og í tilkynningu segir að það sé í takt við stefnu fyr- irtækisins. Við upphaf samningsins verður þjónustusvæðið sem Snerpa sinnir það sama og starfsstöð Mílu á Ísafirði hefur sinnt hingað til, eða frá norðanverðum Arnarfirði allt til Steingrímsfjarðarheiðar. Snerpa var stofnuð árið 1994 á Ísafirði og er með elstu fjarskipta- fyrirtækjum landsins. Fyrirtækið rekur alhliða tölvu- og netþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Míla er í eigu Skipta hf. og var nýlega skilin frá Símanum. Kjarna- starfsemi Mílu er að byggja upp og reka fjarskiptanet um allt land. Snerpa starfar fyrir Mílu á Vestfjörðum Ljósmynd/Ágúst Atlason Samstarf Matthildur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Snerpu, og Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu, handsala samninginn á Ísafirði í vikunni. KATRÍN Olga Jóhannesdóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri stjórnunar- sviðs Skipta, móðurfélags Sím- ans, Skjásins, Mílu, Já og fleiri félaga. Katrín Olga hefur starf- að hjá Símanum undanfarin fimm ár, síðast sem framkvæmdastjóri einstaklings- sviðs. Þar áður var hún fram- kvæmdastjóri Navision á Íslandi. Katrín Olga er viðskiptafræðingur frá HÍ og MSc í rekstrarhagfræði frá Odense Universitet. Stjórnunar- svið er nýtt svið innan samstæðu Skipta. Samhliða verður sett upp stefnumótunarnefnd innan fyrirtæk- isins sem í eiga sæti, auk Katrínar Olgu, Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri og Pétur Þ. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs. Katrín Olga til Skipta Katrín Olga Jóhannesdóttir ICELAND hefur ásamt fleiri fjár- málafyrirtækjum skrifað undir sam- komulag um þátttöku í um 57 millj- óna evra fjárfestingu í Baltcap Private Equity Fund, sem er sagður leiðandi einkafjármagnsfjárfestir í Eystrasaltslöndunum. Stefnt er að því að stækka sjóðinn úr 57 millj- ónum evra í um 100 milljónir evra fyrir mitt næsta ár, jafnvirði um níu milljarða króna. Aðalsteinn Jó- hannsson frá Icebank mun taka sæti í stjórn sjóðsins, að því er segir í til- kynningu. Aðrir þátttakendur eru Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu (EBRD), Fjárfestingasjóður Evrópu (EIF) og ýmsir evrópskir bankar og lífeyrissjóðir, s.s. Erste Bank og SEB Uhispank Pension. BaltCap mun leggja áherslu á fjár- festingar í meðalstórum fyrirtækj- um í Eystrasaltslöndunum. Icebank fjár- festir í Baltcap ICELANDIC Group og Finnbogi A. Baldvinsson hafa komist að sam- komulagi um að afturkalla viljayfir- lýsingu um sölu á 81% eignarhlut í Icelandic Holding Germany, móður- félagi Pickenpack Hussmann & Hahn GmbH í Þýskalandi og Picken- pack Gelmer SAS í Frakkland, til hins síðarnefnda. Þetta var tilkynnt í gær, skömmu eftir að ráðning forstjóra Icelandic, Björgólfs Jóhannssonar, til Ice- landair var formlega boðuð í kaup- höllinni. Í tilkynningu Icelandic seg- ir hins vegar að ástæðan fyrir afturköllun viljayfirlýsingarinnar sé fyrst og fremst vegna skilyrða á al- þjóðlegum fjármálamálamörkuðum. Þær hafi verið sérlega óhagstæðar frá því að skrifað var undir viljayfir- lýsinguna í september sl. Icelandic keypti félagið árið 2005 af Finnboga og Pickenpack Gelmer í Frakklandi. Icelandic átti nú að fá 21% hlut Finnboga í félaginu fyrir 81% hlutinn í Icelandic Holding Ger- many og selja átti hlutaféð síðan áfram. Markaðsvirði þeirra í dag er um 3,2 milljarðar króna. Icelandic hættir við í Þýskalandi Icelandic Gengið frá kaupum Ice- landic á Pickenpack árið 2005. ◆ ◆ Jólagjöfin hennar fæst hjá okkur Laugavegi 82 - á horni Barónsstígs - sími 551 4473 Skálastærðir A-G Litir: Vínrautt og koníak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.