Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 42
34 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR Enska B-deildin Barnsley - Swansea 1-3 Birmingham - Plymouth 1-1 Blackpool - Reading 2-2 Hvorki Ívar Ingimarsson né Brynjar Björn Gunn- arsson léku með Reading vegna meiðsla. Bristol - Ipswich 1-1 Cardiff - Burnley 3-1 Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem vara- maður í liði Burnley. Coventry - Charlton 0-0 Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Coventry vegna meiðsla. Derby - Wolves 2-3 Doncaster - Preston 0-2 Norwich - Watford 2-0 QPR - Sheffield Wednesday 3-2 Heiðar Helguson lék allan leikinn fyrir QPR. Sheffield United - Nottingham Forest 0-0 Southampton - Crystal Palace 1-0 Norska úrvalsdeildin Lyn - Viking 0-0 Indriði Sigurðsson og Theódór Elmar Bjarnason voru í byrjunarliði Lyn. Brann - Tromsö 2-4 Ólafur Örn Bjarnson skoraði bæði mörk Brann úr vítum. Kristján Örn Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson voru einnig í byrjunarliði Brann og þeir Ármann Smári Björnsson og Gylfi Einarsson komu inn á sem varamenn. Odd Grenland - Álasund 4-2 Árni Gautur Arason lék allan leikinn fyrir Odd Grenland. Sænska úrvalsdeildin GAIS - Helsingborg 1-4 Guðmundur Gunnarsson var í byrjunarliði GAIS og þeir Eyjólfur Héðinsson og Guðjón Baldvins- son komu inn á sem varamenn. Sænska B-deildin Sundsvall - Falkenberg 2-1 Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson voru í byrjunarliði Sundsvall. Danska úrvalsdeildin Randers - SönderjyskE 3-1 Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn fyrir Sönd- erjyskE. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Benedikt Guðmunds- son og Jón Arnór Stefánsson voru hátt uppi eftir sigur KR í gær. Jón Arnór talaði um pressuna sem var á liðinu og var nærri búin að stoppa það. „Okkur langaði í þetta en á röngum forsendum. Við vorum að fara að vinna þetta til þess að tapa þessu ekki. Við hættum að hugsa um það og fórum þess í stað að hugsa um það hversu mikið okkur langaði til að vinna fyrir okkur,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar. „Þetta var geðveikt en ég vissi samt ekki hvernig ég ætti að fagna þessu því þetta var svo mikið sjokk,“ sagði Jón Arnór, sem hefur kynnst ýmsu á ferlinum. „Þetta er toppurinn á ferlinum. Það var gaman að vinna hina titl- ana en hérna er maður heima hjá sér með sínu fólki og fjölskyldu og með gamla félaginu og vin- unum. Þetta verður ekkert betra en þetta,“ sagði Jón, sem þakkar Benedikt þjálfara mikið fyrir. „Benni á þennan titil. Hann reif okkur upp eftir þriðja leikinn. Hann er alveg ótrúlega góður þjálfari og sýndi á sér nýja hlið eftir að við töpuðum þriðja leikn- um. Hann sýndi sálfræðilega hlið á sér sem kom mjög á óvart og hjálpaði okkur mikið,“ sagði Jón Arnór. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari KR, segist ætla að hætta með liðið eftir tímabilið. „Ég hugsa að ég stígi til hliðar því ég held að það sé kominn tími á nýjan mann. Ég er búinn að vera hér í þrjú ár og strákarnir þurfa einhverja nýja rödd og ferskleika í þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Ég hefði orðið gríðarlega svekktur ef við hefðum tapað þessu því við leiddum allan leik- inn,“ sagði Benedikt, sem segir að þessi titill sé sætari en sá fyrir tveimur árum. „Það sem er sætast fyrir mig er að vinna þetta með strákum sem maður kenndi að grípa, skjóta og drippla fyrir mörgum árum. Ætli þessi sé ekki sætari út að það að gera,“ sagði Benedikt að lokum. - óój Benedikt Guðmundsson og Jón Arnór Stefánsson: Toppurinn á ferlinum KÖRFUBOLTI Grindvíkingarnir Friðrik Ragnarsson og Brenton Birmingham gátu ekki leynt von- brigðum sínum í leikslok. „Það er gríðarlega svekkjandi að tapa með einu stigi eftir að hafa verið með boltann í síðustu sókninni og skora ekki,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. „Við sendum boltann of mikið í lokasókninni, tókum ekki galopin skot og lentum síðan í einhverju klafsi. Þetta var agalegt,“ sagði Friðrik um lokaandartök leiksins. „Þeir spiluðu mjög mjúkt á okkur í þriðja leik. Þeir voru harðari í leik fjögur en við áttum að klára leik fjögur. Við mættum í gleðskap en ekki í körfubolta- leik. Við spiluðum illa í þeim leik og svo þegar þú ert kom- inn í oddaleik á svona velli getur brugðið til beggja vona. Við hefðum alveg getað verið að fagna núna með pínulítilli heppni,” sagði Friðrik. - óój Friðrik Ragnarsson eftir leik: Þetta var agalegt í lokin KÖRFUBOLTI KR er Íslandsmeist- ari karla í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik liðanna í loka- úrslitum Iceland Express-deildar- innar, 84-83. KR hafði yfirhönd- ina allan leikinn en Grindavík var aldrei langt undan og átti mögu- leika á að stela sigrinum í loka- sókn leiksins. KR tapaði boltanum þegar um 25 sekúndur voru til leiksloka og Grindavík hélt þá í sókn. Karfa í blálok leiksins myndi tryggja gest- unum titilinn. Boltanum var komið á Brenton Birmingham eins og svo oft áður í þeirri stöðu en hann gat engan fundið til þess að gefa á og rann því sóknin út í sandinn. Þar með var KR orðið meistari. Það var Fannar Ólafsson sem „stal“ boltanum á lokasekúndu leiksins. Hann tók svo við bikarn- um í leikslok. „Þegar um fimm mínútur voru eftir vorum við sjö stigum yfir. Þá fengum við tvær villur á okkur sem hefðu getað kostað okkur leik- inn. En það gerði bara rimmu þess- ara liða enn skemtilegri að mun- urinn var ekki nema eitt stig í lokin. Þarna voru tvö lið að berj- ast til síðasta manns og þá snýst þetta bara um vilja. Ég held að við höfum viljað þetta örlítið meira en Grindavík,“ sagði Fannar. Langflestir reiknuðu fyrir fram með því að KR yrði Íslandsmeist- ari enda með ógnarsterkt lið. Grindvíkingar sýndu hins vegar að þeir eru ekki minni menn en þeir röndóttu enda komust þeir í 2-1 í rimmunni og voru nálægt því að vinna titilinn. „Ég held að þessi titill sé sætari en sá sem við unnum árið 2007,“ sagði Fannar. „Það var búið að afskrifa okkur eftir þriðja leikinn en þá sýndu þeir Benedikt og Ingi þjálfarar snilld sína með því að laga hugarfar okkar leikmanna. Við fórum í þessa tvo síðustu leiki án þess að vera endilega hræddir við að tapa og það breytti öllu.“ Hann segir líka mikinn mun á þessu tímabili og því fyrir tveimur árum vera þær væntingar sem voru gerðar til KR nú. „Það var búið að afhenda okkur fimm titla fyrir tímabilið. Það var vissulega gríðarmikil gleði að vinna þennan titil en líka léttir. Ég held að níutíu prósent körfboltaáhugamanna á Íslandi hafi viljað að Grindavík yrði meistari. En við vorum með tvö þúsund aðila á þessum leik í kvöld sem vildu hitt,“ sagði Fannar og lofaði Miðjuna, harðkjarnahóp stuðningsmanna KR, mikið. „Það skiptir ofsalega miklu máli að vera með stuðningsmenn eins og þá. Þeir hjálpuðu okkur yfir mjög erfiða hjalla.“ eirikur@frettabladid.is KR meistari – gleði og léttir KR varð í gærkvöldi Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik liðanna um titilinn, 84-83. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, sagði að titill KR nú væri sætari en sá sem liðið vann árið 2007. Honum var líka létt. STAL SIGURBOLTANUM Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, eftir að leiktíminn rann út og KR hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BESTUR Jón Arnór Stefánsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í gær. FRÉTTABL AÐIÐ/VILHELM ÖFLUGUR Nick Bradford skoraði 33 stig fyrir Grindavík í gær en það dugði ekki til. FRÉTTABL AÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.