Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 15
Hlustarinn
I
nnan seilingar eru tvær
nýlegar geislaplötur sem
gott er að grípa til þegar tóm
gefst á milli auglýstra dag-
skrárliða í útvarpinu. Það
fylgir starfinu að maður
hlustar gjarnan á músík í
smáskömmtum og gefur sér
sjaldan tíma til að njóta
verka í heild sinni. Fyrstu ís-
lensku sónöturnar voru gefn-
ar út á geislaplötu fyrr í vet-
ur, sónötur fyrir fiðlu og
píanó eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson, Karl. O. Runólfs-
son, Fjölni Stefánsson og
Jón Nordal sem Rut Ingólfs-
dóttir og Richard Simm
leika, vönduð útgáfa og vel
úr garði gerð. En hún minnir
mann á hve íslensk tónlistar-
útgáfa hefur verið brota-
kennd og tilviljunarkennd og
hvað þar er margt óunnið.
Svo er alveg víst að fleiri en
ég kunna að meta uppáhalds-
lögin íslensku sem hljóm-
sveitin L?amour fou gaf út á
plötu 2005 í útsetningum
Hrafnkels Orra Egilssonar
sem leikur á selló í þeim góða
kvintett. Þetta er músík í
svolítið gamaldags stássstof-
ustíl sem minnir á gömlu
Vínarvalsanna, stíl sem varð
fyrir áhrifum frá tangó- og
dægurtónlist og varð gríð-
arvinsæll á kaffihúsum betri
borgara í Mið-Evrópu. Tón-
listin er tilfinningaþrungin
og býr yfir töfrum þegar vel
er spilað, af gleði og hlýju
eins og hér. Þau mega gjarn-
an gefa út meira af svo góðu.
Trausti Þór Sverrisson
útvarpsþulur
Árvakur/Kristinn Ingvarsson
Trausti Þór Sverrisson ?Þetta er músík í svolítið gamaldags
stássstofustíl sem minnir á gömlu Vínarvalsanna,...?
Lesarinn
S
íðasta bókin sem ég las er Afleggjarinn
eftir Auði A. Ólafsdóttur. Þetta er sér-
stök og vel skrifuð bók um ungan íslenskan
garðyrkjumann sem dvelur í litlu fjallaþorpi
á ótilgreindum stað í útlöndum. Þar vinnur
hann að uppbyggingu klausturgarðs og
glímir við flóknar tilvistarspurningar. Sagan
er rómantísk, falleg og fyndin en líka sorgleg
og tregafull. Mér finnst höfundinum takast
vel að skapa áhugaverðar og skýrar persón-
ur og sambönd. Litla fjallaþorpið verður al-
veg ljóslifandi í myndrænum lýsingum Auðar; þar
er kyrrlátt og hljótt og lífið í föstum skorðum,
fólkið er gott, maturinn og veðrið. Inn í söguna
fléttast svo skemmtilega ýmis brot úr kvikmynd-
um, myndlist, matargerð og rósarækt. Umfjöll-
unarefnin eru sígild og brýn, það er fjallað um
samskipti persóna við ólíkar aðstæður, bræðra,
feðga og ekki síst feðgina og bókin fjallar líka um
ástina í fjölmörgum myndum og uppeldi í víðasta
skilningi. Afleggjarinn er táknrænn titill og hæfir
vel efninu. 
Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri 
Listahátíðar í Reykjavík
Árvakur/Kristinn Ingvarsson
Hrefna Haraldsdóttir ?Umfjöllunarefnin eru sígild og brýn, það er fjallað um samskipti per-
sóna við ólíkar aðstæður,...? 
ÞEMASÝNINGAR eru áhugaverð
fyrirbæri og auðvelda oft aðgengi
áhorfenda að listaverkum samtím-
ans. Þær geta verið unnar á ýmsa
vegu, stundum velur sýningarstjór-
inn verk á sýningu, en oftar er það
listamaðurinn sjálfur sem ann-
aðhvort á þegar verk sem er áhuga-
vert innlegg í umræðuna eða þá að
verk hans almennt falla að þeirri
rannsókn sem sýningin snýst um. 
Sú er raunin á sýningunni Þögn
sem nú má sjá í Listasafni Reykja-
víkur, Hafnarhúsi, þar sem mynd-
listarmaðurinn og gagnrýnandinn
JBK Ransu bregður sér í hlutverk
sýningarstjóra og leggur út af hug-
leiðingum um þögn. Hann hefur val-
ið fjóra listamenn er í list sinni hafa
á einhvern máta fengist við eða birt
hugtakið þögn, beint eða óbeint. Í
sýningarskrá fjallar Ransu um mik-
ilvægi þagnarinnar í samtíma sem er
stútfullur af áreitum svo erfitt er að
fá frið, og ættu flestir að kannast við
það. Þögn í þessu samhengi má einn-
ig nefna hugarró eða kyrrð, ástand
sem gerir okkur kleift að nema stað-
ar og ekki bara horfa og hlusta,
heldur sjá og heyra. Það er einmitt
þetta sem sýningin Þögn snýst um,
að fá áhorfandann til að nema stað-
ar, vera til með því sem þar er að sjá.
Listaverkin snúast tæpast um það
að draga fram birtingarmyndir
þagnarinnar, heldur gera áhorfand-
anum kleift að finna þögnina í sjálf-
um sér. 
Á endavegg sýnir Haraldur Jóns-
son lágmynd, svartan fleka úr hljóð-
einangrandi efni í formi gólfflatar
safnsins sjálfs, og heldur þar áfram
á nótum sem hann hefur unnið með
undanfarið. Veggverkið er stórt og
þungt og hefur tilhneigingu til að
vera yfirþyrmandi, það ýtir ekki
undir sjálfsprottna þögn heldur
verða efniseiginleikar þess til að
minna á hina dálítið yfirþyrmandi
lotningu sem t.d. má sjá í högg-
myndum Einars Jónssonar. Vegg-
verk Finnboga Péturssonar fær
áhorfandann til að upplifa tímann og
augnablikið á fínlegan hátt, þar sem
hann birtir myndir af ytri, sjónræna
veruleika safnsins með aldagömlum
lögmálum, hér nær áhorfandinn að
finna fyrir sjálfum sér á hreyfingu í
stað og stund. Finnur Arnar Arn-
arson sýnir innsetningu sem er í
anda fyrri verka hans þar sem hann
sýnir verksummerki einhvers sem
er liðið, en hann dvaldi í safninu um
stundarsakir. Innsetning hans er
nokkuð flókin og margræð, einna
líkast því að um nokkur aðskilin
verk sé að ræða. Einföld mynd
Hörpu Árnadóttur svífur síðan yfir
höfðum áhorfenda og kallast á við
regnvotar rúður safnsins sem
ramma inn götumyndina fyrir utan. 
Sýningin kallast skemmtilega á
við sýningu þá sem sjá má á Lista-
safni Akureyrar nú um stundir þar
sem verk listamanna eru sett í sam-
hengi búddisma með hugleiðingum
um tómið og formið, en þar á Finn-
bogi Pétursson einnig verk. Í heild-
ina býður hún upp á forvitnilegan
rannsóknarleiðangur sem hver og
einn skilgreinir best fyrir sjálfum
sér og má ætla að hún nái þannig
markmiðum sínum sem eru hógvær
og lágstemmd en á sama tíma brýn
og aðkallandi. 
Sett á pásu 
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur
Hafnarhús
Til 27. apríl. Opið 10?17 alla daga, og til
kl. 22 á fim. Aðgangur ókeypis. 
Þögn, samsýning, Finnbogi Pétursson,
Finnur Arnar Arnarsson, Haraldur Jóns-
son, Harpa Árnadóttir, sýningarstjóri JBK
Ransu
bbbnn
Morgunblaðið/Valdís Thor
Þögn ?Veggverk Finnboga Péturssonar fær áhorfandann til að upplifa
tímann og augnablikið á fínlegan hátt,? segir gagnrýnandi í umsögn sinni.
Ragna Sigurðardóttir
ÁRIÐ 2004 færði Ríkey Ríkarðs-
dóttir, náinn ættingi Nínu Sæ-
mundsson, Listasafni Reykjavíkur
listaverkagjöf, ellefu verk eftir lista-
konuna. Nú má sjá allar þessar
myndir samankomnar í forsal Kjar-
valsstaða. Fremst í flokki er styttan
Móðurást, sem er mörgum kunn, en
hún var fyrsta listaverk eftir konu,
sem sett var upp í almenningsrými í
Reykjavík. Styttan var gerð á þriðja
áratugnum og fékk þá heiðurssess á
haustsýningunni í París þar sem
Nína dvaldi á þeim tíma. Margir
kannast eflaust líka við styttuna af
Nonna við Nonnahús á Akureyri
sem Nína gerði á sjötta áratugnum. 
Nína var frumkvöðull íslenskra
kvenna í höggmyndalist. Hún lærði í
Kaupmannahöfn en bjó lengst af í
Bandaríkjunum þar sem hún vann
verk í anda raunsæis en oft byggð á
goðsögum, trúarlegum sögum og
menningararfinum. Hún naut ekki
mikillar hylli hérlendis og þegar hún
flutti heim á sjöunda áratugnum
voru aðrar áherslur ríkjandi í mynd-
listinni. Að einhverju leyti hafði
Nína einangrast frá þróun list-
arinnar í Evrópu. Ef til vill hefði
Nína notið meira sannmælis hefði
hún verið á ferð með styttur sínar og
málverk nú, þegar meiri fjölbreytni
ríkir innan myndlistarinnar og allt
er leyfilegt. Ekki síst myndi lista-
maður sem ynni portrettmyndir af
helstu Hollywood-stjörnum samtím-
ans njóta frægðar á Íslandi í dag, og
er það til marks um breytta tíma. 
Verkin ellefu sýna megináhersl-
urnar í list Nínu. Móðurást og Be-
dúínakona á bæn standa hinum
nokkuð framar og eru bæði þokka-
full og sannfærandi. Hin verkin eru
flest án titils og ártals, brjóstmyndir
og þrír hausar án titils. Tvær mynd-
ir sýna ástina, innilegar brjóstmynd-
ir af faðmlagi karls og konu. 
Tæpast er hér hægt að tala um
heildstæða sýningu en þó er um að
ræða ágætt sýnishorn af verkum
Nínu. Styttur hennar njóta sín vel í
forsal Kjarvalsstaða, þær gæða al-
menningsrýmið innileika og njóta
sín vel í dagsbirtunni sem leikur um
þær. 
Ástúð og innileiki
Árvakur/Golli
Þokkafullar ?Styttur hennar njóta sín vel í forsal Kjarvalsstaða, ?
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Til 6. apríl. Opið daglega kl. 10-17. Að-
gangur ókeypis. 
Verk eftir Nínu Sæmundsson, listaverka-
gjöf Ríkeyjar Ríkarðsdóttur

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16