Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni FriðrikEinarsson Scheving tónlistar- maður fæddist í Reykjavík hinn 8. júní 1938. Hann varð bráðkvaddur hinn 22. desember síðastliðinn. For- eldrar Árna voru Einar Árnason Scheving húsa- smíðameistari og Þóranna Friðriks- dóttir húsfreyja. Systkini Árna eru Örn, Birgir og Sigurlín Scheving. Sonur Árna og Ragnheiðar Jóns- dóttur, f. 1932, er 1) Ragnar Þór, f. 1957, kvæntur Maríu Sigmunds- dóttur, börn þeirra eru Sólveig Unnur, Árni Þór og Kjartan Már. Dóttir Árna og Auðar Erlu Sig- friedsdóttur, f. 1940, d. 1988, er 2) Bryndís, f. 1959, gift Haraldi Ólafs- syni, börn þeirra eru: a) Kjartan Árni, sambýliskona Lilja Björg Þórðardóttir, sonur þeirra er Krist- ján Máni, b) Hrefna, sambýlismaður Víðir Hermannsson, c) Erna, og d) Haraldur Örn. Sonur Árna og Mar- ungur að starfa sem hljómlistar- maður. Hann starfaði með öllum helstu hljómsveitum og tónlistar- mönnum þessa lands á öllum svið- um tónlistar. Árni var einn virtasti djassleikari þjóðarinnar og var for- maður djassdeildar FÍH, auk þess sem hann var í forsvari fyrir Djass- hátíð Reykjavíkur til fjölda ára. Árni var eftirsóttur hljóðfæraleik- ari, útsetjari og hljómsveitarstjóri og spilaði inn á ótal hljómplötur á hin ýmsu hljóðfæri, svo sem víbra- fón, bassa, óbó, saxófón, harmon- ikku, píanó og slagverk. Hann sinnti lengi trúnaðarstörfum fyrir Félag íslenskra hljómlistarmanna og var gerður að heiðursfélaga FÍH á aðalfundi félagsins í maí sl. Þar var honum þakkað ómetanlegt starf í þágu íslensks tónlistarlífs. Árni rak einnig heildverslun sem bar nafn hans og hafði hann m.a. umboð fyrir Zippó-vörur. Heildsölu sína rak hann til dánardags. Árni verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Vinir og samstarfsmenn Árna leika vel valin lög í kirkjunni milli klukkan 12 og 13. grétar Guðnadóttur, f. 1947, er 3) Guðni Þór, f. 1967, sambýliskona Helga Rós Reynisdótt- ir, börn þeirra eru Hugrún María og Frosti Þór. Sonur Árna og Valgerðar Þor- steinsdóttur, f. 1945, er 4) Einar Valur, f. 1973, sambýliskona Vigdís Rún Jónsdóttir, börn þeirra eru Pétur Bjarni og Helena Ynja. Synir Valgerðar og fóstursynir Árna eru: a) Þorsteinn Orri Magnússon, sam- býliskona Ásta Hrönn Harðardóttir, dætur hans eru Valgerður og Kristín Ólína, og b) Arnaldur Haukur Ólafs- son, kona hans er Louise Stefanía Djermoun, börn þeirra eru Enok Máni og Mikael Smári. Eiginkona Árna er Sigríður Frið- jónsdóttir, f. 1961. Börn hennar eru Friðjón Snorri Guðjónsson, sambýl- iskona María S. Guðbjörnsdóttir, og Guðný Andrésdóttir, sambýlismaður Eiður Örn Eyjólfsson, sonur Guðnýj- ar er Andrés Emil Guðnýjarson. Árni ólst upp í Reykjavík og hóf Mig langar að skrifa nokkrar línur um föður minn sem mér þótti ákaf- lega vænt um. Þegar kemur að tón- listinni, hefur enginn haft jafn sterk áhrif á mig og pabbi. Það duldist fæst- um að hann var gríðarlega músíkalsk- ur og með eindæmum fjölhæfur tón- listarmaður. Hann hafði sínar skoðanir á tónlist, en leyfði mér þó al- gjörlega að fara mínar eigin leiðir og sýndi mér ómældan stuðning og hvatningu. Ég treysti engum eyrum betur en hans og nýtti mér þau óspart þegar kom að nýrri tónsmíð eða út- setningu. Starfsbróðir okkar pabba, Tómas R. Einarsson, á víst einhvern tíma að hafa sagt að tveir músíkölsk- ustu menn landsins væru Árni Schev- ing og Eyþór Gunnarsson. Ekki ætla ég að mótmæla þessari fullyrðingu, og er ég þakklátur fyrir að hafa stigið sum af mínum fyrstu sporum sem at- vinnutónlistarmaður undir hand- leiðslu slíkra manna. Mér er einmitt mjög minnisstætt að hafa spilað með þeim auk Tómasar á minningartón- leikum um Guðmund Ingólfsson árið 1992. Pabbi var vinmargur og ég tók snemma eftir því hversu vel hann var liðinn hvarvetna og mikils metinn af vinum sínum og kollegum. Hann var góður þeim sem minna mega sín og ég varð oft var við það að menn leit- uðu til hans á erfiðum tímum. Hann sýndi þannig öllum virðingu burtséð frá þjóðfélagsstöðu. Á sama hátt sýndi hann allri tónlist virðingu. Hann lét aldrei misuppörvandi að- stæður, svo sem heilsubrest, hafa telj- andi áhrif á sína spilamennsku, enda sannur fagmaður. Hann sýndi áhorf- endum einfaldlega þá virðingu að leggja sig allan fram. Með þessu hug- arfari náði hann einnig oft því besta út úr meðspilurum sínum. Ég kynntist svipuðum eiginleikum hjá Ira Sulliv- an, miklum meistara sem ég starfaði með í nokkur ár í Bandaríkjunum. Ein af ljúfari minningum mínum er þegar ég fékk þá tvo til að spila með mér lag á útskriftartónleikum mínum við Miami-háskóla. Það sem stóð upp úr fyrir mig þetta kvöld var það að pabbi skyldi uppskera langmesta lófaklappið af öllum sólóistum sem fram komu á tónleikunum. Með einu víbrafónsólói vann hann hugi og hjörtu allra viðstaddra; ekki síst Ira sjálfs, sem var fljótur að setja pabba í flokk með meistara Milt Jackson. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu vinum og kollegum pabba sem hafa haft samband við mig síðastliðna viku. Það hefur sannfært mig um hversu mikilvægur hann var í lífi svo margra. Einna vænst þótti mér um tölvubréf frá félaga pabba úr Útlendingaher- sveitinni, Pétri Östlund. Pétur hug- hreysti mig með orðum Khalil Gibran um hvernig sorgin og gleðin eru óað- skiljanlegar. Í þýðingu Gunnars Dal úr Spámanninum segir Gibran meðal annars: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín … sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu.“ Pétur bætti við að auðvit- að lyti góð tónlist sömu lögmálum. Elsku pabbi, ég sakna þín óendan- lega mikið, enda hefði ég ekki getað hugsað mér betri föður. En þótt sorg- in sé mikil þá er systir hennar, gleðin, víst aldrei langt undan. Einar Scheving. Árna Scheving, þekktu flestir fyrir flutning og útsetningu á tónlist eftir aðra, en kannski færri sem lagasmið. Lagið „Rivers“ sem hann samdi og spilaði með Útlendingahersveitinni er kannski þekktast. Á tónleikum þar sem átti að frumflytja lagið hafði það ekki fengið nafn og kom sú hugmynd upp að þar sem tveir Árnar, (Árni Scheving og Árni Egils) sömdu og út- settu lagið væri tilvalið að láta það heita „Árnar“ eða „Rivers“. Það á vel við um líf Árna sem leið áfram eins og á sem mótar farveg sinn, kvíslast og rennur ótrauð að ósi. Á meðal okkar tók Árni nokkur skrefin á sviði, hvort sem var í tón- leikasölum eða leikhúsum en nú stendur hann á æðra sviði og fylgist stoltur með sinni „River“. Hann horf- ir á hana liðast áfram með börnum sínum, barnabörnum og barnabarna- börnum. Hversu sterk einkennin eru; Svipurinn leynir sér ekki og jafnvel þótt elsti sonurinn hefði ekki Árna sem fyrirmynd í uppvextinum voru þeir sem ein rödd, þeir höfðu sömu skoðanir, þeir töluðu sama tungumál . Tónlistin rennur í blóði barna og barnabarna hans og hefur Einar Val- ur Scheving nú þegar mótað nýjan tónlistarfarveg fyrir Árna en hann var augasteinn hans og eins og hann sagði sjálfur eina barnið sem hann fékk að vera með frá fæðingu til full- orðinsára. Árni bar fjölskylduna fyrir brjósti og með góðum stuðningi í hjónabandi sínu átti hann góðar stundir með henni. Hvern jóladag var afi sestur við píanóið og spilaði undir söng barnanna og þá var sama hvort börn- in voru ung og sungu „Bjart er yfir Betlehem“ eða flóknari lög fyrir Sól- veigu Unni, barnabarn sitt sem söng líklega síðustu tónana fyrir hann á tónleikum sem hún hélt í Iðnó tveim- ur dögum áður en hann skildi við okk- ur. Þar söng hún svo fallega „Ó, Helga nótt“ sem ég er viss um að voru yndislegir kveðjutónar fyrir hann. Eftir sönginn töluðum við saman og hann sagði „Ég hef aldrei getað spilað á píanó“ í mínum eyrum hljómaði pí- Árni Friðrik Einarsson Scheving ✝ SigurlaugSveinsdóttir fæddist á Akureyri 27. desember 1929. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 27. desember síðast- liðinn. Sigurlaug var dóttir hjónanna Sveins Árnasonar Bjarman, f. á Reykj- um í Tungusveit 1890, d. 1952, og Guðbjargar Björns- dóttur Bjarman, f. á Miklabæ í Blöndu- hlíð 1895, d. 1991. Systkini Sig- urlaugar eru Björn, f. 1923, d. 2005, Anna Pála, f. 1925, Ragn- heiður, f. 1927, d. 2007, Steinunn, f. 1928, Jón, f. 1933, Árni, f. 1935, og Guðbjörg, f. 1936. Sigurlaug kvæntist 31.12. 1951 Snorra Sigurðssyni skógfræðingi, f. á Sauðárkróki 1929. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Sveinn prófessor í líffræði, f. 1951, maki Hrefna Sig- urjónsdóttir prófessor í líffræði, f. 1950. Börn þeirra eru: a) Björg hjúkrunarfræðingur, f. 1974. Son- ur hennar er Vigfús Þór Eiríksson, f. 2002, b) Snorri líf- fræðingur, f. 1981. 2) Stefanía, f. 1954, d. 1968. 3) Þóra mannfræðingur, f. 1957, d. 2002. hún var gift Guðmundi Erlendssyni. 4) Arn- ór skógfræðingur, f. 1960, maki Kristín Hallgrímsdóttir sál- fræðingur, f. 1956. Börn þeirra eru Stefán, f. 1987, og Ásta Lovísa, f. 1991. 5) Steinunn líffræð- ingur, f. 1966, maki Jóhann Ísfeld Reynisson tölvunarfræðingur, f. 1963, synir þeirra eru Sigurþór Ís- feld, f. 2001, og Egill Ísfeld, f. 2004. Eldri sonur Steinunnar er Hákon Björn Högnason, f. 1991. 6) Guðrún Margrét, tómstunda- og uppeldisfræðingur, f. 1972, maki Þórarinn Alvar Þórarinsson íþróttafræðingur, f. 1976. Dætur þeirra eru Þóra Laufey, f. 2005, og Sigrún Birna, f. 2006. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Þessa vögguvísu söng hún mamma oft á tíðum fyrir okkur systurnar þeg- ar við vorum litlar. Hún elskaði tónlist og var með næmt tóneyra. Það er eig- inleiki sem við systkinin og barna- börnin höfum verið svo lánsöm að fá hlutdeild í. Mamma kvaddi á sama hátt og hún tókst á við svo margt annað í sínu lífi „með stæl“. Hún lést á 78 ára afmæl- isdeginum sínum, hinn 27. desember síðastliðinn. Andlátið var friðsælt og án baráttu. Mamma var trúuð kona og hún hræddist ekki dauðann. Hún var sannfærð um að dætur hennar, Stefanía og Þóra, biðu „hinum megin“ og ekkert væri að óttast. Þetta lýsir mömmu á margan hátt, hún var já- kvæð og baráttuglöð, þrátt fyrir ýmis áföll á ævinni. Mamma kenndi okkur það sem skiptir mestu máli í lífinu; að þykja vænt um náungann og virða náttúr- una. Hennar kærleikur til manna og málleysingja var einstakur, hún mátti ekkert aumt sjá og réttlætiskennd hennar var sterk. Mamma var mikil vinkona, ekki aðeins okkar heldur tengdist hún einnig vinum okkar sterkum böndum. Hún kunni að hlusta og sýna hluttekningu. Henni var umhugað um menntun barna sinna, taldi að mennt væri máttur og stuðningur hennar var vís. Draumur hennar um eigin menntun rættist ekki. Þó var hennar lífsins ganga mik- ill skóli þar sem skiptust á skin og skúrir. Mamma þurfti að reyna tvisv- ar sinnum á ævinni það sem ekkert foreldri vill ganga í gegnum, að missa barnið sitt. Með ótrúlegri þrautseigju tókst henni að lifa með missi sínum og minningu systra okkar var ávallt haldið á lofti með frásögnum mömmu um litlu stúlkurnar sínar. Þegar litið er til baka er fyrir margt að þakka og á þessari stundu er það okkur efst í huga, þakklætið fyrir allt það sem mamma veitti af örlæti sínu og ástúð. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson) Minningin um ömmu Sillu mun lifa í huga barna okkar um ókomin ár. Takk fyrir allt, elsku mútta. Þínar ávallt elskandi dætur, Steinunn og Guðrún. Mig langar að minnast með nokkr- um orðum tengdamóður minnar Sig- urlaugar Sveinsdóttur sem lést óvænt af völdum heilablóðfalls 27. desember. Kynni okkar telja nærri þrjá ára- tugi og spanna flest svið okkar dag- legu tilveru, góðar stundir og ánægju- legar jafnt sem krefjandi og erfiðar. Það sem mér finnst standa upp úr samveru okkar og ég vil minnast er að Silla var afskaplega hjartahlý mann- eskja og mikil félagsvera. Þessa sáust alltaf merki í daglegu lífi. Hún sýndi barnabörnunum sínum sérstakan áhuga og ræktarsemi. Henni fannst alltaf gaman að hitta þau, hún gladdist með þeim þegar vel gekk, stóð með þeim þegar á móti blés og róaði okkur foreldra gjarnan þegar við vorum að fjargviðrast út af einhverjum uppá- tækjum þeirra. Silla átti auðvelt með að setja sig í spor þeirra sem áttu á brattann að sækja með einum eða öðrum hætti og fátt skapraunaði henni jafn mikið og ef fólki var sýnd óvirðing eða órétt- læti. Þetta sýndi sig í því hvernig hún valdi að eyða tíma sínum. Á fyrri árum gerði hún nokkuð af því að lesa inn á hljóðbækur, hún var um árabil virk í félagsskapnum Geðhjálp og sinnti um tíma heimsóknaþjónustu hjá Rauða krossinum, svo eitthvað sé nefnt af því sem hún tók sér fyrir hendur utan þess að sinna fjölskyldunni. Það segir sitt um hversu auðvelt Silla átti með að gefa af sér að hún hafði af þessum störfum mikla ánægju. Silla var ekki mikil efnishyggju- manneskja og var sem henni fyndist það fremur sókn eftir vindi að sækjast í óhófi eftir veraldlegum hlutum. Ríki- dæmi sitt sótt hún frekar í lestur góðra bóka og var hún einn af þeim al- mestu lestrarhestum sem ég hef kynnst og hafði hún ósvikna ánægju af lestrinum. Lífinu fylgir bæði gleði, andstreymi og sorgir. Silla hafði til að bera lund- erni sem örugglega hefur gert henni auðveldara fyrir að þola þá oft mörgu erfiðu daga sem upp komu í hennar lífi. Það var stutt í kímnina hjá Sillu þegar setið var að spjalli, lifandi bros- ið og fallegt blikið í augunum. Lífs- krafturinn og þrautseigja hennar gerðu það að verkum að hún reyndi sitt til að láta ekki mótlæti og veikindi knésetja sig heldur finna sér leið til að lifa lífinu eins vel og hægt var. Því er sérstaklega gott til þess að hugsa að hafa haft tækifæri til að eiga með Sillu og fjölskyldunni góða stund nú um jól- in. Ég vil þakka Sillu fyrir allar okkar samverustundir. Kristín. Það er með miklum trega sem ég rita hér kveðjuorð um hana ömmu Sillu. Ekki átti ég von á, þegar ég kom heim í jólafrí úr námsdvöl minni er- lendis, að ég myndi einungis hitta ömmu mína þrisvar sinnum í viðbót. Fráfall hennar bar brátt að og var okkur öllum í fjölskyldunni mikið áfall. Ég get þó ekki annað en þakkað fyrir að hafa verið hér heima en ekki í burtu og glaðst með ömmu á hennar síðustu jólum. Ég veit hún naut þess mjög að sjá alla fjölskylduna saman komna á jóladag. Það er huggun harmi gegn að síðasta minning mín um ömmu hafi verið við slíkt hátíðlegt tækifæri. Ég minnist ömmu Sillu sem afskap- lega sterkrar og ákveðinnar konu. Hún var dugnaðarforkur, enda hafði hún unnið hörðum höndum við að sinna heimili og fjölskyldu sinni frá unga aldri enda einungis rétt rúmlega tvítug þegar pabbi, frumburðurinn, fæddist. Líf ömmu mótaðist mjög af mörgu mótlætinu og miklum áföllum. Þótt hún bæri harm sinn oftast í hljóði var hún ekki hrædd við að deila raun- um sínum. Dáðist ég mjög að henni ömmu er hún ræddi opinskátt um geðsjúkdóm sinn á tímum þegar fátítt var að slíkt væri rætt fyrir opnum tjöldum. Í seinni tíð átti ég margt samtalið við ömmu þar sem hún lýsti af einlægni og sannleik hvernig það væri að lifa með slíkum sjúkdómi. Þá hafði amma afar sterka réttlætis- kennd og beitti hún sér ötullega fyrir mörgu góðu málefninu, einkum kven- réttindum og réttindum öryrkja og geðsjúkra. Ég minnist góðra stunda úr barn- æsku með ömmu Sillu og afa Snorra í Hrauntungunni. Ætíð var gaman að gista hjá þeim og voru amma og afi dugleg að skemmta Snorra júníor eða nafna eins og amma kallaði mig gjarn- an. Hrauntungan var stórt hús og leyndist þar margt spennandi að skoða. Fyrir bókaorm eins og mig gat ég gleymt mér tímunum saman við lestur skemmtilegra bóka. Amma hafði einnig mikið dálæti á lestri og ræddum við oft um bækur er við höfð- um lesið, ekki síst góða krimma, sem við kunnum bæði að meta. Einnig minnist ég skemmtilegra stunda við krossgátulausnir, spil og yatzi. Amma hafði einnig mikið dálæti á klassískri tónlist. Það dálæti skilaði sér til margra okkar í fjölskyldunni sem höf- um lagt stund á tónlist og þá einkum kórsöng. Fátt gladdi ömmu meir en að hlýða á fallegan söng og var hún afar dugleg við að mæta á alla þá tónleika sem fjölskyldumeðlimir tóku þátt í. Eitt var afar sérstakt við hana ömmu Sillu. Það var hið mikla stál- minni hennar. Hvort sem um var að ræða skondna atburði úr eigin barn- æsku, sögur af sínum eigin börnum eða atvik úr minni barnæsku sem ég man sjálfur varla eftir, ætíð gat amma lýst þeim í ótrúlegum smáatriðum. Hún lagði sig fram við að fræða okkur um liðna tíð, gróf upp gamlar myndir og gaf okkur og bar atvik úr nútíman- um við skemmtilega hliðstæðar sögur úr sínu lífi. Bjó mikill fjársjóður í frá- sögnum hennar. Elsku afi og nafni, þín er sorgin þyngst. Ég votta þér, pabba, Assa, Steinu, Gunnu og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. Megi minning- arnar um ömmu Sillu lifa um aldur og ævi eins og minningar ömmu sjálfrar gerðu svo vel meðan hún lifði. Snorri Sigurðsson. Sigurlaug Sveinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sig- urlaugu Sveinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.