Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LÍFIÐ hefur leikið Frank tösku- bera grátt, en nú sér hann fram á betri tíð. Frank töskuberi, eða Frank the Baggage Handler, er stytta í bænum Panticton í Bresku Kólumbíu. Frá því að hann var skapaður hefur Frank töskuberi staðið á torgi í bænum, kviknakinn innan um töskurnar sínar, og borg- arbúum hefur sumum hverjum ekki alls kostar líkað fataleysi Franks; – ja, nema þeir séu sérstaklega ánægðir með það. Alltént hefur Frank ekki fengið nokkurn frið fyr- ir fólki sem hefur séð sig knúið til að pota í og skemma hans við- kvæmasta part. Svo rammt kvað að, að skapari Franks, myndlistarmaðurinn Mich- ael Hermesh, sótti Frank til þess að hann þyrfti ekki að líða frekari niðurlægingu af hálfu samborgara sinna. Borgaryfirvöld brugðust illa við, riftu samningi við Hermesh og stöðvuðu greiðslur til hans fyrir verkið. Listamaðurinn sá sér þann kost vænstan að höfða mál gegn bæjaryfirvöldum og er skemmst frá því að segja að í vikunni var bærinn dæmdur til að greiða hon- um 14 þúsund dali í bætur fyrir skemmdir á verkinu. „Ég er mjög glaður,“ sagði myndlistarmaðurinn í viðtali við kanadíska miðla. „Þetta snerist ekki um peninga og bætur, heldur það að halda reisn“. Frank hefur nú fengið nýjan samasatað á vínbúgarði í nágrenni bæjarins. Frank fær bætur Bæjarfélag dæmt bótaskylt vegna skemmda á styttu Frank Með ferðatöskurnar sínar. FJÓRÐA námskeið Sinfón- íuhljómsveitar tónlistarskól- anna hófst 5. janúar og lýkur með tónleikum í Langholts- kirkju á morgun kl. 16. 115 tón- listarnemendur skipa hljóm- sveitina sem Guðni Franzson stjórnar. Einleikari á horn er Halldór Bjarki Arnarson, en á efnisskránni eru þættir úr Blindingsleik eftir Jón Ás- geirsson, Konsert fyrir horn og hljómsveit eftir Franz Strauss, Sinfónía nr. 1 í C- dúr eftir Beethoven, og Flower Shower eftir Atla Heimi Sveinsson. Hljómsveitin er samstarfsverk- efni tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu en nem- endur 13 tónlistarskóla taka þátt í námskeiðinu. Tónlist Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna Halldór Bjarki Arnarson ÚT er komin hjá Máli og menningu bókin Þorrablót eft- ir Árna Björnsson þjóðhátta- fræðing. Þar er grafist fyrir um upphaf siða sem tengjast þorrahaldi á Íslandi en sú saga nær æði langt aftur. Einnig er greint frá endurvakningu þorrablótanna á 19. öld þegar þjóðernisrómantík og fornald- ardýrkun léku um land og þjóð, og um viðgang siðarins á 20. öld. Er fróðlegt að sjá hvað er í rauninni fornt og hvað eru nútímaviðbætur. Bókinni fylgir viðamik- ill bálkur þorrakvæða. Eldri bók Árna um þorra- blótin hefur verið ófáanleg um langt árabil og þessi nýja útgáfa í kiljuformi bætir úr brýnni þörf. Fræði Úldið og súrt á fræðilega vísu Gömul auglýsing Naustsins á kápu SÝNING Sigrid Valtingojer í START ART fjallar að stórum hluta um ástand það sem ríkt hefur um árabil í Palestínu, að því er segir í tilkynningu frá listhúsinu. „Í ljósi nýjustu frétta af atburðum sem berast fjölmiðlum þessa dagana þykir okkur vera veruleg ástæða til að minna á sýningu Sigrid. Hún er að mestu unnin eftir dvöl hennar á þessum slóðum fyrir nokkru og eru myndirnar mjög áhrifarík list- ræn túlkun á hennar reynslu í Palestínu.“ Sigrid verður við í START ART, að Laugavegi 12 b á sunnudögum og milli kl. 17 og 18 alla aðra daga, að mánudögum undanskildum. Myndlist Sigrid ræðir um Palestínuverk sín Úr einu af verkum Sigridar Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is STÓRMENNI mannkynssögunnar njóta þess, að jafnvel þótt þau hafi fyrir löngu safnast til feðra sinna, þá eru nógu margir eftirlifendur minnugir afreka þeirra, til að halda þeim afmæli og minnast ártíða þeirra með ýmsu móti. Eitt þessara stórmenna nýtur þess þó að það eru ekki bara stór- afmælin sem eru tilefni hátíðahalda, heldur hver einasti afmælisdagur. Þetta er auðvitað Wolfgang Ama- deus Mozart, listatónskáldið góða, sem fæddist 27. janúar 1756. Út um allan heim minnast tónlistarmenn tónskáldsins á þessum degi, og það gera þeir líka hér á Íslandi. Það er Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari sem hefur haldið Mozart þetta afmælisboð ár hvert og fengið til liðs við sig valinkunna tónlist- armenn. Aldrei gerð nógu góð skil „Það er auðvitað ekkert að nenna; þetta er alls ekkert frumleg hugmynd heldur. Þetta er gert út um allan heim og margstolin hug- mynd þess vegna. En það er sjálf- sagt að gera þetta vegna þess að við höfum svo mikið að þakka þessum manni, það má gjarnan helga hon- um þennan dag, jafnvel þótt manni finnist honum aldrei gerð nógu góð skil,“ segir Laufey. Hún segir að þegar verk Mozarts séu annars veg- ar, þá sé endalaust hægt að vera að, og aldrei spila það sama. „Og svo er heldur aldrei nóg spilað af verk- unum hans. Þannig lít ég á það.“ Laufey segir frábært að spila á Kjarvalsstöðum, þar sem tónleik- arnir verða á sunnudagskvöld. Borgin styrkir tónleikana og lætur hópnum einnig húsnæðið í té, og kveðst Laufey afar þakklát fyrir þann stuðning. „Flygillinn á Kjar- valsstöðum er sá besti á svæðinu; ég er sannfærð um það, því hann er svo hljómfallegur.“ Laufey segir efnisskrána í ár vera hefðbundna, og ekkert um skringilegheit af neinu tagi. Þar eru tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu KV.376 og KV.481 ásamt píanósón- ötu KV.576 og Kegelstatt-tríóinu KV.498 fyrir klarinett, víólu og pí- anó. Flytjendur ásamt Laufeyju eru Krystyna Cortes og Valgerður Andrésdóttir píanóleikarar, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Einar Jóhannesson klarinettuleik- ari. Hvaðan kemur fegurðin? Frá upphafi hefur það verið ein- kenni afmælistónleika Mozarts að verkunum er fylgt úr hlaði með tölu og kynningum á tónskáldinu og verkunum. Þorsteinn Gylfason pró- fessor, einn besti vinur Mozarts hér á landi, sá um þessar kynningar þar til hann lést árið 2005. Í ár er það ungur tónvísindamaður, Helgi Jóns- son, sem talar um afmælisbarnið og verkin, en hann talar líka um fleira. „Ég kynni auðvitað verkin, segi frá tilurð þeirra og því umhverfi sem þau voru samin í. Ég vitna kannski í einhver bréf Mozarts. En svo lang- ar mig að tala um fegurðina – feg- urðina í Mozart. Það er ofboðslega huglægt hvernig hver og einn upp- lifir fegurð, en þó virðist vera ein- hver samhljómur í skoðun fólks á tónlist Mozarts. Fegurðin í verkum Mozarts blasir við á mörgum stöð- um, það má nefna g-moll sinfóníuna, píanókonsertana, Sálumessuna; það er sama hvað er. Sumir hafa lýst þessu sem beintengingu við hið æðra – að þarna sé einhver ljósleið- ari í gangi, en það er erfitt að henda reiður á hvað það er nákvæmlega, nema þá að það sé sérstök náð- argáfa. Mig langar til þess að velta því upp. Ég mun ekki verða með nein gífuryrði, því það hefur ekki verið ritað og rætt meira um nokk- urt tónskáld. Hver og einn á „sinn“ Mozart og ég ætla ekki að breyta því. Mig langar samt að reyna örlít- ið að setja fingur á það hvað það er sem er svona fallegt við Mozart. Ég ætla ekki að vera mjög fræðilegur, því það var ósk Laufeyjar að ég yrði persónulegur. Þetta verður því bara létt spjall,“ segir Helgi Jóns- son. Afmælistónleikarnir verða sem fyrr segir á Kjarvalsstöðum annað kvöld kl. 20. Ljósleiðarinn Mozart Árlegir afmælistónleikar Wolfgangs Amadeusar á Kjarvalsstöðum annað kvöld Árvakur/Frikki Mozartvinir Valgerður Andrésdóttir píanóleikari, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir víóluleikari og Einar Jóhannesson klarinettuleikari. Á myndina vantar Krysztynu Cortes og og Laufeyju Sigurðardóttur. Í HNOTSKURN » Wolfgang Amadeus Mozartfæddist 27. janúar 1756 í Salzburg, en dó 5. desember 1791, aðeins 35 ára. » Mozart var undrabarn, ferð-aðist með föður sínum og lék fyrir háa sem lága. » Fyrstu tónsmíðarnar samdihann á barnsaldri, en hann samdi verk af öllum gerðum, sin- fónísk verk, kammerverk, ein- leiksverk, sönglög, andleg verk og óperur. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞETTA lítur mjög vel út,“ segir Kári Mikines og brosir breitt þar sem hann skoðar upphenginguna á verkum föður síns á Kjarvals- stöðum. Sámal Joensen-Mikines er kunnasti myndlistarmaður sem Færeyjar hafa alið og á þessari fyrstu yfirlitssýningu á verkum hans hér eru um 50 verk sem sýna helstu þemu hans; landslag, port- rett og verk um dauðann. Kári er einkasonur málarans og fer með höfundarrétt verka hans. Hann segist þekkja langflest verkin vel, þó kom honum á óvart að sjá verk sem eru í einkaeigu hér á landi. „Þetta er mjög vandað yfirlit, og gefur góða tilfinningu fyrir því hvernig hann þróaðist sem lista- maður.“ Mikines átti sér margar hliðar í listinni. „Það má glögglega sjá það hér. Sum verkanna eru mjög dimm, frá því snemma á ferlinum,“ segir Kári og bendir á stóru líkvökuverk- in til áréttingar, „...á meðan önnur tímabil eru miklu bjartari. Á elliár- unum glímdi hann við margvísleg veikindi en hann reyndi samt að finna birtu í drunganum.“ Fjölskyldan bjó í Danmörku þótt Mikines færi oftast til Færeyja að mála á sumrin. Kári kom einungis tvisvar til eyjanna í æsku. „Færeyjar voru ætíð í huga föð- ur míns. Þegar hann var ungur fékk hann styrk til að mála í París. Hann var með dönskum málurum, sem fóru daglega út til að mála í borginni, en faðir minn var inni og málaði myndir frá sinni heima- byggð.“ Mikines er í afar miklum metum meðal Færeyinga og Kári segir hann einnig vel kynntan í Dan- mörku, þar sem hátt verð fáist fyr- ir verk hans á uppboðum. Leitaði birtu í drunganum Árvakur/Einar Falur Sonur málarans Kári Mikines við eina af grindhvalaadrápsmyndum föður síns. Hann hefur bannað andstæðingum veiðanna að nota þær í baráttunni. Sonur Mikines segir verk föður síns hafa margar hliðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.