Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 36
... ægifagra nærri ní- ræða listakonu með augu sem Picasso líkti við augu ránfugls… 43 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG var nú bara beðinn um að gera þetta,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, sem hefur tekið að sér eitt af aðalhlutverkunum í söngleiknum Ást- in er diskó - lífið er pönk sem frum- sýndur verður í Þjóðleikhúsinu í apríl. „Ég þurfti aðeins að hugsa mig um, ég er náttúrulega starfsmaður Stöðv- ar 2 og að leika í Borgarleikhúsinu, þannig að það er nóg að gera. En það hefur alltaf heillað mig að vera á sviði, mér finnst það voða gaman. Ég er líka mikill söngleikjakarl, og það kæmi mér ekki á óvart ef ég væri látinn syngja í þessu,“ segir Sveppi og hlær. „Mér finnst alltaf jafn furðulegt þeg- ar fólk er að biðja mig um að syngja.“ Höfundur verksins er Hallgrímur Helgason og bróðir hans Gunnar sér um leikstjórn. Aðspurður segist Sveppi leika diskógæjann Danna - eitt af stærri hlutverkunum. „Ég er að leika engisprettu á daginn og svo er ég diskóbolti á kvöldin,“ segir Sveppi sem er þar að vísa til hlut- verks síns í Gosa í Borgarleikhúsinu. Hann efast hins vegar um að hann ætli að leggja leiklistina alfarið fyrir sig. „Þetta tekur svo mikinn tíma, þannig að maður getur ekkert skotist upp í sumarbústað með fjölskyldunni. En ég á svo erfitt að segja nei við öllu svona, sérstaklega þegar það er eins skemmtilegt og þetta.“ Diskóboltinn Sveppi Morgunblaðið/Golli Sveppi „Ég held alveg lagi, en ég myndi ekki bóka mig á árshátíð!“ Leikur eitt aðalhlutverkanna í nýjum söngleik  Ég með Róbert Hjálmtýsson í broddi fylkingar er hinn hvíti hrafn íslenskrar rokk- tónlistar og það er ávallt fagnaðar- efni þegar þessi fáséða og skringi- lega sveit kemur saman til að spila. Sveitin sendi nýverið frá sér lag- ið „Helgi“ sem sver sig í ætt við ruglrokk-stefnu þeirra drengja en von er á þriðju plötu sveitarinnar með hækkandi sól. Hefur sú plata fengið heitið Lúxusupplifun en enn er óljóst hvaða plötufyrirtæki mun gefa hana út. Þess ber hins vegar að geta að knattspyrnuhetjan og út- gáfurisinn Eiður Smári Guðjohnsen gaf út síðustu plötu sveitarinnar, sem hét því skemmtilega nafni Plata ársins. Eiður stendur nú í út- gáfu á fyrstu plötu Sverris Berg- manns en biðin eftir þeirri plötu fer að minna á biðina eftir Guns ’N Ro- ses-plötunni Chinese Democracy. Aðdáendur Ég (eða Mín) fá tæki- færi til að heyra nýju lögin og önn- ur eldri á Organ annað kvöld. Þriðja hljómplata „Mín“ væntanleg með vorinu  Og að annarri hljómveit. Dýrðin heldur til London á föstudag og kemur fram á tvennum tónleikum þar í borg. Upphaflega átti að halda eina tónleika í London og eina í Ox- ford en áður en til þess gat komið fór tónleikastaðurinn í Oxford á hausinn. Tónlistarskríbentinn Tom Bartlett útvegaði þeim í staðinn gigg í Brixton en Bartlett þessi var víst fyrstur til að vekja athygli á Dýrðinni utan landsteinanna. Dýrðin til London Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ tíðkast erlendis að leikarar búi til svona „showreel“ sem er sýningarbútur úr myndum sem þeir hafa leikið í,“ segir Ágúst Bjarnason, nemi í kvikmyndaleik við Kvikmyndaskóla Ís- lands, en á vefsíðunni YouTube má nú skoða myndskeið með því sem hann hefur leikið í. „Bjarni Gautur leikstjóri fékk þessa hugmynd, klippti saman hlutverk sem ég hef farið með í eitt myndband og setti á netið. Ég skynja það núna að þetta er ekkert vitlaust ef maður vill koma sér á framfæri, enda er slíkt myndband partur af ferilskrá fyrir leikara.“ Ágúst segir að það sé mjög algengt að leikarar erlendis noti YouTube sem vettvang fyrir slík „showreel“ myndbönd til að koma sér á framfæri en lítið hafi verið um það meðal íslenskra leikara. Spurður hvort hann stefni á erlendan markað sem leikari svarar Ágúst játandi og segir að frá upphafi hafi stefn- an verið sett á Bandaríkin. „Ég var að velta fyrir mér að leika hér heima í sumar og fara síðan ut- an á næsta ári og reyna að koma mér áfram þar.“ Eins og áður segir er Ágúst nemi í kvikmynda- leik hjá Kvikmyndaskóla Íslands en þetta er fyrsti veturinn sem það nám er í boði. „Námið tekur tvo vetur og er byggt að fyrirmynd er- lendra leiklistarskóla með áherslu á kvikmynda- leik fremur en sviðsleik. Það er tvennt ólíkt,“ segir Ágúst og bætir við að kvikmyndaleikurinn hafi alltaf heillað meira en leiksviðið. Viðskiptafræði í bakhöndinni Ágúst er ekki með langa ferilskrá sem leikari en byrjaði þó að leika í stuttmyndum strax í grunnskóla og hefur verið iðinn við kolann í þeim geira síðan auk þess sem hann hefur komið fyrir í nokkrum auglýsingum. Næstkomandi sumar verður samt tíminn því hann er kominn með hlutverk í stærri verkefnum sem verða tek- in upp þá. Ágúst er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík en segist samt alltaf hafa verið með kvikmyndaleik í huga á námstím- anum. „Kvikmyndaleikur er eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera en aldrei þorað að sleppa örygginu sem felst í að vera í fjár- málaheiminum. En ég ákvað að láta vaða núna, maður getur ekki endalaust verið á rangri hillu. Þetta er það sem ég á að vera að gera.“ Stelpur og stælgæjar Í lok YouTubes-myndbandsins er vísað á My- Space-síðu Ágústs sem er nokkuð skondin. „Ég þarf nú að laga þessa síðu,“ segir hann og hlær. „Ég og tveir vinir mínir fórum til Los Ang- eles síðastliðið sumar. Til að komast inn á skemmtistaði sem eru aðeins ætlaðir fræga, ríka og fallega fólkinu bjó ég til bakgrunn; heimasíðu fyrir íslenska stórstjörnu og sótti síðan um að komast á gestalista. Það leiddi m.a. til þess að okkur vinunum var boðið að vera sérstakir gestir á tónleikum sem haldnir voru á Viper Room sem er í eigu leikarans Johnny Depp. Persónan sem ég bjó til fyrir ferðina til LA var mjög sjálfhverf og lét alla snúast í kringum sig. Þetta hlutverk gekk rosalega vel og ég er enn að fá boð í partí og veislur,“ segir Ágúst en stelpur og sportbílar koma nokkuð fyrir á MySpace-síðunni. Hann lét þó ekki heillast af glamúrheiminum í LA. „Það merkilega við þessa reynslu var að ég sannfærð- ist enn frekar um að ég vil vera leikari en sá að það er ekki eftir neinu að sækjast í heimi fræga fólksins. Það skemmtilegasta við LA er allt lista- fólkið sem er að reyna að komast áfram í brans- anum. Það er alltaf mikil orka og ánægja sem fylgir fólki sem virkilega sækist eftir draumum sínum.“ Úr viðskiptum í leiklist Ágúst Bjarnason viðskiptafræðingur stefnir á kvikmyndaleik í Bandaríkjunum Árvakur/G. Rúnar Á hvíta tjaldið Ágúst Bjarnason hefur alltaf átt þann draum að verða kvikmyndaleikari. www.youtube.com ■ Á morgun kl. 19.30 – Örfá sæti laus Ættgeng snilligáfa Natasha Korsakova, ungur rússneskur fiðlusnillingur, flytur hinn rómaða fiðlukonsert Brahms. Einnig verður fluttur eldfjörugur brasilískur forleikur og magnþrungin önnur sinfónía Rakmaninoffs. Stjórnandi: John Neschling. Einleikari: Natasha Korsakova ■ Fim. 7. febrúar kl. 19.30 Myrkir músíkdagar Einstakur viðburður, frumflutningur tveggja íslenskra sinfónía, eftir Atla Heimi Sveinsson og John Speight. ■ Lau. 16. febrúar kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu Fransk rússneskur kammersirkus. Verk fyrir fjölbreytta hljóðfæra- skipan eftir Debussy, Ravel og Prokofiev. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.