Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 19
Sérlega vönduð dönsk timbureiningahús
byggð og hönnuð fyrir íslenskar
aðstæður.
Einingarnar eru samsettar í verksmiðju í
Danmörku fluttar hingað heim og svo eru
h ú s i n r e i s t a f í s l e n s k u m
byggingameistara.
Allt byggingarlag húsanna er eins og best
verður á kosið m.a er lerki í utanhús-
klæðningunni sem þykir sérlega
endingargott. Gluggar eru úr mahogany
harðviði og gólfplötur steyptar með
hitaspíral. Einangrun er meiri en
gengur og gerist en 8” er í
útveggjum og 9” í þaki (Steinull)
Hægt er að fá húsin allt frá uppsettum einingum, eða á einhverju því byggingarstigi sem þér hentar best. Sjá má
margar skemmtilegar útfærslur á heimasíðu Hiin-Husin www.hiin.eu en að auki bjóða Hiin-Husin upp á aðstoð við
hönnun á þínu draumahúsi. Hiin-Husin hafa þegar reist 2 sýningarhús í skipulögðu sumarhúsahverfi úr landi
Leirubakka í Landsveit—við Rangá skammt frá Heklu
Hiin-Husin:
Uppl. Í síma 899-5466 og rgt@hiin.eu
LANDSMÖNNUM gefst um þess-
ar mundir tækifæri til að skoða
yfirlitssýningu á verkum eftir hinn
merka færeyska listmálara Sámal
Elias Joensen–Mikines (1906–
1979) á Kjarvalsstöðum – og jafn-
framt að öðlast áhrifamikla innsýn
í lífsbaráttu Færeyinga, eins og
Mikines þekkti hana. Á sýning-
unni eru um 50 málverk sem
spanna tímabilið frá 1928–1971.
Uppsetning sýningarinnar tekur
mið af 3–4 meginþemum Mikiness
og er rými salarins skipt í fjögur
samsvarandi svæði; innst til hægri
má sjá portrettmyndir auk heim-
ildarmyndar um Mikines á sjón-
varpsskjá, þá eru málverk sem
tengjast lífinu við höfnina og
þ.m.t. grindhvaladráp, þriðja
svæðið sýnir einnig myndir sem
fjalla um dauðann ásamt ýmsu
öðru myndefni og síðast en ekki
síst er úrval húsa- og landslags-
mynda innst til vinstri. Þessi upp-
setning varpar ljósi á hvernig
Mikines nálgast hugðarefni sín á
mismunandi vegu og gefur kost á
samanburði á efnistökum í verkum
af skyldum mótífum en frá ólíkum
tímaskeiðum. Þannig hangir t.d. í
landslagshlutanum elsta verk sýn-
ingarinnar „Frá Mykines-eyju“ frá
1928, málað (væntanlega fyrir
upphaf náms við listakademíuna í
Kaupmannahöfn) í dálítið bernsk-
um stíl, við hlið ólgandi nær-
afstraksjónar í „Brim við lend-
inguna“ eftir þroskaðan listamann
frá 1952.
Gott er að hafa sýningarskrá við
höndina því þar eru verkin talin
upp í tímaröð eftir gerð þeirra, en
það getur auðveldað áhorfand-
anum að setja einstök verk í sam-
hengi við stíl- og tækniþróun lista-
mannsins.
Elstu verkin eru flest í portrett-
hlutanum, frá fyrri hluta 4. ára-
tugarins þegar Mikines er undir
akademískum áhrifum í dempaðri
litanotkun og natúralískri nálgun.
Hann er næmur portrettmálari –
t.d. birtist Dunga Hans Pauli okk-
ur eins og ljóslifandi væri í verki
frá 1934. Expressjónísk áhrif sjást
í lausari og tjáningarríkri pens-
ilskrift í mynd af skáldinu H.A.
Djurhuus frá sama ári. Í verkinu
„Móðir mín“ frá 1933 má greina
áhrif, m.a. í útlínuteikningu og
melankólískri stemmningu mynd-
arinnar, frá einum af frum-
kvöðlum expressjónismans –
norska málaranum Edvard
Munch, sem var í miklum metum
hjá Mikines. Í yngsta verkinu,
mynd af reisulegum sjómanni frá
1963, skilar tjáningarkraftur mál-
arans og næmleiki – og sálrænt
innsæi – hans fyrir persónu fyr-
irsætunnar sér ekki síður í léttri
pensilskrift og fínlegum lit-
brigðum í þunnri áferð. Myndin
segir „meira en þúsund orð“ um
líf og starf sjómannsins.
Húsa- og landslagsmyndirnar
eru flestar málaðar upp úr 1950
með leikandi léttri, en jafnframt
kraftmikilli málaratækni. Mikines
miðlar birtubrigðum í næmri og
hárnákvæmri litanotkun. Í þess-
um verkum nær hann að skapa
sterka tilfinningu fyrir flæði og
hrynjandi, hvort sem er í þéttum,
mettuðum litaflötum eða opnari
litaflötum og lausbundnum form-
um þar sem gjarnan er beitt
sköfutækni.
Mikines er þungavigtarmálari í
norrænni myndlistarsögu og hefur
auðvitað haft gríðarleg áhrif á
færeyska eftirmenn sína í mál-
verkinu. Hann var fjölhæfur lista-
maður og leitandi í efnistökum og
við skoðun sýningarinnar koma
ýmsir og ólíkir íslenskir málarar
frá hinu móderníska tímabili upp
í hugann. Viðfangsefnin eru einn-
ig að ýmsu leyti skyld, einkum í
sjávarþorpsmyndum og eyja-
landslagi. Ætla má að Mikines
hafi talsverða þýðingu í íslensku
listsögusamhengi en Nesútgáfan
gaf nýlega út stórglæsilegt rit um
Mikines eftir Aðalstein Ingólfsson
listfræðing sem einnig er sýning-
arstjóri sýningarinnar.
Í miðrými salarins eru verk
átakamikilla viðfangsefna – túlk-
un á angist, dauða og einsemd.
Mörg verkanna eru stór í sniðum,
„mónumental“, í meitlaðri mynd-
byggingu, önnur miðla drama-
tísku andrúmslofti í ólgandi sam-
spili lita og einfaldaðra forma.
Konur og börn sjá eftir skipum
leggja úr höfn, grindhvalir sveifla
sporðum í dauðastríði. Myndir
þar sem mannfólkið tekst á við
sorg eftir lát ástvina lýsa þöglum
vanmætti. Hin tilvistarlega og til-
finningabundna tjáning er sterkur
þáttur í myndlist Mikiness en hún
á rætur í reynslu listamannsins,
sem líkt og Edvard Munch horfði
upp á nána fjölskyldumeðlimi
tærast upp af berklum, og í sam-
eiginlegri reynslu og minningum
hins litla samfélags.
Mikines
Anna Jóa
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir
Til 6. apríl 2008. Opið alla daga
kl. 10–17. Aðgangur ókeypis.
Sýningarstjóri: Aðalsteinn Ingólfsson
Mikines – yfirlitssýning
Grindhvalaveiði, 1949 „Í miðrými salarins eru verk átakamikilla viðfangs-
efna – túlkun á angist, dauða og einsemd,“ segir meðal annars í umfjöllun.
SINFÓNÍAN, þetta glæsta stór-
form klassískrar tónsköpunar sem
borið hefur ægishjálm yfir aðrar
hljóðfæragreinar allt frá ofanverðri
18. öld, kom eðlilega seint til skjala
í íslenzkri tónsögu, þ.e.a.s. með
hinni stuttu nr. 1 eftir Leif Þór-
arinsson frá 1963. Síðan liðu ára-
tugir unz þráðurinn var tekinn upp
að nýju, en eftir það hefur orðið æ
skemmra högga á milli. Einkanlega
úr smiðju þeirra Johns A. Speight
og Atla Heimis Sveinssonar er telja
verður meðal afkastamestu núlif-
andi íslenzkra tónskálda. Kvað hvor
hafa samið a.m.k. fjórar hljóm-
kviður til þessa, og má því segja að
músíkafurðir landsmanna séu loks
fyrir alvöru farnar að blanda geði
við víðfeðmustu tónsköpun heims-
ins.
Aldrei þessu vant var frumflutn-
ingur tveggja nýrra íslenzkra sin-
fónía í boði á tónleikum Myrkra
músíkdaga í Háskólabíói á fimmtu-
dagskvöld; ef að líkum lætur í
fyrsta skipti frá því er land byggð-
ist. Hefði þar af leiðandi mátt búast
við öllu fjölmennari aðsókn en raun
bar vitni, því hún virtist talsvert
undir meðallagi. Á hinn bóginn var
við einhverja mestu ófærð á höf-
uðborgarsvæðinu að etja í allavega
ungmenna minnum. Hvort það
merki að jeppaeigendur séu flestir
óvilhallir nýrri tónlist verður hins
vegar að liggja á milli hluta.
Öllu má nafn gefa segir mál-
tækið, og gildir það sannarlega ekki
sízt um sinfóníugrein nútímans. Frá
því að vera tiltölulega afmarkað
fjórþætt stórform í vínarklassík og
rómantík hefur hún fallið undir æ
víðari skilgreiningu unz hún merkti
nánast aðeins stórt hljómsveit-
arverk með eða án einsöngs og/eða
kórs. Það sást og berlega þetta
kvöld. Meðan fimmþætt 4. sinfónía
Speights [39’] uppfyllti að mestu
hefðbundnar lágmarkskröfur um
víðtæka úrvinnslu í t.a.m. anda Ma-
hlers – að sinfónía ætti að end-
urspegla veröld í stóru og smáu –
virtist nálgun hinnar þríþættu 3.
sinfóníu Atla Heimis [42’] aftur á
móti mun þrengri og bar, með áber-
andi þátttöku tveggja einsöngvara
og þriggja „bakradda“ (ígildi kórs),
helzt keim af nútíma kammeróperu
við sparneytinn ef ekki meinlátan
hljómsveitarrithátt, að vísu með tíð-
um hvössum uppbrotum.
Þar eð umfjallandi var ekki í að-
stöðu til að vippa sér langt fram í
tíma varð hann að vanda að tak-
marka sig við skyndihrif staðar og
stundar. Og þó að einstæðar að-
stæður ættu í fyllstu sanngirni ekki
að sérheimila samanburð varð samt
ekki við það ráðið, enda hljóta aðrir
áheyrendur að hafa gert slíkt hið
sama. Hér-og-nú-áhrif hvors verks
voru nefnilega kolólík, og það sem
kann að hafa verið „frumlegast“ í
hvoru tilviki skipti mann fljótlega
hverfandi máli – hvað svo sem
framtíðin leiðir í ljós.
Í þeim samanburði hafði að minni
vitund sinfónía Johns ótvíræðan
vinning. Vel má vera að finna mætti
einstaka enduróm úr eldri verkum
landa hans eins og Plánetum
Holsts, en í mínum huga var verkið
umfram allt hlustvænt fram í fing-
urgóma; fjölbreytt, andstæðuríkt og
glæsilega orkestrað. Á móti kom
sinfónía Atla Heimis nánast fyrir
sem óþarflega einsleit og lang-
dregin lýsing á martröð, þrátt fyrir
aðstoð prýðilegra ljóða Heinesens (í
þýð. Úlfs Hjörvar), Kazantzakis
(þýð. AHS) og Gunnars Gunn-
arssonar í ágætri söngtúlkun
Ágústs Ólafssonar, Gunnars Guð-
björnssonar og aukasöngvara.
Hvort tveggja verk í natinni umsjá
þýzka hljómsveitarstjórans.
Það er erfitt að spá, einkum um
framtíðina. En persónulega myndi
ég frekar veðja á langlífi fyrra
verksins en hins síðara.
Tvær ólíkar
sinfóníur
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Háskólabíó
John Speight: Sinfónía nr. 4 (frumfl.). Atli
Heimir Sveinsson: Sinfónía nr. 3 (frumfl.);
einsöngur: Gunnar Guðbjörnsson og
Ágúst Ólafsson; bakraddir: Hulda Björk
Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir
og Hrólfur Sæmundsson. Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Stjórnandi:
Roland Kluttig. Fimmtudaginn
6. febrúar kl. 19:30.
Myrkir músíkdagar – Sinfóníutónleikar
bbbnn
NÚ um helgina
lýkur þremur vin-
sælum sýningum
á Listasafni Ís-
lands og af því til-
efni ætlar Halldór
Björn Runólfsson
safnstjóri að
bjóða síðustu
gestunum upp á
leiðsögn um sýn-
ingarnar.
Þar ber fyrst að nefna sýningu
á verkum Kristjáns Davíðssonar
sem vakið hefur mikla athygli og
mun Halldór Björn fara yfir þró-
unina í verkum listamannsins síð-
ustu sautján árin og segja frá
áhrifavöldum á mótunarárum
hans. Á því tímabili sem sýningin
spannar gjörbreyttist list Krist-
jáns bæði listrænt og tæknilega.
Hin stóra sýningin saman-
stendur af verkum sem Markús
Ívarsson járnsmiður safnaði og
erfingjar hans færðu Listasafni
Íslands að gjöf eftir hans dag. Þar
má finna mörg af þekktustu ís-
lensku listaverkum fjórða áratug-
arins og margir af ástsælustu
listamönnum þjóðarinnar eiga þar
verk. Þar má nefna Jóhannes
Sveinsson Kjarval, Finn Jónsson
og Þorvald Skúlason.
Að lokum verður litið á áhrifa-
mikið verk eftir Katrínu Sigurð-
ardóttur sem nefnist High Plane
VI.
Leiðsögnin hefst klukkan 14 á
morgun, sunnudaginn 10. febrúar.
Leiðsögn um sýningar
á lokasprettinum
Halldór Björn
Runólfsson