Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar ReynirSveinsson tón- skáld fæddist í Reykjavík 28. júlí 1933. Hann andaðist 30. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Kortsdóttir og Sveinn Jóhanns- son kaupmaður, bæði látin. Systkini Gunnars eru Stella Gréta Margrét, lát- in, Kort Sævar, lát- inn, Sveinfríður Guðrún, látin, Jón Björgvin og Þór. Gunnar kvæntist Ólöfu Hún- fjörð, sonur þeirra er Sveinn, f. 25. nóvember 1951. Þau skildu. Seinni kona Gunnars var Ásta Thorstensen kennari, f. 30. ágúst 1939, d. 2. október 1985. Dætur þeirra eru: 1) Sigríður Helga, f. 20. maí 1968. Börn hennar eru Helgi Ólafur Axelsson, f. 21. apríl 1986, Alexandra Ásta Axelsdóttir, f. 10. maí 1989, og Ingunn Embla Axelsdóttir, f. 31. janúar 1996. 2) Ingunn Ásta, f. 27. febrúar 1970. Maki Óskar Alfreðsson 1. júlí 1963. Sonur þeirra er Alfreð, f. 28. september 1991. Gunnar Reynir nam tónsmíðar við tónlistarskólann í Reykjavík hjá Jóni Þórarinssyni á ár- unum 1955- 1961.Hann stundaði síðan framhaldsnám við tónlistarskólann í Amsterdam og rík- isháskólann í Utrecht í Hollandi. Gunnar var afburða víbrafónleik- ari á árum áður og var einn heið- ursfélagi Jazzvakningar. Hann var afkastamikið tónskáld og var mestur hluti verka hans einsöngs- lög, kórverk og orgelverk. Hann samdi einnig kammerverk, ein- leiksverk og tónlist með jazzívafi, auk tónlistar við fjölmörg leikrit og kvikmyndir. Útför Gunnars fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Gunnar Reynir var nánasti vinur minn um áratuga skeið. Mér þótti mjög vænt um hann og bar djúpa virðingu fyrir honum sem lista- manni. Tónlistin var honum ástríðu- full lífstjáning. Hún átti í honum hvert bein, hverja frumu, hvern blóðdropa. Allt annað varð að víkja. Hann var lengi heilsuveill og þjáður af langvinnum sjúkdómi en alltaf harkaði hann af sér og var áður en varði sestur við og byrjaður að semja. Við Gunnar kynntumst í Amst- erdam haustið 1967. Hann var að ljúka námi í tónsmíðum í borginni en ég var kominn þangað til söng- náms. Okkur leist hvorugum vel á hinn í byrjun. En brátt áttum við auðvelt með að tala saman og milli okkar varð eiginlega aldrei mis- skilningur. Við hittumst svotil dag- lega og höfðum mikla þörf hvor fyr- ir annan; þegar ég fylgdi honum heim að kvöldi fylgdi hann mér aft- ur heim og svo öfugt, stundum slag í slag á sama kvöldinu því við höfðum svo margt um að tala. Mér fannst hann skilja mig betur en aðrir menn og stundum betur en ég sjálfur. Eftir að við snerum heim til Ís- lands héldu þessi dýrmætu sam- skipti áfram og vinátta okkar dýpk- aði. Elsa konan mín og Gunnar urðu líka miklir mátar enda bæði for- fallnir djassgjeggjarar hérumbil frá fæðingu. Við Elsa áttum líka vin í konu hans, Ástu Thorstensen. Hún var mikill og næmur tónlistarunn- andi. Undansláttur og gervi- mennska í tónlist fór illa í hana. Hún gerði óvægnar listrænar kröf- ur. Gunnar átti því ekki aðeins ást- vin og lífsförunaut í Ástu. Hún var samherji í tónsmíðum hans. Og meira en það: Hún var lífsakkeri hans. Gunnar byrjaði kornungur að leika í dans- og djasshljómsveitum. Hann var afburðagóður víbrafón- leikari og spilaði víða um heim, stundum með frægum djasssnilling- um. Djassinn varð síðar stór hluti af tónsmíðum hans. Á þessum árum lifði hann hátt og af öllu afli, vílaði ekkert fyrir sér. Það fylgdi brans- anum. En þetta líf átti í raun ekki við hann. Þótt hann væri vinmargur var hann að eðlisfari einrænn og brothættur, þurfti kjölfestu og umönnun. Það fékk hann í Ástu. Þá fóru í hönd góðir tímar og frjóir. Ásta féll frá 1985. Eftir það stóð þessi góði vinur minn ekki lengur föstum fótum í lífinu. Um skeið drakk hann ótæpilega. Heilsu hans hrakaði mjög og hann var oft sár- þjáður. Jafnframt dró úr samskipt- um hans við fólk. Um það er lauk voru þau orðin minni en nokkrum manni er hollt eða fær risið undir. Á þessum síðustu árum reyndist vin- kona hans, María Jónsdóttir, honum ákaflega vel. Gunnar var gáfaður og vellesinn og hafði dýpri og sannari skilning á skáldskap en flestir menn sem ég hef kynnst. Hann var stórmerkilegt og sérstætt tónskáld. Tónverk hans spanna afar vítt svið; allt frá einföld- um melódíum í dægurlagastíl til flókinna hljómsveitar- og kórvera og eiginlega allt þar á milli. Auk þess samdi hann tónlist fyrir leik- hús, þar á meðal mér ógleymanlega tónlist við Dag vonar 1987. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir vináttu okkar Gunnars Reynis. Börnum hans; Siggu, Ingu og Sveini sem og vinum og vandamönnum vottum við Elsa einlæga samúð okk- ar. Birgir Sigurðsson. Kveðja frá Tónskáldafélagi Íslands Gunnar Reynir Sveinsson tón- skáld er fallinn frá. Hann var eitt af litríkustu tónskáldum sinnar sam- tíðar og tók virkan þátt í þeirri framþróun í tónsköpun og tónlist- arflutningi á Íslandi sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum. Íslensk tónskáld hafa í gegnum tíð- ina flutt til landsins strauma og stefnur í tónlist erlendis frá og var Gunnar Reynir Sveinsson einn þeirra sem fluttu með sér ferska vinda frá Mið-Evrópu í gegnum nám sitt og störf í Hollandi. Gunnar Reynir var fjölhæft tón- skáld og liggja eftir hann tónverk af ólíkum tegundum og gerðum. Hann var meðal þeirra tónlistarmanna sem störfuðu bæði sem tónskáld og tónlistarflytjendur og beitti per- sónulegum tónsmíðaaðferðum hvort sem var á sviði framsækinnar nú- tímatónlistar, leikhústónlistar, kvik- myndatónlistar eða djasstónlistar. Hann blandaði saman ólíkum stefnum í tónsköpun og skapaði með því sinn persónulega stíl, nokkuð sem ungt tónlistarfólk hefur oftar en ekki að leiðarljósi í dag. Gunnar Reynir hafði mikil áhrif á tónlistarlífið á Íslandi á sínum tíma og í dag eru ungir tónlistarmenn að tileinka sér aðferðir hans og kynna sér tónlist hans.Verk hans eru flutt reglulega á tónleikum bæði hérlend- is og erlendis og ber það vott um að tónlist Gunnars Reynis hafi náð að skjóta rótum til framtíðar í íslensku menningarlífi. Við félagar hans í Tónskáldafélagi Íslands þökkum honum fyrir áhrifa- ríkt framlag til íslenskrar tónlistar og samfylgdina í gegnum tíðina. Að- standendum Gunnars Reynis send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. f.h Tónskáldafélags Íslands Kjartan Ólafsson, formaður. Gunnar Reynir var örlagavaldur í lífi mínu. Hann gaf mér spegil til að skoða sjálfan mig í. Við kynntumst í aðdraganda sýningar Gríms Mar- inós Steindórssonar í Perlunni árið 1992. Við unnum allir þrír saman að því ævintýri, sem fékk heitið Tón- myndaljóð. Þetta var glæsileg sýn- ing á málm- og steinverkum Gríms Marinós og ljóðum mínum við sum þeirra og lögum Gunnars við bæði ljóð og myndir. Við opnunina voru nokkur tónverka hans frumflutt að viðstöddu fjölmenni. Þar fóru góðir listamenn, þeir Þorsteinn Gauti pí- anóleikari og Sverrir Guðjónsson söngvari. Saman gáfum við svo út bók með sama heiti og sýningin undir forlagsheitinu Alletre og hafði Gunnar Reynir húmor fyrir því sem svo mörgu öðru. Hann var glaðsinna í góðra vina hópi. Við áttum margar gleðistundir saman fyrir sýningu og á meðan á henni stóð. Bókin góða var síðan þýdd á ensku og prentuð tvisvar sinnum og bar hróður okkar þremenninganna vítt um heim. Árið 1993 hélt Grímur Marinó aðra sýn- ingu og þá voru verk Gunnars Reynis einnig flutt, að þessu sinni af Jónasi Ingimundarsyni, píanóleik- ara, og Dúfu S. Einarsdóttur söng- konu við undirleik Guðbjargar Sig- urjónsdóttur. Gunnar Reynir fann þann hljóm í ljóðum mínum sem ól af sér mörg sönglög. Hann hafði mörg orð um það að hann skildi til fullnustu sökn- uð minn og sársauka í ljóðaflokkn- um Hlér enda hafði hann kynnst sorginni sjálfur. Fleira áttum við sameiginlegt og fór vel á með okkur, hvort sem við ræddum tónlist, ljóð eða trú. Hann var minn maestro. Ég trúi því að verk hans eigi eftir að lifa með þjóðinni um aldur og ævi þótt samtími hans hafi ekki sýnt honum þá ræktarsemi sem mér finnst hann hafa átt skilið. Dóttir mín, Hörn, hafði fyrir nokkru ákveðið að halda tónleika í Salnum í Kópavogi þann 10. apríl næstkomandi og ætlar að flytja þar eingöngu lög Gunnars Reynis við ljóðin í Tónmyndaljóðum og Hlé, alls 13 að tölu, við undirleik Antoníu Hevesi. Höfðum við hlakkað til að fá Gunnar til að hafa hönd í bagga við undirbúning og æfingar fyrir tón- leikana auk þess sem við hlökkuðum til að heiðra og gleðja hann – og okkur. Því miður verður hann ekki viðstaddur tónleikana en við trúum því að hann verði þar í andanum. Það gladdi hann mikið þegar ég sagði honum frá tónleikunum og ég veit að hann hlakkaði til. Ég kveð mikinn listamann og góðan vin með miklu og innilegu þakklæti fyrir þær fögru gjafir sem hann gaf mér með lögum sínum. Ég læt fylgja hér með eitt af ljóðum mínum, sem Gunnar samdi lag við og tileinkaði systur sinni, Rauður þráður. Um stund hef ég haldið í hönd þér skyndilega ert þú horfinn horfinn sjónum hönd þín farin og tjörnin inni í mér sjálfum flæðir yfir bakka sína og vökvar stráin. Teygi hönd mína í átt til sefsins, handan tjarnarinnar okkar hún lengist og mjókkar, verður rauður þráður milli mín og sefsins sefast um síðir. Hrafn Andrés Harðarson. Gunnar Reynir var kærleiksríkur maður, hann helgaði sig list sinni, fyrir sig og gleði listsköpunarinnar. Við vorum samrýndir og unnum af heilindum hvor í garð annars. Gunn- ar Reynir samdi tónverkið Málm- grímur við myndverk eftir mig fyrir píanó og var það frumflutt í Perl- unni af Þorsteini Gauta Sigurðssyni af miklu listfengi við opnun sýning- arinnar Tónmyndaljóð árið 1992. (Jónas Ingimundarson flutti það við opnun annarrar sýningar árið eftir). Við þessi tilefni voru einnig flutt nokkur lög hans við ljóð Hrafns Andrésar Harðarsonar, Hlér og Tónmyndaljóð af þeim Sverri Guð- jónssyni og Dúfu S. Einarsdóttur. Minningin um þennan flutning er helgidómur, tónlist Gunnars Reynis er helgidómur sem mun lifa um ókomna tíð, fylla hjarta og hugsun gleði og kærleika. Löngu eftir að margt af því sem nú er mest hamp- að verður gleymt og grafið. Árið 1994 var svo flutt tónverkið Landpóstarnir í tilefni af vígslu minnismerkis um landpóstana á Stað í Hrútafirði. Símon H. Ívars- son hélt tónleika með verkum hans í listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Ég sótti marga tónleika þar sem flutt voru verk hans, m.a. í Gerðubergi, í Skálholti, Þjóðmenningarhúsi og að Gljúfrasteini. Gunnar Reynir var viðmótsþýður, vildi öllum vel. Hann mátti þola tómlæti og smán þeirra sem ráða úthlutun listamannalauna; þar var ekki spurt um listsköpun. Gráir veggir. Úthlutun listamannalauna. Veturliði var listamaður sem mátti þola smán. Brotið vegglistaverk í Árbæjarskóla af því það fór í taug- arnar á einhverjum. Listsköpun er sjálfstæð, unnin af innblæstri og þörf, ekki eftir því hvað öðrum pass- ar. Það er oft að komandi tíð skynj- ar og metur rétt. Guðdómur er það sem færir gleði og fyllingu, ekki það sem Jóni eða Páli finnst. Þegar hljómur Gunnars fyllir rúmið verður guðdómurinn til, fylling sem kom- andi kynslóðir greina í bjarma ljóss. Gunnar Reynir var guðsgjöf okk- ur samferðamönnum hans og eft- irlifendum öllum um ókomna tíð. Ég kveð góðan vin með virðingu og innilegri þökk. Grímur Marinó Steindórsson. Gunnar Reynir var eitthvert merkasta leikhústónskáld sem við höfum átt. Með tónlist sinni skreytti hann ófáar leiksýningar í Þjóðleik- húsinu, hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Nemendaleikhúsinu og víðar. Flest þau verkefni vann Gunnar á áttunda og níunda áratugnum, sum þó síðar, þar á meðal heilan söngleik um Tómas Guðmundsson fyrir Leik- félag Reykjavíkur. Leiðir okkar Gunnars lágu fyrst saman í Nemendaleikhúsinu í verki Dylan Thomas, Hjá Mjólkurskógi, þar sem hann samdi nokkur ljúf og skemmtileg lög. Þetta var 1976 og sama ár unnum við að Glötuðum snillingum Heinesens hjá Leikfélagi Kópavogs, þar sem Gunnar samdi undurfagra tónlist, sem við notuðum einnig síðar í sviðsetningu Nem- endaleikhússins á verkinu 1990. Þar er meðal annars sálmur sem auðvit- að ætti að spila við jarðarförina hans, nýtt lag við textann „Yfir hverri eykt á jörðu“, eitthvert feg- ursta sálmalag sem hér hefur verið samið, og ég fékk að nota í fleiri leiksýningum. Svo samdi hann nokkrar strófur í Stundarfrið Guðmundar Steinsson- ar, þar sem tónlistin var reyndar að mestu leyti erlend, ærandi popptón- list af hljómplötum en Gunnar vann með mér öll þau leikhljóð sem komu úr sjónvarpi fjölskyldunnar í þessari sýningu: skothvelli, kappaksturs- skrans, sjónvarpsauglýsingar o.s.frv. Hann lagði ótrúlega mikla vinnu í hvert smáatriði. Mér er minnisstætt að ég hafði beðið hann um dularfullt hljóð úr sjónvarpinu sem gæfi til kynna ógn eða hættu. Þegar hann spilaði fyrir mig við- komandi hljóð í fyrsta skipti voru áhrifin nákvæmlega þau sem ég hafði óskað eftir og ég dáðist að honum fyrir að hafa samið þetta og hitt naglann svona rækilega á höf- uðið. „Ég samdi þetta nú ekki.“ „Nú, hvar fékkstu þá þetta merki- lega hljóð?“ spurði ég. „Ég átti þetta í safninu mínu. Þetta er hvalur í nauð!“ svaraði hann og brosti sínu alkunna sposka brosi um leið og hann sló taktinn með herðunum. Mesta afrekið vann hann í frum- uppfærslunni á Degi vonar Birgis Sigurðssonar í Iðnó ’87. Það var að vísu erfið fæðing: ég sagðist ekki vilja elektróníska tónlist, sem hann var mjög snjall í að semja, heldur tiltók ég ákveðin hljóðfæri sem mér fannst viðeigandi. Þegar hann kall- aði í mig heim til sín eitt kvöldið til að hlýða á tónlistina við verkið brá mér verulega, hún var öll elektrón- ísk! Mér tókst að sannfæra hann um að þessi áhugaverða tónlist hentaði ekki verkinu og hann yrði á næstu þrem fjórum dögum að koma með nýja tónlist. Aðeins örfáir dagar voru í frumsýningu og ég orðinn órólegur þegar Gunnar birtist með nýju tónlistina tilbúna spilaða á hljóðfærin sem við höfðum orðið sammála um. Ég gleymi aldrei stundinni þegar við settumst niður í auðum salnum í Iðnó og hann setti segulbandið á í fyrsta skipti. Eftir fyrstu tónana hríslaðist um mann einkennilega ljúfsár tilfinning í full- komnu samræmi við snilldarverk Birgis. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé einhver fegursta og áhrifa- mesta leikhústónlist sem samin hef- ur verið við íslenskt leikrit. Hún hefur farið víða og verið notuð við uppfærslur verksins erlendis. Gunnar var einstaklega skemmti- legur í samstarfi, gríðarlegur húm- oristi, sem alltaf var gaman að vera samvistum við, augun báru merki um endalausan áhuga, hann var brosléttur og líkaminn stundum all- ur á iði þegar hann talaði, hann hreyfði sig eiginlega í músíkölskum rythma, maðurinn sjálfur var gang- andi tónverk! Gunnar lifir áfram í list sinni og það væri gaman að safna leikhústónlistinni hans saman til útgáfu, það yrði enginn svikinn af því verki. Blessuð sé minning þessa meist- ara. Stefán Baldursson. Gunnar Reynir Sveinsson ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gísli Brynjólfsson, frá Þykkvabæjarklaustri, Árskógum 6, lést fimmtudaginn 7. febrúar. Þóranna Brynjólfsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Sigurður Reynir Gíslason, Málfríður Klara Kristiansen, Áslaug Gísladóttir, Þórður Kr. Jóhannesson Freyr Tómasson, Birnir Jón Sigurðsson, Anna Diljá Sigurðardóttir, Kristín Rut Þórðardóttir og Gísli Þór Þórðarson. ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og tengdamóðir HRAFNHILDUR GÍSLADÓTTIR, Álftamýri 4, Reykjavík lést á Landspítalanum miðvikudaginn 6. febrúar. Útför auglýst síðar. Sturla Sighvatsson, Björg Sighvatsdóttir, Ólöf Ósk Þorsteinsdóttir, Skúli Sighvatsson, Vassanta Idmont, Markús Idmont Skúlasson, Sighvatur Snæbjörnsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.