Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 5 Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Ég sagði þeim bara að slaka á enda voru þær mjög taugaveiklaðar og léku ekki eðli- lega fyrir hlé. Slaka á, láta boltann ganga betur og byrja að spila vörn. Við höfum leikið fína vörn í vetur og óþarfi að gera það ekki þegar komið er í úrslit bikarsins,“ sagði Igor Beljanski, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, ánægður með stelpurnar sínar í leikslok. Það gekk erfiðlega hjá liðunum að skora í upphafi leiks en það voru Grindvíkingar sem brutu loks ísinn og komust fljótlega í 13:4 en Haukar jöfnuðu og komust tveimur stigum yfir, 20:18, áður en flautað var til loka fyrsta leikhluta. Unnur Tara Jónsdóttir komst strax í villuvandræði hjá Haukum og var komin með þrjár villur í fyrsta leikhluta. Ragna Brynjarsdóttir tók stöðu hennar og gerði það ágætlega. Haukar léku svæðisvörn um tíma í öðrum leikhluta og gekk það vel þannig að tólf stig- um munaði, 41:29, í leikhléi. Grindvíkingar komu sem annað lið til leiks eftir hlé og unnu þriðja leikhlutann, 28:10. Þær skoruðu sem sagt einu stigi minna í þriðja leikhluta en þær gerðu í fyrri hálfleik. Þær hófu síðan síðasta leikhluta á að gera átta stig gegn einu stigi Hauka og staðan því 65:52. Þann mun náðu Haukar ekki að vinna upp og urðu að sjá á eftir bikarnum til Grindavíkur. „Ég held að stelpurnar hafi verið á taug- inni í upphafi leiks. Þetta er í þriðja sinn sem þær flestar komast í úrslit í bikarnum og þær langaði svo mikið að vinna að það var eiginlega of mikið. Þær voru svo taugaveikl- aðar í fyrri hálfleik að þær náðu ekki að spila almennilega. En það lagaðist í síðari hálfleik þegar þær náðu að slaka aðeins á og einbeita sér að leiknum,“ sagði Beljanski. Tiffany Robertson átti fínan leik eftir hlé hjá Grindavík sem og Petrúnella Skúladóttir. Einnig áttu Ólöf Pálsdóttir og Joanna Skiba flottan leik. Hjá Haukum var Kristrún Sig- urjónsdóttir best og Kiera Hardy og Bára Hálfdanardóttir léku ágætlega. Árvakur/Frikki Loksins Grindavíkurkonur voru að vonum ánægðar eftir sigurinn á Haukum í úrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöllinni í gær enda sumar búnar að bíða lengi eftir sigri þar. Bikarinn til Grindavíkur NÝTT nafn verður ritað á Lýsingarbikar kvenna því Grindavíkurkonur urðu í gær bikarmeist- arar í fyrsta sinn þegar þær lögðu bikarmeistara síðasta árs, Hauka, með tíu stigum, 77:67. Haukar voru tólf stigum yfir í leikhléi en Grindvíkingar komu gríðarlega ákveðnar til leiks eftir hlé og sneru leiknum sér í hag þannig að bikarinn hafði vistaskipti – hann fór frá Hafnarfirði til Grindavíkur.  Grindavík hafði betur í sveiflukenndum úrslitaleik  Haukar misstu niður 12 stiga forystu „VANDAMÁLIÐ í svona úrslitaleikjum er að hitt liðið vill líka vinna. Það væri þægilegra ef það léti sér nægja að mæta bara á staðinn,“ sagði Geof Kotila, þjálfari Snæfells, og taldi það skýr- inguna á að liðinu gekk erfiðlega að hrista Fjölnismenn af sér þar til undir lokin. „Ég held ég hafi aldrei séð neitt eins og í þriðja leikhluta. Það var karfa eftir körfu hjá báðum liðum og oft tóku menn gríð- arlega erfið skot – en allt fór niður. Við komum vel stemmdir til leiks eftir góðan undirbúning í vikunni. Það var í rauninni ekki erfitt að koma strákunum í stuð fyrir leikinn enda hafa þeir verið þarna áður en ekki náð að vinna og því voru þeir hungraðir í sig- ur. Það kom heldur ekki til greina að fara að tapa í úrslitum eftir að hafa bæði unnið Keflavík og Njarðvík á leiðinni hingað. Þetta er virkilega góður sigur og mikilvægur fyrir Snæfell og Stykk- ishólm. Ég held að betra liðið hafi unnið í kvöld en Fjölnir barðist af krafti og þetta var fínn leikur alveg þar til seinni hlutann af síð- asta fjórðungi,“ sagði Kotila sem varð 49 ára í gær og hefur getað haldið vel upp á það því að liðinu var boðið til samkvæmis í Hótel Stykkishólmi eftir að það kom heim með bikarinn í gærkvöldi. Mikilvægt fyrir félag- ið og Stykkishólm „ÞETTA var algjörlega ólýsanleg tilfinning. Maður er búin að bíða eftir þessu svo lengi – ég veit ekki hversu lengi. Þetta er í þriðja skiptið sem við komum hingað í Höllina og unnum núna. Það er ekki hægt að lýsa þessu,“ sagði Jovana Stef- ánsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, eftir að hafa hampað bik- arnum góða. Haukar voru yfir í leikhléi, 41:29 en í þriðja leikhluta sneru Grindvíkingar dæminu við og því kannski við hæfi að spyrja hvað var sagt við stelpurnar í hálfleiknum. „ Það var róleg ræða í hálfleik og okkur vinsamlegast bent á að róa okkur því nú ætti öll spenna að vera búin og því gætum við farið að spila körfubolta. Við gerðum það, fórum að spila körfubolta í seinni hálfleiknum og það dugði til að sigra,“ sagði fyrirliðinn. Hún viðurkenndi að vel hefði verið tekið á því í vörninni. „Já, já, það þýðir ekkert annað. Við vinnum þetta á vörninni og vissum það allan tímann þannig að við urðum að fara að spila vörn. Þær tóku fleiri fráköst í fyrri hálfleik enda vorum við alls ekki tilbúnar í þennan leik þá. Við tókum okkur saman í andlitinu í seinni hálfleik, fórum að spila eins og við eigum að geta og þá var þetta komið,“ sagði Jovana alsæl. Algjörlega ólýsan- leg tilfinning „ÞAÐ sem gerðist var að gæði körfuboltans fengu ekki að njóta sín í seinni hálfleik. Þetta var orðin fjölbragðaglíma á einn veginn,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari fráfarandi bikarmeistara Hauka, eftir úrslitaleikinn. „Grindvíkingar gyrtu sig í brók í síðari hálfleik og léku eins og dóm- ararnir leyfðu þeim og það virtist vera nóg. Í fyrri hálfleik sóttum við á körfuna, fengum villur og fórum á vítalínuna. Sóknin hjá okkur var ágæt en málið er að það er erfitt að komast nokkurn skapaðan hlut þegar manni er haldið. Það voru mikil vonbrigði að missa tólf stiga forystuna niður og það var stundum eins og við ætluðum að ná að rétta okkar hlut í hverri sókn – ætluðum að gera of mikið,“ sagði Yngvi og var líka ósáttur við tímasetninguna á leiknum þar sem liðið, og reyndar Grindavík líka, lék á miðvikudaginn í deildinni í stað þess að fá alla vikuna til að búa sig undir stærsta leik vetrarins. „Hardy fékk heilahristing í leiknum á miðvikudaginn og æfði lítið með okkur fyrir þennan leik. Hún hefur ekki verið að skjóta eins og hún á að sér og mér finnst í raun út í hött að hafa deildarleiki á miðvikudaegi og síðan bikarúrslit á sunnudegi,“ sagði Yngi en þess má geta að Hardy hitti úr þremur af 20 þriggja stiga skotum sínum. Var orðið eins og fjölbragðaglíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.