Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2008 17 MENNING Þekkta finnlandssænska skáldið Lars Huldén, prófessor, les úr verkum sínum á sænsku í Norræna húsinu í dag kl. 17.00 í boði Sendiráðs Finnlands. Aðgangur ókeypis. Bókmenntakvöld STUTTMYNDADAGAR 2008 verða í Kringlubíói 29. maí. Veitt verða verðlaun fyrir bestu stuttmyndina að verð- mæti 100.000 kr, 75.000 fyrir annað sætið og 50.000 fyrir þriðja sætið. Vinningsmyndin verður að auki kynnt á Short Film Corner á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes og höfundi myndarinnar boðið á hátíðina. Skilafrestur er til 1. maí en hægt er að skila myndum til Kvikmyndafélags Ís- lands í Bankastræti 11 en einnig á www.stutt- myndadagar.is. Öllum er heimilt að senda inn myndir en hámarkslengd mynda er 15 mínútur. Kvikmyndir Stuttmyndadagar auglýsa skilafrest Úr stuttmyndinni Verðlaunabikarinn. Á MORGUN kl. 17.15 talar Terry Gunnell um Gyðjurnar í mýrunum í erindi sem fjallar um tengsl norrænna gyðja við mýri og vötn, og af hverju mýr- arfórnir í Skandinavíu virðast hafa horfið um 500 eftir Krist. Einnig verður íhugað af hverju svo fá örnefni eru eftir sem styðja slík tengsl. Fyrirlest- urinn verður fluttur á ensku, í stofu 201 í Árnagarði, og er opinn öllum. Í fyrirlestrinum verður skoðað hvað lá að baki mýrarfórnum og um leið hvað getur hafa orðið til þess að þær hurfu svona skyndilega. Terry er dós- ent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þjóðmenning Hvað varð um mýragyðjurnar? Terry Gunnell NÆSTU tónleikar Jazzklúbbs- ins Múlans verða annað kvöld, á Domo. Silver kvintett leikur, en hann sérhæfir sig í að leika tónlist píanóleikarans og tón- skáldsins síunga Horace Sil- ver, en hann verður áttræður á árinu. Hljómsveitin er skipuð þeim Snorra Sigurðarsyni trompetleikara, Ólafi Jónssyni saxófónleikara, Agnari Má Magnússyni píanóleikara, Þorgrími Jónssyni sem leikur á bassa og Erik Qvick trommuleikara. Horace Silver er eitt merkilegasta og afkasta- mesta tónskáld djasssögunnar en eftir hann ligg- ur fjöldi laga og standarda. Tónlist Silfurkvintettinn heiðrar djassmann Horace Silver Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ER þetta ekki frábært?“ svarar Aino Freyja Järvelä, formaður Bandalags sjálfstæðra leikhúsa, innt viðbragða við frétt Hagstofu Íslands í gær um hagtölur leikhús- anna í landinu starfsárið 2006-2007. Í frétt Hagstofunnar kemur fram að samanlögð aðsókn að sýn- ingum leikhúsanna, atvinnu- leikhópa og áhugaleikfélaga nam tæpum 440 þúsundum. Fjöldinn samsvarar því að hver Íslendingur sæki leikhús 1,4 sinnum á ári. Seg- ir Aino Freyja að þessi aðsókn sé Evrópumet, en hún er líka það mesta sem mælst hefur hér á landi. Frá aldamótum hefur leikhúss- gestum fjölgað um 48 þúsund, eða um tólf af hundraði. Í samantektum fyrir stóru leik- húsin, atvinnuleikhópa og áhuga- leikfélög kemur fram að sýning- argestum í stóru leikhúsin hefur fækkað lítillega frá leikárinu á und- an, um tæplega 3 þúsund gesti, meðan sýningargestum sjálfstæðu atvinnuleikhópanna hefur fjölgað umtalsvert undangengin ár. „Þetta kemur ekki á óvart hvað frjálsu leikhópana snertir,“ segir Aino Freyja. „Það er orðið mjög breytt landslagið í sviðslistunum og leik- hópum sem hafa verið að marka sér sérstaka stefnu hefur verið að fjölga. Það eru líka æ fleiri sem hafa atvinnu af rekstri leikhópa.“ Aino Freyja segir að tíðarandinn sé annar nú. Áður fyrr hafi starf- ræksla sjálfstæðra atvinnuleikhópa verið eins konar stökkpallur fyrir þá, sem þar unnu, inn í stóru leik- húsin. Nú sé þetta breytt. „Við höf- um færst frá þessu og hóparnir eru ákveðnari í að standa sjálfstæðir til lengri tíma. Við sjáum það í þess- um tölum. Við höfum líka farið á markaði og svið, sem stóru leik- húsin hafa ekki sinnt, og finna okk- ur breiðari grundvöll fyrir leiklist- arstarfsemi.“ Aino Freyja þakkar sagnahefð- inni það hve Íslendingar sækja vel leikhús. Hún segir Finna hafa ver- ið næsta á eftir okkur í röðinni, en þeir sæki leikhús ríflega hálfu sinni á ári. Aðsókn í leikhús hefur aldrei verið meiri en í fyrra og er sú mesta í Evrópu Breytt landslag í sviðslistum Í HNOTSKURN » Sjö atvinnuleikhús vorustarfrækt í landinu á síðasta ári og sýndu á 13 leiksviðum. » Sjálfstæðum atvinnuleik-hópum fjölgaði úr 22 í 38 frá 2000 til 2007. Innlend verk eru uppistaðan í sýningum þeirra. » 40 áhugaleikfélög vorustarfrækt 2006–2007. » Íslendingar sóttu leikhús aðmeðaltali 1,4 sinnum síðasta leikár. Það er Evrópumet. LEIKÁRIÐ 2006–2007 var Leikfélagi Akureyrar sérlega hagstætt, en sam- kvæmt frétt Morgunblaðsins í lok sýningarársins kom fram að tæplega 38 þúsund manns hefðu séð sýningar leikársins. Um aldamótin voru leik- húsgestir Leikfélags Akureyrar um 5–10 þúsund að jafnaði á ári. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Margir sáu Svartan kött LEONARD A. Lauder snyrtivöru- framleiðandi, stjórnarformaður Whitney Museum of American Art í New York, hefur tilkynnt að hann muni gefa safninu 131 milljón dala, tæpa tíu milljarða króna. Er það stærsta gjöf sem safninu hefur bor- ist í 77 ára sögu þess. Whitney er eitt af fjórum stóru listasöfnunum í New York, þótt það sé kannski ekki eins þekkt og Metropolitan, MoMA og Guggen- heim. Whitney-tvíæringurinn, þar sem margt það helsta í núlistum er sett fram annað hvert ár, hlýtur ætíð mikla athygli og þá eru iðu- lega settar upp framúrskarandi sýningar á verkum bandarískra listamanna í safninu. Meginþorri fjárins rennur í grunnsjóð safnsins. Þá er vonast til að gjöfin verði til þess að safnið, sem hefur verið í fjárþröng, þurfi ekki að selja hina frægu byggingu þar sem safnið er staðsett, á Madi- son Avenue og 75. stræti. Bygg- ingin var teiknuð af Marcel Breuer. „Eins og svo margir unnendur vandaðs arkitektúrs tel ég að Whit- ney-safnið og Breuer-byggingin séu eitt,“ sagði Lauder. Whitney hyggst reisa útibú neðar á Manhattan, í svokölluðu „kjöt- pökkunar“-hverfi. Hefur verið sam- ið við annan stjörnuarkitekt, Renzo Piano, um að teikna bygginguna. Gjöf Lauders er sú stærsta sem söfn í New York hafa fengið árum saman. Stephan A. Schwarzman gaf New York-bókasafninu 100 milljónir dala í liðinni viku, fyrir stækkun safnsins, og David Rocke- feller lofaði MoMA einnig 100 millj- ónum dala árið 2005. Lauder gef- ur Whitney 10 milljarða Vonar að safnið haldi Brauer-byggingunni Safnið Whitney-safnið í New York. MYNDBAND með lesnum texta og tónlist er uppistaða sýningar Gunn- hildar Hauksdóttur í D–salnum í Hafnarhúsinu. Myndbandið sýnir hesta, hesta í haga og hesta í ein- hvers konar sirkus eða á hestasýn- ingu, tamda hesta í samspili við temjara sinn eða knapa. Meginþáttur innsetningarinnar snýst um augljósar andstæður hins kraftmikla og villta annars vegar og tamda og snyrta hins vegar. Undir myndunum les rödd texta á ensku þar sem lýst er áliti einhverra “okk- ar“ á ákveðnum útlitseinkennum sem gætu átt við hestana en líka eitthvað annað. Textann má t.d. auð- veldlega yfirfæra yfir á viðhorf ný- lenduþjóða til nýlendubúa sinna, við- horf heimamanna til innflytjenda eða viðhorf mannsins til náttúrunnar og umhverfis síns yfirleitt, og er hann sem slíkur bæði beittur og fyndinn. Myndbandið er fallegt áhorfs þar sem þokki hestanna nýtur sín og nið- urnjörvaður kraftur þeirra er áleit- inn. Framsetning þess vekur upp spurningar en virðist helst stjórnast af fagurfræðilegum þáttum, mynd- irnar verða óefniskenndar svona svífandi í rýminu, og það að geta ekki séð báða skjáina í einu kallar fram ákveðna spennu, þó ekki aug- ljóslega í samræmi við viðfangsefnið. Gunnhildur vinnur úr hreinni og klárri hugmynd, hér spila saman hefð myndbandslistarinnar, hug- myndalistarinnar og fagurfræði samtímans, auk þess sem sýningin minnir óþægilega á stöðugt og oft fá- ránlegt gildismat okkar á umhverf- inu, mótað af fordómum, fáfræði og fortíð sem á ekki lengur við í dag. Niðurnjörvuð náttúra MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Til 27. apríl. Opið alla daga kl. 10–17. Aðgangur ókeypis. Tignuð skepnan, Gunnhildur Hauksdóttir bbbnn Ragna Sigurðardóttir THE ARMORY Show, alþjóðleg kaupstefna með nýja myndlist í New York, opnar fyrir fjölmiðla- menn og safnara í dag. Er þetta ein helsta kaup- stefnan með myndlist og er áherslan alfarið á það sem kalla má nýjast í list- heiminum. Gallerí i8 tekur nú í fyrsta sinn þátt í kaupstefnunni. Þetta er í tíunda sinn sem The Armory Show er haldið í þessari mynd. Mörg helstu myndlistargall- erí heimsins eru með bás á kaup- stefnunni, sem stendur út helgina. Í fyrra komu ríflega 50.000 gestir og myndverk seldust fyrir ríflega 85 milljónir dala. „Þetta er messa í afar háum gæðaflokki og verið er að stilla mörgum nýjum verkum upp í bás- unum,“ sagði Börkur Arnarson, frá i8, þar sem hann var við uppsetn- ingu sýningarinnar í gær. Hann sagði talsverða spennu í loftinu fyrir opnun kaupstefnunnar í dag, því þá mun koma í ljós hvort óróinn í efnahagslífinu muni hafa áhrif á myndlistarheiminn. Verð á listaverkum hefur ekki tekið neina dýfu, hvað sem verður. Í kjölfar kaupstefnunnar verða stóru uppboðshúsin með uppboð á samtímalist í næstu viku. Meðal þess sem i8 stillir upp eru nýir skúlptúrar eftir Katrínu Sig- urðardóttur, hólógram-verk eftir Hrein Friðfinnson, ljósmyndaverk eftir Ólaf Elíasson, og verk eftir Birgi Andrésson, Kristján Guð- mundsson og Rögnu Róbertsdóttur. „Við leggjum áherslu á okkar listamenn, sem eru allir starfandi á alþjóðlegum listvettvangi,“ sagði Börkur en i8 galleríið tekur þátt í fjórum til fimm slíkum listmessum erlendis á ári. „Í háum gæðaflokki“ The Armory Show opnuð í New York Verk eftir Rögnu Róbertsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.