Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SOTHEBY’S-uppboðsfyrirtækið í Lundúnum frestaði í fyrradag áformum um sölu á gamalli ljós- mynd, svokallaðri fótógenískri teikningu, vegna þess að nokkrir fræðimenn halda því nú fram að myndin, sem sýnir laufblað, sé mun eldri en áður var talið og geti þar með verið elsta ljósmyndin sem varðveist hefur. Myndin hefur lengi verið eignuð William Henry Fox Talbot, einum af feðrum ljósmyndunar, og var hún talin hafa verið gerð 1839. Larry J. Schaaf, sérfræðingur í verkum Talbots, dró það í efa, í grein í sýn- ingarskrá Sotheby’s, að Talbot væri höfundur myndarinnar. Uppboðið verður haldið eins og áætlað var en án myndarinnar af laufblaðinu. Í grein sinni skrifaði Schaaf að vís- bendingar væru nú um að laufið, sem myndað var á þann hátt að lauf- blað var lagt á ljósnæman pappír og komið fyrir í birtu, væri eftir ein- hvern af frumherjum tilrauna við ljósmyndun, Thomas Wedgwood, James Watt eða Humphry Davy. Vitað er að þeir gerðu tilraunir með ljósmyndun á þennan hátt, jafnvel fyrir lok 18. aldar, þótt myndir þeirra hafi verið taldar glataðar. Denise Bethel, forstöðumaður ljósmyndadeildar Sothebýs, sagði í viðtölum við erlenda miðla á mið- vikudag að uppboðsfyrirtækið og eigandi myndarinnar, fjárfesting- arfyrirtækið Quillan Company, hafi ákveðið að fresta sölu myndarinnar þar til nánari rannsóknir leiddu sannleikann betur í ljós. Laufið elsta ljós- myndin? Vísbendingar um að Talbot hafi ekki ver- ið höfundur laufsins Ómerkt Hver er höfundurinn? MÁLÞING um stöðu íslenskrar tungu í fjölmiðlum verður í Þing- holti, Hótel Holti, Bergstaðastræti 37 í dag 16-18. Íslensk málnefnd og Blaðamannafélag Íslands boða til þingsins. Meðal þess sem rætt verður á málþinginu er eftirfarandi: - Ábyrgð fjölmiðla gagnvart ís- lensku máli. - Umgengni fjölmiðlafólks við at- vinnutæki sitt, tungumálið. - Kröfur til þeirra sem ráðnir eru til starfa á fjölmiðlum um færni í ís- lensku. - Sjónvarpsþýðingar og talsetning sjónvarpsefnis. Steinunn Stefánsdóttir, Íslenskri málnefnd, setur þingið en frummæl- endur verða Svanhildur Hólm Vals- dóttir, Aðalsteinn Davíðsson, Þröst- ur Helgason, og Silja Aðalsteins- dóttir. Fyrirspurnir og umræður verða að loknu hverju erindi. Fund- arstjóri verður Arna Schram, for- maður Blaðamannafélags Íslands. Íslenska í fjölmiðlum MÓÐURÁST er yfirskrift tón- leika í Hafnarborg í kvöld kl. 20. Anna Jónsdóttir sópran og Sigríður Freyja Ingimars- dóttir píanóleikari flytja, en til- efnið er að þær hafa gefið út plötu með sömu efnisskrá. Þær flytja sönglög, sem eiga það öll sameiginlegt að fjalla á ein- hvern hátt um móðurina. Þarna er að finna lög gamalla ástsælla tónskálda, en einnig nýrri verk. Tónleikunum og plötunni er ætlað að vera óður til genginna, núlifandi og verðandi mæðra, tjáning kærleika og þakklætis. Í flutn- ingnum er lögð áhersla á einfaldleika sem hæfir þessum hreinu tilfinningum. Tónlist Móðirin lofuð í söng í Hafnarborg Listakonurnar Anna og Freyja. Í DAG kl. 17 verða tónleikar í verslun 12 tóna við Skólavörðu- stíg, en þá kemur fram hljóm- sveitin The Airelectric. Hún er hugarfóstur fiðluleikarans Karls Pestka en hann á sér „skemmtilega tónlistarlega fortíð“, að því er segir í frétt 12 tóna. Pestka spilaði í prógress- ífu rokksveitinni Sexual Panta- lons og einnig hefur hann spil- að klassíska norðurindverska hindustan-tónlist. Þá hefur tónlist Pestka, sem gjarnan kemur fram með vídeóverkum, hljómað á stöðum eins og í The Kennedy Center í Wash- ington DC og Richard Rodgers Theatre í New York. Allir velkomnir. Tónlist Fiðluleikari með fortíð í 12 tónum Fiðluleikarinn Karl Pestka. SJÖUND – ljóðaumslag er sýning sem opnuð verður kl. 14 á morgun í Þjóðminjasafn- inu. Verkið er eftir Gunnar Hersvein rithöfund og Sóleyju Stefánsdóttur hönnuð og felst í ljóðaumslagi og sjö graf- ískum ljóðamyndum. Með SJÖUND er gerð tilraun til að sleppa ljóðinu lausu úr ljóða- bókinni og fólk fær tækifæri til að senda ljóð hvert til ann- ars. Móttakandi opnar umslagið, les nokkrar lín- ur frá sendanda og ljóðabókina. Markmið Sól- eyjar er meðal annars að sameina mynd og ljóð í einu formi. SJÖUND er handsaumað ljóða- umslag Sóleyjar, grafískt og hjartnæmt. Ljóðlist og myndlist Ljóði sleppt lausu í Þjóðminjasafni Gunnar Hersveinn rithöfundur. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „FJÓRIR gítarleikarar, fyndin sam- töl og falleg lög“ stendur m.a. á vef- síðu Borgarleikhússins um verkið Gítarleikararnir sem frumsýnt verð- ur á litla sviði leikhússins annað kvöld. Þar stendur reyndar líka að höfundur verksins, hin danska Line Knutzon, hafi „einstakt lag á að gæða hversdagslegar samræður persóna sinna fínlegri kímni, en varpa um leið fram tilvistarlegum spurningum með einfaldleika sín- um“. Hilmir Snær Guðnason, leik- stjóri verksins, tók sér smáhlé frá hestunum sínum í fyrradag til að ræða frekar um verkið. „Þetta fjallar um fjórar mann- eskjur, fjóra gítarleikara, sem eru aðdáendur lagahöfundarins Johns Hansen. Þau eru nýkomin úr jarð- arförinni hans og hittast fyrir utan húsið hans til að halda honum minn- ingartónleika, ætla að setja saman dagskrá með lögum eftir hann,“ seg- ir Hilmir. Aragrúi aðdáenda hafi átt að mæta og undirbúa tónleikana en svo virðist sem gítarleikararnir fjór- ir hafi verið stungnir af. „Þau ákveða samt sem áður að setja saman þetta prógramm og verkið fjallar í raun og veru um hvernig þeim tekst til með það. Þetta er pínulítið öðruvísi fólk, dálít- ið utangarðs og það er nú sennilega ástæðan fyrir því að þau eru skilin þarna eftir. Þau eru ekkert mjög auðveld í samstarfi.“ – Nú las ég um höfund verksins, Line Knutzon, að hún væri af X- kynslóðinni og að þess gætti í verk- um hennar, verður þú eitthvað var við það, einhver X-áhrif? „Hún er kannski að fjalla um það barnalega í manneskjunni, mann- eskjurnar sem hún skrifar um eru allar svolítið „extreme-naive“,“ svar- ar Hilmir. Að öðru leyti sé lítið hægt að greina einhver áhrif X-kynslóðar sem hann eigi víst að tilheyra. Persónuleg umfjöllunarefni Lögin í verkinu eru samin af Birni Jörundi Friðbjörnssyni, við texta úr leikritinu eftir John heitinn Hansen. – Hansen þessum er lýst sem „tólf tóna listamanni“, veistu hvað það er? „Þetta er víst þekkt hugtak úr tón- listarheiminum, ég er ekki alveg með þetta á hreinu,“ segir Hilmir og hlær. Björn Jörundur hafi þó ekki þurft að semja undir þeim for- merkjum. „Hann þurfti aðallega að laga sig að textanum, ná húm- ornum í honum og það tekst mjög vel.“ – Er Hansen jafneinlægur og persónulegi trúbadorinn Helgi (úr Fóstbræðrum)? Hilmir hlær að þessu enda vel kunnugur Fóstbræðrum. „Það liggur við að stundum sé það þannig, já. Þessi John Hansen sem á að hafa samið þessi lög skrifar voðalega mikið um það sem komið hefur fyrir hann í líf- inu; nágranna sinn sem hann þolir ekki, tíu litlar vörtur á tá, eitthvað sem er mjög nálægt honum […] hann er greinilega ekki mjög djúpur, maður sér það.“ Innrás frekar en útrás Hilmir er sjálfstætt starfandi leik- ari og leikstjóri, eins og flestir vita sem fylgjast með íslensku leikhúsi. „Ég er bara að skoða næsta ár, lesa verk og velja úr og svona, athuga hvað mig langar að gera,“ svarar Hilmir spurningu þess efnis hvað sé framundan hjá honum. Hann sé ekki á leið til útlanda í bili, kominn meira í innrás en útrás með aldrinum. – Það er líka þægilegra upp á að geta farið í reiðtúra, ekki satt? „Nákvæmlega,“ segir Hilmir, hann reyni að ríða út eins oft og hægt sé, burt frá amstri dagsins. Gamanleikurinn Gítarleikararnir verður frumsýndur á morgun í Borgarleikhúsinu Pínulítið öðruvísi fólk LEIKRITIÐ er eftir danska leik- skáldið Line Knutzon. Hún hlaut Reumert-leiklistarverðlaunin fyrir það árið 2006. Sigurður Hróarsson þýddi verkið. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðna- son og með hlutverk gítarleik- aranna fara Aðalbjörg Þóra Árna- dóttir, Halldór Gylfason, Hanna María Karlsdóttir og Jóhann Sig- urðarson. Um hljóð sá Guðmundur H. Viðarsson og leikgervi Elín Gísladóttir. Lýsing er í höndum Halldórs Arnar Óskarssonar, um leikmynd og búninga sá Helga I. Stef- ánsdóttir og tónlist samdi Björn Jörundur Friðbjörnsson. Gítarleik- ararnir Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is DANSINN mun duna og von er á einstakri stemningu á færeyskri menningarhátíð sem hald- in verður á Kjarvalsstöðum á laugardag. Soffía Karlsdóttir er kynningarstjóri safnsins: „Við ætlum að bjóða upp á fjölskylduvæna skemmtun sem sýnir Færeyjar frá ólíkum hliðum; jafnt tónlist, myndlist, dans og mat,“ segir Soffía en safnið hefur m.a. fengið til liðs við sig Fær- eyingafélagið í Reykjavík, Sendiskrifstofu Fær- eyja og Vestnorræna ráðið við skipulagningu við- burðarins. Menningarhátíðin er haldin í tengslum við sýn- ingu á verkum færeyska listmálarans Mikinesar sem iðulega er nefndur faðir færeyskrar málara- listar og staða hans borin saman við stöðu Kjar- vals á Íslandi. Samhliða sýningunni á Kjarvals- stöðum eru verk Kjarvals sýnd á listasafninu í Færeyjum. Soffía segist hafa orðið vör við mikinn áhuga á Færeyjum við undirbúning hátíðarinnar: „Góð tengsl hafa myndast milli landanna á mörgum sviðum. Mikil gróska hefur verið í færeyskri list, sérstaklega í tónlist, og hefur Ísland átt töluverð- an þátt í þeirri þróun.“ segir hún og bætir við að sérlega spennandi sé að fá að upplifa færeyska dansinn: „Þetta er dans sem tíðkaðist um alla Norður- og Vestur-Evrópu en var síðan bannaður af kirkjunnar mönnum. Færeyingar hundsuðu bönn kirkjunnar og hafa viðhaldið hefðinni einir þjóða. Færeyingafélagið er frægt fyrir dans- samkomur sínar þar sem allt verður vitlaust þeg- ar dansinn byrjar að duna, hvað þá þegar áhuga- samir Íslendingar fá að slást í hópinn. Það verður örugglega einstakt þegar dansinn verður stiginn á Kjarvalsstöðum með Mikines allt um kring.“ Færeysk hátíð fyrir fjölskylduna ♦♦♦ Morgunblaðið/Árni Sæberg Slegið á létta strengi Gítarleikararnir Aðalbjörg, Hanna, Halldór og Jó- hann með leikstjóranum Hilmi Snæ fyrir forsýningu í fyrrakvöld. 14.00 Færeysk menningarveisla sett 14.10 Aðalsteinn Ingólfsson veitir leiðsögn um sýningu Mikines 15.00 Leikbrúðuland Helgu Steffensen sýnir leikritið Vináttu 15.30 Fjölskylduleiðsögn um sýningu Mikines 16.00 Tríó Katrínar Petersen leikur færeysk lög 16.30 Stiginn færeyskur dans og gestir sem taka vilja þátt fá leiðsögn 17.00 Kynning á þjóðlegum færeyskum mat 18.00 Veislulok Á meðan á hátíðinni stendur verða Smyril Line, Atlantic Airways og Flugfélag Ísland með ferða- kynningar. DAGSKRÁ Mikines Hús á Mykineseyju heitir þessi mynd málarans, frá 1950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.