Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Úlrik Ólasonfæddist á Hólmavík 4. júní 1952. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans eru Óli E. Björnsson, fyrr- verandi kennari, síðar skrif- stofumaður á Akra- nesi, f. 17.4. 1926, og kona hans Inga Dóra Þorkelsdóttir húsmóðir, f. 8.10. 1931. Systkini Úlriks eru Þorkell Örn, kennari, ritstjóri og þýðandi í Reykjavík, f. 23.9. 1953; Björn Valur, starfsmaður Brimborgar í Reykjavík, f. 25.9. 1954, kvæntur Dísu Pálsdóttur; og Sigríður, sóknarprestur á Hólmavík, f. 15.5. 1960, gift Gunnlaugi Bjarnasyni. Hinn 26.12. 1978 kvæntist Úlrik Margréti Árnýju Halldórsdóttur, kennara, hjúkrunarfræðingi og BA í grísku, f. 1.1. 1951. Foreldrar hennar voru Halldór Sigurðsson Árnason, netagerðarmaður á Akranesi og síðar í Færeyjum, f. 29.12. 1924, d. 2.9. 1980, og kona hans Guðríður Margrét Erlends- dóttir, f. 22.12. 1923, d. 27.8. 1964. skyldum fræðum við Kaþólsku kirkjutónlistarakademíuna í Re- gensburg í Þýskalandi og lauk þaðan burtfararprófi. Hann kenndi fyrst eftir heimkomuna einn vetur við Tónlistarskólann á Akranesi, en fluttist þá til Húsa- víkur þar sem hann tók við stöðu skólastjóra Tónlistarskólans og varð síðar organisti kirkjunnar þar. Árið 1987 réðst Úlrik til Kristskirkju í Landakoti og var fastráðinn organisti og kórstjóri við hana til dauðadags. Þá var hann einnig organisti við Víði- staðakirkju í Hafnarfirði frá 1990. Ennfremur kenndi hann alla tíð við ýmsa tónlistarskóla og stofn- aði loks tónlistarskóla fyrir nokkrum árum við Landakots- skóla. Sá tónlistarskóli rann síðar saman við Tónskólann DoReMí. Úlrik stýrði ýmsum kórum en lengst Söngsveitinni Fílharmoníu árin 1988-1996. Hann lék á fjöl- mörgum tónleikum, ýmist sem undirleikari eða einleikari og út- setti mörg verk. Hann stundaði tónsmíðanám hjá Helmut Neu- mann, prófessor í Vínarborg, vet- urinn 1997-1998. Eitthvað mun liggja eftir hann af tónsmíðum frá þeim tíma og ennfremur fáein sálmalög frá allra síðustu árum. Úlrik verður sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst hún klukkan 13. Synir Úlriks og Mar- grétar eru: 1) Andri, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 13.1. 1977, sambýliskona Ásdís Kjartansdóttir viðskiptafræðingur, f. 27.10. 1978. Börn þeirra eru Ármann, f. 25.8. 2003 og Kjartan Úlrik, f. 30.1. 2007. Áður átti Andri börnin Gabríel Hjaltalín, f. 6.7. 1997, d. 1. nóv. sama ár, og Agnesi Hjaltalín, f. 11.2. 1999. Móðir þeirra er Dögg Hjaltalín, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 22.2. 1977. 2) Hall- dór Óli, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 29.3.1981, sambýlis- kona Hildigunnur Helgadóttir nemi, f. 5.9. 1983. Dóttir þeirra er Hekla Margrét, f. 15.11. 2006. Áð- ur átti Úlrik soninn Örn, f. 12.3.1976. Móðir hans er Kristín Jónsdóttir, f. 27.6. 1950. Úlrik lauk gagnfræðaprófi á Akranesi 1969. Hann hóf snemma tónlistarnám, fyrst á Akranesi undir verndarvæng Hauks Guð- laugssonar, en nam síðar í Reykjavík. Árin 1976-1980 lagði Úlrik stund á nám í orgelleik og Þetta er svo óraunverulegt en því miður blákaldur raunveruleikinn, tengdafaðir minn og besti vinur Dóra míns er farinn og mun aldrei koma aftur. Þín verður sárt saknað og þess ótrúlega persónuleika sem þú hafðir að geyma. Þú varst flottur en um- fram allt með eindæmum skemmti- legur og góðhjartaður. Ég fann strax á fyrsta degi fyrir þessum góða anda sem umlukti þig og þær eru ófáar stundirnar sem ég man eftir þér að fíflast með strákun- um þínum. Þið feðgar voruð líkir og Dóri geymir stóran part af þér sem mér þykir afar vænt um. Þú kenndir mér margt og ég mun stolt segja Heklu Margréti frá þeim persónuleika og því hjarta sem Úlli afi hennar hafði að geyma. Það er mér mikill heiður að hafa fengið að kynnast þér og ég kveð þig með sorg í hjarta en með góðar minn- ingar sem lifa að eilífu. Hildigunnur Helgadóttir. Nú er ástkær bróðir okkar farinn í sína lokaför, miklu fyrr en verða skyldi, eftir snarpa baráttu við þung- bæran sjúkdóm. Skömmu fyrir and- látið nefndi hann þetta orð við eitt okkar: „sólarsigurför“. Við trúum því að hann hafi með þessu vísað til þess sem þá var orðið óumflýjanlegt. Það væri líka í fullu samræmi við það lífs- viðhorf hans að endir alls birtist ekki í dauðanum heldur í þeirri von sem er okkur öllum kunn. „Öll deyjum við á kristilegum tíma,“ sagði hann fyrir örfáum vikum og brosti við. Tónlistin varð vettvangur Úlriks og þótt hann hyrfi allt of snemma héðan, þá nálgast starfsævi hans þó að fylla fjóra áratugi. Hann var sí- starfandi, enda greiðvikinn og sam- viskusamur. Ýmsum hjálpaði hann einnig með öðrum hætti þótt leynt færi, enda fannst honum ástæðulaust að kynna eigin kosti. Ætli það hafi ekki verið hans helsti löstur? Okkur þykir vænt um að hann samdi fáein sálmalög á síðustu árum. Þó að þau yrðu ekki mörg sýna þau þó að minnsta kosti að hann skorti í engu hæfileikann til tónsköpunar, en alls óþörf hlédrægni hans hefur senni- lega komið í veg fyrir meiri umsvif á því sviði. Betri bróður hefðum við ekki get- að hugsað okkur, umhyggjusaman og hjartahlýjan. Þegar eitt okkar veiktist af flensu um páskana síðustu hringdi hann tvisvar að spyrja frétta og athuga hvort hann gæti eitthvað hjálpað. Þá var hann sjálfur orðinn fársjúkur. Við kveðjum bróður okkar nú með sárum söknuði en þökkum líka fyrir margra áratuga samveru sem aldrei bar skugga á. Auk þess sjáum við í sonum hans og barnabörnum ýmsa þá eðlisþætti sem einkenndu hann, stutt í skelmisbrosið og hugulsemi og geðþekk framkoma í örum vexti í þeirri kynslóð. Veri minning Úlriks bróður okkar ævinlega blessuð. Þorkell Örn, Björn Valur og Sigríður. Úlrik, okkar kæri vinur, greindist með illvígan sjúkdóm fyrir aðeins um fimm mánuðum. Það er sárt að horfa á eftir einstökum vini hverfa úr þess- ari jarðvist í blóma lífsins. Ég skil ekki hvernig lífið líður, sagði dóttir okkar þá sex ára gömul í göngutúr á góðviðrisdegi norður á Húsavík fyrir margt löngu. Það þarf ekki sex ára barn til að mæla þessi vísdómsorð, því okkur sem eldri er- um skortir flest skilning á hvernig lífið líður. Við skynjum þó hve hratt tíminn líður og hve mikilvægt er að rækta og hlú að þeirri vináttu sem myndast við leik og störf. Vinasamband okkar við Úlrik og fjölskyldu hans hófst upp úr 1980 og á rætur að rekja til Húsavíkur. Við hjónin bárum gæfu til að halda í og styrkja vinatengsl við Úlrik og Mar- gréti þrátt fyrir búferlaflutninga milli landshluta og landa. Oft verða slíkir búferlaflutningar til að sam- bönd milli fólks rofna. Það var svo um síðustu aldamót að hugmynd vaknaði um að við ættum að efla enn frekar tengslin og virkja fleiri vini frá Húsavíkurárunum. Ekki var látið sitja við orðin tóm og ákveðið að hitt- ast í september árið 2000 á Hvamms- tanga. Þar varð til „Stangarhópur- inn“ sem upp frá því hefur sem hópur átt margar ógleymanlegar stundir bæði hér heima og erlendis. Það er notalegt að ylja sér við end- urminningar og finna fyrir og minn- ast þægilegrar nærveru Úlriks sem einkenndist af glettni, hlýju og ein- lægni. Þrátt fyrir erfið veikindi hélt hann þessum eiginleikum fram á hinstu stund. Við sem eftir erum horfum á eftir góðum dreng og einstökum vini með sorg og söknuð í brjósti, meðan þau sem handan okkar tilveru standa opna arma sína er hann birtist. Brátt nú hrindir bát úr vör bjart mun röðull skína. Í góðri sólarsigurför sæll mun róminn brýna. Við biðjum almættið um að styrkja alla ástvini hans í sorginni. Minning um góðan dreng lifir. Viðar og Guðrún. Það er margs að minnast þegar kærir vinir kveðja þetta jarðlíf, margs að sakna og margt sem vekur gleði þegar rifjað er upp. Þegar ég lít til baka finnst mér eins og ég hafi alltaf þekkt Úlla, en fyrsta stóra minningin um hann var þegar hann og Gréta , mín besta vin- kona, voru að stíga sín fyrstu skref í tilhugalífinu og hann bauð okkur á einkatónleika í tónlistarskólanum á Akranesi. Við vorum bara tvær að hlusta þetta kvöld, ekki man ég hvað hann spilaði á flygilinn, en hrifningin og töfrarnir lifa enn í minningunni! Úlli og Gréta giftu sig og bjuggu meðal annars í Þýskalandi þar sem Úlli var við nám og með þeim var sonur þeirra Andri og var gaman að heimsækja þau þangað. Seinna fæddist þeim annar sonur, Halldór Óli, en þá voru þau komin heim. Þau bjuggu um tíma á Húsavík og eignuðust þar góða vini; seinna bjuggu þau svo á Stór-Akranessvæð- inu, Reykjavík, og nú síðast í Kópa- vogi. Fyrir átti Úlli soninn Örn, svo hann var sannarlega ríkur maður. Fjölskyldan var Úlla allt, hann elskaði sína stækkandi fjölskyldu, barnabörnin, tengdadæturnar, syn- ina og klettinn í lífi sínu hana Grétu. Heimili Úlla og Grétu hefur alltaf staðið opið öllum vinum og ættingj- um og hef ég eins og margir aðrir verið eins og grár köttur á heimilinu alla tíð. Úlli hringdi oft og spurði: „Ertu ekki að koma, ég er að grilla.“ Og svo stundum sagði hann þegar ég kom: „Ohh, ertu komin, verðurðu nokkuð lengi?“ Þannig elskaði hann að spauga og stríða og skemmtum við okkur konunglega þegar þessi gállinn var á honum, sem var oft. Úlli var mikill lífsnautnamaður og naut sín best í faðmi fjölskyldu og vina, oftar en ekki sá hann um grillið og að loknu „gúffi“ var sest út með öllara og sígó í rólegheitunum. Úlli hafði persónueiginleika sem flestir vildu gjarnan hafa, elskulegur og hjálpsamur, friðarins maður, góð- ur maður í gegn og algerlega æðru- laus sem kom best í ljós í hans snörpu og erfiðu veikindum. Húmor- inn var aldrei langt undan og hjálp- aði það ástvinum hans að takast á við erfiða daga. Dýrmætar verða minningarnar um Kaupmannahafnarferðina sem við fórum í saman til Siggu og Bents í október síðastliðnum, „Októberhóp- urinn“, og áttum við þar fjóra dásam- lega daga, en ekkert okkar grunaði þá að skuggadagar veikinda væru fram undan hjá okkar kæra Úlla. Mikill öðlingur hefur kvatt og verður hans sárt saknað. Ég votta foreldrum Úlla þeim Óla og Ingu Dóru, systkinum hans og mökum, innilega samúð. Elsku Andri, Hall- dór Óli, Örn, Hildigunnur, Ásdís og börn, verið dugleg að hugga hvert annað og ylja ykkur við góðar og skemmtilegar minningar. Elsku Gréta mín, þú veist hvar mig er að finna, þú ert sterkust og best! Guð veri með þér og öllum ást- vinum Úlla. Samúðarkveðjur til ykkar allra frá mömmu, Karólínu Hrönn og Söndru og fjölskyldu. Hrönn Eggertsdóttir. Þakklæti er mér efst í huga á kveðjustund Úlriks Ólasonar. Þakk- læti fyrir að fá að kynnast Úlrik og fá að raula með kórnum í katólskum messum, þótt ramlútersk sé færð til bókar og get ekki státað af kirkju- rækni fyrr en ég fann guðinn okkar allra á Landakotshæðinni. Þakklát er ég Úlrik fyrir að umbera mig oftar en ekki nótnalausa á elleftu stundu að mæta á kóræfingar, gleraugun ekki til staðar sem gat kostað smá- töf að bjarga. Þakklæti mitt á sér engin takmörk fyrir að fá aldrei skammir þegar trois vals eftir Chop- in tók að hringja símanum mínum í miðri andakt messunnar eða bara á kóræfingu, þá sendi Ulrik mér sitt annars blíðlega auga með brúnina niðri og ég sjokkeraðist smá. Aldrei vont orð, aldrei skammir, það var ekki hans stíll, augabrýnnar af- greiddu málið. Þakklætið nær einnig til Mar- grétar hans góðu konu og söng- félaga. Þau hjónin voru fádæma dug- leg að halda okkur kórfélögunum matarboð að heimili þeirra í Kópa- vogi, það var haust-, vor- og vetrar- fagnaður eða bara fagnaður. Úlrik stóð úti á verönd við grillið, þetta voru mikil magablót með meiru, við vorum að skemmta okkur, slaka á svo ég gat mætt bæði gleraugna- og nótnalaus, enda lagt blátt bann við söng í þessum boðum. Það var mikið borðað, enn meira talað og mikil hlátrasköll, bara gaman. Þakklæti mitt fyrir óborganlegar utanlandsferðir sem sem kórfélag- arnir fórum saman til Vínarborgar, Rómar og síðast til Kraká, sem var farið til í nóvember síðastliðnum. Úl- rik þá sárlasinn af meintri flensu en var samt hrókur alls fagnaðar og ekkert okkar renndi í grun að kallið væri komið og þessi ferð væri hans hinsta í þessari jarðvist. Elsku Margrét, guð gefi þér og fjölskyldunni allri styrk og blessun og varðveiti minningu Úlriks Ólason- ar. Anna Agnars. Okkur systur langar að minnast Úlriks nokkrum orðum. Þegar við hugsum til baka kemur Vínarborg oft upp í hugann, allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem við áttum þar saman. Fyrir tilviljun fóru pabbi og Úlli til Vínar í tónlistarnám á sama tíma. Það var mikið lán fyrir okkur öll að eiga hvert annað að þar. Við hittumst oft og það var alltaf til- hlökkunarefni þegar von var á Úlla, Margréti og Dóra í heimsókn í Max Reinhardtgasse og ekki síður að heimsækja þau í Probusgasse þar sem þau bjuggu á fyrrverandi bú- garði með vínvið og kirsuberjatré í garðinum. Þau leigðu hjá konu sem Úlli nefndi strax Tröllu uppá ís- lensku. Þarna voru þau rétt hjá Beethoven-húsinu og fannst okkur það vel við hæfi. Úlli var alltaf léttur í skapi og tók okkur ávallt fagnandi. Hann fylgdist vel með námsframvindu og öllum högum okkar. Alltaf voru viðbrögðin og tilsvörin þau sömu þegar hann fékk jákvæðar fréttir: „Vaaaaahahá- áá maður“ og svo kom „oooooóóútrú- legt“ eða „ooooóútrúúúlega frá- bært“. Hann lét okkur alltaf vita hve stoltur hann var af okkur. Já hann Úlli var skemmtilegur, góður og kær vinur, líka góður félagi, hann kunni að tala við og koma til móts við sér yngri, ávallt reiðubúinn að hjálpa og hvetja áfram. Það var svo margt í Úlla sem hægt er að taka sér til fyr- irmyndar eins og til dæmis það að aldrei heyrðist hann hallmæla nokkrum manni, það mesta sem hann sagði var: „Já þetta er nú bara svona.“ Við söknum hans sárt en þökkum um leið fyrir að hafa átt hann að vini, þökkum honum allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Úlli er lagður í sína hinstu för og við sjáum hann fyrir okkur stjórna gleðisöng englakórs á himnum. Úlrik Ólason ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, JÓN SKÚLI RUNÓLFSSON, Keilusíðu 9b, Akureyri, lést þriðjudaginn 15. apríl á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarney Þuríður Runólfsdóttir, Bragi Agnarsson, Ragnheiður Björg Runólfsdóttir, Snorri Björnsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR GUÐLEIFSSON, andaðist að morgni fimmtudagsins 17. apríl. Sangka Thana, Þórarinn Már Sigurðsson, Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, Ragnhildur, Sigríður Þyrí, Atli Már og systkini hins látna. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA E. HANSEN, Álakvísl 3, Reykjavík, lést föstudaginn 4. apríl. Jörmundur Ingi Hansen, Eiríkur Hansen, Þórunn María Jóhannsdóttir, Geirlaug Helga Hansen, Davíð Kristján Guðmundsson, Skúli Hansen, Sigríður Stefánsdóttir, Ingibjörg Dóra Hansen, Gunnar Börkur Jónasson, Ragnheiður Regína Hansen, Gunnar Pétursson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.