Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 21 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÉG vil fá garðinn í upprunalegt horf og láta endurgera hann,“ segir Jón H. Björnsson landslagsarkitekt um Hallargarðinn við Frí- kirkjuveg. Nokkuð hefur verið rætt um garð- inn undanfarið eftir kaup Novators á húseign- inni við Fríkirkjuveg 11. Fram kom hjá fyrirtækinu á dögunum að á næstunni yrði hafist handa við að fullvinna tillögur um við- hald og breytingar á lóðinni umhverfis húsið. Þetta tengist breyttri notkun hússins, en þar er m.a. gert ráð fyrir að koma fyrir fund- arsölum og almenningssafni um ævi og störf athafnamannsins Thors Jensen sem lét reisa húsið. Jón þekkir vel til Hallargarðsins en snemma á sjötta áratug síðustu aldar, þegar hann var nýkominn heim úr háskólanámi í landslagsarkitektúr í Bandaríkjunum, var honum falið að hanna garðinn. „Hörður Bjarnason, skipulagsstjóri ríkisins á þeim tíma, fékk mig til þess að skipuleggja garð- inn,“ segir Jón. Hann hélt til Bandaríkjanna skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar og dvaldist þar í alls sjö ár en hann endaði dvöl- ina á því að aka með bróður sínum þvert yfir Bandaríkin, norður yfir Kanada og til Alaska. Þaðan héldu þeir heim nokkru síðar, klyfjaðir af fræjum, græðlingum og plöntum sem Jón tók með til Íslands. Er landslagsgarður Jón segir að þegar honum voru sýndar til- lögur að breytingum á Hallargarðinum hafi hann strax verið andsnúinn þeim. M.a. hefur verið rætt um að koma fyrir torgi við húsið, þar sem hægt verði að hafa verk til sýnis á góðviðrisdögum. Líka hefur verið rætt um að hægt verði að fara með bíla inn í garðinn við húsið og tröppur að húsinu verði færðar frá því að vera við mitt húsið og að öðrum enda þess. Jón bendir á að Hallargarðurinn sé hann- aður í sérstökum stíl, hann sé svokallaður landslagsgarður með óreglulegum línum. Þetta sé andstætt garðahönnun í anda for- malisma, þar sem mikið sé um beinar línur sem enda í þungamiðju (focal-point). Jón nefnir sem dæmi um slíka hönnun Háskóla Íslands og garðinn fyrir framan skólann. Jón segir að við breytingar á Hallargarðinum þurfi að huga vel að hlutunum og gæta þess að þær falli að þeirri heildarhugmynd sem liggi að baki garðinum. Hann segir að í gegnum tíðina hafi nokkrar breytingar verið gerðar á garðinum, án þess að hann samþykkti þær, enda sé hönnun hans ekki varin höfundarrétti. Það sem m.a. hefur verið breytt er að tjörn sem var í garðinum var fjarlægð og hefur Jón ekki skýringar á því hvers vegna svo er. Á gömlum myndum má sjá að borgarbörn hafa mörg hver skemmt sér prýðilega við Tjörnina meðan hennar naut við og notið þess að leika sér við hana á sólskinsdögum. Tjörnina prýddi jafn- framt fallegur gosbrunnur með litlum dreng á svansbaki. Jón segir gosbrunninn hafa horfið og verið sé að leita að honum. „Ég vona að hann finnist. Ég sá hann síðast í vinnuskúr hjá garðyrkjumönnum borgarinnar,“ segir hann. Hann sér eftir Tjörninni, sem hann segir hafa verið eitt aðalatriða garðsins. Hönnunin á enn rétt á sér Fleira sem breytt hefur verið eru hellur í göngustígum garðsins. Þeir voru lagðir óregluegum hellum sem Jón lét gera sér- staklega. Í þær var notað hvítt sement sem entist illa. Í staðinn voru lagðar ferkantaðar hellur sem Jón segir engan veginn falla að bogadregnum línum gangstíganna. Fleiru hafi verið breytt, til að mynda komið fyrir styttum, sem Jón hefði viljað sjá á öðr- um stöðum í garðinum, svo þær féllu betur að hönnun hans, til dæmis minnisvarði um Thor Jensen og Þorbjörgu konu hans. Jón segist telja að sú hönnun sem hann hafði að leiðarljósi fyrir um 55 árum eigi enn fullan rétt á sér. „Það þarf að gera þetta í samvinnu við nýja eigendur. Ég óska þeim til hamingju með að hafa eignast húsið. Ég er nýbúinn að lesa bókina um Thorsana og áður um Thor Jensen, sem var í tveimur bindum. Ég er mjög ánægður með að þeir skuli eign- ast húsið til minningar um Thor Jensen. En það þarf að vera góð samvinna um húsið, svo bæði þeir og ég, fyrir hönd borgarinnar, get- um verið ánægðir,“ segir hann. Sjálfur er Jón í varastjórn nýstofnaðra Hollvinasamtaka sem hyggjast berjast fyrir því að garðurinn verði færður í upprunalegt horf. „Vil fá garðinn í upprunalegt horf“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Garðhönnun Jón H. Björnsson teiknaði Hallargarðinn árið 1953, en garðurinn var tekinn í notkun 18. ágúst 1954. Í honum var m.a. tjörn sem var vinsæl hjá börnum í borginni. Í HNOTSKURN »Jón var fyrsti menntaði landslags-arkitektinn sem tók til starfa hér á landi. »Hann stundaði fyrst nám við Garð-yrkjuskóla ríkisins og var svo tvö ár við garðyrkjuskóla á Long Island í New York. »Þá fékk Jón inngöngu í Cornell-háskólaog lauk þaðan meistaraprófi sem lands- lagsarkiktekt 1951. »Hann stofnaði m.a. gróðrarstöðinaAlaska og kenndi skrúðgarðyrkju hér á landi. Jón H. Björnsson hannaði Hallargarðinn SÉRSTAÐA leikársins sem senn lýk- ur hjá Leikfélagi Akureyrar er að gestirnir hafa aldrei verið fleiri í sögu leikfélagsins, en fjörið heldur reyndar áfram alveg út þennan mánuð. Óhætt er að segja að allar sýningar leikárs- ins, Óvitar, Ökutímar, Fló á skinni og Dubbeldusch hafi notið mikilla vin- sælda en yfir 40.000 manns hafa sótt sýningar LA í vetur. Það er 40% aukning frá fyrra leikári, sem þó var metár. Tvö verk í viðbót í maí Fljótlega verður boðið upp á tvær gestasýningar sem leikhúsið hefur valið og í Samkomuhúsinu fóstrar LA um þessar mundir ungu kynslóðina á Akureyri og Eyjafjarðasvæðinu, sem frumsýndi hinn 8. maí söngleikinn Wake me up eftir Hallgrím Helgason. Leikstjóri sýningarinnar er Guðjón Davíð Karlsson og hafa áhorfendur tekið verkinu mjög vel; í upphafi var stefnt að þremur til fimm sýningum en ljóst er að þær verða a.m.k. níu. Gestasýningar LA nú í maí eru Killer Joe, eftir Tracy Letts, og Alveg brilljant skilnaður eftir Geraldine Ar- on. Hið fyrra er óvægið og áhrifamik- ið nútímaverk, spennandi, átakanlegt og bráðfyndið – eins og María Sigurð- ardóttir, nýráðinn leikhússtjóri LA, kemst að orði. Sýningar á Killer Joe verða í Rým- inu frá 22. til 25. maí, en þess má geta að sýningin var tilnefnd til átta Grímuverðlauna í fyrra. Edda Björgvinsdóttir hefur flutt einleikinn Alveg brilljant skilnaður fyrir rúmlega 30.000 áhorfendur á rúmlega fjórum árum og verður í Samkomuhúsinu frá 29. til 31. maí. Nýr leikhússtjóri LA er að leggja síðustu hönd á skipulag næsta leikárs 2008. Þrír fastráðnir leikarar hverfa suður yfir heiðar og mega leikhús- gestir því eiga von á nýjum og spenn- andi listamönnum á fjölum LA á næsta leikári, að sögn Maríu. Ákveðið hefur verið að taka Óvita aftur upp í haust og LA hefur þegar valið eina af gestasýningum næsta leikárs; það er sýningin Fool for love, sem sýnd verður í Rýminu í septem- ber nk. Þetta verðlaunaleikrit eftir Sam Shephard var sýnt fyrir fullu húsi í Reykjavík sl. vetur og hlaut ein- róma lof gagnrýnenda. KK, sem leik- ur í sýningunni, semur einnig tónlist- ina. Skemmta en hreyfa við Önnur verkefni vetrarins hjá LA verða kynntn í ágúst næstkomandi, í upphafi leikársins, en María lofar fjöl- breyttu verkefnavali þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Við ætlum að endurvekja saka- málaleikritin, taka á brennandi mál- um í samtímanum og krydda svo allt með því að kitla hláturtaugarnar svo um munar,“ segir hún. Nýr leikhús- stjóri hefur fullan hug á að halda á lofti merki LA sem eins besta leik- húss á landinu, þar sem gæði, fjöl- breytni og metnaður ráða ríkjum. LA ætlar að halda áfram að skemmta fólki, hreyfa við fólki og skipta það máli,“ segir María. Líflegt vor hjá Leikfélaginu Vinsælt Úr Óvitum, en þeir verða teknir til sýninga á ný í haust. FRUMFLUTT var í gær nýtt lag eftir Sigurð Helga Oddsson, fyrrverandi konsertmeistara MA, við fyrsta hluta ljóðaflokks Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, sem saminn var fyrir hálfrar aldar afmæli skólans árið 1930. Þann 19. maí sama ár voru staðfest lög um menntaskóla á Akureyri og því tvöföld ástæða til há- tíðahalda, sem fram fóru á Möðruvöllum í Hörgárdal 31. maí og á Akureyri 1. júní. Fyrri daginn brautskráði skólameistari, Sigurður Guðmundsson, 52 gagnfræð- inga og 15 stúdenta. Lokakafli ljóðaflokks Davíðs, Und- ir skólans menntamerki, hefur síðan verið skólasöngur MA við lag Páls Ísólfssonar en karlakórinn Geysir söng kafla úr hátíðarljóðunum á Möðruvöllum. Sigurður Helgi, stúdent 2006, samdi hins vegar lag við fyrsta kaflann – Vorið er komið heim í Hörgárdalinn – sem hann lék á flygilinn í löngu frímínútum í gærmorgun í Kvosinni, samkomusal MA, fyrir nemendur og kenn- ara. Hópur MA-inga, sem hann hafði æft, söng lagið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „… heim í Hörgárdalinn“ MALBIKUN flugbrautarinnar á Akureyri hefst um miðjan júní en verkinu lýkur ekki fyrr en á næsta ári eftir að brautin hefur verið lengd. Samningur um malbikunina var und- irritaður í vikunni. Það er fyrirtækið Hlaðbær-Colas sem vinnur verkið fyrir Flugstoðir. Tilboð fyrirtækisins var það eina sem barst og var 719 milljónir, um 111% miðað við kostnaðaráætlun. Alls þarf um 40 þúsund tonn malbiks í verkið og er um að ræða lang- stærsta malbikunarverkefni hér á landi í nokkur ár – síðan lagt var á Reykjavíkurflugvöll árið 2001, en í það verkefni voru notuð 45 þús. tonn. Vinna er um það bil að hefjast við gerð öryggissvæðis við norðurenda flugbrautarinnar. Í sumar verður brautin öll malbikuð sem og örygg- issvæðið við norðurendann en leng- ingin til suðurs og öryggissvæði þar strax næsta sumar eftir að lenging- unni lýkur. Malbikunin hefst um miðjan júní og stendur líklega yfir í fimm vikur. Malbikað fyrir 711 milljónir AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.