Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4FMÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Spöngin 37, 2. hæð. 112 Reykjavík
Sími 575 8585. Fax 575 8586
Sigrún Stella
Einarsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Karl Dúi Karlsson
Sölumaður
Sími 575 8585
FASTEIGNASALAN ÞÍN
www.fmg.is
VEGHÚS
5 HERB. Á TVEIMUR HÆÐUM
Falleg 166,4 fm, 4-5 herb. íbúð á 2 hæðum.
Hátt er til lofts í íbúðinni, gluggar stórir og er
eignin afar björt. Rúmgott eldhús með borð-
krók, borðstofa og afar rúmgóð stofa og sjón-
varpshol. Vestursvalir. Þrjú svefnherbergi, tvö
fullbúin baðherbergi. Gólfefni eru fallegar flísar,
parket og dúkur. Á jarðhæð er sér geymsla og
sameiginleg hjóla - og vagnageymsla.
KLEPPSVEGUR - 6. HÆÐ
4RA HERB. - STÓRBROTIÐ ÚTSÝNI
Falleg 4ra herbergja 97 fm endaíbúð á 6. hæð í
góðu lyftuhúsi. Eignin er afar vel skipulögð og
úr henni er stórbrotið útsýni. Stórar svalir í suð-
ur og vestur. Nýlegt parket á stofu, holi,
svefnh., gangi og herbergjum. Þrjú svefnher-
bergi, innfelldir skápar í tveimur þeirra. Rúmgott
eldhús með borðkrók við glugga og vel með far-
inni upprunalegri innréttingu. Verð 23,5 millj.
BERJARIMI - 4RA HERB
SÉRLÓÐ - BÍLAGEYMSLA
Falleg 4ra herb., 91,2 fm íbúð á jarðhæð með sér
lóð, ásamt stæði í bílageymslu. Flísalagt anddyri
með fataskáp. Björt stofa og þaðan er gengið út á
sólpall sem snýr í vestur. Opið úr stofu inn í eldhús
með borðkrók. Eldhúsinnrétting með miklu skáp-
arými. 3 svefnherb. Þvottaherb. innan íbúðar.
Baðherb. flísalagt í hólf og gólf og með innrétt-
ingu og baðkari. Parket og flísar á gólfum. Sér
geymsla. Verð 27,9 millj.
ÁLFHÓLSVEGUR - 4RA HERB.
STÓRT HERBERGI GOTT TIL ÚTLEIGU
95 m², 4ra herb. íbúð á 1. hæð í fjórbýlishúsi með
fallegu útsýni. Þar af er 14,3 m² herbergi í sameign
með aðgang að salerni, sem hægt er að leigja út.
Björt stofa. Eldhús með fallegri innréttingu og borð-
krók. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf og með inn-
réttingu og baðkari með sturtuaðstöðu. 2 svefn-
herb. með fataskápum. Parket, flísar og dúkur á
gólfum. Rúmgóð geymsla í sameign. 2 sér bíla-
stæði. Verð 22,9 millj.
HINN FAGRI STYKKISHÓLMUR
ÍBÚÐ OG BÍLSKÚR
VERÐ AÐEINS 10. MILLJ.
Björt og rúmgóð 2ja herb. 68,6 m² neðri sérhæð í
steinsteyptu tvíbýlishúsi ásamt 40,5 m² hlöðnum
bílskúr við Skúlagötu. Sér inngangur er í íbúðina.
Íbúðin skiptist í forstofu, rúmgott hol, gott eldhús,
baðherbergi, fremur stórt svefnherbergi og rúm-
góða stofu. Sameiginlegt þvottahús og kyndiklefi
er með efri hæð. Dúkur er á forstofu og baðher-
bergi en plastparket á öðrum gólfum. Ný hvít inn-
rétting er í eldhúsi.
LAUFRIMI - 3JA HERB.
SÉRINNG. - OPIN BÍLAGEYMSLA
Glæsileg 3ja herb., 101,8 fm endaíbúð með sér
inngang á efstu hæð, ásamt stæði í opinni bíla-
geymslu. Glæsilegt útsýni. Anddyri með fata-
skáp. 2 svefnherb., með fataskápum. Baðherb.
flísalagt í hólf og gólf og með fallegri innrétt-
ingu, sturtu- klefa, baðkari og glugga. Rúmgóð
og björt stofa. Flísalagðar svalir. Eldhús með
borðkrók og fallegri innr. Þvherb. innan íbúðar.
Parket og flísar á gólfum. Verð 23,9 millj.
ÞÓRÐARSVEIGUR
2JA HERB Í LYFTUHÚSI
Glæsileg 2ja herb., 51,3 fm íbúð á 3. hæð í nýlegu
lyftuhúsi í Grafarholti. Flísalagt anddyri með fata-
skáp. Stofa og eldhús í opnu parketlögðu rými,
aðskilið með lágum, léttum vegg. Eldhús með fal-
legri innréttingu, vönduðum tækjum og borðkrók.
Vestur svalir. Svefnherb. parketlagt og með fata-
skápum. Baðherb. flísalagt og með sturtuklefa,
vegghengdu salerni, innréttingu og handklæða-
ofn. Tengt fyrir þvottavél. V. 17,8 millj.
GULLENGI 3JA HERB. 1. HÆÐ
SÉR INNGANGUR
Góð 3ja herbergja 84,9 fm íbúð á 1. hæð með
sér inngangi af svölum. Unnið er nú við að ljúka
framkvæmdum utanhúss á kostnað seljanda.
Þvottaherbergi er í íbúðinni. Stofa og borðstofa
er rúmgóð og björt, mjög stórar suðvestur sval-
ir. Tvö svefnherbergi. Hagstæð áhvílandi lán
frá Íbúðalánasj. u.þ.b kr. 17,4 millj. vextir
5,1% og 4,15% V. 21,9 millj.
HINN FAGRI STYKKISHÓLMUR
EINBÝLI OG BÍLSKÚR
VERÐ AÐEINS 14,9 MILLJ.
Lítið snoturt 115,7 fm einbýlishús sem stendur á
hornlóð ásamt 19,2 fm sérstæðum bílskúr við
Silfurgötu. Húsið er klætt að utan. Húsið er á 2.
hæðum og er inngangur á hvora hæð og einnig
innangengt á milli hæða. Þrjú svefnherbergi. Hús
á góðum stað í Stykkishólmi
ASPARFELL
2JA HERB. - LYFTUHÚS
Falleg og afar notaleg 2ja herbergja íbúð á 5.
hæð í góðu nýviðgerðu lyftuhúsi. Rúmgott bað-
herb., opið á milli stofu og eldhúss, fín eldri inn-
rétting með góðu skápaplássi, ísskápur getur
fylgt. Flísalagðar svalir í vestur. Svefnherb., með
stórum skápum. Fallegt parket á öllum gólfum
nema baðherbergi. Áhvílandi lán frá Íbúðalána-
sjóði samtals að fjárhæð ca. 5.940.000.- vextir
4,65% og 5,1%. Verð 15,2 millj
KRÓKAHRAUN, STÓR 3JA-4RA HERB.
Á 1.HÆÐ Í TVEGGJA HÆÐA HÚSI
FRÁBÆRT TÆKIFÆRI FYRIR LAGHENTA -
TILBOÐ ÓSKAST. Mjög vel skipulögð 88,8 fm
3ja - 4ra herb. íbúð á 1. hæð í tveggja hæða
klasahúsi við Krókahraun í Hafnarfirði. Stofa er
stór og parketlögð, mjög stórar svalir í suður og
farið af þeim beint út í garð. Eldhús er rúmgott
með borðkrók, hægt að opna inn í stofu. Svefn-
herbergin, baðherbergi og þvottaherbergi eru á
sér gangi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf,
góð innrétting. Þvottaherb., með góðu geymslu-
pl. Eignin er laus nú þegar. Ásett verð 22,4
millj.
HOLTAGERÐI KÓPAVOGI
EFRI SÉRHÆÐ MEÐ BÍLSKÚR
Falleg og björt 5 herbergja efri sérhæð ásamt
bílskúr í góðu tvíbýlishúsi við Holtagerði, alls
145,6 fm. Íbúðin er 122,8 fm og vel skipulögð,
hátt er til lofts og er mjög gott útsýni úr eign-
inni. Parket á stofu, holi, gangi og herbergjum.
Glæsilegt baðherbergi nýuppgert. Þvottahús í
íbúð. Bílskúr 22,8 fm., með sjálfvirkum hurð-
aopnara.
V. 32,5 millj.
HÚSAHVERFI - 5 HERBERGJA MEÐ
BÍLSKÚR
Falleg 127,9 fm, 4ra til 5 herbergja íbúð á 2.
hæð ásamt 25,7 fm innbyggðum bílskúr. Falleg
innrétting í eldhúsi. Borðstofa og stofa ásamt
lítilli sólstofu. Suður svalir. Þrjú svefnherbergi.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Fallegt park-
et, flísar og dúkur er á gólfum. Bílskúr með raf-
drifnum hurðaopnara. Falleg eign vel staðsett í
Grafarvogi. V. 32,2 millj.
KVÍSLARTUNGA MOSFELLSBÆ
SKIPTI KOMA TIL GREINA
Raðhúsalóð - þrjú hús. Kvíslartunga í Leir-
vogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Byggingarleyfi
fyrir 2ja hæða raðhúsum, sem á að byggja úr
einingum frá Smellinn. Húsin verða á tveimur
hæðum með innbyggðri bílgeymslu. Hvert hús
er 232m2 að stærð. SKIPTI Á ÓDÝRARI
KOMA TIL GREINA.
ÞINGHÓLSBRAUT KÓPAV.
EINBÝLI Á EINNI HÆÐ, AUKAÍBÚÐ
Fallegt 163,2 fm steinsteypt einbýlishús á einni
hæð með 2ja herb., aukíbúð með sér inngangi.
Hentar hún til útleigu en einnig er auðvelt að
opna hana inn í aðalíbúð ef þörf er á stærra
einbýli. Baðherbergi er nýlega uppgert á falleg-
an hátt. Ný innrétting í eldhúsi, uppþv., íssk.,
og frystir eru felld inn í innréttingu með viðar-
fronti. Fallegar náttúruflísar eru á gólfum. Tvö
stór svefnherbergi bæði með stórum fataskáp-
um og parketi á gólfum. Nýjar inni og útihurð-
ir, húsið er nýlega málað. ÓSKAÐ ER EFTIR
TILBOÐUM Í EIGNINA
NÝTT
Á
SKRÁ
Þ
að væri synd að segja að
það væri ekki áhugi á
vatnshrútum hérlendis.
Ýmsir sjá nýja möguleika
svo sem að fá tæki til að dæla vatni í
bústaði á afskekktum stöðum þar
sem ekki er völ á rafmagni. Sumir
hafa rekið upp stór augu, hafa aldr-
ei heyrt minnst á slíka hrúta og lík-
lega hafa afgreiðslumenn lagna-
verslana þurft að játa sig skák og
mát þegar bjartsýnir menn hafa
skálmað þar inn og spurt: ?Seljið
þið vatnshrúta.? Tæplega eru
nokkrir svo göldróttir á okkar upp-
lýstu öld að geta samið við þann úr
neðra að bera til sín vatn í hripum,
enda yrði það líklega of dýru verði
keypt ef samningar tækjust. Vatns-
hrútar eru augljóslega betri kostur.
Þá er ekki síður áhugavert að fá
upplýsingar um að vatnshrútar
finnast enn á Íslandi og eru í fullu
fjöri, skila sinni vinnu sumar eftir
sumar. Það eru Norðlendingar sem
halda uppi heiðri og merki vatns-
hrúta. Ferðafélag Akureyrar notar
á hverju sumri fjóra vatnshrúta við
Þorsteinsskála í Herðubreið-
arlindum. Frá fróðum mönnum í því
félagi, sem auðvitað eru komnir á
góðan aldur, fengust þær upplýs-
ingar að um miðja síðustu öld hefðu
vatnshrútar verið framleiddir á Ís-
landi. Á þeim árum voru vöruhöft
meiri en nokkru sinni hafa verið
hérlendis og þá reyndu menn að
bjarga sér og framleiða ýmislegt
sem þörf var á. Líklega hefur það
verið í annarri hvorri vélsmiðjunni,
Héðni eða Hamri, jafnvel í báðum,
sem vatnshrútar voru framleiddir.
Auðvitað fer ekki hjá því að tæki
sem hafa verið í notkun í hálfa öld
eða meira þurfi viðhald. Í vatns-
hrútunum í Herðubreiðarlindum
hefur þurft að endurnýja fóðringar
sem ekki er einkennilegt. Þar var
prófað að renna fóðringar úr næloni
í stað stáls og hefur gefist vel. Hér
er átt við fóðringar í klakknum sem
er á stöðugri hreyfingu, á hverri
sekúndu má segja. Hins vegar er
rétt að skjóta því hér inn að orðið
?klakkur? í þessari merkingu er ný-
yrði sem varð til þegar síðasti pistill
var saminn, áður fyrr kann þetta
litla tæki að hafa gengið undir allt
öðru nafni.
Og meira frá Norðlendingum. Við
eyðibýlið Víðar í Reykjadal í Suður-
Þingeyjarsýslu 
hefur verið vatnshrútur í hálfa
öld rúmlega og hann er enn notaður
á sumrin.
En vatnshrútur er einfalt tæki og
í honum eru aðeins tveir hreyf-
anlegir hlutir, annars vegar klakk-
urinn sem tryggir virkni og vinnslu
tækisins og hins vegar einstreym-
islokinn í rörinu þar sem vatnið
stígur upp til áfangastaðar. Það er
því ekki loku fyrir það skotið að
hagleiksmenn geti smíðað slíkt
tæki, það gerðu menn hérlendis fyr-
ir hálfri öld.
Til að hjálpa aðeins upp á sak-
irnar ef einhver ætlar að freista
gæfunnar þá eru hér nokkrar hag-
nýtar upplýsingar. Meðfylgjandi er
tafla sem sýnir hlutföllin milli fall-
hæðar að vatnshrúti, lyftihæðar frá
honum og hvað þá megi búast við
miklu vatnsmagni á áfangastað.
Tökum tvö dæmi úr töflunni. Í fyrra
dæmi er fallhæð 5 metrar og lyfti-
hæð þrefalt meiri eða 15 metrar, þá
má búast við að fá 310 lítra á sólar-
hring (blár reitur). Í seinna dæmi er
fallhæð 20 metrar og lyftihæð fimm-
föld eða 100 metrar, þá má búast við
að fá 180 lítra á sólarhring (grænn
reitur). Hlutföllin á röravíddum eru
einnig mikilvæg. Fallrörið þarf ætíð
að vera mun víðara og ef við notum
gamla tommumálið þá eru hlutföllin
þau að fallrörið sé 1¼? en lyftirörið
frá vatnshrúti ½?.
Ef einhverjir vilja sökkva sér
djúpt í fræðin er upplagt að fara inn
á Google og slá inn orðunum ?Ram
Pump?, þá hellist yfir menn mikill
fróðleikur um vatnshrúta.
Kölski bar vatn í hripum en
við veljum frekar vatnshrúta
LAGNAFRÉTTIR
Sigurður Grétar Guðmundsson
siggigretar@internet.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16