Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Viltu gerast ferðaráðgjafi?
Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á
alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga
og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári ?ferðaráðgjafa? til
starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu.
Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun
aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan
ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
RÍKISSTJÓRNIN kynnti í gær
framkvæmdaáætlun sem felur í sér
að byggingu 400 nýrra hjúkr-
unarrýma verði hraðað. Auk þess
verður 380 núverandi rýmum breytt
úr fjölbýli í einbýli. Um er að ræða
áætlun til ársins 2012 sem sætir end-
urskoðun í lok næsta árs. 
Uppsöfnuð þörf
?Það er alveg ljóst að það er mjög
mikil uppsöfnuð þörf fyrir hjúkr-
unarrými. Í þessari áætlun leggjum
við mikla áherslu á uppbyggingu á
heimahjúkrun og við miðum við að
15% af þeim rýmum sem verða
byggð verði tekin í notkun fyrir
hvíldarinnlagnir,? sagði Jóhanna
Sigurðardóttir, félags- og trygginga-
málaráðherra, í gær á blaðamanna-
fundi þar sem áætlunin var kynnt.
?Við erum að fara langleiðina með
þessari áætlun að útrýma fjölbýlum.
Það eru mannréttindi að fólk hafi
það val að geta verið eitt í hjúkr-
unarrými,? sagði Jóhanna um fjölg-
un einbýla handa öldruðum. 
?Við viljum haga þessu þannig að
við metum þegar í árslok 2009 þörf-
ina fyrir þessa uppbyggingu og
hvort hægt sé að draga úr þörf fyrir
hjúkrunarrými með því að leggja
aukna áherslu á ýmis konar heima-
þjónustu,? sagði Jóhanna. 
?Framlög til heimahjúkrunar hafa
verið aukin og þessi þjónusta er ekki
aðeins fyrir þá sem eldri eru því
langveikir á öllum aldri þurfa á
heimahjúkrun að halda. Þessi áætl-
un og sú hugsun sem lögð var upp
með hér er gott dæmi um viðhorf og
sýn ríkisstjórnarinnar,? sagði Guð-
laugur Þór Þórðarson heilbrigð-
isráðherra. 
Endanlegur kostnaður við þá upp-
byggingu sem framkvæmdaáætl-
unin tekur til mun ekki liggja fyrir
fyrr en að lokinni endurskoðun áætl-
unarinnar í árslok 2009. Ef miðað er
við þörfina eins og hún liggur nú fyr-
ir er áætlaður stofnkostnaður ríkis,
sveitarfélaga og sjálfseignarstofn-
ana við fjölgun hjúkrunarrýma um
17 milljarðar króna sem dreifist að
hluta til á 25 ár þar sem uppbygging
er fjármögnuð með leigugreiðslum.
Framkvæmdir við ný rými á Sléttu-
vegi í Reykjavík hefjast í mars 2010,
við Sunnuhlíð í Kópavogi í maí 2010
og á Vestfjörðum í mars 2010, svo
dæmi séu tekin. 
Einnig verða skoðaðar leiðir til að
einstaklingar geti eignast tímabund-
inn búseturétt í húsnæði þar sem
öldrunarþjónusta er veitt. Jafnframt
vill ríkisstjórnin taka til endurskoð-
unar núgildandi fyrirkomulag
greiðsluþátttöku einstaklinga sem
dveljast á öldrunarstofnunum. 
Birtir til í hjúkrun
L52159 Ríkisstjórnin hraðar uppbyggingu hjúkrunarrýma og 
fjölgar einbýlum fyrir aldraða L52159 17 milljarða stofnkostnaður
?VIÐ svo sannarlega fögnum þessu framtaki,? segir Helgi Hjálmsson, for-
maður Landssambands eldri borgara, um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar
að beita sér fyrir uppbyggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma. ?Það er svo
sannarlega þörf á uppbyggingu hjúkrunarrýma. Mér sýnist þessar fyr-
irætlanir líta vel út og þetta er ágætis skref í rétta átt. Það er líka algjört
skilyrði að fjölbýlum fækki. Við leggjum áherslu á það að allir verði í ein-
býli sem óska eftir því. Það eru breyttir tímar og það er ekki lengur for-
svaranlegt að menn séu margir saman í herbergi,? segir Helgi. 800-850
eldri borgarar á landinu búa við það að þurfa að deila herbergjum með
öðrum, allt að 4 einstaklingum.
Fagna framtaki ríkisstjórnar
Morgunblaðið/Kristinn
Ný rými Ríkisstjórnin ætlar að hraða byggingu 400 hjúkrunarrýma og fjölga einbýlum fyrir aldraða. 
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Í NÝRRI grein Baldurs Þórhalls-
sonar, prófessors í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands, um Evrópu-
stefnu íslenskra stjórnvalda er far-
ið ítarlega yfir átökin bak við tjöld-
in um EES-samninginn, leynifundi
fyrir myndun Viðeyjarstjórnarinn-
ar og afstöðu stjórnvalda og stjórn-
málaflokka til aðildar að Evrópu-
sambandinu (ESB). 
Greinina er að finna í bókinni
Uppbrot hugmyndakerfis: Endur-
mótun íslenskrar utanríkisstefnu
1991-2007. Í greininni er meðal
annars greint frá þremur leyni-
fundum milli forystumanna Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks vet-
urinn 1990-1991. Fundirnir lögðu
grunninn að stjórnarmyndun flokk-
anna að loknum kosningum vorið
1991. 
Á fundunum komu Þorsteinn
Pálsson og Davíð Oddsson því á
framfæri við Jón Baldvin Hanni-
balsson og Jón Sigurðsson að Sjálf-
stæðisflokkurinn væri tilbúinn að
tryggja EES-samningnum brautar-
gengi í ríkisstjórn. Einnig myndi
flokkurinn falla frá þeirri kröfu
sinni að koma á tvíhliða viðræðum
við Evrópusambandið um sjávarút-
vegsmál. 
Forsetinn og EES-málið
Þá er í greininni farið ítarlega
yfir afstöðu Vigdísar Finnboga-
dóttur forseta til EES-málsins og
samskipti hennar við forystumenn
stjórnarflokkanna um EES. 
Fram kemur að forystumenn
ríkisstjórnarinnar óttuðust að Vig-
dís myndi ekki skrifa undir EES-
samninginn og ætluðu að rjúfa
þing og boða til kosninga ef forset-
inn ákvæði að skrifa ekki undir
samninginn. 
Sjálfstæðisflokkur og ESB
Í greininni er ennfremur farið ít-
arlega yfir afstöðu Sjálfstæðis-
flokksins til aðildar að ESB. Fram
kemur að Davíð Oddson, formaður
Sjálfstæðisflokksins og forsætis-
ráðherra, hafi verið tilbúinn að
skoða Evrópusambandsaðild eftir
þingkosningar vorið 1991.
Þátttaskil urðu hins vegar varð-
andi afstöðu Davíðs og Sjálfstæð-
isflokksins til aðildar árið 1992.
Leynifundir
lögðu grunninn
að ríkisstjórn
Ný grein um Evrópustefnu Íslendinga
Morgunblaðið/Sverrir
Stjórnarmyndunarviðræður í Viðey Davíð Oddsson heilsar Jóni Baldvini
Hannibalssyni við hús staðarhaldarans í Viðey.
Í HNOTSKURN
»
Þrír leynifundir voru
haldnir milli forystu-
manna Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks veturinn 1990-
1991. Þessir fundir lögðu
grunninn að stjórnarmyndun
árið 1991. 
»
Forystumenn ríkisstjórn-
arinnar óttuðust mjög að
forseti myndi ekki skrifa und-
ir EES-samninginn. 
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
?ÉG tel mig gríðarlega heppinn að
vera á lífi eftir þessa árás, alveg gríð-
arlega,? segir Miguel Angel Sepul-
veda Roman. Hann varð fyrir alvar-
legri líkamsárás á gatnamótum
Ingólfsstrætis og Hverfisgötu að-
faranótt föstudagsins 1. ágúst. 
Hann var stunginn í síðuna svo
blæddi inn á lunga. ?Hnífurinn fór
rétt við lungað. Ég veit ekki hvað
hefði gerst hefði hann farið alla leið.
Svo var ég einnig skorinn á hand-
leggnum.? Miguel missti um lítra af
blóði og þakkar því hversu fljótt
hjálp barst að ekki fór verr.
Tveir menn voru handteknir í kjöl-
far árásarinnar og voru úrskurðaðir í
gæsluvarðhald. Nokkrum dögum
síðar var sá þriðji handtekinn vegna
málsins. Einum þeirra var svo ný-
lega sleppt en gæsluvarðhald hinna
tveggja var framlengt til fimmtu-
dags. Miguel kveðst ekki vita hvers
vegna mennirnir réðust til atlögu við
hann. 
?Tel mig heppinn
að vera á lífi?
Morgunblaðið/Sverrir
Bærinn Árásin átti sér stað við mót
Hverfisgötu og Ingólfsstrætis.
Tveir enn í gæslu-
varðhaldi eftir lík-
amsárás 1. ágúst
GÍSLI Marteinn
Baldursson borg-
arfulltrúi hefur
ákveðið að fara í
meistaranám í
borgarfræðum
við Edinborg-
arháskóla í haust,
en hann hyggst
útskrifast úr BA-
námi í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands í
haust. Af þessum sökum mun hann
hætta í borgarráði og láta af nefnd-
arstörfum, en sitja áfram sem borg-
arfulltrúi og fljúga heim á borg-
arstjórnarfundi. 
Í bréfi sem hann sendi borgar-
stjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins á
mánudag, þar sem hann tilkynnti
ákvörðun sína, segir að námið standi
í tólf mánuði og sameini ?margskon-
ar viðfangsefni borgarlífs, allt frá
skipulagsmálum og arkitektúr yfir í
hagfræði borga, hagkvæmni sam-
ganga, húsnæðismála og þess sem
þeir kalla ?urban politics?.
Hættir í
borgarráði
Gísli Marteinn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40