Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
SÖLUMAÐUR í Dakka, höfuðborg Bangladess, raðaði upp hrísgrjónum til
sýnis á heildsölumarkaði í gær. Búist er við því að verð á hrísgrjónum
hækki þegar föstumánuður múslima, Ramadan, gengur í garð 1. sept-
ember. Hann er sá níundi í tímatali múslima og heilagur í þeirra augum.
AP
Nostrað við hrísgrjón
LITLA stúlkan sem kom fram á setn-
ingarhátíð Ólympíuleikanna í Peking
á föstudag hreyfði í raun aðeins var-
irnar með upptöku af söng annarrar
lítillar stúlku. Í ljós kom í gær að
skipuleggjendur athafnarinnar óttuð-
ust að stúlkan sem söng lagið, Yang
Peiyi, þætti ekki nógu fríð því tennur
hennar væru skakkar og hún of
búlduleit, sem hefði getað skaðað
ímynd þjóðarinnar. Stúlkan sem birt-
ist á setningarhátíðinni, Lin Miaoke,
heillaði áhorfendur og mynd af henni
birtist meðal annars á forsíðu New
York Times. Margir urðu því ósáttir
þegar í ljós kom að söngröddin hafði
ekki verið hennar. Sögum bar ekki
saman um hvort rödd Miaoke hefði
verið skipt út eða andliti Peiyi.
Stjórnandi athafnarinnar, Zhang
Yimou, bað um að ?sætt barn? syngi
meðan Ólympíulið Kínverja gengi
inn. Þótti mörgum Peiyi ekki síður
uppfylla þau skilyrði en Miaoke. Þeir
íbúar Peking sem breska blaðið In-
dependent ræddi við voru ekki á einu
máli um það hvort atvikið myndi hafa
neikvæð áhrif á framtíð stúlknanna,
eða hvort fyrirkomulagið hafi gefið
tveimur stúlkum færi á að láta ljós sitt
skína en ekki einni.
Uppljóstrunin varð þó síst til að slá
á gagnrýnisraddir um að tilraunir
Kínverja til að sýna fegraða mynd af
landi og þjóð í tilefni Ólympíuleikanna
hefðu gengið út í öfgar. Í gær kom
einnig í ljós að flugeldarnir í útsend-
ingunni sem bar fyrir augu sjónvarps-
áhorfenda um heim allan voru að
hluta tölvugerðir.
sigrunhlin@mbl.is
Glans-
myndin
fölnar
Söngur á setningar-
hátíð ÓL var af bandi
Lin MiaokeYang Peiyi
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
FORSETI Palestínu, Mahmoud Ab-
bas, hafnaði í gær nýju tilboði Ísraela
að friðarsamningi og telur það alger-
lega óviðunandi. Stjórn Ehuds Ol-
merts, forsætisráðherra Ísraels, býð-
ur Palestínumönnum samning um að
Ísraelar haldi eftir 7,3% af Vest-
urbakkanum og Palestínumenn fái í
staðinn landsvæði í Negev-
eyðimörkinni við Gaza sem jafngildi
5,5% af Vesturbakkanum.
Palestínumenn segjast aðeins
reiðubúnir að afsala sér 1,8% af Vest-
urbakkanum gegn því að fá önnur
svæði. Ísraelar setja sem skilyrði fyr-
ir samningum að Abbas nái aftur tök-
um á Gaza sem nú er stýrt af fjend-
um hans í Hamas er viðurkenna ekki
tilverurétt Ísraels.
Tvisvar á síðari árum hefur
minnstu munað að friðarsamningar
tækjust, í Camp David-viðræðunum
árið 2000 og á Taba-fundunum í
Egyptalandi 2001. Deilur um stöðu
Jerúsalem og rétt palestínskra flótta-
manna og afkomenda þeirra til að
snúa aftur heim urðu til að viðræð-
urnar fóru út um þúfur. Talsmaður
Abbas, Abu Rudeineh, sagði Ísraela
hafa viðrað svipaðar hugmyndir um
skipti á landsvæðum fyrr á árinu,
þær væru ekki nýjar. ?Það eina sem
var rætt af alvöru voru landamærin
en við náðum aldrei samkomulagi,?
sagði hann. ?Gjáin er enn jafnbreið.?
Þótt um eyðimörk sé að ræða skal
þess getið að Ísraelar hafa komið á
fót öflugum landbúnaði víða í Negev
og því ekki endilega um verra land að
ræða. Ísraelar heita einnig greiðum
samgöngum milli Vesturbakkans og
Gaza.
Alls búa ríflega 200 þúsund land-
tökumenn á Vesturbakkanum, einnig
búa álíka margir Ísraelar í og við
Austur-Jerúsalem sem hernumin var
1967. Flestir Ísraelar eru á því að
Jerúsalem skuli ávallt vera hluti rík-
isins, hún er þeim jafnvel enn heilagri
en múslímum og kristnum. 
Abbas hafnar
tilboði Olmerts
Ísraelar vilja skipta á svæðum land-
tökumanna og minna svæði við Gaza
Reuters
Á móti Sumir heittrúaðir gyðingar
eru á móti Ísrael, hér mótmælir
einn zíonisma og landtökumönnum.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
FLEST bendir til þess að átökunum í Georgíu sé nú að
ljúka þótt búast megi áfram við skærum hér og þar, að
sögn heimildarmanna. Nicolas Sarkozy Frakklandsfor-
seti átti í gær fundi með Dímítrí Medvedev Rússlands-
forseta í Moskvu og fékk hann til að fallast á samning um
vopnahlé. Sarkozy hélt síðan til Tíblisi þar sem ráðamenn
samþykktu einnig tillögurnar. Frakkar hafa forystu í
Evrópusambandinu þetta misserið.
Medvedev sagði um morguninn á blaðamannafundi að
aðgerðum Rússa væri lokið, búið væri að ?refsa?
Georgíumönnum. Bardagarnir brutust út sl. fimmtudag
þegar Georgíumenn reyndu að taka höfuðstað uppreisn-
arhéraðsins Suður-Ossetíu, Tskhinvali en mikil spenna
hefur verið á svæðinu síðustu mánuði. 
Deiluaðilar samþykktu að beita ekki hervaldi til að
leysa ágreininginn um Suður-Ossetíu og annað uppreisn-
arhérað, Abkhazíu. Skulu allir hermenn snúa aftur til
þeirra stöðva þar sem þeir voru áður en átökin brutust út
sl. fimmtudag. Hafnar verða alþjóðlegar viðræður um
framtíð héraðanna tveggja.
Þrátt fyrir þetta bárust fréttir af átökum sums staðar.
Vopnaðar sveitir Abkhaza, sem njóta stuðnings Rússa
eins og Suður-Ossetar, hröktu Georgíumenn frá fjalla-
skarðinu Kodori sem þeir réðu enn í héraðinu. 
Leyft að sinna mannúðarhjálp
Leyfður verður óskertur aðgangur fyrir þá sem annast
mannúðarhjálp. Georgíumenn segja að 175 manns úr
röðum þeirra hafi fallið, bæði hermenn og óbreyttir borg-
arar og mikið tjón hefur orðið á mannvirkjum í árásum
Rússa. Tskhinvali er illa farin eftir átökin. Rússar full-
yrða að 2000 manns hafi fallið í borginni en Giorgi Gogia,
fulltrúi samtakanna Human Rights Watch í Tíblisi, hafn-
ar því og segir reyndar báða aðila ýkja tölur um mannfall.
Georgíumenn hafa kært Rússa fyrir alþjóðadómstóln-
um í Haag fyrir þjóðahreinsun en Rússar saka Georgíu-
menn um þjóðarmorð. Talið er að um 100.000 manns hafi
flúið eða misst heimili sín í átökunum, mest Georgíumenn
en einnig tugþúsundir Osseta sem flestir flýðu til Norð-
ur-Ossetíu í Rússlandi. Yfir 200 þúsund Georgíumenn,
sem áður bjuggu í Abkhazíu, hafa í meira en áratug verið
flóttamenn í Georgíu. 
Segir búið að ?refsa?
Georgíumönnum
Hvað vilja Palestínumenn?
Þeir vilja fá að stofna eigið ríki á
Vesturbakkanum og Gaza, svæðum
sem Ísraelar hernámu 1967.
Hverjir búa á svæðunum?
Þar búa nú tæpar fjórar milljónir Pal-
estínumanna, einnig meira en 200
þúsund ísraelskir landtökumenn.
Hverjir fá Jerúsalem?
Báðar þjóðirnar gera tilkall til henn-
ar. Stórveldin og SÞ vilja að höf-
uðborg nýs Palestínuríkis verði í
austurhluta borgarinnar.
Er rætt um aðrar lausnir?
Sumir Palestínumenn vilja að mynd-
að verði sambandsríki þjóðanna
tveggja. Ísraelar segja að gyðingar
yrðu þá fljótt komnir í minnihluta.
S&S
GEORGÍSK stjórnvöld
saka Rússa um að hafa
gert georgískar vefsíður
óvirkar, þar á meðal síðu
utanríkisráðuneytisins í
Tíblisi. Þá var ráðist inn
á síðu georgísks banka
og þar birtar myndir af
einræðisherrum á 20.
öld ásamt forseta
Georgíu. Ráðuneytið
hefur leitað skjóls á
heimasíðu forseta Pól-
lands, Lech Kaczynskis,
og á síðu í eigu Google,
georgiamfa.-
blogspot.com, þar sem
birt eru örstutt frétta-
skeyti. Að sögn hafa
Georgíumenn einnig
þegið aðstoð Eista, sem
áttu líka í baráttu við
rússneska tölvuþrjóta í
maí á síðasta ári. Bill
Woodcock, talsmaður
bandarískra vefmæl-
ingasamtaka, segir aug-
ljóst hvers vegna gripið
sé til nethernaðar. Hann
sé ódýr en áhrifamikill.
Deilan teygir sig yfir á netið
              MT39MT56MT48 MT39MT56MT53 MT39MT57MT48 MT39MT57MT53 MT39MT48MT48                 
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40