Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andrés Þorleifsson
andresth@mbl.is
LYFJASTOFNUN Evrópu (European Medicines
Agency) hafa borist tvær tilkynningar um alvar-
legar aukaverkanir af völdum MS-sjúkdómalyfs-
ins Tysabri. 
Aukaverkunin felst í ágengri fjölhreiðra inn-
lyksuheilabólgu (PML). Um er að ræða lífshættu-
lega bólgu í heilanum sem hefur svipuð einkenni
og MS-kast. Sérfræðinganefnd stofnunarinnar
(CHMP) lítur þessi tilvik alvarlegum augum og
hefur beðið Elan, markaðsleyfishafa Tysabri, að
leggja fram öll gögn um lyfið. Á þeim grundvelli
hyggst nefndin taka ákvörðun um framhaldið.
Íslenskur sjúklingur í lost
Á Íslandi fór fyrsta lyfjagjöfin með Tysabri
fram í janúar og þótti mörgum sjúklingum um
tímamótalyf að ræða. Erfiðlega gekk að fá lyfið
tekið í notkun hérlendis þrátt
fyrir að það hafi verið gefið í
nágrannalöndunum í nokkur
ár. 
?Við munum fylgjast mjög
náið með þessu. Þetta eru mjög
alvarlegar aukaverkanir,? seg-
ir Björn Zoëga, lækningafor-
stjóri Landspítala, og bætir við
að alls ekki megi tefla lífi og
heilsu sjúklinga í tvísýnu.
?Það er búið að gefa rúmlega 20 manns þetta lyf
og þessi aukaverkun hefur ekki komið upp á Ís-
landi, þá værum við hættir að nota lyfið. En það
hefur komið upp önnur [alvarleg aukaverkun] þar
sem sjúklingur fór í lost við gjöf á lyfinu. En þar
sem lyfið er gefið á spítala var brugðist mjög
skjótt við því og sjúklingur beið engan skaða af,?
segir Björn, en umræddur sjúklingur var að fara í
lyfjameðferðina í fyrsta skipti. 
Bendir Björn á að þar sem um er að ræða nýtt
lyf á markaðnum kunni að koma upp alvarlegar
aukaverkanir af ýmsum tegundum sem ekki séu
fyrirséðar.
Björn telur fullsnemmt að segja hvernig lyfið
hafi reynst á Íslandi, en til séu jákvæðar reynslu-
sögur sjúklinga. Þá sé enn stefnt að því að á árinu
fái 50 sjúklingar lyfið, en það sé að sjálfsögðu háð
því að Lyfjastofnun Evrópu taki lyfið ekki af
markaðnum.
Miklar vonir voru bundnar við lyfið
?Þetta eru leiðinleg tíðindi fyrir alla sem trúa
því að ný lyf komi til með að hjálpa. Það hafa verið
bundnar miklar vonir við þetta lyf. Ef það reynist
rétt að hættan sé svona mikil að menn séu að
hugsa um að taka lyfið af markaðnum þá er það
enn þá leiðinlegra, maður vonar alltaf að þessi lyf
sem koma á markaðinn hafi áhrif fyrir sjúklingana
til lengri tíma litið.?
MS-lyf kann að valda bólgu í heila
L52159 Lyfjastofnun Evrópu hefur fengið tvær tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir á lyfinu Tysabri
L52159 Íslenskur sjúklingur fór í lost við lyfjagjöf L52159 Stefnt að því að 50 manns fái lyfið hér á landi í árslok
Björn Zoëga
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
EINAR K. Guð-
finnsson, sjávar-
útvegs- og land-
búnaðarráðherra
Íslands, og Finn
Karlsen, sjávar-
útvegs-, veiði-
mála- og landbún-
aðarráðherra
Grænlands eru
sammála um að
vinna sameigin-
lega að hugmyndum um að vernda
grálúðustofninn. Grálúðustofninn er
mjög veikur og fiskifræðingar hafa
varað mjög við þróun hans.
Grænlenski ráðherrann var stadd-
ur hér á landi í opinberri heimsókn
sem lauk í gærkvöld.
?Veiðarnar hafa verið langt yfir
afkastagetu stofnsins og ég lagði
mikla áherslu á það í okkar viðræð-
um að við kæmumst að samkomulagi
um nýtingu stofnsins. Niðurstaðan
var sú að sett verður á laggirnar,
vonandi á haustdögum, embættis-
mannanefnd beggja þjóða sem mun
fara ofan í þetta mál. Á fundum okk-
ar kom fram sameiginlegur skilning-
ur á að staða stofnsins væri of veik
og að bregðast þyrfti við,? segir Ein-
ar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra.
?Þetta er í fyrsta skipti sem tekst
að fá menn til að setjast niður saman
og freista þess að ná samkomulagi í
þessu máli.?
Einar K.
Guðfinnsson
Grálúðu-
stofninn
verndaður
Embættisnefnd verð-
ur sett á laggirnar
HERÐUBREIÐ ber titilinn ?fjalladrottning? með rentu,
að mati Sverris Kristinssonar fasteignasala. Hann var í
átta manna gönguhópi sem gekk í fylgd leiðsögumanns
á Herðubreið síðastliðinn miðvikudag, 13. ágúst. Til-
efnið var að þá var liðin ein öld frá því að þýski jarð-
fræðingurinn dr. Hans Reck og fylgdarmaður hans Sig-
urður Sumarliðason, bóndi í Bitrugerði í Kræklingahlíð,
gengu á fjallið fyrstir manna svo vitað sé með vissu.
Gönguhópurinn kleif nokkur fjöll á hálendinu aust-
anlands í þessari ferð og naut góðrar leiðsagnar Elísa-
betar Kristjánsdóttur sem býr í Möðrudal á Fjöllum.
Fyrst lá leiðin á Snæfell á sunnudaginn var. Á mánudag
var gengið á Kverkfjöll og var ýmist gengið í snjódrífu
eða glaðasólskini í þeim leiðangri. Göngufólkið var í
línu og gekk á ísbroddum yfir jökulinn á Kverkfjöllum.
Á þriðjudag skoðuðu þau Öskju og Svartá en á miðviku-
dag var Herðubreið klifin.
Gangan sóttist vel
?Gangan á Herðubreið sóttist vel,? sagði Sverrir.
?Það er ákaflega víðsýnt af fjallinu. Þótt það hefði verið
sólskin nú var ekki jafnvíðsýnt og þegar best lætur.
Hluti af hópnum fór þarna í fyrra og þá var glaða-
sólskin, alheiðskírt og mikið útsýni. Það er stórkostlegt
að sjá þessa náttúrufegurð þarna fyrir austan og hress-
andi að ganga svona,? sagði Sverrir.
Göngufólkið í þessum leiðangri var frá fertugu og til
64 ára aldurs. Sverrir sagði að um vant göngufólk sé að
ræða og gengu fjórir úr hópnum m.a. á Kilimanjaro,
hæsta fjall Afríku, í fyrra. 
?Ég mæli með því að fólk stundi svona göngur. Þetta
er mikil heilsubót, bæði hressandi og eykur líkamlegt
og andlegt þol. Ég tel að þetta sé mjög hollt,? sagði
Sverrir.
Göngufólk Sigmundur Stefánsson, Hafdís Sigurgeirsdóttir, Sævar Þ. Sigurgeirsson, Sverrir Kristinsson, Gerður
Beta Jóhannsdóttir, Arnar Þór Sævarsson, Sigurður Tómas Valgeirsson og Grétar Guðni Guðmundsson.
Fjalladrottningin 
og fjölskylda hennar
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
LEIGA á aflaheimildum í þorski
hefur nær tvöfaldast síðan í ágúst
2003. Í gær var meðalverðið á
þorskkílóinu um 242 krónur en um
122 krónur 12. ágúst 2003, sam-
kvæmt upplýsingum á vef Fiski-
stofu.
Sveiflukennt verð
Leiguverð á aflaheimildum er mjög
breytilegt. Þegar nær dregur lok-
um fiskveiðiársins hækkar það
gjarnan, séu menn með um-
framafla, og að sama skapi lækkar
það eigi menn afgang.
12. ágúst í fyrra var meðalverð á
þorski 185 krónur. Það var 133 kr.
14. ágúst 2006, 109 kr. 12. ágúst
2005, 116 kr. á sama tíma 2004, 122
kr. 2003 og 160 kr. 2003, samkvæmt
upplýsingum á vef Fiskistofu.
Í sumar var verðið hæst 6. ágúst
eða um 248 kr. Það var 246 kr. 15.
júlí og 24. júní, en 163 kr. 5. júní. 5.
maí var það hins vegar 215 krónur.
steinthor@mbl.is 
Kvótaverð
tvöfaldast á
fimm árum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt 21 árs gamlan Nígeríu-
mann í mánaðarfangelsi fyrir 
misnotkun skjala með því að fram-
vísa fölsuðu vegabréfi við komu til
Íslands. 
Fram kemur í dómnum að mað-
urinn hafi komið til landsins 26. júlí
og framvísað vegabréfi svissnesks
32 ára gamals manns.
Maðurinn játaði brot sitt. Við
ákvörðun refsingar var litið til játn-
ingar ákærða og þess að ekkert
kom fram um að hann hefði áður
gerst brotlegur við refsilög hér á
landi. Hins vegar, segir í dómnum,
verði að líta til þess að vegabréf eru
opinber skilríki. Eins mánaðar
fangelsisdómur ákærða þótti því
hæfileg refsing. Með vísan til eðlis
brotsins og hliðsjón af almennum
varnaðaráhrifum refsinga eru ekki
efni til að skilorðsbinda refsinguna.
Sandra Baldvinsdóttir héraðs-
dómari kvað upp dóminn.
sunna@mbl.is
Kom til lands-
ins á fölsuðu
vegabréfi
SIGURBJÖRG
Ármannsdóttir,
formaður MS-
félags Íslands,
segir að athuga
þurfi ástæður
aukaverkan-
anna, um sé að
ræða tvö tilvik en
40 þúsund fái lyf-
ið. Hún segir lyf-
ið hafa gjörbylt
meðferð á MS-sjúkdómnum og hafi
reynst mun betur en eldri lyf. Hún
telur enga ástæðu til að hætta með-
ferðinni hérlendis. 
Engin ástæða til
að hætta núna
Sigurbjörg 
Ármannsdóttir
Hvers konar fjall er Herðubreið?
Herðubreið er 1.682 metra hátt móbergsfjall norðan
Vatnajökuls. Hún er í Ódáðahrauni og er oft nefnd
?drottning íslenskra fjalla? vegna þess hve mörgum
finnst hún formfögur. Fjallið myndaðist við eldgos undir
jökli. 
Á toppi þess eru hraunlög og hefur gosið því náð upp
úr jöklinum. Slík fjöll, þ.e.a.s. móbergsfjöll með hraun-
lögum að ofan, kallast stapar. Herðubreið var valin þjóð-
arfjall Íslendinga í kosningu árið 2003.
Hvenær var Herðubreið fyrst klifin?
Til er frásögn manns að nafni William Lee Howard sem
sagðist hafa gengið á Herðubreið árið 1881. Hún þykir
þó ekki trúanleg en Howard þessi sagðist hafa notast
við flugdreka til að komast á tindinn og við drekann hafi
verið fest akkeri. Sagðist hann hafa komist á tindinn á
38 klukkustundum og að fjallið væri augljóslega eldfjall.
S&S
Í SAMANBURÐI við nágranna-
sveitarfélög er sorphirðan í Reykja-
vík dýrari. Áætlaður kostnaður við
losun á hverri sorptunnu í Reykjavík
árið 2008 er 206 kr./losun en í einu
nágrannasveitarfélaganna er kostn-
aðurinn 185 kr./losun og önnur sveit-
arfélög greiða jafnvel enn lægri upp-
hæð. Þetta kemur fram í svari
Guðmundar B. Friðrikssonar, skrif-
stofustjóra umhverfissviðs Reykja-
víkurborgar, við fyrirspurn minni-
hlutans í umhverfis- og sam-
gönguráði varðandi sorphirðu í
borginni. Í svarinu kemur einnig
fram að Guðmundur telji borgina
hafa betri stjórn á gæðum þjónust-
unnar með því að reka eigin sorp-
hirðu. Þannig sé styttra milli íbúa og
þess sem veitir þjónustuna. 
Dýrara sorp
í borginni

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40