Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
FRAMKVÆMDIR við Mannrétt-
indasafn Kanada, The Canadian 
Museum for Human Rights, hefjast í
Winnipeg næsta vor og er ráðgert að
þeim ljúki 2012. Þetta verður fyrsta
þjóðarsafn landsins utan höfuðborg-
arinnar Ottawa, stærsta og full-
komnasta mannréttindasafn ver-
aldar, og því er komið á laggirnar til
þess að breyta heiminum til hins
betra.
Mannréttindasafnið verður mjög
tæknilegt. Gestir geta þar fengið
upplýsingar um nánast allt sem við-
kemur mannréttindum í heiminum
og hlaðið þeim upplýsingum, sem
þeir vilja, niður á sérstakt kort til síð-
ari nota. Hægt verður að fræðast um
mismunandi málefni eins og til dæm-
is mannréttindi karla og kvenna,
réttindi fatlaðra, réttindi minni-
hlutahópa, ástandið í Darfur, gang
mála í Serbíu, Helförina og svo fram-
vegis. Stöðugt verður bætt við efni,
bæði gömlum og nýjum upplýs-
ingum, og safnið stendur því aldrei í
stað. 
Arni Thorsteinson lykilmaður
Arni Thorsteinson, athafnamaður
af íslenskum ættum í Winnipeg, er
formaður fjáröflunarnefndar safns-
ins í Manitoba og í byrjun vikunnar
skipaði ríkisstjórn Kanada hann
stjórnarformann þess en hann var
áður formaður ráðgjafarnefndar rík-
isstjórnarinnar vegna safnsins.
?Þetta er mjög spennandi verk-
efni,? segir Arni og bætir við að ýms-
ar ástæður séu fyrir því að það eigi
hug hans allan.
Í fyrsta lagi sé ekkert göfugra en
mannréttindi og allir þegnar heims
geti stutt verkefnið. Mannréttindi
séu mjög ofarlega í hugum Kan-
adamanna sem og annarra víðs vegar
um heiminn og þó menn greini á um
leiðir séu allir sammála um mik-
ilvægi þeirra.
Í öðru lagi trúi hann að Mannrétt-
indasafnið geti breytt allri ímynd
Winnipeg og Manitoba til hins betra.
Þetta sé stærsta tækifæri borg-
arinnar til að skapa ímynd og kenni-
leiti sem verði heimsfræg rétt eins og
Guggenheimsafnið í Bilbao á Spáni.
Gestum til Winnipeg muni fjölga til
muna og það komi borginni til góða.
Mannréttindasafnið verður
fimmta þjóðarsafn Kanada. Hin eru
Listasafn Kanada, Þjóðmenning-
arsafnið, Náttúruminjasafnið og Vís-
indasafnið, sem er nýjasta safnið,
byggt 1967 á 100 ára afmæli Kanada.
Markmiðið er að varpa ljósi á mann-
réttindamál í heiminum og gefa al-
menningi um víðan heim aukið tæki-
færi til þess kynna sér mannrétt-
indamál og láta til sín taka á þessum
vettvangi í þeim tilgangi að auka
virðingu fyrir öðrum og bæta þannig
mannlífið í veröldinni.
Einstakt safn
Israel Asper, fyrrverandi stjórn-
málamaður, lögfræðingur og við-
skiptajöfur í Winnipeg, átti hug-
myndina að safninu, en Asper og
Arni Thorsteinson voru viðskipta-
félagar í meira en þrjá áratugi. Arni
segir að að Israel Asper hafi varpað
hugmyndinni fram fyrir um sjö ár-
um. Hann hafi ekki látið þar við sitja
heldur ákveðið að sannfæra rík-
isstjórn Kanada, ríkisstjórn Mani-
toba og borgarstjórn Winnipeg um
mikilvægi þess að taka þátt í verk-
efninu með þeirri skýringu að hann
sæi fyrir sér byggingu, sem yrði
ímynd Winnipeg að fáum árum liðn-
um og fjölbreytt safn, sem yrði ein-
stakt í heiminum. Staðsetningin á ár-
mótum Rauðár og Assinniboine-ár í
miðbæ Winnipeg væri í miðju Kan-
ada og það væri vel við hæfi þar sem
landið hefði byggst af mörgum mis-
munandi þjóðarbrotum á nýliðnum
125 árum.
Kostnaður 24 milljarðar
Asper lagði hugmyndina fyrir
Jean Chrétien, þáverandi forsætis-
ráðherra Kanada, með þeim orðum
að hann ábyrgðist 50% bygging-
arkostnaðarins, en þá var heild-
arkostnaður talinn verða um 200
milljónir dollara, um 16 milljarðar
króna á núvirði, en nú hljóðar áætl-
unin upp á nær 300 milljónir dollara,
um 24 milljarða. Til samanburðar var
kostnaður við byggingu Tónlistar- og
ráðstefnuhússins í Reykjavík áætl-
aður 14 milljarðar í október í fyrra.
Chrétien keypti hugmyndina og síð-
an hefur verið unnið að framgangi
málsins.
Arni segir að Asper hafi sinnt
verkefninu af miklum krafti en hann
hafi óvænt látist úr hjartaslagi fyrir
um fimm árum. Andlát Aspers hafi
haft mikil áhrif á undirbúninginn, en
einhver hafi þurft að taka við keflinu
og ljúka verkefninu og hann hafi boð-
ið fjölskyldunni að vera henni innan
handar. Hann hafi tekið að sér fjár-
öflun á meðal einstaklinga og fyr-
irtækja sem formaður fjáröfl-
unarnefndar í Manitoba en Gail
Asper, dóttir Israels, hafi tekið við
sem formaður fjáröflunarnefndar í
Kanada. Þegar hafi safnast um 105
milljónir dollara á frjálsum markaði
og þar af hafi Asperfjölskyldan, eig-
andi CanWest Global, sem á m.a.
helstu dagblöð og sjónvarpsstöðvar í
Kanada, lagt til 20 milljónir dollara.
Enn vanti 35 milljónir dollara og
verði þeim safnað á næstu fjórum ár-
um.
Verkefninu þurfti að fylgja eftir á
opinberum vettvangi og sannfæra
nýja forsætisráðherra um mikilvægi
opinbers stuðnings við safnið. Í fyrra
hafi Stephen Harper forsætisráð-
herra tilkynnt að ríkisstjórnin myndi
greiða allan rekstrarkostnað safns-
ins, um 25 milljónir dollara á ári, og
þar með hafi hann staðfest að Mann-
réttindasafnið yrði þjóðarsafn í Kan-
ada. Stjórn safnsins, sem er ábyrg
fyrir byggingarframkvæmdum og
rekstri, hafi því verið skipuð af rík-
isstjórninni.
Rotary og Norðurlönd
Hægt verður að nálgast upplýs-
ingar safnsins á Netinu en gert er
ráð fyrir að minnsta kosti um 250
þúsund gestum árlega og þar af um
100.000 nemendum, meðal annars
öllum nemendum í 9. bekk í Kanada,
en til stendur að mannréttindi verði í
námskrá árgangsins. Auk þess
hyggst alþjóðahreyfing Rotary hafa
aðkomu að safninu. Arni bendir á að
hún hafi skuldbundið sig til þess að
styrkja árlega heimsókn eins nem-
anda frá hverju félagi víðs vegar í
heiminum og félögin séu um 30.000.
Öll fylki í Kanada hafi líka ákveðið að
veita stúdentum ferðastyrki til að
heimsækja safnið.
Mannréttindasafnið hefur verið
kynnt víða um heim og segir Arni að
verkefninu hafi verið mjög vel tekið.
Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar
hafi til dæmis sýnt því mikinn áhuga
og til standi að kynna það sér-
staklega fyrir Norðurlöndunum með
samvinnu í huga. 
Einstakt mannréttindasafn í
Winnipeg til að bæta heiminn
L52159 Stærsta og fullkomnasta mannréttindasafn veraldar L52159 Arni Thorsteinson í lykilhlutverki
Myndir/Friends of the Canadian Museum for Human Rights
Mannréttindasafnið Safnið verður á ármótum Rauðaár og Assinniboineár. Hér er horft til norðurs og skýjakljúfar miðbæjarins til hægri.
Í HNOTSKURN
»
Ralp Appelbaum frá New
York og þekktasti safna-
hönnuður í Norður-Ameríku
hefur verið ráðinn til þess að
hanna Mannréttindasafnið.
Nýjasta verk hans er Fjöl-
miðlasafnið í Washington, en
auk þess má nefna Safn Hel-
fararinnar í Washington og
Safn Bills Clintons í Arkansas.
»
Antoine Predock, annar
margverðlaunaður arki-
tekt, er arkitekt 100 m hárrar
byggingarinnar.
»
Mannréttindasafnið rís á
sögufrægum stað við ár-
mótin í Winnipeg þar sem
frumbyggjar réðu ráðum sín-
um í aldir.
»
Boðið verður upp á nám-
skeið um sögu mannrétt-
inda og mikilvægi þeirra fyrir
hópa eins og lögreglumenn,
friðargæsluliða og opinbera
starfsmenn víða um heim.
?Mér finnst þetta
óhemjuskemmtileg hug-
mynd,? segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra um Mann-
réttindasafn Kanada í
Winnipeg.
Arni Thorsteinson
kynnti Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur hug-
myndirnar um Mannrétt-
indasafnið í höfuð-
stöðvum CanWest Global
í Winnipeg í liðinni viku.
Utanríkisráðherra segir
nýstárlegt að reisa safn
utan um mannréttindin
og Winnipeg sé vel til þess fallin
að hýsa slíkt safn, ekki síst vegna
þess hve vel þar sé staðið að fjöl-
menningarmálum.
Ingibjörg Sólrún segir að safnið
gefi mikla möguleika í mannrétt-
indamálum, meðal annars á sam-
starfi í sambandi við fræðslu og
miðlun þekkingar. Nærtækt sé fyr-
ir Íslendinga að leggja áherslu á
mannréttindamálin og það sé gert
í utanríkisstefnunni. ?Það er sér-
staklega áhugavert fyrir okkur að
geta efnt til einhvers samstarfs
við þetta safn,? segir hún. 
Kynning Arni Thorsteinson segir Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur frá safninu.
Mjög skemmtileg hugmynd
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Umhugsunargarður Allar leiðir innanhúss liggja í garð vatns, gróðurs,
jarðar og himins, tilvalinn stað til að huga að betri veröld.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40