Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 15
ERLENT
Andóf kæft í Peking 
L52159 Loforð um leyfi til mótmæla á þrem stöðum í reynd svikin
L52159 Kínverjar sem sækja um leyfi til mótmælafunda ofsóttir og handteknir
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
KÍNVERJAR andmæla því kröft-
uglega að þeir hafi svikið fyrirheit
gagnvart Alþjóðaólympíunefndinni,
IOC, um að tryggja mannréttindi
og leyfa mótmæli í tengslum við
leikana. ?Ég sagði að ef leikarnir
yrðu í Kína myndi það aðstoða Kín-
verja við að opna enn frekar sam-
félagið og gera umbætur,? sagði
Wang Wei, varaformaður skipulags-
nefndar leikanna, á fréttamanna-
fundi í gær.
Wei nefndi sem dæmi um fram-
farir að mótmæla mætti í þrem
skemmtigörðum í Peking. En bent
var á að engin leyfi hefðu verið veitt
fyrir mótmælum. Fréttamaður Fox-
stöðvarinnar bandarísku, Bill Marc-
us, las upp lista með nöfnum Kín-
verja sem sótt hefðu um leyfi til
mótmæla í görðunum en verið svar-
að með ofsóknum og handtökum.
Er fundarstjóri stöðvaði Marcus
og bað hann að bera upp spurningu
minnti hann á að Kínverjar hefðu
sagst vilja tryggja mannréttindi á
sama hátt og aðrar þjóðir. ?Hvaða
þjóðir voru þeir með í huga?? spurði
Marcus.
Alex Thomson hjá Channel
News-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi
lofaði að vera stuttorður. ?Kín-
verska stjórnin laug blygðunarlaust
þegar hún tjáði sig um mannrétt-
indi. Skammast IOC sín ekki?? Gis-
elle Davies, talskona IOC sagði
nefndina vera hreykna af því að
?stórkostlegir íþróttaviðburðir fara
fram á stórkostlegum leikvöngum?.
Thomson margítrekaði spurninguna
en fékk aldrei efnislegt svar.
Hópur Tíbet-vina, sem staðið hef-
ur fyrir mótmælum í Peking, segir
garðana þrjá aðeins hafa verið
ómerkilega blekkingu af hálfu
stjórnvalda. Nú sæju menn hvaða
meðferð þeir fengju sem ætluðu að
nýta sér þá. ?Það er hryggilegt en
ég held að mótmælasvæðin hafi að
nokkru leyti verið gildrur,? sagði
talskona hópsins, Lahdon Tethong.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
HERMENN framtíðarinnar munu
geta stjórnað mannlausum könnun-
arflugvélum og öðrum tækjum á víg-
vellinum með hugaraflinu einu sam-
an, að því er ráðgjafar Bandaríkja-
hers halda fram í nýrri skýrslu um
leiðir til að efla varnir landsins og
bandamanna þess næstu áratugi.
Skýrslan, ?Emerging Cognitive
Neuroscience and Related Techno-
logies?, var unnin af vísindamönnum
fyrir öryggisstofnunina Defense In-
telligence Agency, DIA, fyrir banda-
ríska varnarmálaráðuneytið.
Segir þar að í stað kúlnahríðar í
landhernaði muni hermenn framtíð-
arinnar verða yfirbugaðir með úðun
efna sem lama hreyfigetu óvinahers-
ins tímabundið. 
Tækniframfarir munu einnig
koma að góðum notum í baráttunni
við glæpi og fram koma á sjónarsvið-
ið tæki sem munu geta skorið úr um
hvort hinn grunaði sé sá rétti útfrá
lestri í heilavirknina.
Hefðbundnir lygamælar munu ef
til vill heyra sögunni til og rafeinda-
tæki sem torvelda glæpamönnum að
fara með ósannindi koma í stað
langra og strangra yfirheyrslna.
Agnarsmár, fullkominn upptöku-
búnaður í gleraugum mun án efa
reynast gagnleg viðbót í vopnabúrið. 
Vart þarf að taka fram að þær að-
ferðir sem að framan er lýst munu
verða mjög umdeildar og alls óvíst
hvort almenn notkun búnaðar til að
ráða í hugarástand einstaklinga
verður nokkru sinni samþykktur.
Hitt á eftir að koma í ljós hvort
sérhönnuð lyf sem ætlað er að efla
andlega getu og skynfæri hermanna
muni ná útbreiðslu, eins og leiddar
eru líkur að í skýrslunni. 
Vélhermenn algengir 2020
Hin sviðsmyndin er heldur ekki
óhugsandi að vélmenni muni í aukn-
um mæli verða notuð á vígvellinum,
en þau hafa á síðustu árum rutt sér
til rúms við eftirlit og björgun.
Má þar nefna að fyrir skömmu
spáðu vísindamennirnir Doug Few
og Bill Smart við Washington-há-
skóla því að árið 2020 mundu vél-
menni hafa leyst 30% hermanna
Bandaríkjahers af hólmi. 
Samruni manns og vélar
L52159 Hermenn framtíðarinnar munu geta stjórnað flugvélum með hugaraflinu
L52159 Hægt verður að lama hermenn tímabundið L52159 Lygavarnabúnaður í þróun
Framtíðin Boeing vann lengi að þróun hinnar mannlausu sprengjuflugvélar
X-45 (t.v.). Vélmenninu Bear (t.h.) er ætlað að bjarga særðum hermönnum.
GREMJU gætir vegna áforma lög-
reglu í New York-borg um aukið
eftirlit með bifreiðum sem koma
inn á eyjuna Manhattan. 
Raymond Kelly, lögreglustjóri í
New York, hefur lagt til að örygg-
ismyndavélar við göng og brýr þar
sem farartæki koma inn á eyjuna
beri kennsl á skráningarnúmer
þeirra. Þau verða síðan varðveitt í
gagnagrunni í mánuð.
Aðgerðirnar eiga að hindra
hryðjuverk. Í því skyni er einnig
áformuð skjaldborg um svæðið þar
sem tvíburaturnarnir stóðu og nú
er byggt upp á ný, og hlutlaust
sprengjuleitarsvæði í 80 km radíus
um borgina. sigrunhlin@mbl.is
Fylgst með
bílum á 
Manhattan
RISAVAXIÐ marmarahöfuð sem
tilheyrði styttu af rómversku keis-
araynjunni Fástínu eldri, sem var
gift keisaranum Antóníusi Píusi,
fannst á þriðjudagsmorgun í fornu
borginni Sagalassos í Tyrklandi.
Risastytta af keisaranum Hadría-
nusi, tengdaföður Fástínu, fannst á
sama stað síðasta sumar. Báðar
stytturnar fundust í svokölluðu fri-
gidarium, þar sem var köld laug til
að kæla sig eftir heitt bað. Bygg-
ingin tilheyrði þyrpingu baðhúsa.
Fástína var uppi frá 100 til 141
eftir Krist, en baðhúsið eyðilagðist í
jarðskjálfta á 6. eða 7. öld. Styttan
er því að minnsta kosti 1400 ára
gömul. sigrunhlin@mbl.is
Fundu höfuð 
af keisaraynju
RÚSSNESKIR hermenn handtaka karlmann við
eftirlitsstöð í borginni Gori í Georgíu í gær, vopn
fundust í bíl mannsins. Dímítrí Medvedev, forseti
Rússlands, hét í gær fullum stuðningi við að-
skilnaðarsinna í georgísku héruðunum Abkhaz-
íu og Suður-Ossetíu. Óljóst er hvort og þá hve-
nær Rússar hyggjast standa við skilmála vopna-
hléssamninga og draga her sinn á brott.
Heimildarmenn segja að þeir leggi sig nú fram
við að valda tjóni á flugvöllum og öðrum mann-
virkjum í Georgíu og hafa þeir m.a. sökkt nokkr-
um skipum herflota landsins í Poti við Svartahaf. 
Ógn við Rússa kveðin niður í Gori
Reuters
KAFARI við Lee Stocking-eyju á
Bahamaeyjum fylgist með ljóna-
fiski og skrifar hjá sér athugasemd-
ir. Ljónafiskur er baneitraður rán-
fiskur. Tegundin, sem er algeng í
vestanverðu Kyrrahafi, er nú farin
að breiðast út í Karíbahafi. 
AP
Til alls vís
Um 2.500 kung-fu-nemar frá
Henan, sem sýndu tai chi-
æfingar á setningarathöfninni,
voru innilokaðir í herbúðum í
heilt ár meðan þeir voru látnir
æfa sig. Þjálfarinn segir 30-50
hafa sofið saman í einum sal,
hreinlætisaðstaða hafi verið
slæm, matur of lítill og vondur. 
?Við vorum svo stoltir af því
að vera útvaldir,? segir einn
nemanna. ?Nú dreymir okkur
bara um að fara heim.?
?Vorum svo stoltir?
PÓLVERJAR samþykktu í gær-
kvöld að Bandaríkjamenn fengju að
setja upp eldflaugavarnarkerfi í
Póllandi, gegn því að þeir fengju
aðstoð Bandaríkjanna í varnar-
málum. Ríkisstjórn og þing Pól-
lands og utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, Condoleezza Rice, hafa
enn ekki undirritað samkomulagið.
Innrás Rússa í Georgíu er talin
áhyggjuefni fyrir þjóðir Austur-
Evrópu, þar á meðal Pólverja. For-
sætisráðherra Póllands, Donald
Tusk, sagði samkomulagið skuld-
binda þjóðirnar til að koma hvor
annarri til hjálpar ?ef til vandræða
kæmi?. Rússar gagnrýna ákvörð-
unina harðlega. sigrunhlin@mbl.is 
Bandarískar
eldflaugavarn-
ir í Póllandi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40