Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
?ÞETTA eru verk frá kannski síð-
ustu 12 árum og það er náttúrulega
svolítið fyndið að vera bara fertugur
og vera með svona yfirlitssýningu,?
segir Hlynur Hallsson myndlist-
armaður sem opnar sýninguna Tillit
? Rücksicht ? Regard í Nýlistasafn-
inu á morgun klukkan 16. ?En
fyrsta gallerísýningin sem ég hélt
hét líka Retrospective eða yfirlits-
sýning. Þar var ég með verkin mín
úr skólanum, enda bara nýútskrif-
aður. Mér fannst þetta svolítið
skemmtilegt.?
Allt safnið undirlagt
Nýlistasafnið fagnar í ár 30 ára
afmæli sínu og þar stendur nú yfir
mikil skráningarvinna á safneign-
inni. ?Ég ákvað svona í tilefni af því
að það er verið að taka allt gamla
dótið upp úr kössunum hérna í Nýló
og ganga frá því og skrásetja upp á
nýtt, að taka gömul verk og ný frá
mér og blanda saman við safneign-
ina. Sýningin verður ekki bara í sýn-
ingarsalnum heldur allstaðar, líka
inni í geymslunum þar sem fólk
kemur yfirleitt ekki. Ég dreg líka
fram nokkur verk sem Nýlistasafnið
á eftir mig og sýni þau.?
Nýlistasafnið ómetanlegt
Samband Hlyns og Nýlistasafns-
ins spannar allan hans feril sem
myndlistarmanns. ?Ég hef tvisvar
áður verið með einkasýningu hérna,
fyrst ?96 og síðan 2003. Ég gekk í
Nýlistasafnið um leið og ég útskrif-
aðist, ég var náttúrulega í fjöltækni-
deildinni í Myndlista- og hand-
íðaskólanum og mér fannst ég alltaf
eiga heima hér.?
Í tengslum við afmælisárið hafa
ýmsir velt fyrir sér hlutverki Nýló
og Hlynur er ekki í nokkrum vafa
um gildi þess. ?Nýlistasafnið er
ómetanlegt vegna þess að það fyllir
upp í stórt skarð í íslenskri lista-
sögu. Þegar það var stofnað voru
opinberu söfnin ekkert byrjuð að
safna því sem var að gerast hjá
yngra liðinu á þeim tíma. Nýló var
stofnað vegna þess að þessir lista-
menn höfðu þörf fyrir að koma verk-
um sínum á framfæri og þau voru
ekki tekin gild hjá stóru söfnunum.?
Samtímalistasagan er enn að ger-
ast á Nýlistasafninu. ?Það hefur allt-
af verið áhersla á að fá inn yngstu
kynslóðina, svo þetta verði aldrei
lokuð klíka heldur endurnýi sig. Ég
vona að Nýlistasafnið haldi áfram að
þróast sem vettvangur fyrir til-
raunakennda myndlist. Það er ekki
auðvelt hlutverk, að festast ekki í
einhverjum ákveðnum sporum og ég
held að það hafi gengið mjög vel síð-
ustu þrjátíu árin og ég vona að það
haldi áfram.?
Fjölskylda Hlyns leikur stórt
hlutverk í mörgum verkum hans og
sömuleiðis heimabærinn Akureyri.
?Ég hef gert mjög mikið af því í
gegnum tíðina, til dæmis ljós-
myndaseríu af fjölskyldunni á ferða-
lögum. Hugmyndin á bak við það er
að veita athygli smáu hlutunum í líf-
inu sem maður tekur ekki venjulega
eftir og sýna að hversdagslegu hlut-
irnir skipta líka máli. Hver og einn
getur líka tengt sig við þau og velt
fyrir sér ? hvað gerði ég í dag? Þetta
þarf ekki alltaf að vera eitthvað upp-
hafið.?
Alltaf átt heima á Nýló
Morgunblaðið/Ómar
Landamæri Myndlistarmaðurinn Hlynur Hallsson og myndasyrpan New Frontiers þar sem hann kemur nýjum ríkjum á kortið.
Morgunblaðið/Ómar
Hálfviti eða góður leiðtogi? Verkið George W. Bush eftir Hlyn.
L52159 Hlynur Hallsson sýnir um allt Nýlistasafnið, líka í geymslunum
L52159 ?Svolítið fyndið að vera bara fertugur og vera með svona yfirlitssýningu?
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 17
MENNING
Á AKUREYRI stendur nú
yfir sýning á ?Dyggðatepp-
inu? í Amtsbókasafninu.
Teppið er hannað og teiknað
af vöruhönnuðinum Marý
(Ólöfu Maríu Ólafsdóttur) og
er hugmyndin að því sprottin
frá íslensku dyggðaklæði frá
fyrri hluta 18. aldar, sem
varðveitt er í Þjóðminjasafn-
inu. 
Dyggðateppið hannaði Marý hins vegar með nú-
tímalegri dyggðir í huga. Dyggðirnar eru þar rit-
aðar á íslensku, trú, þolinmæði, jákvæðni, heilsa,
hreinskilni, heiðarleiki, fjölskyldu- og vinabönd. 
Sýningin er opin virka daga frá 10 til 19.
Hönnun
Dyggðir nútíma-
kvenna á Akureyri
Dyggðateppið
UM helgina eru síðustu forvöð
að sjá sýninguna Þríviður sem
var framlag Listasafns
Reykjanesbæjar til Listahátíð-
ar í Reykjavík. 
Þar leiða saman hesta sína
listamennirnir Hannes Lár-
usson, Guðjón Ketilsson og
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson sem
hafa þá sérstöðu á vettvangi
samtímalistar að nota trjávið í
ríkum mæli við gerð verka
sinna. 
Á morgun klukkan 14.30 munu myndlistar-
mennirnir verða með leiðsögn fyrir almenning um
sýninguna í Listasal Duushúsa.
Myndlist
Síðasta sýningar-
helgi Þríviðs
Hannes 
Lárusson
HAFDÍS Vigfúsdóttir flautu-
leikari heldur tónleika í Lauf-
áskirkju við Eyjafjörð á morg-
un klukkan tvö. Á efnisskrá
tónleikanna eru verk eftir
Telemann, Kuhlau, Tomasi,
Piazzolla og Takemitsu auk
nýs verks eftir Ásrúnu I.
Kondrup, sem var samið fyrir
Hafdísi á vormánuðum 2008. 
Hafdís lauk Burtfaraprófi
frá Tónlistarskóla Kópavogs
árið 2002 og B.Mus. gráðu frá Listaháskóla Ís-
lands vorið 2005. Hún hefur síðastliðin tvö ár
stundað framhaldsnám í flautuleik í CRR de 
Rueil-Malmaison hjá Philippe Pierlot.
Tónlist
Flaututónleikar
í Laufáskirkju
Hafdís 
Vigfúsdóttir
RANDOM House hefur hætt við
útgáfu bókarinnar Demantur Med-
ínu (The Jewel of Medina) eftir
bandarísku fréttakonuna Sherry
Jones, af ótta við að ?útgáfa bók-
arinnar gæti orðið kveikja að of-
beldisverkum?. Bókin átti að koma
út í næstu viku
en hún fjallar
um A?ishu, barn-
unga brúði Mú-
hameðs spá-
manns, og ævi
hennar allt frá
því hún var lofuð
Múhameð sex
ára gömul allt til
dánardags. 
Þegar útgáfa
bókarinnar komst í hámæli þótti
sumum óviðeigandi að skrifa róm-
antíska sögu um sambandið sem
hófst þegar A?isha var aðeins barn
að aldri. Það var þó ekki ástæðan
fyrir því að hætt var við að gefa
bókina út, heldur ótti um að móðga
strangtrúaða múslima.
Öryggi höfundarins tryggt
Múslímska skáldkonan Asra
Nomani skrifaði grein í Wall
Street Journal þar sem hún harm-
aði ákvörðun bókaútgáfunnar og
kenndi íslömskum prófessor um að
hafa kynnt undir andúð á bókinni
áður en hún kemur út.
Thomas Perry, forleggjari hjá
Random House, sagði forlagið hafa
fengið viðvörun þess efnis að út-
gáfa bókarinnar kynni að móðga
suma í samfélagi múslima og gæti
orðið kveikja ofbeldis lítils öfga-
fulls minnihluta. Því hefði útgáfan
ákveðið að fresta útgáfu um
óákveðinn tíma ?til þess að tryggja
öryggi höfundarins, starfsmanna
Random House, bóksala og allra
annarra sem myndu koma að
dreifingu og sölu bókarinnar?.
Skrifaði af virðingu
Jones segir það hafa verið mikið
áfall þegar hún frétti að bókin,
sem er frumraun hennar, kæmi
ekki út eins og reiknað var með.
?Ég hef einbeitt mér að því að
skrifa af virðingu um Múham-
eðstrú og um Múhameð spámann,
þessi bók átti að byggja brýr.?
Hún hefur aldrei heimsótt Mið-
Austurlönd en hefur eytt mörgum
árum í að stúdera sögu araba og
segir hún skáldsöguna útkomu alls
þess sem hún hafi lært á þeim
tíma. ?Þetta er merkileg ástar-
saga, hann dó með höfuðið við
brjóst hennar,? segir hún um
A?ishu og Múhameð.
Kápumynd Þessi kápumynd verður
hugsanlega aldrei notuð.
Nýir
Söngvar
Satans?
Umdeildri bók
?frestað?
Asra Nomani
HLYNUR segist ekki hafa valið
verkin eftir neinu ákveðnu
kerfi, heldur reynt að hafa sýn-
inguna eins fjölbreytta og hægt
er og sýna viðfangsefni sín frá
síðustu tólf árum. ?Oft er sagt
við mig að ég geri mjög ólík
verk, en það eru hugmyndirnar
sem skipta máli en ekki útlit
verkanna eða hvaða efni maður
notar,? segir Hlynur. ?Ég ætla
að endurgera spreyverkið sem
ég gerði í Texas af George
Bush, það er náttúrulega síðasti
séns að gera það því hann er að
hætta. Þetta snýst náttúrulega
mikið um samhengi. Það er allt
öðruvísi að sýna það hér en úti
og bæði skiptir þá máli staður-
inn, tíminn og umhverfið.? 
Síðasti séns
fyrir Bush

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40