Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 27
?
Guðmundur
Guðjónsson
fæddist 9. febrúar
1920 og andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 5. ágúst
sl. 
Foreldrar hans
voru Guðjón Jóns-
son, f. 10.2. 1892, d.
14.5. 1967, skip-
stjóri á Reykjum í
Vestmannaeyjum,
og Bergþóra Jóns-
dóttir, f. 10.10.
1894, d. 20.12. 1989,
húsmóðir. Guðmundur fæddist í
Rimhúsum undir Eyjafjöllum en
flutti með fjölskyldu sinni til Vest-
mannaeyja. Frá tíu ára aldri
dvaldi hann að Ytri-Skógum undir
Eyjafjöllum. 
Guðjón var sonur Jóns bónda í
Ranakoti, Filippussonar, bónda á
Gaddstöðum á Rangárvöllum,
Jónssonar, bónda á Gaddstöðum,
Sveinssonar. Móðir Filippusar var
Guðrún Jónsdóttir. Móðir Jóns í
Ranakoti var Þórey Árnadóttir,
bónda í Hrífunesi í Skaftártungu,
Árnasonar.
Móðir Guðjóns var Guðbjörg
Sigurðardóttir, bónda í Bratt-
holtshjáleigu, Snæbjörnssonar,
bónda á Ásgautsstöðum, Sigurðs-
sonar. Móðir Guðbjargar var Guð-
rún Jónsdóttir, bónda á Syðri-
Sýrlæk, Gottsveinssonar og Guð-
rúnar Jónsdóttur frá Syðri-Gröf í
Flóa.
Bergþóra var dóttir Jóns, bónda
í Steinum undir Eyjafjöllum, Ein-
börn eru: a) Ása, b) Lárus Michael
Knudsen.
Barnabörn þeirra eru þrjú.
2) Kolbrún, f. 12.9. 1948, og eru
börn hennar og Jóhanns Þor-
steinssonar: a) Þorsteinn, b) Guð-
rún Ása, c) Gerður Ósk. Barna-
börn hennar eru fimm.
3) Gissur, f. 30.4. 1950, kvæntur
Svanhildi Pétursdóttur og eru
börn þeirra: a) Pétur, b) Val-
gerður Ása. 
Barnabarn þeirra er eitt.
4) Jón, f. 2.7. 1953, kvæntur
Oddnýju Björgu Hólmbergsdóttur
og eru börn þeirra: a) Karl Víðir,
b) Þóra Björk, c) Guðmundur.
Barnabörn þeirra eru fimm.
Guðmundur stundaði landbún-
aðarstörf, fiskverkun og bókband
og starfaði við Bókfellsútgáfuna
og Heildverslun Magnúsar Kjaran
í aldarfjórðung. Hann vann sem
vallarvörður á Melavellinum í
mörg ár, var kirkjuvörður og
meðhjálpari í Kópavogskirkju,
forstöðumaður Vinnuskóla Kópa-
vogs um tíma og í nokkur ár um-
sjónarmaður í Menntaskólanum í
Kópavogi. Þá var hann rekstr-
arstjóri hjá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæmis síð-
ustu starfsárin.
Guðmundur var formaður
íþróttafélagsins Eyfellings. Hann
var einn af stofnendum og sat í
stjórn Verkalýðsfélags Austur-
Eyfellinga, einn af stofnendum og
sat í stjórn Slysavarnadeildar
Kópavogs og var formaður sókn-
arnefndar Digranesprestakalls
um skeið. Guðmundur sat í stjórn
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæmis og var um árabil í fram-
kvæmdastjórn þeirra. Einnig átti
hann sæti í skipulagsnefnd kirkju-
garða.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Digraneskirkju í dag kl. 11.
arssonar, bónda í
Steinum, Jónssonar.
Móðir Jóns í Steinum
var Þórunn Sveins-
dóttir, bónda í Skóg-
um, Ísleifssonar og
Sigríðar Nikulásdótt-
ur frá Hafnarfirði.
Móðir Bergþóru
var Jóhanna Magn-
úsdóttir, bónda í
Tungukoti í Fljóts-
hlíð, Þorvaldssonar,
hreppstjóra í Stóra-
Klofa á Landi. Móðir
Magnúsar var Mar-
grét Jónsdóttir vinnukona á Leir-
ubakka á Landi. Móðir Jóhönnu
var Steinunn Gísladóttir, bónda í
Miðkoti, Sveinssonar.
Systkin Guðmundar voru níu.
Jón Óskar, f. 26.6. 1917, d. 25. 4.
1940, Þórhallur, f. 8.2. 1921, d.
4.5. 1921, Jóhanna, f. 5.6. 1922,
Guðbjörn, f. 14.4. 1924, Þorleifur,
f. 23.6. 1926, d. 24.11. 1974, Magn-
ús, f. 24.1. 1929, Þórhallur Ár-
mann, f. 27.10. 1931, Lilja, f. 10.4.
1933, d. 3.1. 1941, Haukur, f. 13.3.
1938.
Guðmundur kvæntist hinn 19.5.
1945 Ásu Gissurardóttur, f. 5.10.
1920. Foreldrar hennar voru Giss-
ur Jónsson, búfræðingur og
hreppstjóri í Drangshlíð undir
Austur-Eyjafjöllum, f. 15.12. 1868,
d. 24.2. 1945, og Guðfinna Ísleifs-
dóttir ljósmóðir, f. 5.2. 1877, d.
23.12. 1971.
Börn Guðmundar og Ásu eru:
1) Hrafnhildur, f. 18.1. 1947,
gift Ólafi Lárussyni og þeirra
Mig langar til að kveðja hann afa
minn með nokkrum orðum. Þegar
ég lít til baka og hugsa um afa
kemur fyrst í hugann þessi há-
vaxni, dökkhærði og glaðlyndi
maður sem bjó í stóra húsinu í
Kópavoginum. Þegar ég var lítil og
fjölskylda mín bjó í Vestmanna-
eyjum komum við reglulega upp á
land og þá var gist hjá afa og
ömmu í Vallartröðinni. Mér þótti
húsið þeirra ævintýralegt, þar var
t.d. þvottaherbergi inn af fata-
skápnum í forstofunni, sjónvarps-
herbergi þar sem hver átti sinn
stól; amma, afi og Bjössi frændi, í
herberginu hans afa var alltaf til
Rimini-nammi. Á efri hæðinni var
baðstofuloft með þremur stórum
rúmum og svo var líka risastór
frystikista, full af ísblómum enda
fékk afi nafnið ?afi ísblóm? hjá
Gumma frænda. 
Á jóladag, nýársdag og páskadag
héldu afi og amma alltaf matarboð
fyrir stórfjölskylduna. Þá var sett
upp langborð eftir endilangri stof-
unni og borðstofunni svo að allir
gætu setið saman við borð. Þá var
afi stoltur og ánægður, með alla
sína nánustu hjá sér. Laugardagar
voru ömmu og afa-dagar, þá eld-
uðu þau sinn fræga grjónagraut í
stórum potti. Þá var oft margt um
manninn í hádeginu og Róbert son-
ur minn var ekki lengi að komast á
bragðið. Afi sat alltaf við enda
borðsins, brosti sínu blíðasta og hló
og við fengum iðulega að heyra
sögur frá því í gamla daga. Það var
sama hvaða málefni bar á góma,
alltaf var afi jafnjákvæður, hann
kvartaði aldrei og ekkert var of
erfitt. Róbert hefur alltaf þurft að
skilgreina fólk og afi fékk þar af
leiðandi nafnið ?langafi grjóna-
grautur? og húsið í Sunnuhlíð þar
sem afi og amma hafa búið sein-
ustu árin fékk nafnið ?grjóna-
grautahúsið?. Afi var einstaklega
stoltur af öllum afkomendum sín-
um og honum þótti gaman að
heyra af þeim og svo heyrðist alltaf
í honum: ?Heyrirðu það, Ása mín??
og svo kom þessi hlátur, eins og
þegar Róbert kom frá Ítalíu sum-
arið 2006 og sagði afa frá öllum
fagnaðarlátunum sem hann upplifði
þar þegar Ítalir urðu heimsmeist-
arar í fótbolta. Þá fór afi að hlæja
og sótti gömlu axlaböndin sem
voru merkt ?Itali 1990?, þau hafði
hann fengið sér af sama tilefni á
Ítalíu það ár. 
Mín kærasta minning um afa er
þó síðasta gamlárskvöld þegar ég
og mamma fórum til þeirra í
Sunnuhlíð og elduðum og borðuð-
um með þeim. Eftir matinn sett-
umst við inn í sjónvarpsherbergi
og lásum öll jólakortin sem þeim
höfðu borist og skoðuðum ljós-
myndirnar sem fylgdu sumum
þeirra og það var dásamlegt að sjá
svipinn á honum þegar hann skoð-
aði myndirnar af langafabörnunum
sínum og við töluðum um hvað
hann væri nú ríkur af afkomend-
um. 
Síðustu ævidagana svaf afi mikið
og mér þótti hann líkjast Beggu
langömmu svo mikið, andlitsfallið
og grásvarta hárið. Ég veit að hún
tekur vel á móti honum þar sem að
hann er kominn núna. 
Við kveðjum ástkæran afa og
langafa okkar með söknuði og
þakklæti, hvíl í friði. 
Guðrún Ása og Róbert Orri.
Þegar afi var við meðhjálpara-
störf lagði hann allt kapp á að sá
siður yrði aflagður að fjölskyldur
fermingarbarna stæðu upp þegar
barn þeirra væri fermt. Þá ættu öll
fermingarbörn að fermast í kirtl-
um. Hann hafði ekki fengið ný föt
þegar hann fermdist og enginn
hafði fylgt honum til kirkju. Eng-
inn hafði staðið upp fyrir honum
við athöfnina því bátnum frá Vest-
mannaeyjum hafði seinkað og
langamma hafði ekki komist til
kirkjunnar í tæka tíð. Þá gerðist
það að góðhjörtuð kona, honum
óskyld, stóð upp fyrir honum við
athöfnina og var hann henni æv-
inlega þakklátur fyrir það góðverk.
Hann vildi hins vegar ekki að önn-
ur fermingarbörn þyrftu að reyna
slíkt á eigin skinni. Lífsbaráttan
var hörð á þessum árum og er erf-
itt að setja sig í spor langömmu og
langafa sem neyddust til að senda
drenginn sinn til dvalar á góðum
sveitabæ á Suðurlandi, m.a. vegna
þeirrar stríðni sem afi varð fyrir í
Vestmannaeyjum vegna andlitslýt-
is, sem síðar var lagað með ein-
faldri skurðaðgerð. Enn þá erfið-
ara að setja sig í spor afa sem eins
síns liðs þurfti að halda áfram til-
veru sinni, án hlýs móðurfaðmsins
sem hann saknaði svo sárt. Aldrei
minntist hann á það utan að á jól-
unum bað hann mig stundum að
minnast tíu ára drengs sem sofnaði
dapur á jólanótt, því hann hafði
ekki einu sinni fengið kerti eins og
hin börnin á bænum til að láta loga
á sjálfa jólanóttina. Saga afa er því
hin þögla saga þeirra barna sem
ólust upp hjá vandalausum í byrjun
síðustu aldar, og veit ég að sú
reynsla hefur markað djúp spor í
líf þeirra barna sem svo stóð á um. 
Með ömmu stofnaði afi heimili,
fyrst á Ásvallagötunni og síðar í
Vallartröðinni í Kópavogi, þar sem
þau ólu börn sín fjögur upp við
gott atlæti og varð sambúð þeirra
góð og gæfurík. Það var þó mikið
lagt á ung hjónin þegar þau sátu
eina nótt yfir frumburði sínum,
barnungri stúlku, sem hafði fengið
lömunarveiki. Þeim hafði verið
sagt að þessi nótt réði úrslitum um
hvort stúlkan myndi lifa. Sagði afi
mér síðar að þeir klukkutímar
hefðu verið lengi að líða, en hann
hefði þá, sem oftar, lagt traust sitt
á þann sem öllu ræður og lifði
stúlkan nóttina. 
Auðvelt hefði verið að bugast
undan slíku mótlæti, en afi nýtti
það til góðra verka og átti hann af-
ar farsæla starfsævi og stóran
vinahóp. Hjarta hans var stórt og
gjafmildin mikil. Heimili þeirra
stóð öllum opið og þangað áttu
margir leið um, því alltaf var nægt
rými fyrir einn gest til viðbótar,
hvort sem það var til lengri eða
skemmri tíma. Þangað þótti afas-
telpu alltaf gott að koma og kveður
hún nú afa sinn með söknuði en um
leið þakklæti fyrir liðna tíð. Sá
stuðningur og hlýja sem henni var
veittur frá afa og ömmu var ómet-
anleg, en mikilsverðustu hlutirnir
verða aldrei verðlagðir. Það hafði
afi reynt sjálfur. Samúðarkveðjur
sendi ég ömmu minni, sem í dag
kveður ævifélaga sinn. 
Ása.
Guðmundur
Guðjónsson 
L50098 Fleiri minningargreinar um Guð-
mund Guðjónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
?
Árni Jónsson
fæddist í Hólmi í
Austur-Land-
eyjahreppi í Rang-
árvallasýslu 12. maí
1926. Hann lést á
Landspítalanum,
Fossvogi, 29. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jón Árnason, bóndi
í Hólmi, f. á Skíð-
bakka í A-
Landeyjum 7. mars
1885, d. 14. október
1964, og Ragnhildur
Runólfsdóttir, f. á Suður-Fossi í
Mýrdal í V-Skaftafellssýslu 26.
október 1889, d. 5. desember 1986.
Systkini Árna: Ragnar, f. 27.12.
1914, d. 9.6.2001, Guðmundur, f.
26.2. 1916, d. 19.7. 1964, Ingólfur,
f. 25.6. 1920, Ólafur, f. 29.5. 1922
og Ásta Guðlaug, f. 16.8. 1927.
17. mars 1955 kvæntist Árni
Sjöfn Sigurjónsdóttur, f. 13. jan-
úar 1932. Þau skildu. Sonur þeirra
er Sigurjón, f. 17.10. 1959, maki
Helga Björk Harðardóttir, f.
26.12. 1961. Synir þeirra eru
Kjartan Örn, f. 8.7. 1986, sambýlis-
kona Ásdís Egilsdóttir, f. 29.3.
1986 og Hlynur Árni, f. 4.3. 1992.
28. júní 1964 kvæntist Árni
Bjarneyju Valgerði Tryggvadótt-
framhaldsnám í söng- og óp-
eruskóla Simon Edwardsen í
Stokkhólmi 1954-1959 og tón-
fræðinám hjá Anders Biberg pró-
fessor. Árni söng bæði í óperum
og á fjölda tónleika heima og er-
lendis. Auk þess söng hann marg-
oft í Ríkisútvarpið og á útvarps-
konsertum á Norðurlöndum. Hann
var við störf hjá Bókaútgáfu
Menningarsjóðs 1948-1952 og
skrifstofustjóri hjá Bókaútgáfu
Norðra í Reykjavík 1960-1962. Frá
1962 starfaði Árni hjá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga, lengst
af sem gjaldkeri og síðar skrif-
stofustjóri í iðnaðardeild. Hann
lauk störfum hjá Sambandinu
1989 og vann hjá Skattstjóranum í
Reykjavík til ársins 1996 er hann
fór á eftirlaun. Árni var ritari
Ungmennafélagsins Dagsbrúnar í
A-Landeyjahr. 1943-1945 og for-
maður 1945-1947. Hann var í
stjórn Rangæingafélagsins í
Reykjavík 1950-1953. Árni sat í
skólanefnd Tónlistarskólans í
Garðabæ um árabil og hlaut við-
urkenningu bæjarfélagsins á
árinu 2002 fyrir framlag til menn-
ingarmála. Árni bjó ásamt eftirlif-
andi eiginkonu sinni og sonum
þeirra lengst af á Stekkjarflöt 5 í
Garðabæ, en frá árinu 2004
bjuggu hjónin í Þorláksgeisla 23 í
Reykjavík.
Útför Árna verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
ur, f. 28.2. 1936. For-
eldrar Bjarneyjar
voru Tryggvi Guð-
mundsson, bústjóri
Kleppsspítalabúsins,
f. 18.9. 1899, d. 22.2.
1964 og Valgerður
Guðmundsdóttir
hjúkrunarkona, f.
24.6. 1898, d. 12.10.
1985. Börn Árna og
Bjarneyjar eru: 1)
Tryggvi Guðmundur,
f. 20.12. 1964, maki
Lee Ann Greer Árna-
son, f. 7.6. 1967. 2)
Jón, f. 23.6. 1966, sambýliskona
Guðbjörg Gissurardóttir, f. 27.5.
1968. Börn þeirra eru Árni Bjart-
ur, f. 6.6.2003 og Tryggvi, f. 22.5.
2008. Dóttir Jóns og Þóru Stef-
ánsdóttur er Emilía Ýr, f. 28.11.
1991 og dóttir Guðbjargar er
Anna Viktorsdóttir, f. 9.6. 1998. 3)
Valur, f. 23.6. 1966, maki Kara
Pálsdóttir, f. 28.5. 1963. Dætur
þeirra eru Ragnhildur Ásta, f.
5.10. 1993 og Þórdís Kara, f. 28.11.
1997. 4) Ragnar, f. 20.1. 1976, sam-
býliskona Kristín Helga Viggós-
dóttir, f. 10.6. 1978. Börn þeirra
eru Birta Lind, f. 28.11.2003 og
Birkir Ingi, f. 3.5.2007.
Árni lagði stund á söngnám í
Mílanó 1953-1954. Fór þaðan í
Við fráfall pabba eru okkur efst
í huga þakkir fyrir þau gildi og
þann stuðning sem hann veitti
okkur alla tíð. Pabbi var nákvæm-
ur og vandvirkur, gerði kröfur til
sjálfs sín og allt sem hann tók sér
fyrir hendur vann hann af alúð og
samviskusemi. Um leið var hann
lítillátur og hógvær og ekki mikið
fyrir að ræða um eigið ágæti.
Undir niðri hafði hann að geyma
viðkvæma strengi listamannsins
sem í honum bjó, enda var honum
í vöggugjöf gefin fögur söngrödd.
Í minningunni fengum við fyrst
að njóta hennar í bílnum á leið úr
leikskólanum þar sem ítalskar
aríur voru sungnar og skalar
æfðir svo undir tók í bílnum.
Okkur fannst tungumálið í söngn-
um framandi en síðan fór söng-
urinn og lögin að hljóma kunn-
uglega og við að njóta þessara
stunda, sem eru svo kærar í
minningunni. Þegar við vorum að
vaxa úr grasi hafði pabbi að
mestu lagt sönglistina á hilluna. Í
fórum sínum átti hann fjölda ljós-
mynda frá námsárunum á Ítalíu
og í Svíþjóð, og ljósmyndir, bréf
og greinarskrif úr dagblöðum frá
söngferlinum. Við nutum þess að
skoða myndirnar og lásum stoltir
bréfin og greinarnar sem báru
vott um ágæti hans sem söngv-
ara. Okkur fannst mikill ævin-
týraljómi hvíla yfir þessu tímabili
í lífi hans og ólumst upp við að
hlusta á söng hans í útvarpinu,
einkum síðasta lag fyrir fréttir.
Árin í Garðabænum voru við-
burðarík og uppvaxtarárin og líf-
ið á Stekkjarflötinni einstakt.
Náin kynni og vinskapur mynd-
aðist með fjölskyldunum sem
byggðu götuna og það var mikið
sungið. Allt umhverfið með
hraunið og túnin allt í kring var
sem einn stór leikvöllur, þar sem
krakkarnir léku sér saman langt
fram á kvöld. Við gleymdum okk-
ur oft í leiknum en misstum þó
ekki af kvöldmatnum, því ten-
órsöngvarinn fór létt með að
kalla á drengina í matinn enda
röddin sterk og náði langt. Eftir
að barnabörnin komu til nutu þau
þess að heimsækja ömmu og afa
á Stekkjarflötina þar sem þeim
var sýnt sama góða atlætið og
umhyggjan og við nutum í upp-
vextinum. Afi var þeim mjög kær
og þau eiga um hann ljúfar minn-
ingar.
Pabbi var alinn upp við búskap
í Landeyjum, sem skipuðu sér-
stakan sess í hjarta hans. Úr
fjarlægð fylgdist hann með ætt-
ingjum sínum við sveitastörfin
eftir að hann fluttist þaðan. Við
bræðurnir fengum að kynnast
sveitinni hjá frændfólkinu þar
sem öll störf voru unnin af alúð
og samviskusemi. Bræðurnir
voru fimm og síðan Ásta systir.
Systkinasvipurinn var sterkur og
sambandið á milli þeirra gott.
Ekki var það síst vegna ömmu
Ragnhildar sem vakti sem engill
yfir öllum og gaf frá sér hlýju og
yl meðan hennar naut við.
Rétt eftir að pabbi varð sjötug-
ur veiktist hann alvarlega og
þurfti að gangast undir erfiðar
læknisaðgerðir sem tóku sinn
toll. Með óþrjótandi stuðningi
mömmu og heilbrigðisstarfsfólks
tókst honum að ná bærilegri
heilsu að nýju og sjálfur sýndi
hann ótrúlegt æðruleysi og dug.
Að leiðarlokum minnumst við
pabba með virðingu og þakklæti
og biðjum góðan Guð að blessa
hann og varðveita. 
Tryggvi, Jón, Valur 
og Ragnar.
Árni Jónsson
L50098 Fleiri minningargreinar um Árna
Jónsson bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40