Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í FRÉTTUM föstu-
daginn 1. ágúst sl. var
sagt frá karlmanni
sem dæmdur var í
fjögurra ára fangelsi
fyrir kynferðisbrot
gegn tveimur dætrum
sínum, stjúpdóttur og
fjórum vinkonum
þeirra. Ég ætla ekki að gera þyngd
dómsins að umræðuefni heldur
langar mig til að beina sjónum að
því orðalagi sem viðhaft er um
verknað mannsins í fjölmiðlum.
Í Fréttablaðinu (bls. 6) er greint
frá því að maðurinn hafi brotið gegn
sjö stúlkum, þar á meðal gegn
stjúpdóttur sinni, fæddri 1994.
Brotin framdi hann á sex ára tíma-
bili þegar telpan var á aldrinum
átta til fjórtán ára. Um brotin gegn
henni segir: ?Hann
hafði mök við hana að
minnsta kosti þrisvar
sinnum á sex ára tíma-
bili, frá árinu 2002 til
2008.? Í Morg-
unblaðinu (bls. 2) er
talað um að maðurinn
hafi m.a. verið sak-
felldur fyrir ?að hafa
haft kynferðismök? við
stjúpdóttur sína og í 24
stundum (bls. 2) segir
um sama verknað: ?var
hann meðal annars
sakfelldur fyrir að hafa átt kynmök
við hana [stjúpdótturina] þrisvar
sinnum.?
Það er orðalagið ?að hafa mök
við? sem ég vil gera athugasemd við
en það er iðulega notað í umfjöll-
unum um mál af þessum toga. Ég
þekki ekki það orðalag sem notað er
um þessi brot í lögum en tel líklegt
að blaðamenn noti þann orðaforða
sem kemur fyrir í dómum. Á heima-
síðu Héraðsdóms Reykjaness, sem
dæmdi manninn, segir m.a. að hinn
dæmdi hafi ?haft samræði við stúlk-
una eða önnur kynferðismök.? 
Samkvæmt íslenskri orðabók er
orðið ?mök? annað orð yfir kynmök.
Þau eru skilgreind á eftirfarandi
hátt: ?kynferðisleg samskipti
tveggja einstaklinga til að svala
kynhvöt sinni.? Sagnmyndin að
?maka? (maka sig, makast) merkir,
auk þess að hafa kynmök, að finna
sér maka. Maki er annað hjóna
(para) eða sambúðarfólks og merkir
auk þess jafningi. Samkvæmt ís-
lenskri málhefð og venjulegum mál-
skilningi á orðalagið ?að hafa mök
við? ekkert skylt við þann verknað
sem maðurinn var dæmdur fyrir
gegn stjúpdótturinni. Mök eiga sér
stað á milli jafningja sem með þeim
svala kynhvöt sinni eins og skil-
greining íslenskrar orðabókar gefur
til kynna. Sama máli gegnir um orð-
ið ?samræði? sem notað er í dóm-
inum. Samræði er aðeins annað orð
yfir kynmök. Það hlýtur öllum að
vera ljóst, sem leiða að þessu hug-
ann, að barnið hefur ekki verið að
svala kynhvöt sinni með föður sín-
um!
Þegar karlmaður þvingar barn til
samræðis er því ekki um eiginleg
kynmök að ræða, hann einfaldlega
nauðgar barninu. Orðalag sem þetta
er til þess fallið að milda verkn-
aðinn og draga athygli frá þeirri
skelfilegu og svívirðilegu valdbeit-
ingu sem barn í slíkum aðstæðum
verður fyrir. Orð skipta máli og því
er mikilvægt að þannig sé með þau
farið að þau gefi rétta mynd af því
sem þeim er ætlað að lýsa.
Kynmök eða nauðgun?
Nína Leósdóttir
skrifar um notkun
fjölmiðla á orðalag-
inu ?að hafa mök?
við einhvern
»
Þegar karlmaður
þvingar barn til
samræðis er því ekki um
eiginleg kynmök að
ræða, hann einfaldlega
nauðgar barninu.
Nína Leósdóttir
Höfundur er guðfræðingur.
Á DÖGUNUM var á
Húsavík haldinn fund-
ur þar sem Þórunn
Sveinbjarnardóttir um-
hverfisráðherra gerði
grein fyrir úrskurði
sínum um að fram-
kvæmdir tengdar ál-
veri á Bakka þyrftu í
sameiginlegt umhverf-
ismat. Allmargir hafa
hallmælt Þórunni og sjá nú svart yfir
því að hugsanlega verði einhver
seinkun á því að enn ein mengandi ál-
bræðslan verði að veruleika og æfir
yfir því að náttúran fái að njóta vaf-
ans.
Heyrst hafa þau rök að þessi
ákvörðun kveði á um aðgerð sem eigi
sér ekki hliðstæðu á Íslandi, eins og
það sé nánast guðlast að slíta sig úr
viðjum vanans. Það er erfitt að sjá
hvernig tímamótaákvörðun sem
þessi geti verið annað en af hinu góða
og ætti að lofa Þórunni fyrir þor
hennar frekar en hitt. Ég vil kalla
þetta framför í umhverfismálum á
Íslandi, eitthvað sem við þurfum sár-
lega á að halda enda er-
um við, þvert á það sem
margir halda, langt á
eftir mörgum okkar ná-
grannaþjóðum þegar
kemur að virðingu fyrir
náttúrunni, endur-
vinnslu, sjálfbærri þró-
un og öðru slíku. Hverj-
um sem ferðast út fyrir
hina íslensku land-
steina verður þetta
ljóst á skömmum tíma.
Eins og Þórunn
bendir á er það beinlín-
is í starfslýsingu umhverfisráðherra
að framfylgja lögum um nátt-
úruvernd og augljóslega er það hlut-
verk umhverfisráðherra að bera hag
náttúrunnar fyrir brjósti. Þórunn
segist með úrskurði sínum vera að
framfylgja lögum en einhverjir hafa
þó bent á að úrskurðurinn geti hugs-
anlega verið ólögmætur. Ekki er ég
nógu fróður um þau lög sem gilda í
þessu sambandi og get því ekki
dæmt um lögmætið. En ég tel hik-
laust að ef úrskurður hennar í þessu
tilfelli reynist brjóta í bága við lög sé
rétt að breyta þeim sömu lögum hið
snarasta. Auðvitað á að meta stórar
framkvæmdir heildstætt og þannig
gera mögulegt að meta heildaráhrif
þeirra. Hvað sem úr verður mun
þessi úrskurður koma af stað um-
ræðu um lög sem að þessu snúa og
hvernig þau beri að túlka og er það
hið besta mál.
Komið hefur fram að búið er að
eyða um fimm milljörðum nú þegar
vegna álvers á Bakka. Hvernig dett-
ur mönnum í hug að henda svona
gríðarlegum fjármunum í fram-
kvæmd sem ekki er víst að verði
nokkurn tímann af? Það er ekki einu
sinni ljóst hvort næg orka finnst á
svæðinu til að knýja álverið. Eitt er
að leggja fé í að rannsaka svæði sem
þarf hugsanlega að raska, gera for-
athuganir og kanna hitt og þetta sem
er jú nauðsynlegt til að meta um-
hverfisáhrif af einhverju viti. En
fimm milljarðar eru eitthvað meira
en það, ekkert klink til að leika sér
með. Undir venjulegum kring-
umstæðum ætti þetta að koma manni
verulega á óvart en gerir það því
miður ekki í þessu tilfelli. Undanfarið
hafa framkvæmdir verið keyrðar svo
mikið áfram og í þær dælt svo mikl-
um fjármunum að það virðist nánast
ómögulegt að stoppa þær af vegna
skriðþungans, hvað sem tautar og
raular.
Nú veit ég að á Húsavík eru ekki
allir sáttir við hugmyndir um álver á
Bakka. En lítið sem ekkert heyrist í
því fólki. Getur verið að á Húsavík
ríki sami andinn og á Reyðarfirði og
nágrenni í aðdraganda og meðan á
framkvæmdum við álverið þar stóð,
að menn séu nánast útskúfaðir fyrir
það eitt að andmæla ríkjandi skoð-
unum eða voga sér að efast um eitt-
hvað sem hinir mál(m)glöðu verk-
smiðjuvinir predika um?
Eins sorglegt og það nú er virðist
umhverfismat einungis vera forms-
atriði því jafnvel þótt það reynist nei-
kvætt virðist það ekki skipta miklu
máli eins og dæmin sanna svo glöggt
hér á landi. Eins hafa friðlýsingar
landsvæða lítið að segja, virðast nán-
ast orðin tóm. Nú lítur út fyrir að
Bitruvirkjun sé komin aftur á kortið
þrátt fyrir neikvæðan úrskurð
Skipulagsstofnunar sem sýnir að lítil
virðing er borin fyrir úrskurði henn-
ar svo ekki sé talað um metfjölda at-
hugasemda frá almenningi í þessu
tilviki. Ekki er hægt að sleppa því að
nefna fyrirhugaða framleiðsluaukn-
ingu í álverinu í Straumsvík, þrátt
fyrir að stækkun hafi verið slegin út
af borðinu í atkvæðagreiðslu íbúa
Hafnarfjarðar. 
Nú eru blikur á lofti í orkumálum
heimsins. Þegar hátæknifyrirtæki
sem stunda lítt mengandi iðnað, til
dæmis netþjónabú, sem ef marka má
ráðamenn bíða í röðum eftir að fá
áheyrn okkar og ekki síst þegar útlit
er fyrir að orkuverð almennt fari ört
hækkandi, er aldrei meiri ástæða en
nú til að hinkra við og hugsa málin
vandlega. Að ana út í hlutina með
þvílíku offorsi og við Íslendingar höf-
um gert á síðustu árum er nánast
glæpsamlegt gagnvart komandi kyn-
slóðum sem og okkur sjálfum. Það er
því rík ástæða til að fagna tímamó-
taúrskurði umhverfisráðherra og líta
á hann sem stórt skref fram á við.
Til varnar umhverfisráðherra, Íslandi og íbúum þess
Björgvin Hilm-
arsson skrifar um
stóriðju 
»
Hafa framkvæmdir
verið keyrðar svo
mikið áfram og í þær
dælt svo miklum fjár-
munum að það virðist
nánast ómögulegt að
stoppa þær af vegna
skriðþungans?
Björgvin Hilmarsson
Höfundur er líffræðingur.
KOLBRÚN hin
ágæta skrifar um for-
setann, Morgunblaðið
29/7 ´08, persónuna
sem kennarar mínir
sögðu þegar ég var
barn og unglingur að
væri samnefnari okk-
ar Íslendinga og
fulltrúi sem á að gæta
virðingar okkar í öll-
um háttum. Þeir
sögðu og að þessi ein-
staklingur ætti ekki
að blanda sér í póli-
tík, því við kjósum
annað fólk til þess.
Kolbrún setur mál
sitt fram með sér-
stökum hætti sem
hennar er vísa og
held ég að ýmsir
hefðu gott af að
skoða, jafnvel þó þeir
telji sig ekki í hópi fá-
mennra hávaða-
seggja. Því að þegar hvatt er til þá
leggjum við, þeir hljóðlátu, af stað.
Ólög handa umdeildum
Við vorum heppin með okkar
þjóðarhöfðingja árum
saman, enda sameinuð
í upphafi um að láta
áform okkar rætast. Á
það setur engan blett
þó að velviljuð kona
leyfði sér að klappa á
koll barna og gróð-
ursetja tré, það er nú
einusinni í eðli kvenna,
og þurfa pirraðar
snobbkerlingar ekkert
að öfundast af því. En
þar kom að við urðum
óheppin, eins og hlaut
að koma að. Lög um
kjör þessarar persónu
sem á að koma fram
fyrir hönd okkar sem
þjóðar eru gersamlega
ónýt og hafa alltaf ver-
ið. Verulega umdeildur
pólitíkus getur ekki
verið hlutlaust samein-
ingartákn þjóðar.
Án gæsku og
virðingar
Svo virðist sem Ís-
lendingar hafi tilhneig-
ingu til að láta forsetaembættið í
friði og jafnvel lönd og leið. Jafnt
efnaðir sem þurfandi brosa og veifa
fánum þegar karlinn kemur, enda
hafa Íslendingar ekki áður átt for-
seta án gæsku og virðingar. Ekki
einn einasti þingmaður hefur talað
fyrir því að breyta lögum um kjör
forseta til að halda virðingu þess
embættis þar sem það á að vera.
Þar með verður þetta einskonar af-
gangsembætti. 
Brostnar forsendur
Vegna þess sem kennarar mínir
sögðu um embætti forseta Íslands
áður en það missti virðinguna, og
raunveruleikans sem blasir við, þá
legg ég til að það verði lagt niður
svo fljótt sem kostur er. Fengnar
stórar jarðýtur og Bessastaðalandið
gert að flugvelli ef hann þarf endi-
lega að fara úr Vatnsmýrinni. Þar
eru hvort sem er engin íslensk
menningarverðmæti lengur. For-
sætis-, utanríkis- eða mennta-
málaráðherrar sem og forseti Al-
þingis geta sem best farið með
þetta embætti og hafa þá á bakvið
sig einhverskonar kjörinn meiri-
hluta, öfugt við það sem nú er. Það
væri hlálegt ef svo er hjá þjóð sem
þykist hafa forgöngu um lýðræði að
hún sjálf þurfi að sitja í hljóði með
forseta sem er ekki það sem hann á
að vera.
Hrólfur Hraundal
skrifar um 
forsetaembættið
Hrólfur Hraundal
»
Svo virðist
sem Íslend-
ingar hafi til-
hneigingu til að
láta forsetaem-
bætið lönd og
leið. Enda hafa
þeir ekki áður átt
forseta án gæsku
og virðingar.
Höfundur rekur vélsmiðju 
á landsbyggðinni.
Lög eða ólög
ÞAU ómálefnalegu
sjónarmið Kaupþings-
banka að telja sig ekki
þurfa að taka tillit til
athugasemda Fjár-
málaeftirlitsins sem
snúa að starfsemi
bankans og að Fjár-
málaeftirlitið sem er
eftirlitsstjórnvald þurfi
að sætta sig við það, vekur upp
spurningar hvort Fjármálaeftirlitið
sé að mismuna fjármálafyrirtækjum.
Hér bendi ég á að Fjármálaeftirlitið
geri kröfur til annarra eftirlits-
skyldra aðila að þeir bregðist við at-
hugasemdum þess strax enda sé það
í samræmi við venjur á fjár-
málamarkaði og í samræmi við al-
þjóðlegar skuldbindingar íslenska
ríkisins um að hér skuli starfa virkt
fjármálaeftirlit.
Það hlýtur að mega leiða hugann
að því hvort Fjárálaeftirlitið brjóti
ekki jafnræðisregluna með því að
hafa mismunandi eftirrekni (eft-
irfylgni) með því hvort fjár-
málastofnanir geri eitthvað með at-
hugasemdir og ábendingar þess þó
að fyrirtækin öll starfi
undir sömu lögum.
Spron er eitt þeirra
fjármálafyrirtækja sem
hefur þurft að sætta sig
við eftirlitshlutverk
Fjármálaeftirlitsins. Nú
þegar Fjármálaeftirlit-
inu er ætlað að gefa álit
á kaupum Kaupþing á
Spron hlýtur að koma til
álita hvort Fjármálaeft-
irlitið sé ekki vanhæft til
að fjalla um söluna þar
sem Fjármálaeftirlitið hefur mis-
munað fyrirtækjunum á grundvelli
eftirlitsskyldu sinnar. Það hlýtur að
mega gagnrýna það að 95 milljarða
innlán í Spron renni inn í Kaupþing.
Þessi innlán eru væntanlega með rík-
isábyrgð að stórum hluta hvort sem
þau eru hjá Spron eða Kaupþingi.
Það hlýtur þó að vera nær almanna-
hagsmunum að innlánin séu áfram
hjá Spron frekar en Kaupþingi, alla-
vega meðan Fjármálaeftirlitið hefur
ekki aðstöðu til að beita eftirlitsheim-
ildum sínum gagnvart KB banka. Ég
er sjálfur þolandi vegna ofríkis KB
banka gagnvart Fjármálaeftirlitinu
og vísa ég í því sambandi til at-
hugasemda Fjármálaeftirlitsins sem
eftirlitið setti fram við bankann hinn
18. mars 2005. Áður en nefnd at-
hugasemd var sett fram hafði bank-
inn krafið Fjármálaeftirlitið um rök-
stuðning fyrir hvers vegna eftirlitið
kæmi að málinu. Í rökstuðningi sín-
um til KB banka vísar Fjármálaeft-
irlitið meðal annars til neyt-
endaverndar, að bankinn eigi að
starfa eftir eðlilegum og heilbrigðum
viðskiptaháttum og bæta þurfi fjár-
málastarfsemi bankans til framtíðar.
Kaupþing gerði ekkert með at-
hugasemdir Fjármálaeftirlitsins en
lýsti því yfir að málinu væri lokið af
þess hálfu. Viðleitni Fjármálaeft-
irlitsins að sjá til þess að starfsemi
KB banka samræmdist eðlilegum og
heilbrigðum viðskiptaháttum og
bæta fjármálastarfsemi bankans til
framtíðar var því að engu orðin.
Þorsteinn Ingason
fjallar um samruna
KB banka og Spron
Þorsteinn Ingason
»
Kaupþing gerði 
ekkert með at-
hugasemdir Fjármála-
eftirlitsins en lýsti því
yfir að málinu væri 
lokið af þess hálfu. 
Höfundur er fv. útgerðarmaður og
fiskverkandi.
Er FME vanhæft til að fjalla
um kaup Kaupþings á Spron?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36