Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is 
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson 
sisi@mbl.is
MOSASKEGG er merkilegt fyrir-
bæri í náttúrunni. Hér á landi
finnst það aðeins á einum stað, í
Eldborgarhrauni. Ágúst H. Bjarna-
son grasafræðingur fann mosa-
skeggið og festi það á filmu. 
Það er mjög algengt að mosi vaxi
á trjám. Hann festir sig í börkinn á
stofnum og greinum og myndar
þar oftast litlar breiður. Mosinn
dregur samt enga næringu úr
trénu og fær því allt vatn og önnur
ólífræn efni, sem hann þarfnast,
eingöngu úr regnvatni. Í regn-
skógum hitabeltis og heittempruðu
beltanna er algengt að mosar hangi
sem skegg niður úr trjánum, að
sögn Ágústs.
Myndast aðeins við 
sérstakar aðstæður
Þetta sérstæða vaxtarlag verður
þó því sjaldgæfara sem lengra
dregur frá regnskógunum. Annars
staðar á Norðurlöndum er það
sárasjaldgæft og myndast aðeins
við sérstakar aðstæður. 
Þetta kynlega vaxtarform er að-
eins þekkt hér á landi á einum stað
en það er í djúpri lægð í Eldborgar-
hrauni í Mýrasýslu þar sem ríkja
stillur og loftraki er mikill vegna
uppstreymis gufu úr hrauninu.
Mosi vex þar á stofni á tveggja
metra háum reyniviði og myndar
þar um 30 cm langt skegg. 
Ágúst segir að það þurfi ekki að
koma á óvart að um sömu mosateg-
und er að ræða og myndar slíkt
vaxtarlag í Svíþjóð. Mosi þessi, sem
er frekar stórgerður, er nefndur
hraukmosi (Antitrichia curtipen-
dula) og vex víða um land, einkum í
fremur rýrum jarðvegi en einnig á
steinum, klöppum og trjám. 
Mosaskegg við Eldborg 
Í regnskógum hitabeltis og heittempruðu beltanna er 
algengt að mosar hangi sem skegg niður úr trjánum 
Kynlegt Vaxtarformið þekkist á einum stað hér á landi, í Eldborgarhrauni.
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
ICELANDAIR sagði nýverið upp
átta flugmönnum til viðbótar við þá
áttatíu sem búið var að segja upp
störfum á árinu. Nemur þetta um
þriðjungsfækkun flugmanna hjá fyr-
irtækinu. Samtals hefur Icelandair
sagt upp um 300 starfsmönnum sín-
um undanfarna mánuði. Bróðurpart-
ur þessara uppsagna fór fram í lok
júní síðastliðins en þá misstu um 240
starfsmenn hjá fyrirtækinu vinnu
sína.
Uppsagnirnar eru liður í viðbrögð-
um flugfélagsins við samdrætti sem
fyrirséður er með haustinu. Guðjón
Arngrímsson upplýsingafulltrúi seg-
ir að ástæður þessara síðustu upp-
sagna séu horfur í verkefnum í leigu-
flugi félagsins erlendis. Hann segir
horfurnar þó hafa batnað að undan-
förnu og ekki hafi komið til eins
margra uppsagna og óttast var.
Vonast til að endurráða
Í júní sagði Birkir Hólm Guðna-
son, framkvæmdastjóri Icelandair,
að uppsagnirnar væru tímabundnar
ráðstafanir og að hann vonaðist til að
endurráða fólk á næstkomandi vori.
Guðjón segir þetta standa óbreytt. 
?[Uppsagnirnar eru miðaðar] við
stöðuna eins og hún lítur út núna í
vetur og svo kemur í ljós á næstu
vikum hvernig raunin verður,? segir
Guðjón. Þá verði mögulegar endur-
ráðningar að hans sögn að sjálfsögðu
teknar til athugunar. Ekki sé þó
hægt að fullyrða eins og er hvort til
endurráðninga komi en vonir for-
svarsmanna Icelandair standa enn
til að af þeim verði. 
Ekki er von á frekari uppsögnum
hjá Icelandair á næstunni að sögn
Guðjóns.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Í loftið 88 flugmenn Icelandair hafa
misst vinnuna það sem af er ári. 
Átta sagt
upp til 
viðbótar
KJARAFUNDI
ljósmæðra og
samninganefndar
ríkisins hjá ríkis-
sáttasemjara
lauk í gærkvöldi
án efnislegrar
niðurstöðu en var
frestað til klukk-
an 11 á sunnudag.
Fundurinn stóð
yfir í allan gær-
dag og segir Guðlaug Einarsdóttir,
formaður Ljósmæðrafélags Íslands,
að allar tillögur beggja aðila hafi ver-
ið skoðaðar. ?Og við munum skoða
tillögurnar þangað til við hittumst á
fundinum á sunnudag,? segir hún. ?Á
meðan aðilar hafa eitthvað að ræða
lofar það góðu. En það er ekki þar
með sagt að kjaradeilan sé að leysast
í þessum töluðu orðum.?
Guðlaug segir að enn sé rúm vika
uns fyrirhugað verkfall ljósmæðra
skellur á og í hennar huga sé enn
nægur tími til að semja.
?Við þurfum ekki lengri tíma en
viku ? að því gefnu að aðilar tali sam-
an.?
Guðlaug ítrekar að ljósmæður
vegi og meti allar tillögur sem ríkið
kemur með. Mun samninganefnd
ljósmæðra koma með útspil á fund-
inum á sunnudag eftir að hafa metið
tillögur ríkisins fram að þeim fundi.
Meðal krafna Ljósmæðrafélagsins
er leiðrétting á launatöflu í samræmi
við náms- og hæfniskröfur til jafns
við sambærilegar stéttir í þjónustu
við ríkið. Verkfall er yfirvofandi 4.
september takist ekki samningar
milli aðila.
Nýtt út-
spil á
sunnudag
Fundahlé hjá ljós-
mæðrum og ríkinu
Guðlaug 
Einarsdóttir
AÐALGÖTUR Tirana, höfuð-
borgar Albaníu, voru prýddar ís-
lenskum fánum í gær þegar Geir
H. Haarde hóf þar opinbera heim-
sókn sína í boði forsætisráð-
herrans Sali Berisha. Að sögn
Geirs voru móttökurnar afar
höfðinglegar, en þetta mun vera í
fyrsta skipti sem íslenskur ráð-
herra heimsækir Albaníu í opin-
berum erindagjörðum. 
Geir segir Albana leggja mikla
áherslu á samstarf við Íslendinga
á viðskiptasviðinu og bjóða ís-
lensk fyrirtæki velkomin til lands-
ins. Í för með ráðherranum eru
einmitt fulltrúar Landsvirkjunar
Power og Actavis og heimsótti
Geir skrifstofu þeirra síðar-
nefndu í Tirana.
?Þeir eru mjög opnir fyrir er-
lendum fjárfestingum og sam-
starfi við erlend fyrirtæki og hafa
byggt upp hagstætt viðskiptaum-
hverfi því hér hefur allt breyst
síðan þeir losnuðu undan oki ein-
ræðisstjórnarinnar,? segir Geir.
Styðja framboð í öryggisráðið
?Nú er hér öflugur hagvöxtur,
lífskjör batnandi og lýðræðis-
legar stofnanir að festa rætur
með öruggum hætti en þeir telja
sig geta lært mikið af okkur og
okkar stofnunum. Svo telja þeir
líka mjög mikilvægt að eiga við
okkur gott pólitískt samstarf og
þeir ætla að styðja okkur og hafa
gert í öryggisráðsframboðinu.?
Albanar urðu sjálfir aðilar að
NATO í apríl á þessu ári og þökk-
uð albönsk stjórnvöld nú kærlega
stuðning Íslands við aðildina.
?Albanar leika núna lykilhlutverk
á svæðinu og eru að verða afl sem
beitir sér í þágu friðar og stöð-
ugleika sem skiptir miklu máli á
þessum stríðshrjáðu slóðum.?
Albanar vilja efla við-
skipti við Íslendinga
Höfðinglegar móttökur í Albaníu
Í HNOTSKURN
»
Albanía er eitt fátækasta
land Evrópu en unnið er
af krafti að efnahagslegri
uppbyggingu. Þar búa nú
um þrjár milljónir manna. 
»
Í dag mun Geir leggja
blómsveig að minn-
isvarða Albana sem látið
hafa lífið fyrir ættjörðina og
snæða að því loknu hádeg-
isverð með Lulzim Basham,
utanríkisráðherra Albaníu.
»
Í kvöld heldur Geir svo
til Grikklands en þar
mun hann m.a. ávarpa ráð-
stefnu um reynslu Íslend-
inga af nýtingu jarðhita og
funda með forsætisráðherra.
Móttaka Sali Berisha, forsætisráðherra Albaníu, og Geir H. Haarde forsætisráðherra kanna heiðursvörð.
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um
að erlendur maður sæti áframhald-
andi gæsluvarðhaldi til 19. sept-
ember vegna gruns um stórfelld
þjófnaðarbrot.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að maðurinn sé erlendur og hafi lít-
il tengsl við Ísland. Hann hafi lýst
því yfir, bæði hjá lögreglu og fyrir
dómi, að hann framfleyti sér með
afbrotum. Í ljósi þessa eru taldar
yfirgnæfandi líkur til þess að mað-
urinn muni halda áfram afbrotum
sé hann frjáls ferða sinna.
Sagðist lifa
á afbrotum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44