Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HSÍ, Handknattleikssamband Ís-
lands, verður styrkt um 50 millj-
ónir króna í kjölfar frækilegs ár-
angurs landsliðsins í handbolta á
Ólympíuleikunum í Peking. Þetta
ákvað ríkisstjórnin á fundi í gær
að tillögu menntamálaráðherra,
Þorgerðar Katrínar Gunn-
arsdóttur, sem einnig er ráðherra
íþróttamála. Í fréttatilkynningu
kemur fram að tilefnið sé einstætt
afrek íslenska handboltaliðsins,
en það hlaut eins og alþjóð veit
silfurverðlaun á leikunum.
HSÍ þurfti að leggja út fyrir
miklum kostnaði vegna þátttöku
liðsins og stóð í kjölfarið fyrir
söfnunarátaki meðal fyrirtækja
og almennings samhliða keppn-
inni þar sem söfnuðust yfir 10
milljónir til viðbótar við 50 millj-
ónirnar. Ólympíufararnir allir
verða hylltir með skrúðgöngu á
morgun kl. 18.
50 milljóna
styrkur 
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Silfurdrengir Handboltalandsliðið vann þjóðinni ólympíusilfur og HSÍ veitir því 50 milljóna króna styrk í kjölfarið.
ÍSLENSKA handboltalandsliðið
verður hyllt á Arnarhóli kl. 18.30
í dag. Meðal atriða verður tónlist-
arflutningur Valgeirs Guðjóns-
sonar auk ávarpa. Lögreglan mun
loka Lækjargötu að hluta í dag kl.
10 vegna uppsetningar á sviði við
Arnarhól. Þá verður Hverfisgötu
við Ingólfsstræti lokað kl. 16 og
Eiríksgötu við Njarðargötu. Þá
verður Frakkastíg við Berg-
þórugötu lokað. Lögreglan býr sig
undir álíka mannfjölda í bænum
og á Gleðigöngunni eða 17. júní
og hvetur fólk til að koma gang-
andi eða með strætó. Frítt verður
í strætó frá kl. 15. Klukkan 18
verður landsliðinu ekið í opnum
vagni frá Skólavörðuholti niður
Skólavörðustíg og endar förin á
Arnarhóli. Bílstjórar er hvattir til
að nýta sér bílastæðahúsin í mið-
borginni en þau verða opin til 21
og ókeypis frá klukkan 17. 
Landsliðið
hyllt í dag
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
VARNARÆFINGIN Norður-
Víkingur 2008 fer fram hér á landi
í næstu viku, hefst mánudaginn 1.
september og lýkur föstudaginn 5.
september. Æfingin hefur farið
fram árlega og er hluti af varn-
arsamningi við Bandaríkjamenn
og viðauka sem gerður var í
tengslum við brottflutning hersins
héðan.
Samkvæmt upplýsingum frá ut-
anríkisráðuneytinu verður um al-
menna æfingu að ræða þar sem
áhersla er lögð á loftvarnir og
flutning liðsafla til og frá landinu á
ófriðartímum. Fer æfingin fram í
tengslum við loftrýmiseftirlit
Bandaríkjamanna sem stendur til
20. september nk.
Viðbúnaður í eftirlitinu er svip-
aður og hjá Frökkum, sem voru
hér á landi fyrr á árinu. Haldið
var eftir nokkrum byggingum á
varnarsvæðinu til að hýsa þá her-
menn sem hingað eiga að koma í
eftirlit í lofti.
50 milljónir af fjárlögum
Evrópuherstjórn Bandaríkjanna
stjórnar æfingunni en undirbún-
ingur fer að mestu fram hér á
landi á vegum Varnarmálastofn-
unar og fleiri aðila. Samkvæmt
fjárlögum íslenska ríkisins eru um
50 milljónir króna ætlaðar í þetta
verkefni, en kostnaður við æf-
inguna liggur að öðru leyti hjá
Atlantshafsbandalaginu.
Alls munu um 400 manns taka
þátt í æfingunni, þar af um 130
manns sem koma hingað til lands
vegna loftrýmiseftirlits Banda-
ríkjahers. Á æfinguna sjálfa koma
250-300 manns frá Noregi, Kan-
ada, Ítalíu, Hollandi, Þýskalandi
og fleiri ríkjum Atlantshafs-
bandalagsins. Flugsveitir koma frá
Noregi, Bandaríkjunum og Kan-
ada. Bandaríkjamenn verða með
fjórar orustuþotur, Norðmenn með
fimm og Kanadamenn með sex.
Einnig verður notast við AWACS-
ratsjárflugvélar, kafbátaleitarvélar
og eldsneytisáfyllingarvélar. 
Samhliða æfingunni mun danska
varðskipið Vædderen æfa lög-
reglu- og björgunaraðgerðir á sjó
ásamt varðskipi frá Landhelg-
isgæslunni. Þyrlur Gæslunnar
verða í viðbragðsstöðu meðan á
æfingu stendur. Þá kemur lög-
reglan á Keflavíkurflugvelli að æf-
ingunni ásamt sérsveitarmönnum
lögreglunnar og starfsmönnum
Flugstoða.
Morgunblaðið/ÞÖK
Varnaræfing Að þessu sinni munu 15 orustuþotur taka þátt í æfingunni Norður-Víkingi 2008 yfir íslensku hafsvæði.
Loftvarnir æfðar
L52159 Um 400 manns taka þátt í æfingunni Norður-Víkingi ?08 í
næstu viku L52159 Æft í tengslum við lofteftirlit Bandaríkjahers
       Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
?ÞETTA er allt í lagi í svona eina
viku. Það er ekkert mál. En þegar
ástandið er svona til lengri tíma þá
getur þetta verið alveg hræðilega
erfitt. Ekki aðeins felur ástandið í
sér stanslaust álag á barnið: að vera
að senda það fram og til baka í
pössun, heldur er þetta streituvald-
andi fyrir alla á heimilinu,? segir
Katrín Georgsdóttir. Hún á barn í
Vesturbæjarskóla, sem er á biðlista
eftir plássi í frístundaheimilinu
Skýjaborgum. Fjölmargir eru í
sömu sporum og hún.
?Að mínu mati hafa frístunda-
heimilin uppeldislegt gildi í fé-
lagslegum samskiptum barnanna.
Ef til dæmis allir í bekknum komast
inn nema þrír getur það haft mikil
áhrif á félagslega tengingu milli
þeirra. Þau geta jafnvel einangrast
og ég tel þetta vera mjög alvarlegt
mál.? 
Katrín bendir jafnframt á að
vera á frístundaheimili geti haft
mikil áhrif á þroska barns. ?Mér
finnst oft stórlega vanmetið hvað
frístundaheimilin skipta miklu máli
fyrir barnið. Á þessum aldri er fé-
lagslegi þátturinn eiginlega mun
mikilvægari en námið sjálft. Leik-
urinn er svo mikilvægur í þroska
barnsins.?
Katrín tekur jafnframt fram að
hún sé mjög ánægð með starfsemi
og stefnu Íþrótta- og tómstunda-
ráðs þótt biðlistarnir geti reynst
erfiðir.
Margir í sömu aðstöðu
?Við skráðum stelpuna okkar á
lista 31. mars og það var alveg inn-
an tímarammans sem var gefinn
upp. Hún er núna númer 35 á bið-
lista og við vitum ekki hvenær hún
kemst að. Það fer væntanlega bara
eftir því hvernig gengur að ráða í
störfin. Það fælist mun meira ör-
yggi í því fyrir okkur ef við vissum
hvenær hún kæmist að. Þá gætum
við kannski ráðið einhvern til að
passa hana þangað til en núna lifum
við í óvissu með þetta mál.?
Hún segist jafnframt telja að
langstærsti hluti barna í öðrum
bekk í Vesturbæjarskóla sé í sömu
sporum.
Ávallt skortir mannafla
Biðlistavandinn sem þjakar frí-
stundaheimili borgarinnar á að
mestu rætur sínar að rekja til
skorts á mannafla. Samt sem áður
er ástandið nokkuð betra en á sama
tíma í fyrra enda búið að ráða um
helmingi fleiri starfsmenn á frí-
stundaheimilin nú en þá. Enn vant-
ar þó töluvert af fólki. Umsóknum
um vistun á frístundaheimilum hef-
ur einnig fjölgað lítillega milli ára
og þær voru í ár um 2.800.
Katrín og aðrir foreldrar reyna
að bregðast við vandanum með
samstarfi. ?Ég og maðurinn minn
skiptumst á að vera með stelpuna
okkar og svo hjálpumst við líka að
með öðrum foreldrum eins og við
getum. Þetta getur stundum verið
ansi erfitt.?
?Börnin geta
einangrast í
slíkri aðstöðu?
Biðlistavandinn þjakar foreldra enn
Foreldri Katrín Georgsdóttir er ein
margra með barn á biðlista.
Í HNOTSKURN
»
Margir foreldrar eru í
vandræðum vegna þess að
börn þeirra fá ekki vistun á
frístundaheimili. Skólarnir
eru nú hafnir að nýju og bið-
listarnir eru enn langir.
»
Biðlistarnir eiga að mestu
rætur sínar að rekja til
skorts á mannafla. Þó gengur
betur nú að ráða fólk í störfin
en á sama tíma í fyrra. Frí-
stundaheimilin eru fyrir börn
á aldrinum 6?9 ára.
»
Foreldrarnir reyna nú að
bregðast við vandanum
með samstarfi og skiptast
meðal annars á að passa börn-
in.
Varnaræfingin mun að þessu
sinni að mestu leyti fara fram
yfir hafsvæðinu kringum Ísland
og að sögn Urðar Gunnarsdóttur,
fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðu-
neytisins, verður reynt að tak-
marka flugumferð sem mest yfir
landinu. Almenningur muni ekki
verða mikið var við æfinguna.
?Ekki verður hjá því komist að
almenningur verði var við þegar
þessar vélar koma og fara, en
það verður reynt að stilla því í
hóf eins og kostur er. Lögð hef-
ur verið áhersla á að flugflotinn
sé ekki að fara of snemma af
stað eða að lenda að næturlagi,?
segir Urður en sömu línur voru
lagðar þegar franski flugflotinn
var hér við eftirlit fyrr á þessu
ári. Kveðið var á um það í við-
auka við varnarsamning Íslands
og Bandaríkjanna að Atlants-
hafsbandalagsríkin myndu reglu-
lega sinna loftrýmiseftirliti við
Ísland. 
Flugumferðinni stillt í hóf

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44