Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
?FRIÐUR og að ég sé kominn aftur heim,? sagði
Paul Ramses aðspurður hvað hafi verið það
fyrsta sem honum kom til hugar við komuna til
Íslands í gær. Fjölskyldumeðlimir og vinir biðu
komu hans í Leifsstöð og ríkti mikil eftirvænting
meðal þeirra. Paul felldi gleðitár við komuna til
landsins og kyssti hælisleitandinn frá Kenýa
konu sína. Að því loknu féll hann á kné og kyssti
íslenska grund. Endurkomuna telur hann sigur
fyrir íslenskt réttarkerfi, en viðurkennir að í
fyrstu hafi hann verið fullur örvæntingar. 
Hann lét illa af dvölinni á Ítalíu og sagðist hafa
búið í 300 manna flóttamannabúðum við bágar
aðstæður. Þá vandaði hann ekki sambýlingum
sínum söguna. ?Sumir þeirra voru frá löndum
sem kunna illa við vestrænan lífsmáta. Þeir töl-
uðu sífellt um hluti á borð við að sprengja sjálfa
sig í loft upp. Það er almennt erfitt að búa með
þeim sem setja það ekki fyrir sig að deyða aðra,?
sagði Paul, sem staðhæfði að hann hefði deilt
herbergi með slíkum manni. Þá fannst hælisleit-
andanum ítölsk lögregluyfirvöld sýna sér hörku
og fullyrti að ítölskum almenningi stæði almennt
á sama um útlendinga og flóttamenn. Hann
sagðist þakklátur Guði og öllum þeim sem
studdu hann.
Grét af gleði við komuna til Íslands
L52159 Paul Ramses kominn aftur til landsins L52159 Segist kominn heim L52159 Vel tekið á móti honum 
í Leifsstöð í gær þar sem kona hans og ungbarn biðu L52159 Lætur illa af dvölinni á Ítalíu
Í HNOTSKURN
»
Paul Ramses er hælis-
leitandi frá Kenýa.
»
Paul var sendur í flótta-
mannabúðir á Ítalíu í júlí
eftir að Útlendingastofnun
hafnaði því að taka mál hans
til efnislegrar meðferðar. 
»
Í síðustu viku úrskurðaði
dómsmálaráðherra aftur
á móti að beiðni hans um hæli
skyldi tekin til efnislegrar
meðferðar hér á landi.
Ljósmynd/Víkurfréttir 
Fagnaðarfundir Paul Ramses var ekki lengi að faðma að sér konu sína og barn í Leifsstöð í gær.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
HLUTI framlags Íslands til Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) hefur ver-
ið að kosta loftflutninga á ýmsum
vörum fyrir ríki bandalagsins milli
staða. Það hefur íslenska ríkið gert
frá árinu 2003. ?Það fara 200 millj-
ónir í slíka loftflutninga á árunum
2007 og 2008. Það er alls konar bún-
aður sem er fluttur á milli staða og
mestallt er flutt til Afganistans,?
segir Urður Gunnarsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.
Vita hvað flutt er hverju sinni
Í Morgunblaðinu í gær var sagt
frá að Icelandair Cargo hefði nýlega
tvívegis flutt vopn fyrir Bandaríkja-
stjórn til Georgíu. Þeir flutningar
tengdust þó ekki þessu framlagi Ís-
lendinga til NATO á nokkurn hátt. 
Flutningastarfsemi utanríkis-
ráðuneytisins fer fram með þeim
hætti að ákveðin ríki óska eftir fram-
lagi frá Íslandi til flutninga. Þá fær
utanríkisráðuneytið upplýsingar um
hvað á að flytja og leggur fram fé til
verksins. ?Þess er vandlega gætt að
ekki sé verið að flytja nein ólögleg
vopn eða búnað sem ekki er í sam-
ræmi við þá alþjóðasamninga sem
Ísland er aðili að. Þá er ég meðal
annars að tala um jarð- og klasa-
sprengjur,? segir Urður.
Íslenska ríkið greiðir aðeins fyrir
téða flutninga en kemur ekki að
framkvæmd þeirra. Líkt og áður
sagði var áætlað að ráðstafa 200
milljónum króna í loftflutninga
NATO til Afganistans á árunum
2007 og 2008. Enn er nokkur upp-
hæð eftir af þessum milljónum.
Slíkir flutningar ekki nýmæli
Fréttir af skotvopnaflutningum
Icelandair Cargo fyrir Bandaríkja-
stjórn til Georgíu komu ýmsum á
óvart. Fyrirtækið leggur þó áherslu
á að það taki aldrei að sér flutninga-
verkefni nema öll tilskilin leyfi séu
fyrir hendi. Það flytji ennfremur
ekki neitt sem almenningi geti staf-
að hætta af. Georgíu-rifflarnir voru
enda án skotfæra. 
Það er þó ljóst að slíkir hergagna-
og birgðaflutningar á vegum Íslend-
inga eru ekki nýir af nálinni. Ríkið
sjálft hefur um langa hríð kostað
flutninga á öllu frá vopnum að
slökkvibílum til Afganistans fyrir
NATO.
Hergögn flutt og birgðir
L52159 Íslenska ríkið kostar ýmsa loftflutninga á vegum Atlantshafsbandalagsins
L52159 Framlag Íslands til starfseminnar 200 milljónir árin 2007 og 2008
FJÓRIR menn hafa verið ákærðir
fyrir húsbrot og sérstaklega hættu-
lega líkamsárás í Breiðholti hinn 22.
mars síðastliðinn. Mennirnir, sem
eru frá Póllandi og Litháen, ruddust
inn í íbúðarhús í Keilufelli 35 ásamt
sex til átta öðrum óþekktum mönn-
um og misþyrmdu þar sjö mönnum,
að því er virðist til að innheimta
verndartoll.
Árásin vakti óhug á sínum tíma
enda sérlega gróf, en árásarmenn-
irnir notuðu margskonar vopn og
barefli, þar á meðal hníf og öxi, járn-
stöng, hamar, golfkylfu og gadda-
kylfu og var þeim beitt þannig að
brotaþolar voru í lífshættu. Áverk-
arnir sem af hlutust voru mjög alvar-
legir, s.s. djúpir skurðir, beinbrot og
samfallin lungu. Einn maður bein-
brotnaði á báðum höndum og annar
hlaut brotinn augnbotn, andlitsbein
og rifbein.
Í kjölfar árásarinnar var mikill
viðbúnaður í Reykjanesbæ, þar sem
sérsveit lögreglunnar leitaði ofbeld-
ismannanna. Alls voru sex menn
handteknir og fjórir þeirra dæmdir í
farbann, en hinir fundust ekki.
Meintur höfuðpaur hópsins, Pólverj-
inn Tomasz Krzysztof Jagiela, gaf
sig sjálfur fram þegar lögregla lýsti
eftir honum og sat hann í gæsluvarð-
haldi til 5. maí.
Í ákæru ríkissaksóknara er þess
krafist að ákærðu verði dæmdir til
refsingar. Þá gera brotaþolar einnig
kröfur um skaðabætur, alls um 10
milljónir króna. unas@mbl.is
Fjórir kærð-
ir vegna lík-
amsárásar
NEFND sem falið var að meta hæfi
umsækjenda um stöðu forstjóra
Landspítalans telur fjóra umsækj-
endur ?vel hæfa? til starfans.
Nefndin skilaði áliti sínu til heil-
brigðisráðuneytisins í fyrradag.
Mun Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra fara yfir
skýrsluna á næstu dögum og taka
afstöðu til umsækjenda í framhald-
inu. 
?Það ríkir ánægja með það að af
þessum þrettán umsækjendum hafi
hæfisnefndin metið það svo að fjór-
ir falli undir flokkinn vel hæfir,?
segir Hanna Katrín Friðriksson að-
stoðarmaður ráðherra. 
Mat nefndarinnar verður gert
opinbert þegar ráðherra hefur tek-
ið afstöðu um hver umsækjendanna
hreppir starfið. skulias@mbl.is
Fjórir taldir
?vel hæfir?
ÞESSAR mæðgur þurftu að ganga heldur lengri
leið en vanalega til að komast leiðar sinnar á
Reynimel í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem allt
hefur verið á tjá og tundri í tvo mánuði. Ástæðan
er að verið er að skipta um vatnsinntak í húsin. Á
meðan hefur gatan öll verið sundurgrafin.
Ástandið hefur verið það slæmt að engin bíla-
stæði hafa verið við götuna á þessum tíma og
fótafimi þarf til að komast leiðar sinnar. 
Morgunblaðið/Kristinn
Fótafimi er þörf þar sem allt er á tjá og tundri
?Þetta er fjarri því að vera eins-
dæmi,? segir Gunnar Már Sigur-
finnsson, framkvæmdastjóri Ice-
landair Cargo, um nýlega flutninga
fyrirtækisins á skotfæralausum
rifflum fyrir Bandaríkjastjórn til
Georgíu.
?Það er auðvitað verið að flytja
slík gögn allan ársins hring á milli
staða. Það er þannig að vélarnar
okkar eru oft skráðar hjá ákveðn-
um ?miðlurum? þegar það er hlé í
fragtfluginu um helgar. Þessir
miðlarar hafa svo margvísleg verk-
efni, sem eru boðin út. Við höfum
til dæmis verið að flytja hjálpar-
gögn og matvæli. Svo þarf oft að
ferja hljóðfæri milli staða fyrir
hljómsveitir. Stundum er svo ósk-
að eftir flugvél undir vopnaflutn-
inga eins og í þessu tilviki. Við höf-
um auðvitað mjög strangar reglur
við slíka flutninga og höfum flutt
ýmsan búnað; til dæmis her-
mannatjöld og mat, fyrir Þjóðverja
og Norðmenn.?
?Fjarri því að vera einsdæmi?
Grátið af gleði
mbl.is | Sjónvarp
Eftir Andrés Þorleifsson 
andresth@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44