Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ENDURSKOÐUN á barnavernd-
arlögum stendur yfir í félagsmála-
ráðuneytinu, samkvæmt upplýs-
ingum sem þaðan fengust.
Jafnframt er unnið samkvæmt
framkvæmdaáætlun í barnavernd-
armálum sem samþykkt var á Al-
þingi fyrr á árinu. Sú áætlun nær til
ársins 2010, og samkvæmt henni
verður m.a. ráðist í árangursmat
meðferðarheimila Barnavernd-
arstofu.
?Á síðustu árum hefur orðið um-
talsverð fjölgun á tilkynningum til
barnaverndarnefnda sem bendir
meðal annars til aukins álags á
starfsfólk í barnavernd,? sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra þegar hún mælti fyrir
þingsályktunartillögunni. Og af
þeim sökum, sagði hún, er brýnt að
gera athugun á eðli og umfangi til-
kynninga og hlutfalli þeirra sem
leiða til könnunar máls hjá barna-
verndarnefndum. 
Um þetta er fjallað í fram-
kvæmdaáætlunni og gert ráð fyrir
að í byrjun næsta árs verði gerð
áætlun um verkefnið, sem verði
unnið í samstarfi við Háskóla Ís-
lands eða Rannsóknasetur í barna-
og fjölskylduvernd. 
Ráðgert er að verkefninu verði
lokið fyrir árslok 2009. 
Endurmat á starfsmannaþörf
Ekki náðist í Jóhönnu Sigurð-
ardóttur í gær en Hrannar B. Arn-
arsson, aðstoðarmaður hennar,
sagði að endurskoðun á barna-
verndarlögum væri yfirstandandi,
og m.a. ætti að fara yfir starf barna-
verndarnefnda. Sagði hann að von-
ast væri til að eitthvað kæmi út úr
þeirri endurskoðun á þessum vetri.
Í fyrrnefndri ræðu sinni sagði Jó-
hanna að meðal mikilvægra verk-
efna félagsmálaráðuneytisins væri
að efla og þróa samvinnu við sveit-
arfélögin um barnaverndarstarf.
?Þá skal ráðuneytið eiga frumkvæði
að því að fram fari mat á álagi í
barnaverndarstarfi og endurmat á
starfsmannaþörf sveitarfélaganna í
málaflokknum.?
Meðal annars sem félagsmálaráð-
herra lagði fram til að efla barna-
vernd er foreldrafærniþjálfun. Er
það vel, enda afar mikilvægt að for-
eldrar geti brugðist við merkjum
um hegðunarerfiðleika barna sinna.
Er horft til þróunarstarfs sem
unnið hefur verið hjá Hafnarfjarð-
arbæ og sýnt góðan árangur. Stefnt
er að því að Barnaverndarstofa í
samvinnu við fræðslusvið Hafn-
arfjarðarbæjar muni gera áætlun
um innleiðingu aðferðarinnar á
landsvísu og árið 2010 standi for-
eldrafærniþjálfun til boða.
Reiknað er með að tekið verði
upp samstarf við heilsugæslu-
stöðvar og félagsþjónustu sveitarfé-
laga til að hrinda verkefninu í fram-
kvæmd. Áætlun um framkvæmdina
og kostnaðaráætlun mun hins vegar
ekki liggja fyrir fyrr en í árslok
2009.
Mikið verk að vinna
Ljóst er af framkvæmdaáætl-
uninni og upplýsingum frá ráðu-
neytinu að ýmislegt stendur til þeg-
ar kemur að barnavernd. Mikið
verk er að vinna og hlutverk sveit-
arfélaganna er stórt og verkefnin
viðamikil.
Einna mikilvægast er að vinna
endurmat á starfsmannaþörf barna-
verndarnefnda enda vinna starfs-
menn þeirra krefjandi starf og
?brenna fljótt upp? sökum álags.
Unnið af miklum krafti
Morgunblaðið/Frikki
Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, lagði fram metnaðarfulla fram-
kvæmdaáætlun í barnaverndarmálum til ársins 2010 á Alþingi fyrr á árinu. Vinna samkvæmt henni er hafin.
L52159 Endurskoðun á barnaverndarlögum stendur yfir í félags- og tryggingamálaráðuneytinu
L52159 Einnig stendur til að gera úttekt á eðli og umfangi tilkynninga til barnaverndarnefnda
Í HNOTSKURN
»
Framkvæmdaáætlun í
barnaverndarmálum til
næstu sveitarstjórnarkosn-
inga árið 2010 var samþykkt
29. maí sl.
»
Meginatriðin eru fimm
talsins; að efla barna-
verndarstarf á vegum félags-
og tryggingamálaráðuneytis,
efla barnaverndarstarf á veg-
um Barnaverndarstofu, efla
þjónustu Barnaverndarstofu,
bæta hæfni, getu og þekkingu
starfsfólks Barnaverndarstofu
og hámarka nýtingu og virð-
isauka fjármuna sem lagðir
eru til stofnunarinnar.
»
Til að efla barnavernd-
arstarf á vegum félags- og
tryggingamálaráðuneytisins
skal unnið að því að tryggja
nauðsynlegt fjármagn til
málaflokksins.
»
Meðal rannsóknarverk-
efna eru að athuga lík-
amlegt ofbeldi á börnum á Ís-
landi, athuga fjölda
tilkynninga sem leiða til könn-
unar hjá barnavernd-
arnefndum og athugun á
vímuefnaneyslu og grein-
ingum barna hjá Stuðlum.
»
Efla skal þjónustu Barna-
verndarstofu þannig að
hún verði markvissari, að-
gengilegri og skjótari. Í þann
flokk falla ný meðferð-
arúrræði, s.s. fjölþátta-
meðferð (MST), fjölþátta-
meðferðarfóstur og
foreldrafærniþjálfun. 
»
Sérfræðingur verður feng-
inn til að meta árangur af
meðferðarstarfi eins til
tveggja meðferðarheimila.
Leitað verður eftir ábend-
ingum um breytingar á með-
ferð og starfrækslu.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
DAVID Square, höfundur nýlegrar
bókar um íshokkílið Fálkanna í
Winnipeg, hefur gert samning um
gerð kvikmyndar um liðið, sem varð
ólympíumeistari 1920, en allir leik-
mennirnir að einum frátöldum voru
af annarri kynslóð Íslendinga í borg-
inni. ?Þetta verður mjög spennandi
verkefni,? segir Snorri Þórisson,
framleiðandi hjá kvikmyndagerð-
arfyrirtækinu Pegasus, sem vinnur
með kanadíska fyrirtækinu Eagle
Vision að myndinni, sem á að vera
tilbúin fyrir Vetrarólympíuleikana í
Vancouver 2010.
Íshokkí var fyrst ólympíugrein á
leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920.
Fálkarnir tryggðu sér réttinn til að
keppa fyrir hönd Kanada og hrein-
lega rúlluðu andstæðingunum upp á
Ólympíuleikunum.
Íslendingar og Kanadamenn
Eftir að gullverðlaunin voru í höfn
sagði blaðið Heimskringla í Winni-
peg að árangurinn ætti að fylla
hjörtu allra Íslendinga með gleði og
stolti, ?vegna þess að það eru dreng-
irnir þeirra, sem fræknastir hafa
reynst og þannig svarið sig í kyn for-
feðranna á söguöldinni. En hin Ca-
nadiska þjóð í heild sinni má vera
upp með sér af flokknum, sem hún
sendi yfir hafið ? Fálkar! Vér þökk-
um yður í nafni tveggja þjóða hina
hraustu framgöngu og heimsfrægð-
ina.?
Í blaðinu Lögbergi í Winnipeg
kom fram að menn hefðu verið sann-
færðir um að ?þessir Íslendingar
hefðu til að bera hreysti, listfengi,
Gullsaga ólympíumeistara Fálkanna
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Sýning Brian Johannesson, sonur varnarmannsins Konnie, á sýningu um
Fálkana í Winnipeg, en þeir eru líka í Ólympíufrægðarsetrinu í Toronto.
hugrekki, staðfestu og óbilandi vilja-
þrek til þess að sigra í kappleiknum,
landi sínu, þjóð sinni og sjálfum sér
til sóma.?
Ótrúleg saga
Saga Fálkanna er ótrúleg og þeir
þurftu að búa við mikið mótlæti.
Þeim var ekki hleypt inn í Winnipeg-
deildina og stofnuðu þá aðra deild.
Sigurvegarar deildanna léku um
Manitoba-meistaratitilinn og Fálk-
arnir höfðu betur. Þeir unnu lið frá
Thunder Bay í undanúrslitum um
kanadíska meistaratitilinn. Unnu
loks lið frá Toronto í úrslitum og
fengu farseðilinn á Ólympíuleikana. 
Eftir leikana var gulldrengjunum
fagnað sem þjóðhöfðingjum við
komuna til Montreal og Toronto. 22.
maí komu þeir til Winnipeg og þá
var gefið frí svo heimamenn gætu
hópast saman og hyllt hetjurnar
þegar þær óku sigurhring. Frank
Fredrikson fyrirliði fór hins vegar
beint til Íslands vegna flugmála.
Gerð verður kvikmynd um liðið sem skip-
að var Íslendingum af annarri kynslóð
ERINDI Götusmiðjunnar um neyð-
arathvarf fyrir ungmenni 20 ára
og yngri hefur ekki verið afgreitt
hjá þeim sveitarfélögum sem það
var sent til fyrr á þessu ári. Við leit
í fundargerðum sveitarfélaga og
Samtaka sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu kemur í ljós að
málið var einungis tekið fyrir hjá
Hafnarfjarðarbæ. Hjá velferð-
arráði Reykjavíkurborgar fengust
þær upplýsingar að ekki hefði ver-
ið tekin afstaða til málsins en það
yrði skoðað með jákvæðum huga.
Í Morgunblaðinu í gær var
fjallað um hugmynd Guðmundar
Týs Þórarinssonar, sem kenndur
er við Götusmiðjuna, þess efnis að
setja á fót neyðarskýli fyrir ungt
fólk í miðborg Reykjavíkur. Var
erindi þess efnis sent til sveitarfé-
laga í og við höfuðborgarsvæðið,
ásamt kostnaðaráætlun.
Forvarnarnefnd Hafnarfjarð-
arbæjar tók að vísu málið fyrir en
komst að þeirri niðurstöðu að ekki
fylgdu ?nægjanlega góð gögn til að
meta þörf fyrir slík verkefni sem
Götusmiðjan stefnir að?.
Fjölskylduráð Hafnarfjarð-
arbæjar ákvað þó að senda málið
til Samtaka sveitarfélaga til sam-
eiginlegrar umfjöllunar. Þar var
erindið lagt fram á stjórnarfundi 5.
maí sl., en frestað. Jónmundur
Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarn-
arness, sem stjórnaði fundinum,
sagði í samtali við blaðamann að
ljóst væri að málið yrði tekið fyrir
að nýju. Óljóst er þó hvenær það
verður gert.
Geir Jón Þórisson, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglu höf-
uðborgarsvæðisins, segir hugmynd
um neyðarathvarf sem opið yrði
allan sólarhringinn mikið fagn-
aðarefni. ?Þetta er vandamál sem
er ekki mjög sjáanlegt almenningi
en við verðum vel varir við þetta í
okkar starfi. Við vitum að ungt
fólk liggur í alls kyns bælum. Það
fer úr foreldrahúsum og leggst í
alls kyns fíkniefnabæli. Við erum
oft að leita að mjög ungu fólki sem
foreldrar hafa ekki heyrt af í
nokkra daga.?
Neyðarskýli fyrir ungt fólk hef-
ur ekki verið rekið í rúm fjögur ár,
eða frá því að starfsemi Rauða-
krosshússins var hætt.
Erindi um athvarf 
lagt fram en frestað

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44