Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 20
ferðalög 20 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is F imm konur, starfs- félagar hjá Icelandair group, eiga svo sann- arlega heiður skilinn fyrir að safna fé til styrktar góðu málefni. Fyrir tæpu ári gengu þær 62 kílómetra saman í Avon-göngunni í New York og söfn- uðu tæpum 800.000 krónum sem runnu til Avon og Krabbameins- félagsins, til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Skörung- arnir, sem kalla sig „Golden wings“ eða „Gylltir vængir“ eftir vængj- unum í merki fyrirtækisins, ákváðu í kjölfarið að halda áfram að ganga til góðs og fóru í sumar yfir Fimm- vörðuháls ásamt fleiri vöskum göngugörpum frá Icelandair group. Lena Magnúsdóttir, ein göngu- garpanna, segir hugmyndina hafa fæðst á fyrirlestri hjá Icelandair, en þar sögðu hjúkrunarfræðingar frá Avon-göngunni í New York. „Okkur datt í hug að gera það sama, svo vild- um við láta gott af okkur leiða hérna heima og ætlum að gera þetta að ár- legum viðburði. Við vorum 70 manns sem gengum yfir Fimmvörðuháls, blandaður hópur úr fyrirtækjum Icelandair group. Ástæðan fyrir því að við viljum styrkja baráttuna gegn brjóstakrabbameini er sú að við þekkjum öll einhvern sem hefur greinst með eða dáið úr krabba- meini. Þetta er eitthvað sem snertir okkur öll.“ Brosað hringinn Hópurinn sem gekk á Fimm- vörðuháls skemmti sér konunglega og fékk veðurguðina í lið með sér. „Við lögðum af stað frá Skógum um klukkan 10 og gengum í sjö til átta tíma í frábæru veðri. Þetta var alveg yndislegt og gaman að segja frá því að í vinnunni á mánudeginum brostu allir hringinn. Það var mikil og góð stemning í hópnum. Allir fengu bleikar derhúfur og svo útbjuggum við líka bleikan borða og tókum með,“ segir Lena. Gylltu vængirnir létu fjallgöngu í rúmlega 900 metra hæð yfir sjávar- máli ekki hindra sig í að fylgjast með handboltaleik Íslendinga og Dana. „Einn úr hópnum tók með sér iPod og við fylgdumst með handbolt- anum. Þegar leikurinn endaði með jafntefli brutust út fagnaðarlæti og okkur þótti mjög gaman að geta hlustað á leikinn uppi á hálsinum,“ segir Lena, og bætir því við að far- arstjórarnir hafi verið mjög góðir og leitt þau áfallalaust alla gönguna. „Þetta var alveg ótrúlega gaman og við söfnuðum hálfri milljón króna. Peningarnir fóru óskiptir til Krabbameinsfélagsins og fara í sjóð til kaupa á stafrænum röntgenbún- aði sem fengið hefur nafnið Björg,“ segir Lena. Það er alveg ljóst að Gylltu væng- irnir eru komnir til að vera. „Við eig- um eftir að finna út hvar við göngum á næsta ári, en það verður pottþétt ganga á hverju ári héðan í frá,“ segir Lena Magnúsdóttir göngugarpur. Gylltir vængir ganga til góðs Halarófa Veðurguðirnir slógust í för með Gylltu vængjunum og sáu til þess að sólin skini á hraust andlit. Garpar Hópurinn safnaði hálfri milljón og gaf Krabbameinsfélaginu. „Einn úr hópnum tók með sér iPod og við fylgdumst með handboltanum.“ Nú er sá tími ársins þegarnemendur á öllum aldrimæta til starfa í skólum landsins eftir sumarfrí. Að ýmsu er að hyggja í undirbúningnum og þá er meðal annars gott að huga að ferðamáta til og frá skóla. Hressandi morgunleikfimi Líkt og kemur fram í ráðlegg- ingum Lýðheilsustöðvar um hreyf- ingu er ganga og hjólreiðar ein ein- faldasta leiðin til að flétta hreyfingu inn í sitt daglega líf. Kostir þess eru fjölmargir: hressandi útiveran auð- veldar nemendum að vakna og halda einbeitingu í byrjun dags og hreinsa hugann og slaka á í lok dags. Regluleg hreyfing, líkt og ganga eða hjólreiðar, getur þannig ekki aðeins minnkað líkurnar á fjöl- mörgum sjúkdómum heldur veitir umfram allt bæði líkamlegan og andlegan styrk til að takast á við dagleg verkefni og hvílast betur. Séu vegalengdir miklar eru almenn- ingsvagnar betri kostur en einka- bíllinn til að auka hreyfingu, draga úr umferðarþunga og stuðla að heil- næmara lofti. Öryggið í fyrirrúmi Eðli málsins samkvæmt vilja for- eldrar að börnin séu eins örugg í umferðinni og mögulegt er. Yngstu nemendurnir fá umferðarfræðslu í skólanum en auk þess er mikilvægt að foreldrarnir fylgi þeim fyrstu skrefin, finni öruggustu gönguleið- ina milli heimilis og skóla og minni á umferðarreglurnar. Þar sem það er mögulegt geta foreldrar tekið sig saman og skipst á að sjá um ,,göngustrætó“ til og frá skóla. Allir gangandi og hjólandi vegfarendur ættu að nota endurskinsmerki og þeir síðarnefndu reiðhjólahjálm og ljós. Með því að velja annan ferða- máta en einkabílinn má draga úr umferðarþunga í kringum skóla á álagstímum og auka öryggi þeirra barna sem koma gangandi eða hjól- andi í skólann. Þannig er einnig lagður grunnur að heilsusamlegum ferðavenjum ungs fólks til fram- tíðar. Klæðnaður og skólataska Reynslan hefur kennt mörgum að veðrið virðist oft verra þegar litið er út um glugga en það er í raun og veru. Með því að klæða sig í sam- ræmi við veður er hægt að ganga eða hjóla í skólann flesta daga árs- ins. Unga fólkið er þá einnig betur í stakk búið að njóta þess að stunda ýmiss konar útileiki og aðra hreyf- ingu í frímínútum. Auk þess sem skór og annar fatnaður á að veita skjól og leyfa eðlilegar hreyfingar er gott að huga að skólatöskunni. Þannig má stuðla að betri líkams- beitingu við gönguna og koma í veg fyrir óþarfa stoðkerfisvandamál við töskuburðinn. Árlega stendur Iðju- þjálfafélag Íslands fyrir Skólatösku- dögunum þar sem nemendur, for- eldar og kennarar fá fræðslu um hvernig er best að stilla, raða í og velja nýja skólatösku. Einnig er meðal annars bent á að þyngd skólatöskunnar á ekki að vera meiri en 10% af þyngd barnsins. Göngum í skólann-mánuðurinn Ísland tekur nú þátt í alþjóðlega Göngum í skólann-verkefninu annað árið í röð. Það mun hefjast 10. sept- ember og lýkur formlega með al- þjóðlega ,,göngum í skólann“ deg- inum 8. október. Verkefninu er m.a. ætlað að hvetja til meiri hreyfingar, auka færni barna til að ganga í skól- ann og bæta aðstæður þeirra við gönguferðina í skólann. Nánari upp- lýsingar um Göngum í skólann og fræðslu Iðjuþjálfafélags Íslands um skólatöskur er að finna á www.gongumiskolann.is. Göngum í skólann Morgunblaðið/Kristinn Gengið í skóla Kostir göngunnar eru margir. Útiveran auðveldar nemendum að vakna og halda einbeitingu í byrjun dags og hreinsa hugann í lok dags. Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar Lýðheilsustöð. hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð Í veislu sem haldin var á heimiliHönnu Birnu Kristjánsdóttur, er hún tók við sem borgarstjóri, kvaddi Jakob Frímann Magnússon sér hljóðs. Og hann fór með bundið mál undir yfirskriftinni: „Líkt og kellingin sagði“: Tímabært þótti að skima og skanna, skoða kosti framsóknarmanna Óskar Bergsson sig kaus að sanna og sömuleiðis Birna Hanna. Óskar er pottþétt prýðisdrengur og prúðari eflaust en gerist og gengur Hönnu vonandi happafengur í Hrifluflokki vart einmana lengur. „Afsakið þetta var örstutt hlé“ aftur nú faðmast Dé og Bé eftir að læknirinn staðfastur sté úr stólnum og lét’ann Hönnu í té. Borgar í púlti (Ó)Skarinn skarpur við skiptin leiftrandi ræðugarpur. Fyrir róða henti þar heiglum, henti þá gaman að baksýnisspeglum. Og skarinn á pöllum með skrílnum öllum skellihló, síðan hlýddi og þagði og þar með nýju línuna lagði, „líkt og kellingin sagði“: Upp, upp mín sál og allt mitt geð! og allir Reykvíkingar með! Anna Ólafsdóttir Björnsson lýsir í bloggi sínu eftir 3ju línu í frægri veðurvísu. Hvorki Anna né tengdamóðir hennar muna vísuna rétt en hún er eftir Jónas Hallgrímsson, heitir Molla og hljóðar svona í eiginhandarskrift sem lesa má á Jónasarvefnum: Veðrið er hvurki vont né gott, varla kalt og ekki heitt, það er hvurki þurrt né vott, það er svo sem ekki neitt. Lesa má fleiri veðurvísur Jónasar á vefnum en slóðin er http://jonashallgrimsson.is/- page/ljod_vedurvisur VÍSNAHORN pebl@mbl.is Líkt og kellingin sagði  Göngum eða hjólum í skólann.  Hjálpum börnunum að velja öruggustu leiðina.  Fylgjum yngstu börnunum.  Notum endurskinsmerki og annan öryggisbúnað.  Veljum þægilegan klæðnað í samræmi við veður.  Vörumst of þungar skólatöskur.  Göngum í skólann hefst 10. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.