Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Þ
að er athygl-
isvert að
Kurt Volk-
er, fastafulltrúi
Bandaríkjanna í
Norður-Atlants-
hafsráðinu, skuli
láta það verða eitt sitt fyrsta
verk að heimsækja Ísland og
undirstriki það í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins
hvað landið gegni veigamiklu
hlutverki innan NATO.
Þegar Bandaríkin kölluðu
varnarlið sitt heim frá Kefla-
víkurflugvelli var matið á
stöðu Íslands annað.
Síðan hefur hins vegar ým-
islegt gerzt á norðurslóðum. 
Þróunin vegna hlýnunar
loftslags hefur orðið hraðari
en flestir gerðu ráð fyrir. Spáð
er hraðvaxandi umferð skipa
um norðurhöf, m.a. stórra ol-
íu- og gasskipa.
Rússar hafa gert tilkall til
stórra svæða á hafsbotninum
við norðurskautið og fram-
kallað kapphlaup ríkjanna,
sem eiga land að Norður-
Íshafinu, um ítök og yfirráð á
landgrunninu.
Hernaðarumsvif Rússa á
Norður-Atlantshafinu fara
vaxandi. Rússneskra kafbáta
verður aftur vart við Noreg og
rússneskar herflugvélar fljúga
reglulega um loftrými NATO-
ríkjanna við Norður-Atlants-
haf, þar á meðal Íslands. Óhjá-
kvæmilegt er að horfa á þessi
umsvif í nýju ljósi eftir árás
Rússa á Georgíu og hótanir
þeirra í garð fleiri grannríkja
sinna, sumra hverra í NATO.
Volker segir í viðtali í Morg-
unblaðinu í gær að
þróunin á norð-
urslóðum hafi í för
með sér að rat-
sjárkerfin á Ís-
landi muni gegna
mikilvægu hlut-
verki við að fylgjast með um-
ferð skipa og flugvéla á svæð-
inu. Hernaðarlegt mikilvægi
Íslands hafi vaxið og til marks
um það séu fyrirhugaðar her-
æfingar hér á landi, með þátt-
töku Bandaríkjanna.
Það hefur raunar vakið
nokkra athygli að svo skömmu
eftir að Bandaríkin töldu ekki
þörf á daglegu eftirlitsflugi við
Ísland sendi þau flugsveit til
að sjá um loftrýmiseftirlit í
haust.
Getur verið að mat Banda-
ríkjamanna á stöðunni á norð-
urslóðum hafi breytzt eftir að
varnarstöðinni í Keflavík var
lokað?
Það er ekki sennilegt að
Bandaríkin vilji aftur fá að-
stöðu á Íslandi og raunar ekki
víst að hún yrði auðfengin. En
aukinn áhugi þeirra á norð-
urslóðum er af hinu góða, svo
og vaxandi athygli Atlants-
hafsbandalagsins sjálfs, sem
Volker lýsir í viðtalinu.
Íslenzk stjórnvöld eiga að
nýta þennan áhuga til að
tengja Bandaríkin nánar því
nýja grannríkjasamstarfi um
öryggismál á Norður-
Atlantshafi, sem hefur orðið til
eftir að varnarliðið fór ? en
hafa sjálf frumkvæðið í sam-
starfinu, í stað þess að Banda-
ríkjamenn ráði för eins og einu
sinni var.
Hefur mat Banda-
ríkjanna á stöðunni
á norðurslóðum
breytzt?
}
Hitnar á norðurslóðum
Í
slenskir frið-
argæsluliðar
eiga ekki að bera
vopn, nema um sé
að ræða sérþjálf-
aða menn, sem hafa heimild
til að bera vopn á Íslandi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra lýsti yfir
þessu í gær þegar hún kynnti
skýrslu Guðrúnar Erlends-
dóttur og Haraldar Henrys-
sonar, fyrrverandi hæstarétt-
ardómara, um aðdraganda og
eftirmál sprengjuárásarinnar
í Kjúklingastræti í Kabúl,
höfuðborg Afganistans, í
október 2004.
Þetta er rétt ákvörðun hjá
Ingibjörgu Sólrúnu. Þátttaka
Íslendinga í friðargæslu á að
byggjast á því að hún nýtist
sem best. Það á að nýta þá
kunnáttu, sem fyrir hendi er.
Þekking Íslendinga liggur
ekki á sviði hernaðar, en hún
getur nýst til borgaralegra
verkefna.
Árásin í Kjúklingastræti
var hörmulegur atburður. Í
álitsgerðinni segir að ekkert
hafi komið fram
annað en að ör-
yggisgæsla ?hafi
verið óaðfinn-
anleg? í ferðinni
og ?friðargæsluliðar hafi í
einu og öllu brugðist rétt
við?. Hvað sem þessum orð-
um líður er ljóst að ferðin var
glapræði. Árásin í Kjúklinga-
stræti hefði aldrei verið gerð
hefði förin ekki verið farin.
Íslenskir friðargæsluliðar
særðust í árásinni. Þeir hafa
ekki fengið bætur en utanrík-
isráðherra sagði í gær að
bætt yrði úr því. 11 ára afg-
önsk stúlka og bandarísk
kona væru á lífi hefði árásin
ekki verið gerð. Frumábyrgð
á árásinni er árásarmannsins,
en íslensk stjórnvöld bera
einnig ábyrgð og ættu að
bæta aðstandendum fórn-
arlambanna skaðann.
Að fenginni reynslu hefur
nú verið ákveðið að íslenskir
friðargæsluliðar verði ekki
vopnaðir nema í ákveðnum
tilvikum. Sú reynsla var dýru
verði keypt.
Rétt að friðargæslu-
liðar beri ekki vopn.
}
Dýrkeypt reynsla
F
jölskyldan vaknaði við vondan
draum þegar skólinn byrjaði.
Honum lýkur alla jafna klukkan
tvö eftir hádegi og þá tekur ekk-
ert við. Tvær sjö ára stelpur
komast ekki á frístundaheimilið í húsnæði
skólans. Enn vantar starfsfólk og því eru
ekki nógu margir til að gæta barnanna.
Þetta hefði auðvitað ekki átt að koma okk-
ur á óvart, enda árvisst vandamál. Í fyrra
voru systur hins vegar 6 ára, gengu fyrir
með pláss á frístundaheimilinu og gátu verið
þar í góðu yfirlæti eftir skóla frá fyrsta degi.
Þeim leið vel í regluföstum en skemmtilegum
rammanum sínum og við gerðum líklega þau
mistök að reikna með að svona yrði búið að
börnunum okkar fyrstu skólaárin.
En nú eru þær systur orðnar sjö ára og byrjaðar í
öðrum bekk. Þótt þær séu duglegar stelpur eru þær
samt enn bara sjö ára. Þær eru ófærar um að sjá um sig
sjálfar eftir skóla, eins og gefur að skilja og enginn vilji
á heimilinu til að láta reyna á það. Þær eru sjö ára og
mömmur þeirra báðar útivinnandi, rétt eins og foreldrar
á velflestum heimilum öðrum.
Kannski höfðum við ekki varann á okkur í haust, af
því að hver einasti stjórnmálamaður í Reykjavík, sem
tjáir sig um frístundaheimilin, er allur af vilja gerður að
kippa þessu í liðinn. Þar skiptir engu hvaða flokkar sitja
við völd þann mánuðinn; allir eru sammála um að bregð-
ast verði við og tryggja yngstu börnunum vist á frí-
stundaheimilum eftir skóla. Og margir virð-
ast á því máli að best færi á að samþætta
starf skólans og frístundaheimilisins, a.m.k.
hefur borgarstjóri talað á þann veg og er þar
sammála oddvita Samfylkingarinnar í
menntaráði, sem hefur skólana á sinni
könnu, og íþrótta- og tómstundaráði, sem
rekur frístundaheimilin.
Kannski er peningaskorti um að kenna og
þess vegna ekki hægt að hækka launin við
starfsmennina á frístundaheimilum og lokka
þannig fleiri til starfa. En hafa stjórn-
málamennirnir hugsað sér að leysa vandann
án þess að opna budduna? Reynslan hefur
sýnt að stórar hugmyndir sem kallast nöfn-
um eins og ?Samþætting frístundaheimila og
skóla? eru sjaldnast ódýrar í framkvæmd.
Er stjórnmálamönnunum kannski ekki full alvara?
Getur verið að forgangsröðin hjá þeim sé önnur en hjá
foreldrum, sem nú þeytast úr vinnu á miðjum degi til að
skutla börnunum til afa og ömmu, koma þeim fyrir hjá
vinum eða taka þau með í vinnuna? Hvað ætli sá þeyt-
ingur kosti fyrirtækin og þar með samfélagið? Fyrir nú
utan óþægindin og óvissuna fyrir börnin og alla sem
þurfa að taka þátt í dansinum.
Ég skora á stjórnmálamenn í Reykjavík að láta loks
verkin tala. Þegar skólar byrjuðu vantaði 200 starfsmenn
á frístundaheimilin og þar með voru 2400 börn í vanda.
Þau og fjölskyldur þeirra eiga heimtingu á að borgin
standi við stóru orðin. rsv@mbl.is
Ragnhildur
Sverrisdóttir 
Pistill 
Börnin okkar í borginni
Barátta í færeyskri
pólitík er framundan
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
F
æreyska landstjórnin er
veik og stendur frammi
fyrir stórum og flóknum
verkefnum. Stjórn-
arsamstarf Jafn-
aðarflokks og Þjóðveldis, undir for-
ystu Jóannesar Eidesgaard og Högna
Hoydal, hefur verið brokkgengt frá
því í lögþingskosningum í janúar. Þá
hélt fyrri stjórn Jafnaðarflokks,
Fólkaflokks og Sambandsflokks tutt-
ugu þingmanna meirihluta, en engu að
síður var mynduð ný stjórn. Högni
leiddi Þjóðveldi inn í stjórn með Jafn-
aðarflokki Jóannesar og þriðja flokkn-
um, Miðflokki.
Meirihlutinn var tæpur frá byrjun,
17 þingmenn á móti 16 í stjórnarand-
stöðu. Síðan þá hefur stjórnin misst
stuðning tveggja þingmanna í umdeild-
um málum og er nú fyrsta minni-
hlutastjórn í sögu Færeyja. Gerhard
Lognberg, Jafnaðarflokki, lét af stuðn-
ingi við stjórnina fyrr á þessu ári þegar
jarðgöngum til Sandeyjar var slegið á
frest. Göngin verða gríðarleg vegabót
fyrir Sandeyinga, en þeir standa utan
samtengds veganets sem 85% Fær-
eyinga hafa aðgang að.
Nálguðust stjórnarslit
Eftir þetta var staðan í þinginu 17-
16 fyrir stjórnarandstöðu. Þeir Jóan-
nes og Högni tryggðu sér hins vegar
stuðning Sjálvstýrisflokksins, smá-
flokks með tvo þingmenn, gegn því að
þeir fengju formennsku í einni þing-
nefnd og mann í fjárlaganefnd. Fyrir
þremur vikum kom svo upp annað
hitamál, fækkun sóknardaga fiski-
skipaflotans, sem nánast olli stjórn-
arslitum. Stjórnarliðar vildu 20%
fækkun daga en stjórnarandstaðan
aðeins 10%. Heini O. Heinesen, þing-
maður Þjóðveldis, kaus gegn stjórn-
inni í því máli og er eftir það ekki
stuðningsmaður hennar í öllum mál-
um. Heini er úr Norðureyjum,
Klakksvík, þar sem sjávarútvegurinn
hefur einna mest ítök. Hann er laus
og liðugur á þinginu en hefur þó ekki
gengið úr flokknum, að sögn Högna
Hoydal.
Enn á ný er staðan í þinginu því 17-
16 fyrir stjórninni, en öllu brothætt-
ari en í janúar. Viðræður hafa átt sér
stað við bæði Sambandsflokkinn og
Fólkaflokkinn, sem hvor um sig hefur
sjö þingmenn. Þær hafa bara ekki
borið árangur, enda ber mikið á milli í
nokkrum málum. Báðir vilja þeir til
dæmis meiri kvóta og meiri sjósókn.
Þar að auki vill Fólkaflokkurinn færri
skattstofna og lægri skatta.
?Færeysk pólitík þarf að breytast
til þess að minnihlutastjórn geti virk-
að. Þetta verður barátta, það verður
það,? segir Högni, aðspurður hvort
svona veik stjórn geti tekist á við
komandi verkefni. Hann segir sam-
starf Þjóðveldis og Jafnaðarflokks
besta stjórnarmynstrið, en reiknar
með því að stjórnin þurfi að haga
seglum eftir vindi í vetur. ?Það verð-
ur ekki sami meirihluti í öllum mál-
um. En þetta eru flokkar sem hafa
hugmynd um hvað gera skal í rík-
isfjármálum. Stjórnin er kannski
veik, en samt sú besta til að fara með
þessi mál,? segir Högni. Minnkun
fjárframlaga frá Dönum um 117
milljónir danskra króna er þjóðveld-
ismál og hluti af stjórnarsáttmál-
anum. Þar er enn eitt málið sem gæti
brotið á, en þjóðveldismenn vona að
Jafnaðarflokkurinn standi við fyr-
irheitið. Það verður þó líklega ekki
þrautalaust.
Efnahagsþrengingarnar í Fær-
eyjum eru svipaðar og hér. Bankar
eru í kreppu, olíuverð sligar útgerðir
og fiskverð er lágt. ?Það verður mikið
pólitískt mál að vinna á þessu. Rík-
isfjármál hafa verið sterk síðustu ár,
en færeyskt atvinnulíf þarf líka að
breytast og verða fjölbreyttara. Það
má ekki allt snúast um útgerð.? 
Morgunblaðið/Ómar
Þórshöfn Á færeyska Lögþinginu eiga sex stjórnmálaflokkar fulltrúa.
VERKEFNIN í færeyskum stjórn-
málum eru ærin. Sjálfstæðismálið
er stærst. Vinna við að koma stjórn-
arskrárfrumvarpi í gegnum þingið
og í þjóðaratkvæði heldur áfram á
komandi þingi. 
Umdeilt er hvort minnka skal
fjárframlögin frá Danmörku á ný,
eins og gert var fyrir nokkrum ár-
um. Högni Hoydal er talsmaður
þess og segir það einungis bæta
efnahaginn til langs tíma litið.
Sameining sveitarfélaga er á döf-
inni. Ekki er einfalt að setja slíka
löggjöf þar frekar en hér á landi, en
minnihlutastjórnin getur að sögn
vænt samvinnu frá Sambandsflokki
og Fólkaflokki í því máli.
Jarðgangagerð milli Straumeyj-
ar og Sandeyjar eru stærsta atriðið
í samgöngumálum. 
Þá eru blikur á lofti í efnahags-
málum eins og annars staðar. At-
vinnulífið er ekki fjölbreytt og
rekstur útgerða er þungur. Næsta
ár verður erfitt í atvinnulífi Fær-
eyja, að mati Högna Hoydal.
HELSTU
MÁLIN
??

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44