Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
RÚSSLAND er
horfið inn í móðuna á
ný. Evrópu eru enn í
fersku minni atburð-
irnir í Búdapest 1956,
Prag 1968, Kabúl
1979 og Grosní 1994
og hryllir því við nýrri
skriðdrekaárás í
Georgíu. Nýjasta
grimma og hrotta-
fengna útspil Rússa
hefur þurrkað út dul-
úðgan blæ þjóðarsálar
með óhugnanlegum
söng belta skriðdrek-
anna.
Ég er flóttamaður
frá Rússlandi sem
rekið hefur upp á
þessa litlu eyju í
miðju Atlantshafinu.
Það var ekkert val í
Rússlandi, þaðan var
aðeins hægt að flýja. Mér tókst að
flýja landið en ekki harm heima-
slóðanna. Harm sem ásækir mig og
ágerist með nýjum ógnvekjandi
fréttum frá Rússlandi. Þegar ég
horfi til baka til heimaslóðanna,
sem þó virðast sífellt fjarlægari, sé
ég að Rússland er líkt og stórt
fangelsi þótt engir séu rimlarnir.
Fangelsi þar sem líf fólks er
spennuþrungið. Rússland er land
þar sem ógæfa eins verður fljótt að
harmleik milljóna manna.
Rússar hafa enn á ný gengið á
vegg í Kákasus og hlotið nokkurt
högg. Þeim virðist fyrirmunað að
læra af reynslunni. Allt frá 18. öld
og til dagsins í dag hafa Rússar
linnulaust þrjóskast við að klífa
Kákasusfjöll þrátt fyrir að hafa
ávallt komið særðir heim. Reynslan
hefur kennt okkur að ófriðarbálið
kviknar hratt í Kákasus og logarnir
lifa lengi. Fyrsta stríð Rússa í Kák-
asus stóð í nær 79 ár. Hernaður í
nafni nýlendustefnu Rússneska
keisaraveldisisns stóð frá 1785 til
1864 í Norður-Kákasus þar sem
hluta af íbúum svæðisins var út-
rýmt. Á 20. öld glímdi Kákasus við
hver átökin á fætur öðrum, bylt-
ingar, borgarastyrjaldir, heims-
styrjaldir og brottflutning íbúa
Kákasus til Kasakstan og Síberíu.
Á 20. öldinni eignuðust Rússar
fyrsta Kákasus-leiðtogann í sögu
landsins, Josef Stalin (J. V. Dzhu-
gashvili). Nú æða rússneskir her-
menn á skriðdrekum til heimaborg-
ar hans, Gorí í
Georgíu, með það að
leiðarljósi að vekja upp
anda kommúnísks
harðstjóra.
Frá því að Rússar
háðu heimsvaldasinnað
stríð í Kákasus árið
1994 hafa þeir hafið
nýtt líf lýðræðis. Rúss-
um hefur ekki tekist að
yfirbuga litlu Tsétsé-
níu sem berst fyrir
sjálfstæði frá Moskvu.
Nú hafa þeir hafið önn-
ur vopnuð átök þrátt
fyrir að hafa ekki enn
lokið þeim átökum sem
þeir þegar eiga í. Leift-
urstríð geta ekki geng-
ið til lengdar og stríðið
sem nú stendur yfir
ógnar ekki einungis
viðkvæmu sjálfstæði
smáríkisins Georgíu
heldur jafnframt sam-
heldni síðasta stór-
veldis, Rússneska sam-
bandsveldisins.
Sagan sýnir að öll
vandræði sem upp koma í Rúss-
landi enda sem neikvæð og óæski-
leg áhrif á allan hinn siðmenntaða
heim. Aukið hervætt ofsóknaræði
Kremlar, sem ómar af skrölti ryðg-
aðra sovéskra skriðdreka, ógnar
heiminum á ný. Guð gefi að rúss-
neskur kjarnorkukafbátur sökkvi
ekki á hafsvæði einhvers Evrópu-
ríkis eða að gömul sovésk sprengi-
flugvél hrapi til jarðar eins og áður
þekktist. Líklegast geta KBG-
útsendarar Pútíns séð til þess að
koma einhverjum fyrir kattarnef
með geislavirku polonium 210 líkt
og gerst hefur í Evrópu. Allt getur
gerst eftir árás Rússa á Georgíu.
Hildarleikurinn heldur áfram.
Rússland ætti ekki einungis að
vekja áhuga hagfræðinga og stjórn-
málafræðinga heldur einnig sál-
fræðinga. Rússland Pútíns er nokk-
uð erfiður sjúklingur. Þar ríkir nú
fasistastjórn, einveldi í skjóli
glæpamanna. Ég tel fyrrum ofursta
og KGB-félaga V.V. Putin ekki
vera hugmyndasmiðinn að baki
rússnesku samfélagi í dag, Putin er
einfaldlega ekki nógu klár til að
eigna sér heiðurinn af núverandi
stjórnkerfi. Andrúmsloftið ber ein-
hvern kunnuglegri keim, hand-
bragð sem merkt er með þremur
stöfum, kennistöfum baklands Put-
ins, nefnilega KGB.
Flóttamaðurinn
Al Alaas fylgist 
úr fjarlægð með
ástandinu í Rúss-
landi
Ot Alaas
»
Sagan sýnir
að öll vand-
ræði sem upp
koma í Rúss-
landi enda sem
neikvæð og
óæskileg áhrif á
allan hinn sið-
menntaða heim.
Höfundur er læknir og sjálfstætt
starfandi blaðamaður frá Rússlandi.
Er hælisleitandi og býr í Reykja-
nesbæ. 
Rússland ? 
horft með harmi
á heimaslóð
MANNSLÍKAM-
INN er afarflókinn og
gerður úr tugum billj-
óna frumna sem vinna
saman. Tvennt er
sameiginlegt frumum
líkamans: allar þurfa
þær næringu og svo
eru boðskipti milli
þeirra. Þetta síðara er ekki eins vel
vitað og hið fyrra. Í einni frumu er
talið að allt að 150.000 efnahvörf
geti átt sér stað á sekúndu hverri!
Heilinn okkar er gerður af billj-
ónum frumna og er gífurlega orku-
frekur og þarf aðallega sykurinn
glúkósa (sem er kolvatn) og súrefni
úr loftinu til orkuframleiðslu og
starfsemi. Vanti súrefni í fáar mín-
útur deyja frumurnar og leysast
upp. Talið er að fimmtungur súrefn-
isþarfar líkamans sé eingöngu
vegna heila okkar. Ekki er vitað
nema heilabilunarsjúkdómar séu að
einverju leyti vegna skorts á
nægjanlegu súrefni til heilans. Öll
líkamsþjálfun miðar að því að
styrkja hjartað og æðakerfið til að
flytja nægjanlegt súr-
efni til frumnanna auk
næringar.
Þar sem um 21%
andrúmloftsins er súr-
efni þarf lungun til að
koma því yfir í blóðið,
en þar flytur blóðrauð-
inn það til frumnanna
og tekur koldíoxíð frá
bruna sykursins til
baka. Sé nú CO
(kolmónoxíð) í loftinu
þá binst það blóðrauð-
anum í stað súrefnisins
og blóðið flytur minna súrefni. Hjá
reykingafólki getur þetta orðið allt
að 15% minni súrefnisupptaka.
Sama á við um H²S (brennisteins-
vetni). Þá má nefna, að ég hef unnið
með mönnum sem hættu ekki að
reykja fyrr en stórir tjörublettir
voru komnir framan á brjóstið og
aftan á bakið. Tjara telst til kol-
vetna. 
Lungun eru með í kringum 300?
400 milljónir viðkvæmra lungna-
blaðra, sem smá-skemmast yfir æv-
ina, þótt líkaminn sé duglegur við
að gera við skemmdir á frum-
unum.Til að mynda getur H²S og
SO² (brennisteinsdíoxíð) myndað
sýrur sem skemma þær varanlega,
auk skemmda vegna ýmissa sýk-
inga af völdum gerla eða vírusa. Séu
lungun orðin illa farin þurfa sumir
aldraðir í dag að draga á eftir sér
súrefnisflöskur til að geta andað. 
Sum efni í loftinu valda krabba-
meini, sé ertingin eða viðveran við
efnið næg, styrkur skiptir litlu máli.
Þetta á við um kolvetnin (olíuvörur)
en þau telja yfir 700 efni. Má hér
t.d. nefna benzól í olíu, en í bensín
er oft sett 1% í stað ?blýsins? áður
til að auka oktanið. Benzólið sest í
fituvef og veldur lungnakrabba-
meini. Önnur heilsuskaðleg efni í
lofti undir iðnaðarmarkgildum eiga
að skila einstaklingum í gegnum
starfsævina í t.d. iðnaði. En samt
fylgjast sumir atvinnuveitendur
grannt með lungnaheilsu starfsliðs-
ins! Í áliðnaði eru lungun t.d. skoð-
uð tvisvar á ári. Sé hins vegar
mengun loftsins há og yfir mark-
gildum veldur hún eitrunum. Heil-
inn fær einfaldlega ekki nóg súrefni
og fólk fær að lokum yfirlið. Sé ekk-
ert að gert þarf ekki margar mín-
útur til þess að einstaklingurinn
deyi úr eitrun eða súrefnisskorti.
Það verður því aldrei ofmetið
hvað hreint ómengað loft er mik-
ilvægt heilsu okkar. Að leyfa að
hreinsa ekki brennisteinsdíoxíð úr
útblæstri stóriðjunnar og brenni-
steinsvetni frá varmaaflsvirkjunum
er glapræði. Þá er t.d. rafbílavæð-
ing lausn á mengun bílanna í þétt-
býli. Fólk ætti að hafa í huga, að
mengunin getur orðið 4?6 sinnum
meiri inni í bíl í dag á fjölfarinni
götu en á gangi meðfram götunni.
Þá eru öll bílagöng með mjög slæmt
loft. Það er hægt að læra ýmislegt
af Norðmönnum sem hafa m.a.
losnað við brennisteinsdíoxíð-
mengun að kalla í þéttbýli með
markvissum aðgerðum síðustu tutt-
ugu árin. 
Flestir deyja nú til dags úr
lungnasjúkdómum, þar á meðal
krabbameinssjúklingar. Það eru því
einhver bestu lífsgæðin að stuðla að
hreinu lofti fyrir landsmenn. En
langtímamarkmið með úrræðum
sem framkvæmd verða þarf til.
Lýðheilsan mun bara versna verði
ekkert að gert. Það þarf að huga að
heilsuþættinum líka samhliða öllum
stóriðju- og varmaaflsvirkjunar-
áformunum. 
Lungun okkar og súrefnið
Pálmi Stefánsson
skrifar um manns-
líkamann og 
súrefni
»
Lungnaheilsa okkar
er háð því lofti sem
við öndum að okkur um
ævina. Hreint, ómengað
loft er því ein mestu lífs-
gæði sem hugsast geta.
Pálmi Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
MATVÆLA-
FRUMVARP ríkis-
stjórnarinnar, þar
sem innflutningur á
hráu kjöti er heim-
ilaður, hefur mætt
harðri andstöðu
þeirra er málið
varðar. Enginn vafi
er á því að samstaða
og samtakamáttur Bænda-
samtakanna, íslenskra mat-
vælaframleiðenda og neytenda,
sérfræðinga í matvælaheilbrigði
og fjölmargra sveitarfélaga á
landsbyggðinni hefur skipt sköp-
um um að á vordögum sló Al-
þingi málinu á frest. Þessi frest-
un málsins var einnig í samræmi
við tillögur Vinstri grænna sem
kynntar voru á fundaröð flokks-
ins um frumvarpið 13.?14. maí
sl., en flokkurinn hefur beitt sér
af alefli í málinu. Með frestun
frumvarpsins fram á haust
fylgdu loforð meirihlutans um að
ýtarlega yrði unnið að málinu yf-
ir sumarmánuðina og tíminn
nýttur til gagns.
Árangur á heimsmælikvarða
Hin breiða samstaða ólíkra
hópa sem eindregið vara við
frumvarpinu ætti ekki að koma á
óvart. Frumvarpið stefnir mat-
væla- og fæðuöryggi þjóðarinnar
í hættu. Með hækkandi heims-
markaðsverði á matvælum verð-
ur æ ljósara hversu mikilvægt er
að ríki geti framleitt sína eigin
matvöru en ekki verið um of háð
öðrum um þá framleiðslu. Sumar
þjóðir hafa gengið svo langt að
setja útflutningstolla á ýmis mat-
væli til að markmið um fæðu-
öryggi séu tryggð. Einnig er vert
að benda á að á Íslandi hafa mat-
vælaframleiðendur náð ein-
stökum árangri á sviði matvæla-
öryggis. Hér hefur tekist að
halda salmonellu- og kamfýló-
baktersmitum í lágmarki og mun
lægri en í löndum ESB. Þessum
árangri höfum við náð með þrot-
lausri vinnu og fjárfestingum
undanfarin ár, enda er nú byggt
á eftirlitskerfum og heilbrigð-
isstöðlum sem eru með því allra
besta sem þekkist í heiminum.
Þvílíkur árangur á sviði mat-
vælaöryggis er ekki auðfenginn
og er ábyrgðarlaust að vanmeta
hversu auðveldlega má glutra
honum niður.
Sjálfstæðisflokkurinn bognar
Það er síðan sjálfstætt rann-
sóknarefni af hverju Sjálfstæð-
isflokkurinn, sem hefur landbún-
aðarmálin á sínu forræði, hefur
lagt áherslu á að samþykkja
frumvarpið. Til þessa hefur
flokkurinn lagt mikla áherslu á
að vera hliðhollur íslensku at-
vinnulífi en verði frumvarpið að
lögum er ljóst að einni mannafla-
frekustu atvinnugrein landsins,
matvælaframleiðslu, er stefnt í
voða. Þessi afstöðubreyting
Sjálfstæðisflokksins verður enn
óskiljanlegri í ljósi þess að við
þær aðstæður sem uppi eru í
efnahagsmálum þjóðarinnar er
kallað eftir mannaflafrekum
framkvæmdum.
Kannski er skýringanna að
leita í því að Sjálfstæðisflokk-
urinn lætur Samfylkinguna
teyma sig í þessu máli. Samfylk-
ingin hefur þá afdráttarlausu
skoðun að heimila skuli óheftan
innflutning á hráum matvælum
til landsins eins og frumvarpið
felur í sér að gert verði. Eins og
allir þekkja fékk Samfylkingin
landbúnaðarstefnu sína í arf frá
Alþýðuflokknum gamla, sem var
hvorki hliðholl íslenskum land-
Samfylkingin beygir Sjálfstæð-
isflokkinn í landbúnaðarmálum
Eftir Atla Gíslason
og Jón Bjarnason
skrifa um matvæla-
frumvarpið
»
Vinstrihreyfingin ?
grænt framboð mun
ekki gefa eftir þumlung
í málinu og berjast af
alefli fyrir því að mat-
væla- og fæðuöryggi
þjóðarinnar verði áfram
tryggt. 
Atli Gíslason Jón Bjarnason
Vestfirsku
kjarakaupin
101 ný vestfirsk
þjóðsaga
Eftir Gísla Hjartarson
Öll 8 heftin sem út komu
á 7.500 kr. Frí heimsending.
Upp með Vestfirði!
Pantanir: 456 8181  jons@snerpa.is
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími
530 6500
3000- 4000 fm
atvinnuhúsnæði óskast!
Vantar nauðsynlega 3000-4000 fm verksmiðju, lager og
skrifstofuhúsnæði á stór Reykvarvíkursvæðinu fyrir traust-
an aðila til kaups eða til leigu. Æskilegt að húsnæðið hafi
6-7 metra lofthæð að hluta og sé með góðum innkeyrslu-
dyrum og aðstöðu fyrir skrifstofurými. Húsnæðið þarf
helst að vera laust um næstu áramót.
Frekari upplýsingar gefur
Einar Guðmundsson
löggiltur fasteignasali
Sími: 896 8767

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44