Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ALEXANDER Morosevits held-
ur naumri forystu á minningar-
mótinu um Mikhail Tal sem nú
stendur yfir í Moskvu. Moro hefur
hlotið 4½ vinning úr sex skákum en
Vasilí Ivantsjúk kemur fast á hæla
hans með 4 vinninga. Ivantsjúk
lagði Peter Leko að velli með svörtu
í 5. umferð. Þessir tveir efstu eru
óneitanlega litríkustu skákmennirn-
ir í mótinu og enginn annar hefur
gert sig líklegan til að blanda sér í
baráttuna um efsta sætið. 
Staðan þegar þrjár umferðir eru
eftir: 
1. Alexander Morozevich (Rússland) 
4½ v. 
2. Vasilí Ivantsjúk (Úkraína) 4 v.
3. Boris Gelfand (Ísrael) 3½ v. 
4.-6. Shakriyar Mamedyarov (Aserbadsjan),
Ruslan Ponomariov (Úkraína), 
Vladimir Kramnik (Rússland) 
7.-9. Evgení Alekseev (Rússland), 
Peter Leko (Ungverjaland), 
Gata Kamsky (Bandaríkin) 2½ v. 
10. Alexei Shirov (Spánn) 1½ v. 
Þeir sem efast eitthvað um þá
hæfileika Morosevits að skapa
óvenjulegar stöður ættu að kynna
sér eftirfarandi skák sem tefld var á
sjöttu umferð. Peðsleikir Moro, 6. c6
og 12. g4 og jafnvel 14. b4 eru stór-
kemmtilegir og hann virðist alltaf
halda taktísku jafnvægi þrátt fyrir
að alls kyns brellur felist í stöðunni.
Ponomariov verður að láta mann af
hendi en úrvinnslan vefst ekki fyrir
Morosevits sem þarna tryggði stöðu
sína á toppnum: 
Minningarmót um Tal; 6. umferð: 
Alexander Morosevits ? Ruslan
Ponomariov 
Nimzoindverk vörn 
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4.
Dc2 0?0 5. Rf3 c5 6. dxc5 Ra6 7. c6
dxc6 8. a3 Bxc3+ 9. Dxc3 Rc5 10.
Be3 Rce4 11. De5 b5
Sjá stöðumynd.
12. g4 c5 13. g5 Da5+ 14. b4 cxb4
15. gxf6 Bb7 16. Bd2 Hfc8 17.
Bxb4. Db6 18. c5 Dd8 19. Hg1 g6
20. Hd1 Dxf6 21. c6 Bxc6 22. Hg4
Dxe5 23. Rxe5 f5 24. Rxc6 Hxc6 25.
Bg2 a5 26. Bxe4 fxe4 27. Bd2 Hc4
28. Hg5 Ha4 29. Hxb5 Hxa3 30.
Hb7 a4 31. Bf4 Hb3 32. Hxb3 axb3
33. Hb1 e3 34. Bxe3 Hb8 35. Kd2
Hb4 36. f3 e5 37. Bf2
? og svartur gafst upp. 
Skákþing Íslands hefst í dag
Guðmundur Kjartansson tekur
sæti Héðins Steingrímssonar, Ís-
landsmeistara frá árinu 1990, í
landsliðsflokki á Skákþingi Íslands
sem hefst í dag. Samhliða keppni í
landsliðsflokki fer einnig fram
keppni í áskorendaflokki. Hannes
Hlífar Stefánsson hefur haldið Ís-
landsmeistaratitilinum nærri óslitið
síðan 1998 en sá sá eini í hópnum
sem einnig hefur orðið Íslands-
meistari er Jón Viktor Gunnarsson
sem sigraði árið 2000. Hannes hefur
samtals orðið Íslandsmeistari níu
sinnum oftar en nokkur annar.
Sumir eru búnir að bíða ansi lengi
eftir fyrsta titlinum; Þröstur Þór-
hallsson hefur tekið þátt í næstum
hverri einustu landsliðskeppni síðan
1986. 
Keppendalistinn í stigaröð er
þessi: 
Hannes Hlífar Stefánsson, 
Henrik Danielssen, 
Stefán Kristjánsson, 
Þröstur Þórhallsson, 
Jón Viktor Gunnarsson, 
Björn Þorfinnsson, 
Magnús Örn Úlfarsson, 
Bragi Þorfinnsson, 
Róbert Harðarson,
Guðmundur Kjartansson, 
Þorvarður F. Ólafsson, 
Jón Árni Halldórsson. 
Í áskorendaflokkki er Sigurbjörn
Björnsson stigahæstur keppenda en
aðrir sigurstranglegir keppendur
eru Lenka Ptacnikova, Sævar
Bjarnason, Omar Salama, Sverrir
Þorgeirsson og Daði Ómarsson. Ef
að líkum lætur getur þetta mót orð-
ið afar skemmtilegt og má búast við
harðri baráttu um efsta sætið. Tafl-
mennskan hefst kl. 17 í landsliðs-
flokki en kl. 18 í áskorendaflokki.
teflt er í Skákhöllinni við Faxafen. 
Yfirburðir ?Æskunnar?
Kínverski stórmeistarinn Yue
Wang, sem var einn sigurvegara á
síðasta Reykjavíkurmóti vann allar
fimm skákir sínar í keppni ?Æsk-
unnar? gegn ?Reynslunni? sem lauk
í Amsterdam um helgina. ?Reynsl-
an? fékk háðulega útreið, tapaði
6:19 og Victor gamli Kortsnoj var sá
eini sem vann skák þar á bæ en það
gerðist í síðustu umferð. Ekki
seinna vænna því þarna komst
Kortnsnoj á blað en hann hlaut 1
vinning úr fimm skákum sem var þó
ekki lakasti árangur ?Reynslunnar?
því Artur Jusupov náði aðeins einu
jafntefli. ?Æskuliðið? var skipað til-
tölulega lítt þekktum skákkmönn-
um: Yue Wang, Ivan Cheprainov frá
Búlgaríu, Daniel Stellwagen frá
Hollandi, Fabiano Caruna frá Ítalíu
og Erwin LÁmi frá Frakklandi sem
var með lakasta árangurinn, 50%
vinningshlutfall en Simen Agdestein
náði bestum árangri ?Reynslunnar?
og hlaut 2 vinninga úr fimm skák-
um. 
Líklega verða gerðar einhverja
breytingar á þessu liðið þegar og ef
þessi keppni fer aftur fram. 
Morosevits og Ivantsjúk
berjast um efsta sætið 
Morgunblaðið/Ómar
Titilvörn Hannes Hlífar hefur orðið
Íslandsmeistari níu sinnum á árun-
um 1998 ? 2007.
SKÁK
Moskva, Rússland 
Minningarmótið um Tal 
17.-31. september 2008 
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Elsku amma.
Þú lifðir löngu lífi
og ég fékk þann heið-
ur að kynnast þér
þegar þú varst að ganga inn í ellina
ásamt manni þínum og afa mínum,
Aðalsteini Eggertssyni. Ég man
sérstaklega vel eftir öllum matar-
boðunum sem haldin voru í Skerja-
firðinum og þá aðallega jólaboðun-
um þar sem ávallt var góð stemning
og notalegt. Það var líka oft gaman
hjá okkur þegar ég fékk að gista á
Bauganesinu með ykkur hjónunum
og pössuðuð þið vel upp á mig. Síðan
féll afi frá fyrir tæpum áratug og
skiptunum fækkaði sem ég gisti á
Bauganesinu en næstu árin kom ég
þó stundum við í heimsókn, bæði á
Bauganesinu og á Grandaveginum,
Jónína S. Snorradóttir 
?
Jónína Sesselja
Snorradóttir
fæddist á Eskifirði
26. júní 1921. Hún
lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 9. ágúst síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Fossvogskirkju 19.
ágúst.
þar sem þú hafðir oft
gaman af því að segja
mér sögur og senda
mig niður í sjoppu til
að kaupa eitthvert
smáræði.
Þegar þú veiktist
fyrir nokkrum árum
og fórst að búa á
Grund fækkaði sam-
verustundunum þó-
nokkuð og hittumst
við þá aðallega í kring-
um hátíðarnar en þú
hafðir alltaf þægilega
nærveru hvar sem þú
komst og fannst okkur bræðrunum
ávallt gaman að hitta þig.
Við bræðurnir munum aldrei
gleyma þér og öllu sem þú kenndir
okkur. Takk fyrir okkur.
Aðalsteinn Eggertsson, 
Daníel Eggertsson og 
Stefán Eggertsson.
Fyrstu bernskuminningar mínar
tengjast margar Diddu frænku,
Adda og strákunum í Skerjó. Allar
þær minningar eru ljúfar og góðar.
Eins og þegar mamma og pabbi
voru á leið í veiði og ég fór í pössun
hjá þeim. Fyrstu mínúturnar voru
alltaf erfiðar, ég stóð við glugga á
efri hæðinni og horfði tárvotum aug-
um á eftir bíl foreldra minna. Didda
var vön að gefa mér næði í nokkrar
mínútur en svo kom hún, tók utan
um mig, brosti sínu glettna brosi,
sagði nokkur huggunarorð og leiddi
mig niður í eldhús þar sem hún
gaukaði að mér einhverju góðgæti.
Eftir skamma stund hafði ég tekið
gleði mína, var komin í bílaleik með
strákunum sem áttu mikið af falleg-
um Matchboxbílum og ég fékk jafn-
vel að vera á löggubílnum. Eða þá að
það var farið í eltingaleik þar sem
allt húsið var leikvöllurinn. Úr her-
bergi á efri hæðinni var taurenna
niður í þvottahús. Það var hreint
ævintýri fyrir litla kroppa að renna
sér þar niður og lenda á mjúku
tauinu í taukörfu, hlaupa síðan sem
fætur toguðu í gegnum allt húsið
upp á efri hæð og endurtaka leikinn
? aftur og aftur. Didda hafði ótrú-
lega þolinmæði með þessum ærsla-
belgjum en oft var hópurinn stór því
gjarna voru fleiri systkinabörn
þeirra Adda þar í pössun.
Húsið í Bauganesinu var ekki
bara ævintýraheimur fyrir ærsla-
fulla krakka heldur líka sérlega
smekklega innréttað af þeim hjón-
um og þrátt fyrir allan hamaganginn
tókst Diddu ætíð að halda því snyrti-
legu.
?
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN LÁRUS GUÐNASON,
Jökulgrunni 14,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn
28. ágúst kl. 11.00.
Sigþóra Scheving Kristinsdóttir,
Guðrún Linda Jónsdóttir, Pálmi Bergmann Vilhjálmsson,
Íris Björk Jónsdóttir, Kristmundur Carter,
barnabörn og barnabarnabörn.
?
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður
okkar, mágs og frænda,
GUNNARS MAGNÚSSONAR SALÓMESONAR,
Kópavogsbraut 5-7,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 18 og
19 á Landspítala við Kópavogsbraut.
Þorsteinn Magnússon, Halla Bachmann Ólafsdóttir,
Salóme McInnis, Melvin McInnis,
Guðmundur Magnússon, Vaka Hrund Hjaltalín
og frændsystkini.
?
Innilegar þakkir eru færðar þeim sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
PÁLS H. PÁLSSONAR,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa Kiwanishreyfing-
unni og Frímúrarareglunni fyrir veittan stuðning.
Einnig viljum við þakka starfsfólki Landspítalans
við Hringbraut deild 13-G og gjörgæsludeild fyrir
góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Bryndís Guðmundsdóttir,
Hildur Pálsdóttir, Hafsteinn Garðarsson,
Gísli Pálsson,
Katrín Pálsdóttir,
Ingibjörg Pálsdóttir, Steinar Berg Ísleifsson,
Birna Pálsdóttir, Helgi Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
?
Þökkum innilega allar samúðarkveðjur vegna
andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
UNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR.
Einnig viljum við þakka starfsfólki Seljahlíðar og
heimilisfólki fyrir alla umhyggju og kærleika sem
það veitti henni.
Sjöfn Guðmundsdóttir, Guðni Þórðarson,
Heba Guðmundsdóttir, Orri Hjaltason,
Ágústína Guðmundsdóttir, Pétur Gunnlaugsson,
Guðjón Guðmundsson, Sigríður Káradóttir,
ömmubörn, langömmu- og langalangömmubörn.
?
Okkar ástkæri
MAGNÚS PÉTUR KRISTJÁN
SUMARLIÐASON,
Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést sunnudaginn 17. ágúst.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Við viljum senda sérstakar þakkir til starfsfólksins í
Hlíð fyrir góða umönnun.
Maríanna Ragnarsdóttir,
Sigurbjörg Ármannsdóttir,
systkini og aðrir aðstandendur.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44