Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Ég fór bara á hesti á
milli ef mér leiddist
öðrum megin ? 43 
»
reykjavík
reykjavík
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
?ÞETTA er ekki ósvipað því sem
Netflix og Blockbuster bjóða upp á
vestanhafs,? segir Bjarki Pétursson,
framkvæmdastjóri Bónusvídeós, sem
kynnti fyrr í vikunni nýjung á íslensk-
um vídeóleigumarkaði sem felst í því
að fyrir fast mánaðargjald má leigja
ótakmarkaðan fjölda kvikmynda. 
Til að byrja með verður þjónustan
aðeins í boði fyrir vaxtar- og náms-
mannaþjónustuviðskiptavini Kaup-
þings. Áskriftin kostar 1.250 kr. fyrir
hvern mánuð, 1.000 kr. fyrir náms-
menn, og má þá fá lánaðan ótakmark-
aðan fjölda kvikmynda þann mánuð-
inn. Til samanburðar kostar venjuleg
leiga 700 kr. og þarf því ekki að leigja
margar myndir á mánuði til að
áskriftin borgi sig. ?Það má þess
vegna koma í búðina kl. 12 og taka
tvær myndir á leigu, skila þeim svo
kl. 4 og taka aðrar tvær, og svo
endurtaka leikinn kl. 8,? segir Bjarki
en hver viðskiptavinur má hafa eina
gamla og eina nýja mynd í leigu
hverju sinni.
Myndir í pósti
Leigutíminn er einn dagur fyrir
nýjar myndir og tveir dagar fyrir
gamlar, en þegar myndin hefur verið
lengur í útláni leggjast á hefðbundnar
dagsektir.
Einnig býður Bónusvídeó nú í
fyrsta sinn póstsendingu á myndum
út á land. ?Símtölum hefur rignt inn
hvaðanæva af landinu þegar fréttir af
nýju þjónustunni fóru að kvisast út,?
segir Bjarki.
Viðskiptavinir úti á landi geta einn-
ig valið mánaðaráskrift en þurfa að
borga póstburðargjald aðra leið, 80
kr., með hverri leigu. Myndirnar eru
sendar með venjulegum pósti og með
fylgir merkt skilaumslag. 
Ótakmarkaður fjöldi mynda fyrir fast gjald
Morgunblaðið/Frikki
Framtíðin Viðskiptavinur velur sér mynd í nýtísku vídeóleigutæki Bónus-
vídeó í Hraunbæ. Einnig má sjá úrvalið og panta myndir á netinu.
L52159 Með mánaðarlegri áskrift má taka að láni ótakmarkaðan
fjölda mynda í Bónusvídeó L52159 Heimsending út á land í boði
www.bonusvideo.is
L52159 Gamall blogg-
risi vaknaði af
værum blundi á
mánudaginn þeg-
ar Jón Axel Ólafs-
son bloggaði í
fyrsta skipti síðan
í október í fyrra, og endurvakti þar
með Litlu frjálsu fréttastofuna á
bloggsíðu sinni jax.blog.is. Það var
þó ekki af góðu sem Jón Axel sá
ástæðu til að byrja að blogga að
nýju, heldur blöskruðu honum svo
mjög skrif Jónasar Kristjánssonar,
fyrrum ritstjóra DV, á síðunni jonas-
.is, en þar fer Jónas hörðum orðum
um Björgólf Thor Björgólfsson.
?Litlu frjálsu blöskraði svo sjúkheit
mannsins við þessi skrif að það var
tekin ákvörðun um að opna á ný fyr-
ir minnstu og ferskustu fréttastofu
landsins,? segir Jón Axel. Jónas hef-
ur nú þegar svarað fyrir sig á jonas-
.is, og segir hann m.a. að það sé gott
að vera frjáls. ?Ég er fullur af frelsi,
en Jón Axel geltir. Ekkert er jafn
hressandi og frelsið sjálft.? 
Menn bíða eflaust spenntir eftir
framhaldinu, en því ber annars að
fagna að Litla frjálsa sé vöknuð til
lífsins.
Jónas vakti Litlu
frjálsu fréttastofuna
L52159 Áhugaverðir tónleikar verða
haldnir í Háskólabíói laugardaginn
30. ágúst næstkomandi. Þar mun
Stórsveit Reykjavíkur flytja tónlist
Bjarkar Guðmundsdóttur, en tón-
leikarnir eru hluti af Jazzhátíð
Reykjavíkur. Stjórnandi og útsetj-
ari alls efnisins er saxófónleikarinn
Travis Sullivan frá New York, en
þar rekur hann The Bjorkestra,
stórsveit sem einungis flytur tónlist
Bjarkar. Gaman verður að sjá
hvaða lög verða á efnisskránni, lík-
legt verður t.d. að teljast að ?It?s Oh
So Quiet? verði þar á meðal, enda
lag fyrir stórsveit, en erfiðara er að
sjá fyrir sér lag á borð við ?Declare
Independence? í þeim búningi.
Björk fyrir big band
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
?TAKK kærlega fyrir þetta / sömuleiðis / ókei
bæ.? Svona endar spjallið við Katrínu Mogensen,
söngkonu og textahöfund Mammúts, en rétt eins
og þetta viðtal byrjar ný plata sveitarinnar, Kark-
ari, á endinum, laginu ?Endir?. En þetta er tví-
skipt plata, skipt í tvo fimm laga hluta með nafn-
lausu trommusólói á milli. ?Hlustendur heyra það
ekki endilega, en fyrir okkur skiptist þetta svona.
Fyrstu fimm lögin voru auðveldust fyrir okkur,
komu mjög eðlilega og komu fyrst. Hin komu
seinna og þurftu lengri fæðingartíma.? 
Fiskur og Dýradóttir
Fyrsta lag seinni hlutans er svo nefnt eftir nýj-
asta meðliminum, ?Dýradóttir?. ?Það fjallar um
fisk sem við gáfum henni í afmælisgjöf og er sett
upp þannig að fiskurinn sé að syngja til hennar
Ásu Dýradóttur, en við höfðum byggt upp af-
skaplega dramatískt samband á milli hennar og
fisksins.?
Nú eru um tvö ár síðan Vilborg Ása tók við sem
bassaleikari af Guðrúnu Heiðu Ísaksdóttur. ?Okk-
ur langaði að finna bassaleikara sem væri ekki
lærður og Halla, kærastan hans Arnars [annars
gítarleikarans], sagði okkur frá Ásu sem hafði
verið í bílskúrsbandi með henni. Hún var alveg fá-
ránlega léleg fyrstu vikurnar en við höfðum mikla
trú á henni og hún er líka með fáránlega góðar
bassalínur á þessari plötu.?
En hvaðan í ósköpunum kemur eiginlega þessi
titill, Karkari? ?Við vildum eitthvað hlutlaust nafn
sem fólk myndi ekki tengja við neitt nema plötuna
sjálfa. En karkari var orð sem við fundum og þýð-
ir olíuherskip, þegar það er á fullri ferð ? þetta er
svona bamm!, kraftmikið nafn,? segir Katrína sem
segir sveitina lítt meðvitaða um hvaða stefnu hún
sé að taka. ?Við höfum aldrei ákveðið hvert við
ætluðum að fara með þessari plötu. Hún var í þró-
un fram að síðasta tökudegi. Það eina sem við
ákváðum var að vera algjörlega fordómalaus inni í
hljóðveri og gera nákvæmlega það sem okkur
langaði að gera við lögin.?
Þótt elstu meðlimir Mammút séu nýorðnir tví-
tugir þá er sveitin sjálf orðin ágætlega öldruð og
hefur verið starfandi í um fimm ár. ?En manni
finnst maður alltaf vera nýbyrjaður, kannski bara
af því það er svo skemmtilegt. Það er engin hætta
á að þessi mammútur sé að fara að deyja út,? segir
Katrína að lokum, nýbyrjuð.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Mammútur og Mammút Alexandra Baldursdóttir gítarleikari heldur á mammútnum og svo koma Katrína Mogensen söngkona, Arnar Pétursson gítarleik-
ari og Vilborg Ása Dýradóttir bassaleikari. Trommuleikarinn Andri Bjartur Jakobsson var ekki á landinu þegar myndin var tekin.
Olíuherskip Mammúts
Mammút gefur út plötuna Karkari í dag og heldur útgáfutónleika í september
Mammút heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. septem-
ber en áhugasamir geta heyrt tóndæmi á
myspace.com/mammut

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44