Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 35
Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins
551 1200 | midasala@leikhusid.is
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til
20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða.
Stóra sviðið
Skilaboðaskjóðan
Sun 7/9 kl. 14:00
Sun 14/9 kl. 14:00
Lau 20/9 kl. 14:00
Sun 28/9 kl. 14:00
Ástiner diskó - lífið er pönk
Lau 30/8 kl. 20:00
Fös 5/9 kl. 20:00
Lau 6/9 kl. 20:00
Lau 13/9 kl. 20:00
Fös 19/9 kl. 20:00
Lau 20/9 kl. 20:00
Fim 25/9 kl. 20:00
Sun 28/9 kl. 20:00
Engisprettur
Fös 26/9 kl. 20:00
Lau 27/9 kl. 20:00
Lau 4/10 kl. 20:00
Fim 9/10 kl. 20:00
Fös 10/10 kl. 20:00
Kassinn
Utan gátta
Lau 11/10 frums. kl. 20:00 U
Sun 12/10 kl. 20:00
Fös 17/10 kl. 20:00
Lau 18/10 kl. 20:00
Fös 24/10 kl. 20:00
Lau 25/10 kl. 20:00
Kúlan
Klókur ertu - Einar Áskell
Lau 30/8 frums. kl. 15:00 U
Sun 31/8 kl. 11:00 Ö
Sun 31/8 kl. 12:30 Ö
Sun 7/9 kl. 11:00
Sun 7/9 kl. 12:30
Sun 14/9 kl. 11:00
Sun 14/9 kl. 12:30
Brúðusýning fyrir börn
Borgarleikhúsið
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl.
10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00
Fló á skinni(Stóra sviðið)
Fös 5/9 frums. kl. 20:00 U
Lau 6/9 kl. 19:00 U
2. kortasýn
Sun 7/9 kl. 20:00 U
3. kortasýn
Þri 9/9 aukas. kl. 20:00 U
Mið 10/9 aukas. kl. 20:00 U
Fös 12/9 kl. 19:00 U
4. kortasýn
Lau 13/9 kl. 19:00 U
5. kortasýn
Sun 14/9 ný aukas kl. 20:00
Fim 18/9 aukas.kl. 20:00 U
Fös 19/9 kl. 19:00 U
6. kortasýn
Lau 20/9 kl. 19:00 U
7. kortasýn
Lau 20/9 kl. 22:30 Ö
8. kortasýn
Fim 25/9 kl. 20:00 Ö
9. kortasýn
Fös 26/9 kl. 19:00 U
10. kortasýn
Lau 27/9 kl. 19:00 Ö
11. kortasýn
Fim 2/10 kl. 20:00 Ö
12. kortasýn
Fös 3/10 kl. 19:00 Ö
13. kortasýn
Lau 4/10 kl. 19:00 Ö
14. kortasýn
Ath! Takmarkaður sýningarfjöldi
Gosi(Stóra sviðið)
Sun 7/9 aukasýn kl. 14:00
Sun 14/9 aukasýn kl. 14:00
Sun 21/9 aukasýn kl. 14:00
Sun 28/9 aukasýn kl. 14:00
Síðustu aukasýningar
Fýsn(Nýjasviðið)
Fim 11/9 fors. kl. 20:00 U
Fös 12/9 frums. kl. 20:00 U
Lau 13/9 2. kort kl. 20:00 Ö
Sun 14/9 3. kort kl. 20:00
Fös 19/9 4. sýn. kl. 20:00
Lau 20/9 5. kort kl. 20:00
Sun 21/9 6. kort kl. 20:00
Fólkið í blokkinni(Stóra sviðið)
Þri 7/10 fors. kl. 20:00 U
Mið 8/10 fors. kl. 20:00 U
Fim 9/10 fors. kl. 20:00 U
Fös 10/10 frumsýn kl.
20:00
U
Forsala hefst í sept. Tryggðu þér sæti í kortum!
Leikfélag Akureyrar
460 0200 | midasala@leikfelag.is
Óvitar (LA- Samkomuhúsið )
Lau 30/8 frums. kl. 20:00
Sun 31/8 kl. 18:00
Fös 5/9 kl. 20:00
Lau 6/9 kl. 20:00
Sun 7/9 kl. 15:00
Lau 13/9 kl. 20:00
Fjölskylduskemmtun
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁKeftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Fös 29/8 kl. 20:00 Ö
Lau 30/8 kl. 15:00
Lau 30/8 kl. 20:00 Ö
Lau 6/9 kl. 15:00 Ö
Lau 6/9 kl. 20:00 U
Sun 7/9 kl. 16:00
Fös 3/10 kl. 20:00 U
Lau 4/10 kl. 15:00
Lau 4/10 kl. 20:00
Þrjár tilnefningar til Grímunnar
Íslenska óperan
511 4200 | midasala@opera.is
Cavalleria Rusticana og Pagliacci
Fös 19/9 frums. kl. 20:00 Ö
Sun 21/9 kl. 20:00
Fim 25/9 kl. 20:00
Lau 27/9 kl. 20:00
Lau 4/10 kl. 20:00
Sun 5/10 kl. 20:00
Fös 10/10 kl. 20:00
Sun 12/10 kl. 20:00
Forsala miða hafin á www.opera.is!
Janis 27
Fös 3/10 frums. kl. 20:00 Ö
Fim 9/10 kl. 20:00
Lau 11/10 kl. 20:00
Fös 17/10 kl. 20:00
Lau 18/10 kl. 20:00
Forsala miða hafin á www.opera.is!
KómedíuleikhúsiðÍsafirði
8917025 | komedia@komedia.is
Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík)
Fim 4/9 kl. 20:00
Fim 11/9 kl. 20:00
Fim 18/9 kl. 20:00
Íslenskidansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Duo (Litla svið)
Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00
Fös 17/10 kl. 20:00
Fös 24/10 kl. 20:00
Lau 25/10 kl. 20:00
Sun 26/10 kl. 20:00
Hafnarfjarðarleikhúsið
555 2222 | theater@vortex.is
Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Sun 31/8 kl. 20:00 Ö
Fim 4/9 kl. 20:00
Sun 7/9 kl. 20:00
Fim 11/9 kl. 20:00
Sun 14/9 kl. 20:00
síðustu sýningar
M
eð lækkandi sól snýr inni-
púkinn í manni aftur með
tilheyrandi kröfur um af-
þreyingu, hvort heldur hún flokkast
til há- eða lágmenningar. Hvað ber
hæst í byrjun vetrar í sjónvarpi, leik-
húsi og bíói? Undirritaður ætlar í
þessum pistli að gerast svo kræfur
að meta stöðuna og velja það sem
virðist bitastæðast. Allt út frá eigin
smekk og vangaveltum, að sjálf-
sögðu.
Þeir sem horfa reglulega á sjón-
varp hljóta að bíða spenntir eftir
hlaðborði sjónvarpsstöðvanna í vet-
ur. Þó hlýtur mest eftirvænting að
ríkja um dagskrá Sjónvarpsins, í
ljósi samnings um að leggja 200 til
300 milljónir í framleiðslu á íslensku,
leiknu dagskrárefni á næstu þremur
árum. Þáttaröðin Svartir englar
klikkar varla. Handritið skrifar snill-
ingurinn Sigurjón Kjartansson og
leikstjórinn er einn sá besti á land-
inu, Óskar Jónasson. Ég skal hundur
heita ef þessir þættir verða slappir.
Einnig verður spennandi að sjá
hvernig Reyni Lyngdal tekst til í
sakamálaþáttunum Hamarinn. 
Mikið óskaplega er ég feginn að
Laugardagslögin eru komin í rusla-
tunnuna hjá RÚV. Ragnhildur Stein-
unn mun engu að síður snúa aftur í
tónlistarmiðuðum laugardagsþætti
með Samma í Jagúar og hætt við því
að laugardagsleiðindin endurtaki
sig. Annars er það merkilegt hversu
tregir menn eru til að gefa nýju
gamanefni séns í Sjónvarpinu.
Spaugstofan snýr aftur, það er allt
og sumt. Týpugrínið (Ragnar Reyk-
ás og félagar) virðist lífseigt á Ís-
landi, því miður. Það verður spenn-
andi að sjá nýjan listamannaprófíl-
þátt Þorsteins J., Káta maskína.
Loksins verður myndlist sinnt í Sjón-
varpinu. Gömul skaup verða líka
sýnd (loksins, loksins) og sjálfsagt
hægt að hlæja að þeim (a.m.k. að
þróun íslensks skopskyns).
Á Stöð 2 eru menn öflugir í
gamanþáttagerð, ólíkt Sjónvarpinu.
Þar er boðið upp á tvær nýjar
gamanþáttaraðir, hvorki meira né
minna: Ríkið og Dagvaktina. Stöð 2
tekur Sjónvarpið í nefið í gerð slíkra
þátta. Því miður hef ég ekki efni á
því að vera áskrifandi að Stöð 2, vildi
gjarnan geta horft á þessa þætti. Þá
verða nýir íslenskir þættir sýndir
seinni hluta vetrar hjá stöðinni,
lögfræðikrimminn Réttur (íslenskur
lögfræði- krimmi?!) og rómantísk
gamanþáttaröð, Ástríður, með Ilmi
Kristjáns, Hilmi Snæ o.fl. Góðir leik-
arar, góðir þættir?
Á Skjáeinum eru fastir íslenskir
liðir, leiðindin Innlit/útlit t.d. en von
á nýjum þætti, Singing Bee, þar sem
söngvarinn Jónsi heldur uppi stuð-
inu. Þátturinn er að sjálfsögðu að er-
lendri fyrirmynd líkt og Ertu skarp-
ari en skólakrakki, Bachelorinn o.fl.
Skjáreinn tekur enga sénsa að því er
virðist, nýtir sér formúlur sem virk-
að hafa erlendis. Þátturinn Singing
Bee gæti orðið frábær fjölskyldu-
skemmtun, gæti líka orðið óskaplega
hallærislegur (sjá bandarísku útgáf-
una á YouTube). Gordon Ramsay
snýr svo aftur í Hell?s Kitchen, alltaf
gaman að fylgjast með þeim kjaft-
fora Breta. 
L50098L50098L50098
B
íóhaustið geymir vissulega
margt safaríkt. Mest hlakka ég
til að sjá nýju Bond-myndina, Quant-
um of Solace, þar sem sú síðasta var
skrambi góð. Áhugavert verður að
sjá frumraun Valdísar Óskarsdóttur
í leikstjórastólnum, Sveitabrúðkaup
en hún hefur brillerað sem klippari.
Nýjasta mynd Coen-bræðra, Burn
After Reading, skartar stórstjörnum
og vonandi að þeir verði í sama frá-
bæra forminu og í No Country for
Old Men. 
Þá er ný mynd væntanleg frá
Óskari Jónassyni, Reykjavík ?
Rotterdam, glæpamynd með
Baltasar Kormáki í aðalhlutverki.
Ridley Scott færir okkur svo testó-
sterónbombuna Body of Lies í nóv-
ember, með Leonardo Di Caprio og
Russell Crowe. Spurning um að fara
að safna fyrir öllum bíómiðunum
strax?
E
kki má maður gleyma því að
fara í leikhús. Borgarleikhúsið
byrjar árið með látum, fullt út úr
dyrum í miðasölu og ljóst að töfra-
maðurinn Magnús Geir hyggst
endurtaka leikinn frá L.A., stórauka
aðsókn að sýningum. Mig langar að
sjá Fólkið í blokkinni, verk Ólafs
Hauks Símonarsonar. Gauragang sá
ég á sínum tíma í Þjóðleikhúsinu og
vonandi er þessi söngleikur jafn-
góður. Söngvaseið ætla ég hins veg-
ar að forðast eins og heitan eldinn,
ekki minn tebolli. Nýtt íslenskt verk,
Útlendingar, tekur á stöðu útlend-
inga á Íslandi og Íslendinga innan
um útlendinga. Athyglisvert að sjá
hvernig höfundar vinna úr þeim
efnivið. Grínsnillingurinn Pétur
Jóhann Sigfússon flytur einleik eftir
Sigurjón Kjartansson, Sannleikann
um lífið. Skyldumæting á það. 
Það sem virkar áhugaverðast á
mig hjá Leikfélagi Akureyrar er ís-
lensk útgáfa Gísla Rúnars Jónsson-
ar af breska verkinu Grumpy Old
Women, Fúlar á móti. Verkið var
upphaflega unnið upp úr sjónvarps-
þáttum BBC og með Eddu Björg-
vins, Helgu Braga og Sigrúnu Eddu
ætti þessi sýning að verða skotheld.
Í gamla virkinu, Þjóðleikhúsinu,
verður afrakstur vinnusmiðju ungra
leikara á stórvirkinu Macbeth sýnt
og það gæti orðið afar forvitnileg og
góð sýning, enda magnað verk. Son-
ur minn á öðru aldursári mun ef-
laust æpa af gleði á Klókur ertu,
Einar Áskell, brúðuleiksýningu í
Kúlunni, enda þegar orðinn nokkur
aðdáandi stráksins uppátækjasama.
Kardemommubærinn verður settur
upp og það er auðvitað skyldumæt-
ing á hann! ?Hvar er húfan mín?
Hvar er hettan mín?? Verk sem allir
Íslendingar eiga að sjá a.m.k. einu
sinni á ævinni. Annað virkar ekki
mjög freistandi á mig í leikhús-
unum, svona við fyrstu yfirferð, en
það kann að breytast þegar líða tek-
ur á veturinn. Gleðilegan vetur.
helgisnaer@mbl.is
Sjónræn veisla innipúkans
»
Annars er það
merkilegt hversu
tregir menn eru til að
gefa nýju gamanefni
séns í Sjónvarpinu.
Spaugstofan snýr aftur,
það er allt og sumt. 
AF LISTUM
Helgi Snær Sigurðsson
Coen-snilld? Brad Pitt í, að því er virðist, vondum málum í Burn After Reading, nýjustu mynd Coen-bræðra. 
Dagvaktin Grínþættir á Stöð 2. Sjónvarpið þarf að taka sig á í gerð inn-
lendra gamanþátta. Spaugstofan er ágæt en gjarnan mætti hleypa nýjum að. 
Grallaraspói Brúðuútgáfan af Ein-
ari Áskatli, hér við smíðar. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44