Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 37
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
JAZZHÁTÍÐ Reykjavíkur hófst í
gær með dynjandi sveiflu. Hver við-
burðurinn rekur annan næstu daga
en slit hátíðar verða nú á laugardag-
inn. Á meðal þeirra sveita sem kem-
ur fram er sveit saxófónleikarans
Hauks Gröndals, Lester Young Tri-
bute Band, en hljómdiskur með
henni, Nevertheless, kom út fyrir
stuttu. 
Sveitt og tryllingslegt
Haukur segist hafa komið sveit-
inni á legg í janúar 2007, stuttu eftir
að hann var alfluttur hingað frá
Kaupmannahöfn. 
?Ég er að skoða þetta sveiflu-
tímabil á þriðja og fjórða áratugnum.
Ég varð fyrir nokkrum áhrifum af
djasssenu Kaupmannahafnar en þar
er djassinn ekkert endilega alltaf í
þessu gjarnan stífa tónleikaformi.
Þetta eru sveittar kvöldstundir sem
ná stundum langt fram á nótt og
bandið er ofan í gestunum í tryllings-
legri sveiflu. Útgangspunkturinn er
að skemmta.?
Haukur segir Lester Young hafa
verið fyrstu ástina sína ef svo má
segja, tónlist hans hafi kveikt í sér og
með þessari plötu sé hann að vonast
til að koma fagnaðarerindinu á fram-
færi. 
Á tónleikum sínum á Jazzhátíð
mun sveitin ennfremur fást við ís-
lenskt efni frá sama tíma.
?Þegar bandið fór í gang byrjaði
ég líka að hugsa um viðlíka íslenska
tónlist. Þannig að við ætlum jafn-
framt að endurvekja og skírskota í
hljóm KK-bandsins og fáum því
Ragnar Bjarnason og víbrafónleik-
arann Reyni Sigurðsson til liðs við
okkur. Þetta er ekki ólíkt því sem
Siggi Hjálmur og Memfísmafían er
að gera: þessi leit að gömlum, hlýjum
hljóm og rannsókn á gömlu og gildu
íslensku efni. Ég veit ekki hvað það
er nákvæmlega sem er að stýra
manni í þessar áttir, en það er klárt
að það var margt gott og gegnt unnið
hér á landi og margt af því stefnir
beinustu leið í glatkistuna. KK lést
þá í ár og við erum því að heiðra
minningu hans um leið.?
Söngvarinn Haukur
Haukur gerir nokkuð af því að
syngja á plötunni og segir hann að
slíkt hafi tíðkast á þessum árum, það
er að hljómsveitarstjórinn syngi
nokkur lög. 
?Þetta er svona minni úr gömlum
sjóbisness. Það er gaman að brjóta
þetta upp með svona innslögum. Ég
hef alltaf haft sterka þörf fyrir að
syngja og læri t.a.m. lög með því að
læra að syngja þau fyrst. En þetta er
ekkert háalvarlegt mál, þetta passar
bara vel þarna inn.?
Haukur hefur verið í fjölda ann-
arra sveita, má þar nefna Rodent,
Schpilkas, Bardukha, Rayon-
kvartett og Krummafót.
?Ég sinni þessu í bylgjum, það er
skorpuvinna í einhvern tíma og svo
liggur sveitin niðri þess á milli. Fólk
verður ekki þreytt á manni ef maður
er með nægilega mismunandi verk-
efni í gangi. Þanþol manna gagnvart
svona vinnu er auðvitað mismunandi
en þetta hentar mér afskaplega vel í
augnablikinu. Ég veit hins vegar
ekkert hvernig þetta verður er fram
líða stundir, þá henta færri verkefni
kannski betur. En þetta er líka sá
veruleiki sem við búum við hér á
landi, það þarf að hafa alla öngla úti.?
Morgunblaðið/Valdís Thor
Gamalt og nýtt Lester Young Tribute Band ásamt víbrafónleikaranum Reyni Sigurðssyni og söngstjörnunni
Ragga Bjarna. Ungliðar og reynsluboltar taka hér höndum saman í að dýrka upp gamla og gegna sveiflu.
Gamalt, gott
og gegnt
L52159 Haukur Gröndal skoðar djassstemm-
ur horfinna áratuga með Lester Young
Tribute Band L52159 Plata nýkomin út og
tónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur
Gröndal og co. verða á Iðnó í dag
kl. 15.00 og á sama stað, sama
tíma á morgun. Sjá nánar á
www.jazz.is
HINN fjölhæfi og vel launaði Charl-
ie Sheen á von á barni með eig-
inkonu sinni Brooke Mueller. Leik-
arinn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í
vikunni þessa efnis. Sheen gekk að
eiga Brooke, sem er fasteignamiðl-
ari að aðalstarfi, í maímánuði en
hann hafði árið 2006 skilið við leik-
konuna Denise Richards. Sheen á
fyrir tvær dætur með Denise og 25
ára dóttur úr fyrra sambandi.
Sheen, sem er 42 ára og því rösk-
lega 10 árum eldri en eiginkonan,
kveðst vera í skýjunum og segir all-
ar líkur á að hann eignist son í
þetta skiptið. Stendur Sheen um
þessar mundir í harðri forræð-
isdeilu við eiginkonu sína fyrrver-
andi um dætur þeirra tvær sem eru
þriggja og tveggja ára.
Nýja barnið á væntanlega ekki
eftir að skorta neitt í lífinu því
Sheen er samkvæmt heimildum
vestanhafs hæstlaunaðasti leikar-
inn í bandarísku sjónvarpi. Hann
fer með aðalhlutverkið í gaman-
þáttunum Two and a Half Man.
Fleiri
Sheenar
Reuters
Lukkulegur Charlie Sheen brosir
framan í áhorfendur í sjónvarpssal.
MIÐVIKUDAGUR27.ÁGÚST
Eymundssonkynnirdagskránaídag
 KL 12.15 Ingólfsnaust ? Hádegisjazz í Ingólfsnausti Frítt
Tilvalið að koma við í Ingólfsnausti og heyra
góðan jazz í hádeginu.
 KL15 Iðnó -Svingtónleikarestrasjón ?
Sextett Hauks Gröndal með Ragga Bjarna Kr2200
Haukur Gröndal endurvekur restrasjónina og hljóm KK
Sextett. Haukur leiðir hljómsveit sína í prógrammi frá
gullöld jazzins. Ef þú manst eftir því þegar jazzinn var
dægurtónlistin, þá er þetta fyrir þig. Gestir á tónleikunum
eru víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson og söngvarinn
góðkunni Ragnar Bjarnason, sem starfaði í KK sextettinum
um árabil.
 KL20- Iðnó ? Steintryggur - BMX frá Noregi
ásamt Hilmari Jenssyni Kr2200
Trommarar og slagverksmenn sameinast í rafmögnuðum
galdri. Sigtryggur Baldursson og Steingrímur Guðmundsson
skipa Steintrygg. Kippi Kanínus leggur til rafvædda
sveiflujöfnun.
Norska tríóið BMX er hér statt til að hljóðrita með Hilmari
Jenssyni gítarleikara. Einstakt tækifæri til að heyra splunku-
nýja og spennandi spunatónlist af bestu gerð. Hér er hvert
lag þróað í rauntíma á tónleikum. Alltaf ferskt, alltaf nýtt.
Njål Ölnes á saxófón, ThomasT. Dahl á gítar og
Öyvind Skarbo á trommur.
 Kl22 Iðnó /uppi ? Ameríska söngbókin-Stofuhljóðritun.
Siggi Flosa, Lennart Ginman, Jón Páll Bjarnason Kr2000
Altósaxófónleikarinn Sigurður Flosason hefur komið víðar
við en flestir kollegar hans á íslenska jazzsviðinu. Undanfarið
hefur blúsinn skotið sér í svínginu í tónlist hans, en nú ætlar
hann að taka til handargagns amerísku söngbókina. Danski
bassaleikarinn Lennart Ginman hefur áður komið við sögu
á plötum Sigurðar og ætlar að ganga botninn í þessari
stofuhljóðritun, sem verður gefin út á plötu. Jón Páll
Bjarnason leikur á gítarinn, enda fáir sem kunna fleiri lög úr
amerísku söngbókinni.
 Kl22 Organ ? Tepokinn, M blues Project, Skver Kr1500
Þrjár spennandi hljómsveitir saman á einum tónleikum.
Tepokinn og Skver hafa þrætt öll húsasund og almennings-
garða Reykjavíkur á vegum Hins Hússins, en Matti Sax og
blúsprójektið hans hefur aðallega verið innandyra.
 Kl23 Bítbox á Glaumbar Autoreverse ? jazz/funk Frítt
Steinar Sigurðarson: Saxófónn, Sigurður Rögnvaldsson:
Gítar, Pétur Sigurðsson: Bassi, Kristinn Snær Agnarsson:
Trommur, Ívar Guðmundsson:Trompet. Hljómsveitin
Autoreverse hóf starfsemi árið 2004 þegar hún var valin
sem fulltrúi lands elds og ísa í ungliðadjasskeppninni
Nordic Jazz Comets í Stokkhólmi það ár. Hljómsveitin
sækir prógram sitt til þeirra allra hrynþéttustu úr djass-
geiranum auk þess sem meðlimir þykja skrifa undursam-
lega lagstúfa.
NORRÆNA HÚSIÐ VONARSALUR
FRÍKIRKJ
AN
HÁSK
ÓLABÍÓ
NASA
FRÍKIRKJ
AN
NORRÆNA
HÚSIÐ
HÁSK
ÓLABÍÓ
FRÍKIRKJ
AN
GLA
UMB
AR
V
ONARSALUR
INGÓLFSNA
UST
HÁSK
ÓLABÍÓ
IÐNÓ
REYKJAVÍKRE
www
.midi.is
GLAUMBAR
POR
T
hönn
un
Milljónaútdráttur
Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
8. flokkur, 26. ágúst 2008
Kr. 1.000.000,-
4395 G
13915 E
17556 B
18541 H
20280 B
22668 G
30469 B
33110 B
46025 B
58188 F
VINNINGSHAFAR!
TIL HAMINGJU
EINN af aukaleikurunum í kvikmyndinni Valkyre
ætlar að fara í mál við Tom Cruise vegna óhapps
sem varð við tökur. 
Verið er að taka myndina upp í Berlín en Cruise
er eigandi fyrirtækisins sem framleiðir myndina og
fer að auki með aðalhlutverkið, en hann túlkar
Claus von Stauffenberg sem mistókst á sínum tíma
að ráða Adolf Hitler af dögum.
Aukaleikarinn heldur því fram að aðbúnaður á
tökustað hafi verið óviðunandi og hafi það orðið til
þess að nokkrir aukaleikarar slösuðust. 
Áætlað er að lögfræðingurinn, sem fer með mál-
ið, muni fara fram á nokkrar milljónir dala í bætur.
Í mál við Tom Cruise
Ekki skemmt Cruise
hristir þetta örugglega
af sér. Hér er hann í
hlutverki sínu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44